Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 14. febrúar 1981 Breytingar á vaxtafrádrætti orðnar að lögum: Frádráttarreglur til skatts rýmkaðar verulega 7,25 millj fyrir hjón, endurbætur teknar með og fleiri lánaflokkar — þó aðeins vegna húsnæðis JSG — Á fimmtudag voru á Alþingi samþykktar breytingar á skattalögum sem auka veru- lega þau not sem skuldugir hús- byggjendur geta haft af vaxta- frádrætti. I fyrsta lagi er vaxta- frádrátturinn hækkaöur, i allt að 7,25 milljónir gamalla króna fyrir hjón. Þá eru rýmkuö nokkuö skilyrðin fyrir þvi að vextirnir teljist frádráttarbær- ir, teknir eru meö vextir af skuldum vegna meiriháttar endurbóta á húsnæöi, svo og skuldum i formi lána sem tryggö eru með sjálfskuldar- ábyrgö þriöja manns. Þá eru timamörk rýmkuö. Nánar eru þessar breytingar sem hér seg- ir: 1. Hámark vaxtafrádráttar fyr- ir einhleypinga er hækkaö úr 1.500.000 gkr. I 2.500.000 gkr. Miðaö við skattvisitölu 145 felst i þessu aö hámark frá- dráttarbærni verður á gjald- árinu 1981 3.635.000 gkr. fyrir einhleypinga, en 7.250.000 . gkr. fyrir hjón. 2. Veruiegar endurbætur á ibúð- arhúsnæði eru aö þvi er vaxtafrádráttinn varöar lagöar aö jöfnu viö ibúöar- kaup. Eru mörkin sett viö aö endurbæturnar nemi 7% eða meiru af fasteignamati ibúö- arinnar i árslok. 3. Skilgreiningin á þeim lánum, sem eru frádráttarbær án til- lits til þess, hversu langt er liðiö frá öflun ibúöarhúsnæö- is, er rýmkuö á tvennan hátt þannig: a) Að undirþennan flokk lána falla nú öll fasteignaveðlán til tveggja ára eöa lengri tima, en i lögunum er krafist a.m.k. þriggja ára lánstima, og b) aö á gjaldárinu 1981 séu lán til tveggja ára eða lengri tima til öflunar ibúöarhúsnæðis, sem tryggð eru meö sjálf- skuldarábyrgð þriðja manns, lögö aö jöfnu við fasteigna- veötryggö lán. Eftir þessar breytingar ætti mikið af vaxtaaukalánum þeim, sem veitt hafa verið aö undan- förnu, aö falla innan skil- greiningarinnar. 4. Þau timamörk frá kaupári eöa upphafsári byggingar, sem lausaskuldir eru frá- dráttarbærar, eru rýmkuð allverulega. Er frádráttar- bærni lausaskulda tengdra ibúðarkaupum lengd úr tveimur árum i þrjú ár, en frádráttarbærni lausaskulda tengdra fbúðarbyggingum lengd úr fjórum árum i sex talið fra óg með þvi ári sem bygging er hafin á. Samhliða þessum breytingum um vaxtafrádráttinn, var á- kveöiöaö leyfa launþegum i lög- giltum iöngreinum aö draga frá tekjum sinum kostnað vegna handverkfæra, að ákveönu há- marki sem rikisskattstjóri setur nánari reglur um. Þá var einnig ákveöiö aö hljóöfæraleikarar mættu færa til frádráttar kostn- að vegna hljóöfæranna. Aö þessum breytingum á skattalögunum stóðu stjórnar- liðar á Alþingi, auk þingmanna Alþýöuflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i fjárhags-og viðskiptanefndum Alþingis lögðu fram tillögur um að almenn regla um skattafrá- drátt yrði tekin upp, i stað þeirr- ar sem nú gildir og nær aðeins til húsnæðisskulda. Mætti sam- kvæmt tillögunum draga vaxta- gjöld, verðbætur, gengistöp og afföll, aö upphæð 3 milljónum fyrir einstaklinga, og 6 milljónir fyrir hjón, frá við framtalið i ár. Kjartan Jóhannsson sagöi i nefndaráliti, að slikar, „ótak- markaðar heimildir til vaxta- frádráttar byöu upp á misnotk- un af hálfu atvinnurekenda, sem flutt gætulán vegna rekstr- ar yfir á einkaframtal”. ~ rv«OouMoio tmm m kvn»ing»h*t*ks um mujr ovo. PtONtuo oa mc.iwkvnni i-v.rm ahin Veggspjaldiö, sem Landvernd hefur gefiö út er hin mesta veggprýöi. Þaö er til sölu á skrifstofu Landverndar aöSkólavöröustig 25. Bændur til við ræðna við RARIK vegna Fljótsdals- virkjunar 62 félög áhuga- manna um umhverf- isvernd mynda: LAND- VERND „VUlt spendýr” 7. rit Landverndar komið út BSt — Ct er komiö 7. rit Land- verndar, og nefnist þaö „Villt spendýr”. t þessari bók er safn ritgerða um villt spendýr á ts- landi og i hafinu umhverfis. Sagt er frá útbreiöslu, lifnaöarháttum og iifsskilyröum þessara dýra, og gerö er grein fyrir þvi hvernig hagsmunaárekstrar viö þau hafa mótaö afstööuna til þeirra. 