Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Laugardagur 14. febrúar 1981 IÞROTTIR 15 Meistaramót í frjálsum Meistaramót íslands i frjálsum iþróttum innanhúss fer fram i Laugadalshöliinni i dag og á morgun. f Mótið i dag byrjar kl. 11 og verður þá keppt i eftirtöldum greinum 800 m hlaupi karla ogkvenna, hástökki karla og kúluvarpi karla og kvenna. Þá verður einnig keppt i Baldurshaga og hefst keppn- in þar kl. 14.30, keppt verður i 50 m hlaupi karla og kvenna og langstökki karla. A morgun verður siðan keppnihaldið áfram og byrj- ar hún i Laugardalshöll kl. 8.30 með hástökki kvenna? 1500 m hlaupi karla 4x3 hringir, boðhlaup karla og kvenna. Keppnin i Baldurshaga hefst kl. 13.30 með 50 m grindahlaupi karla og kvenna, siðan verður keppt i þristökki karla og langstökki kvenna. Mildð gengið — á Klambratúni Skiðafélag Reykjavikur gekkst fyrir skiöamóti á Klambratúni sl. miðviku- dagskvöld. Toyota umboðið gaf 3 virðulega bikara. Gengið var 12 km i karla- flokki, sigurvegari var örrí Jónsson SR á 37.01, i drengjafl. gengnir 5 km, sigurv. Garðar Sigurðsson SR á 20.57. t kvennafl. var nr. 1 Guðbjörg Haraldsd. SR ; á 24.44, þar voru lika gengnir 5 km. Það var þriggja stiga frost og nýfallinn snjór. Mdtsstjóri var Matthias Sveinson formaöur Skiðafél. Reykjav. Brautarstj. Haraldur Pálsson. Þorramót á skíðum — I Seljalandsdal Skiöaráð tsafjarðar heldur nú um helgina svokallaö þorramót á skiðum og verö-^ ur það haldið á skiðasvaéðr þeirra ísfirðinga i Selja- landsdal. I dag verður keppt i stór- svigi karla og skiðagöngu kvenna og á morgun verður keppni i svigi karla og kvenna. n Skiðamót þetta er liður i punktamótum Skiðasam- bandsins. Stúdentar og Fram í bikarnum — um helgina I blaki Fjórir leikir fara fram i bikarkeppni Blaksambands íslands um helgina, i dag leika i iþrótta- húsinu i Hveragerði Samhygð og Þróttur N. Þrir leikir eru siðan á dag- skrá á morgun og verða þeir alliri Hagaskóla. Kl. 19 leika HK og Laugdælir og strax á eftir leika Fram og Stúdent- ar, þessir þrir leikir eru I karlaflokki. I kvennaflokki leika siðan tS og Þróttur og hefst sá leik- ur um kl. ;i.30, allir leikirnir eru i 1. umferð bikarkeppn- innar. Með smá heppni hefði ísland náð að sigra Dómararnir voru sænskir þeir Lars Johanson og Kjell Eliasson og dæmdu þeir ágætlega þó oft megi deila um nokkur atriöi. Mörk tslands gerðu: Þorbergur 5(1), Stefán 3, Páll og Steindór 2 hvor, Guðmundur, Siguröur, Bjarni og Ólafur 1 hver. Mörk A-Þjóðverja Doering 4, Wahl, Schimdt og Rost 3 hver, Dreibrodt og Gruner-2 hvor og Rohde 1. röp-. KRmætír Þorbergur var besti maður islenska liösins i gærkvöldi þá átti Steindór einnig góöan leik og Stefán var drjúgur á köflum en hann var á stundum of bráður að fara inn úr hornunum. Kristján Sigmundsson varöi mjög vel i markinu og eins Einar þann stutta tima sem hann lék meö. • tapaði f gærkvöldi fyrir A-Þjóðverjum 16:18 i Laugardalshöllinni — minni munur en margir bjuggust við „Við máttum alveg eins búast við rðtbursti frá þessu liði, þetta