Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. febrúar 1981 13 Minning: Baxði Þórhallsson Kristinn Barði Þórhallsson f.14/9 1943 - d.26/11 1980 Kristinn Kristjánsson f.18/11 1951 - d.26/11 1980 Að kvöldi 26. nóvember 1980 fórst vélbáturinn Trausti ÞH 8 á öxarfirði, og með honum þeir Barði Þórhallsson og Kristinn Kristjánsson báðir til heimilis á Kópaskeri. Að sjá með svo sviplegum hætti á bak samstarfsmanna, félaga og vina, vekur ýmsar spurningar sem að öllu jöfnu blunda i önn hversdagsleikans. Spurningar m.a. um tilgang þessarar jarð- nesku dvalar okkar, sem er svo misjöfn að lengd og gæðum að þvi Kristinn Kristjánsson Þrátt fyrir skamma viðdvöl hafa leiðir þeirra félaga viða leg- ið i starfi og námi. En báðir voru fyrir skömmu búnir að byggja sér og fjölskyldum sinum framtiðar- heimili á Kópaskeri þvi i átthög- unum vildu þeir eyða starfsæv- inni væri þess kostur. Leiðir okkar Barða lágu fyrst saman á Samvinnuskólanum .vet- urinn 1962-1963. Nokkrum árum siðar eða 1970 liggja leiðir okkar saman að ný ju þegar ég fluttist til Kópaskers, þá öllum ókunnugur, nema Barða.sem þar var fæddur og uppalinn. Barði lá ekki á liði sinu að greiða götu mina, og sömu sögu hygg ég að aðrir sem kynntust honum geti sagt. Að greiða götu náungans af góðvild og hjálpsemi var Barða sjálfsagt og eðlilegt. Jafn sjálfsagt var að þeir sem honum kynntust þótti vænt um hann og urðu vinir hans. Kynniokkar Kristins eöa Kidda eins og hann var kallaður hófust þegar hann ásamt félaga sinum hóf útgerð frá Kópaskeri, en Kiddi var einn af frumkvöðlum útgerðar á staðnum og mikill áhugamaður um eflingu hennar. Erfiðleikar hafa að undanförnu veriðí útgerðarmálum á staðnum sem m.a. leiddu til þess að Kiddi hætti útgerð eigin báts s.l. vor og hafði nýverið ráðið sig á Trausta ÞH. Að sjá fram á erfiðleika meö að standa i skilum með íjárhags- skuldbindingar lá þungt á Kidda og mun þyngra en efni stóðu til. En enginn mátti liða i viöskiptum við hann, enda gerði það enginn. Þegar við i dag kveðjum þá fé- laga er mér efst i huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim, fyrir samstarf og vináttu. Megi minningin um góða drengi verða fjölskyldum þeirra stvrkur i sorginni. Kristján Armannsson. Minning: Barði Þórhallsson Fæddur 14. september 1943. Dáinn 26. nóvember 1980. f dag verður haldin i Snarta- staðakirkju viö Kópasker minn- ingarathöfnum þá frændur Barða Þórhallsson Kópaskeri og Krist- in Kristjánsson frá Sandvik, en þeir fórust á öxarfirði með m.b. Trausta, rækjubáti frá Kópaskeri i ofsaveðri 26. nóvember siðast liðinn. Höfðu þeir lagt af stað frá Akureyri eftir hádegi áleiðis til Kópaskers og náðist siðan sam- band við þá um kl. 10 um kvöldið. Töldu þeir sig þá eiga eftir eins til tveggja klukkustunda siglingu til Kópaskers. Aftur var reynt að hafa samband við þá félaga um kl. 10:30, en er það náðist ekki hófst þegar i stað leit að bátnum af skipum sem voru stödd inni á öxarfirði. Þau urðu þó fljótlega að hætta leit og leita vars vegna ofviðris. Þegar um nóttina gengu menn á fjörur við öxarfjörö. Næstu tvo daga var einnig leitaö af landi, sjó og úr lofti án þess að nokkuð fyndist úr bátnum nema bjarghringur. Þar með brustu vonir manna um björgun Barða og Kristins. Skömmu áður en ég fór suður til Reykjavikur i Háskólann 1943, sá ég nafna minn fyrsta sinni. Ég man vel hvað mér þótti hann fall- egur, einkum hrokkinn glókollur hans. Og stoltur varð ég og mikla sæmd fannst mér foreldrar hans sýna mér, þegar hann var skirður Barði. Þegar nafni minn stækkaði tóku menn fljótlega eftir, að hann þekkti af hljóðinu einu hvaða bil- ar, bátar eða flugvélar voru á ferð. Þegar i æsku sýndi hann sérstakan áhuga á vélum. Virtist hann fylgjast ótrúlega vel með