1 ritið skrifa sex liffræðingar, Erlingur Hauksson skrifar um seli. Páll Hersteinsson um refi, Karl Skirnisson og Ævar Peter- sen rita um mink, Skarphéðinn Þórisson um hreindýr og Arni Einarsson skrifar um mýs og rottur og hann skrifar einnig um hvali viö Island. Árni Einarsson skrifar lika formála að bókinni og ritstýröi henni. Bókin Villt spendýr er liður i kynningarátaki um villt dýr, plöntur og heimkynni þeirra, — en árin 1979 og 1980 voru af Evrópuráðinu tileinkuö þessu efni. Efnt var til samstarfs Land- verndar og Náttúruverndarráðs um undirbúning, og voru fengnir sérfróöir fyrirlesarar til að flytja útvarpserindi um villt spendýr á Islandi. Þessi bók er byggð á þeim útvarpserindum. 1 bókinni er fjöldi mynda, teikninga og uppdrátta. 1 þessu riti er saman kominn fróðleikur um hinar villtu is- lensku dýrategundir, en skortur hefur verið á sliku riti, þvi nærri er hálf öld frá þvi Spendýrin eftir Bjarna Sæmundsson náttúru- fræðing kom út. Næsta bók, sem verður sú 8. á vegum Landverndar, verður um islenska fugla. Evrópuráð beinir þvi til landa innan samtakanna, að taka fyrir til rannsókna plöntu- og dýralif hvers lands fyrir sig, og kynna siðan almenningi með útgáfu bóka, veggmynda o.fl. Landvernd hefur hafið útgáfu póstkorta af is- lenskum spendýrum. Kortin'eru hin fallegustu, þar má m.a. sjá hreindýrahóp á Lónsöræfum, ref að éta fugl og sel, sem lyftir sér upp úr sjónum, alvarlegur á svip. Þessar myndir eru lika á vegg- spjaldi, sem Landvernd hefur gefið út. Veggspjöldin eru til sölu á skrifstofu Landverndar Skóla- vörðustig 25. VILLT SPENDÝR „Villt spendýr” heitir 7. rit Land- verndar.og er þar saman kominn fróðleikur um hinar villtu is- lensku dýrategundir. AM — Eins og blaðið hefur skýrt frá hefur RARIK átt fundi að undanförnu með nefnd bænda úr Húnaþingi um Blönduvirkjun, þar sem fjallað hefur verið um ýmsa tilhögun virkjunarinnar, gróðurverndar og náttúruvernd- armál og auk þess form á bóta- greiðslum til jarðeigenda. Næst komandi þriðjudag mun koma til viðræðna við RARIK nefnd manna úr Fljótsdalshreppi vegna Fljótsdalsvirkjunar og verður umræðuefnið svipað og á fundum með Húnvetningum. Guðjón Guðmundsson, sem nú gegnir störfum Rafmagnsveitu- stjóra rikisins, sagði, að þótt til þessara viðræðna hefði verið boð- að nú, þyrfti ekki að lita á það sem undirbúning þess að Fljóts- dalsvirkjun yrði tekin fram yfir Blönduvirkjun, þvi mál stæðu á svipuðu stigi og áður hvað þessa valkosti varðaði. Svæðin eystra eru enn viðkvæmari i náttúru- verndarlegu tilliti en virkjana- svæði Blöndu. Rætt um sparnað hjá sjónvarpinu: 6ÆÐI DA6SKRÁR- INNAR HALDI SÉR — er keppikefli útvarpsráðs hvað sem öðru liður BSt — Gtvarpsráð var á fundi i gær og ræddi þar aðallega fjár- mál Rikisútvarpsins i tengslum við þá þröngu stöðu fjárhags stofnunarinnar sem nú er stað- reynd. Vilhjálmur Hjáimars- son, formaður Útvarpsráös, sagöi eftir fundinn, að enn hefði ekki verið tekin nein ákvörðun í þessum málum, — en aðallega var á fundnum rætt um dagskrá Sjónvarpsins, sagði hann. En útvarpsráðsformaður var spurður að þvi, hvort til greina hefði komið að skera eitthvaö niður útsendingartima sjón- varpsins, sagði hann marga aðra möguleika koma til greina. Efni væri misdýrt, og ef til vill hægt aö spara þar. Þó sagöi hann menn vera einhuga um að foröast að skeröa gæði dag- skrár, hvað sem svo annars yrði. Siðastl. tvö ár hefur Rikisút- varpiö veriö rekið meö halla sem nemur um 16 millj. ný- króna. „Það verður ekki gert öllu lengur, og hefur auðvitað veriö gert tveimur árum of lengi”, sagði Vilhjálmur. Útvarpsráðsformaður sagði það augljóst, að fjárhagsvand- ræði hlytu að herja á stofnunina, þar se/n hún sæti uppi með sama skammtinn og útvarpið fékk fyrir fjögurra tima dag- skrá i upphafi vega, þ.e.a.s. — eitt blaðgjald og tæplega það. En nú er 17 tima útvarp á sðlar- hring og sjónvarp sex daga i viku. „Þetta er það sem menn eru nú að glima við”, sagði Vil- hjálmur. Afnotagjöld fyrir sjónvarp og hljóövarp erúaðskild, þótt þau séu innheimt saman, og fara i sinn hvorn kassann. Það má segja að með nokkrum hætti sé aðskilinn fjárhagur hjá þessum tveimur deildum stofnunar- innar, að sögn formanns Út- varpsráðs. Vilhjálmur sagði útvarpsráð hafa á siðasta fundi fengið ýmis gögn frá fjármála- og rekstrar- deild Rikisútvarpsins, sem rædd voru nú i almennri um- ræðu, en áformað er að taka viðræðurnar upp aftur á fundi nk. þriðjudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.