er rútinuliö, en ég held aö þessi úrslit sýni okkur það að við erum á réttri leið. Þó voru nokkur smáatriði i leiknum sem fóru úrskeiðis og það má segja að það hafi riðið baggamuninn” sagði Hilmar Björnsson landsliösþjálfari eftir leikinn i gærkvöldi. A-Þjdðverjar fóru með sigur af hólmi 18:16 er þjóðirnar mættust i landsleik i Laugardalshöll. Stað- ani hálfleik var 10:9 fyrir A-Þjóð- verja. Islendingar voru seinir að kom- ast i' gang, Sigurður Sveinsson lét verja frá sér viti strax á fyrstu minútunni og þaö var ekki fyrr en Bjarni Guömundsson skoraöi fyrsta markið, sem kom ekki fyrr en eftir 6. min. leiks, að hjólin fóru aö snúast landanum i hag, þó voru A-Þjóðverjar með forystu 2:1. A-Þjóöverjar komast i 3:1 en Þorbergur skoraði tvö glæsileg mörk og jafnaöi 3:3. Þjóöverjar ná aö komast aftur yfir en Stefán Halldörsson jafnar og Þorbergur kom Islandi yfir 5:4. Þorbergur komst siöan inn i sendingu hjá Þjóöverjum, brunaöi upp en Rohde markvörður varöi glæsi- lega. Wahl jafnaöi fyrir Þjóöverja og fyrri hálfleikur hálfnaður, en Sig- urður Sveinson kom tslandi yfir meö glæsilegu marki. Nú geröist varnarleikur Islands gloppóttur, þeir léku of framar- lega með Pál sem fremsta mann og viö það fengu Þjóðverjarnir aö leika dálitið lausum hala á linunni og skoruöu þannig nokkur mörk og staðan breyttist i 10:6. Þá breyttutslendingarnir vörn- inni. Steindór og Steinar komu inná fyrir Pál og Sigurð Sveinsson og Islendingum tókst aö minnka muninn i 9:10 undir lok hálfleiks- ins. A-Þjóöverjarnir náöu þriggja marka forystu i upphafi siðari hálfleiks 12:9 og það var ekki fyrr en á 6. min. hálfleiksins sem fyrsta mark tslends kom og var Steindór þar að verki. A-Þjóðverjar gerðu næstu þrjú mörk og þar af skoraði Rohde markvörður eitt þeirra er hann henti yfir allan völlinn beint úr aukakasti, og staöan 15:10. Þorbergur skoraöi 11- mark tslands á 15. min. tsland hafði þá ekki skorað i 9. min. þó vantaði ekki færin hjá Islendingunum, fengu þrjú dauðafæri en annaö hvort varði markvörðurinn eöa þeir misstu boltann. A-Þjdðverjar komust i 16:11, tsland f sókn.en fengu dæmda töf • á sig og útlitiö á að geta sigrað Þjóöverjana orðið fr&kar dökkt. A- Þjóðverjar komast i 17:12 og aö- eins sex min. til leiksloka. En nú fóru strákarnir aö taka vel á móti Þjóöverjunum i vörn- inni og sóknir Þjóðverjanna orðn- ar ráðleysislegar, en þrátt fyrir að landanum tækist að gera þrjú siðustu mörkin þá var timinn of naumur og forskot Þjóðverjanna of mikiö til þess að geta jafnað. Páll komst þó inn i sendingu og gaf til Sigurðar Sveins. sem var kominn langt fram á völl en hann missti af boltanum og þar fór möguleikinn á að minnka muninn i eitt mark. Ekkert vafamál er að A-Þjóð- verjarnir eru meö eitt besta liö i heimi i' dag og maöur hafði þaö alltaf á tilfinningunni að þeir gætu bætt um betur ef nauösyn þyrfti til. Jurgen Rohde markvörður þeirra átti ekki minnstan þátt i þvi að Þjóöverjarnir færu með sigur af hólmi og hann sýndi það i gærkvöldi að þaö er ekki að