öllum nýjungum á þeim sviðum. Hygg ég, að hugur hans hafi beinst að námi i vélfræðum þótt ekki yrði úr, að hann kynnti sér þá fræðigrein, nema að litlu leyti. Skólaganga Barða eftir barna- skóla hófst fyrst í Skógaskóla frá 1957 til 1960. Þaðan brautskráöist hann gagnfræðingur, en lauk sið- an prófi við Samvinnuskólann að Bifröst 1963. Að námi loknu stundaði hann verslunarstörf i Reykjavik til ársioka 1968, m.a. hjá Oltimu, Oliuverslun Islands og Heklu. Ég hygg þó af viðtölum, sem við áttum á þeim árum, að hann hafi aldrei kunnað vel við sig i" Reykjavik og sifellt þráð að komast heim i átthagana. Þegar honum svo bauðst starf á skrif- stofu Kaupfélags Norður-Þingey- inga á Kópaskeri frá ársbyrjun 1969 fluttist hann ásamt önnu húsfreyju sinni og Helgu dóttur sinni noröur i Sandhóla á Kópa- skeri.þar sem vagga hans stóð. Hjá kaupfélaginu starfaði Baröi siðan til hausts 1975. Hafði hann á þeim tima m.a. með höndum stjórn útibús Samvinnubankans á Kópaskeri. Aldrei mun hann þó i reynd hafa kunnað við sig á stofu- gangi skrifstofumennskunnar, þótt uppeldi og nám styddu að þvi að svo yrði. Og smátt og smátt reyndist eðlið náminu rikara. Meðan Barði stundaði skrif- stofustix-fin neytti hann jafnan færis tilað komastá sjó. Lét hann loks af störfum hjá K.N.Þ. haust- iö 1975 og gerðist sjómaöur, fyrst á varðskipinu Ægi, en siðan á rækjubátum, sem gerðir voru út frá Kópaskeri. Var hann i alla staði ánægöur með sjómanns- starfið. Var hann vélstjóri á m.b. Trausta, þegar hann fórst. Eftirlifandi konu sinni, frú önnu Helgadóttur, kennara, frá Leirhöfn, kvæntist Barði 19. sept, 1964. Anna er mikilhæf og gáfuð ágætiskona sem hefir tekið svip- legu fráfalli eiginmanns sins meö stillingu. Börn önnuog Barða eru: Helga f. 11. mai 1968, Þórný f. 7. mars 1970 og Þórhallur f. 23.mars 1973. Eru öllbörnin vel gefinog efnileg. Eftir að Anna og Baröi fluttu norður um áramótin 1968-1969 lágu leiðir okkar nafna ekki oft saman. Við hjónin heimsóttum hann og önnu þó tvisvar norður i Sandhóla og nutum gestrisni þeirra og ljúflyndis á hinu fagra og skemmtilega heimili, sem þau höfðu búið sér og börnum sinum. Var yndi að sjá, hvað þau hjón voru börnunum hlý og reyndu með háttvisi og að þvi er virtist á jafnréttisgrundvelli að leysa úr öllum spurningum þeirra og erindrekstri. Það sýnist undarleg ráðstöfun, þegar starfsfúsir og starfsglaöir athafnamenn eru burt kallaðir frá fjölskyldu sinni á besta aldri. En „alfaðir ræður”. Með Barða er fallinn i valinn ó- singjarnt og ósérhlifið valmenni, sem allra vanda vildi leysa, manns sem reyndi að auka ham- ingju þeirra, sem á vegi hans urðu, manns, sem vildi láta gott af sér leiöa hvar sem vegir hans lágu. Slikir eru ekki nógu margir og aö þeim er skaöi og söknuður. Guö blessi minningu Baröa Þórhallssonar og veiti konu hans og börnum styrk á timum sakn- aöar og erfiðleika. Baröi Friðriksson. P.s. Minningarathöfn um Barða Þórhallsson fór fram i Kópavogs- kirkju 22. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Mmning: Wolfgang Jóhann Kristjánsson og Kristinn Kristjánsson Bræðraminning. Wolfgang Jóhan Kristjánsson, f.23.nóvember 1949, - d.29. april 1971 Kristinn Kristjánsson, f. 18. nóv- ember 1951, - d. 26.nóvember 1980. frá Sandvik á Melrakkasléttu. Þeir bræðurnir Wolfgang Jó- hann og Kristinn voru synir hjón- anna Mariu og Kristjáns Krist- inssonar i Sandvik á Melrakka- sléttu, og bar Kristinn nafn afa sins Kristins i Nýhöfn, en hann var einn hinna landsþekktu Leirhafnarbræðra. Ég vil i fáeinum orðum minnast þeirra bræðra og frænda minna þegar haldin er minningarat- höfn um Kristin ■ en hann fórst með vélbátnum Trausta Þ.H. 8 á öxarfiröi þann 26. nóvember sl. Hinn bróöirinn Wolfgang Jóhann drukknaði á sviplegan