ástæðulausu sem hann er talinn vera einn besti markvöröur i heiminum i dag, hann varði hreint ótrúlega og var yfirburöa- maöur i liöinu. Þá var Lothar Doering einnig góður og var hann einnig mark- hæstur. ,,Það var erfitt að ráöa við skotin frá honum,mað(ar sér þau ekki og geturþvi ekkirerknaö út hvar þau muni koma” sagði Kristján Sigmundcson eftir leik- inn. Bjarni Guðmundsson hefur brotist i gegn og skorar flestir bjuggust viðaö tslands myndi fá slæma útreiö frá Þjóöverjunum en landinn stóö sig vel. Tfmamynd: Róbert. NJARÐVIKIN6AR íslandsmeistarar tryggöu sér sinn fyrsta íslandsmeistaratitil með sigri gegn ÍS í gærkvöldi • Danny Shouse skoraöi 52 stig fyrir UMFN Njarövík — I 8 liða úrslitum bikarsins Einn leikur fer fram I úrvals- deildinni ikörfuknattleik i dag og eigast þar viö Armann og 1R og verður leikurinn I Hagaskóla og hefst kl. 14 eða rúmlega þaö. Þá verður einn leikur i 1. deild i dag I iþróttahúsi Njarðvikur og leika þar UMFG og tBK og hefst sá leikur kl. 14. A morgun verður siðan hörku- leikur i Njarðvik er heimamenn mæta KR-ingum i bikarkeppninni og hefst leikurinn kl. 14 . Fram og Þór leika i Hagaskóla á morgun kl. 13.30 i 1. deild. Einn leikur veröur i meistara- flokki kvenna I körfuknattleik og verður hann á Akureyri, þar eig- ast við ÍMA og tS og hefst leikur- ,,We are the champions, We are the champions” glumdi ( iþróttahúsinu i Njarövikum I gærkvöldi, eftir aö UMFN haföi sigraö tS 120:79 i úrvalsdeild- inni Ikörfuknattleik og þar meö tryggt sér tslandsmeistaratitil- inn i fyrsta skipti í sögu télags- ins. Fögnuöur leikmanna UMFN var gifurlegur I leikslok er titillinn eftirsótti var loks I höfn, og mikið var skálaö i kampavlni eftir leikinn. Danny Shouse þjálfari ts- landsmeistaranna og leik mað- ur með þeim fór á kostum i leiknum og skoraöi 52 stig fyrir lið sitt, þar af 10 fyrstu stigin I siðari hálfleik en staöan i leik-! hléi var 62:41 UMFN i vil. Það var aldrei spurning um-! það hvort liöiö væri betra á vell- inum. Danny Shouse skoraði fyrstu körfuna eftir aðeins 4 sekúndur og fleiri áttu eftir aö fylgja I kjölfariö. Leikurinn var mjög skemmti- legur og skemmtu hinir fjöl- mörgu áhorfendur, sem sáu leikinn sér frábærlega og ekki var laust viö að geöshræring gerði vartviðsigi lokin er lagiö góðkunna var ldkiö. Stigin fyrir UMFN: Danny Shouse 52, Gunnar Þorvarðar- son 18, Jón Viðar 10, Arni Lárus- son 10, Jónas Jóhannesson 8, Július Valgeirsson 8, Guösteinn Ingimarsson 6, Þorsteinn Bjarnason 4, .Valur Ingimund- arson 2 og Brynjar Sigmunds- son 1 stig. Stig tS: Mark Coleman 24, Bjarni Gunnar 14, GIsli Glslason 16, Arni Guömundsson 12. Ingi Stefárísson 11 og Jón óskarsson 1 stig. V.TH./SK. inn kl. 14. röp-. STAÐAN Staöan I Urvalsdeildinni I körfu- knattleik er nú þessi: Njarövik ..18 16 3 1789:1417 32 Valur......18 13 5 1580:1410 26 KR..........18 9 9 1489:1428 18 tR .........18 9 9 1443:1482 18 tS......... 18 6 12 1441:1581 12 Armann... 18 1 17 1270:1694 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.