hátt i höfn- inni i Nýhöfn 29. april 1971. Stutt er á milli bæjanna Sand- vfkur og Miðtúns og ólumst við þar upp á sama tima jafnaldrar og frændur. Það gefur þvi auga leið aö samgangur milli bæjanna var mikill og þá sem nú stóð Sandvikurheimilið okkur Miðtúnsbræðrum alltaf opið. Þar nutu bræðurnir Volli og Kiddi, eins og þeir voru oftast kallaöir, ástúðar og umhyggju foreldra sinna sem allt vildu gera til að búa syni sina undir lifiö. Nú sjá þau á bak öðrum syninum sem þau missa allt of fljótt að þvi er okkur finnst sem eftir lifum, en þau mega vera i hjarta sinu sæl og stolt fyrir að hafa eignast jafn góða og duglega drengi sem þeir bræður voru. Fjarlægðin gerir fjöllin blá segr ir máltækið og vel má vera að svo sé, en eitt er vist að endurminn- ingar minar frá æskuárunum á Leirhafnartorfunni eru margar og fallegar, og allar eru þær tengdar á einn eða annan hátt þeim frændum minum Volla og Kidda i Sandvik. Ég minnist margra stunda þegar komiö var samanog fariö i leiki úti eða i ein- hverju fjárhúsanna. Þá var vin- sælt að fara á fleka á vatninu og föru heilu dagarnir i að smiöa þá og endurbæta, eða að ná sér i tólg eða tjöru og setja I rifur á kössum tilað fá þá til að fljóta. Kofabygg- ingar stórar og smáar úr timbri eða torfi voru margar byggðar og má viða sjá slik tóftarbrot i dag sem minna á liðna daga. Eggja- leitir og útreiöartúrar voru vin- sælir og að ganga rekann var mikið stundað og borið af honum fullt fang hverju sinni af marg- breytilegu dóti. Eins og tiðkast i sveitum var snemma farið aö hjálpa til við búskapinn og flétt- aöist þar oftsaman starf og leikur allt frá þvi að sækja kýrnar og upp i að fara i göngur og réttir eða hjálpa til við sauðburð og hey- skap. Þessar minningar ásamt mörg- um fleiri koma upp i hugann þeg- ar ég minnist þeirra bræöra. Þegar unglingsárin tóku við Wolfgang Jóhann Kristjánsson með skólagöngu i önnur héruö skildu leiðir að meira og minna leyti en alltaf fylgdumst við hverjir meö öðrum og oft gafst tækifæri til að vinna saman. Þeir bræður voru viðurkenndir starfs- menn af öllum, traustir og dug- legirog létu hvergi sinn hlut eftir liggja. A grásleppuvertið, sem þeir bræður stunduðu saman 1971 drukknaði Volli rétt við landstein- ana i höfninni i Nýhöfn. Það slys svo óvænt og hryggilegt sem þaö var,svo og fráfall Kidda nú sýna okkur að vegir Guös eru órann- sakanlegir og erfitt fyrir okkur mennina aö skilja fyrirætlanir hans. Ég átti þvi láni aö fagna að vinna með Kristni eitt sumar eftir aö fulloröinsárin tóku við. Þá unnum við tveir saman á staö þar sem við þekktum fáa. Þar kynnt- ist ég enn frekar frænda minum i starfi ósi'ngjörnum, sterkum og duglegum. Þá gafst okkur gott tækifæri á að tala saman, rifja upp gamlar endurminningar og segja frá framtiðaráformum. Fá- um mönnum hef ég kynnst sem ég hef haft eins gaman af aö heyra segja frá og Kristni. Góölátleg kimni hans og brosandi andlit urðu til þess að skemmtileg atvik eða spaugilegar sagnir lifnuðu fyrir áheyrendum. Arið 1978 opinberaði hann trú- lofun sina með Guörúnu Eiríks- dóttur frá Hliðarhúsum i Jökuls- árhlið. Þau Kristinn og Guörún hófu búskap sinn á Kópaskeri og þar voru þau nýbúin aö reisa sér nýtt ibúðarhús. Kristinn heillaöist snemma af sjónum og þvi sem að honum laut, enda alinn upp á fjörubakkanum. Hann fór ungur til sjós og stundaði hann frá ýms- um stöðum á landinu á flestum stærðum og gerðum fiskiskipa. Þar sem annars staðar gat hann sér góðs orðstirs sem traustur og duglegur sjómaður. Frá Kópa- skeri gerði Kristinn út um tima sinn eigin bát á rækju og annan fisk, en á siðasta ári seldi hann bátinn og réði sig á annan bát frá Kópaskeri. Nýlega haföi hann tekiö við skipstjórastöðu á vél- bátnum Trausta Þ.H. 8, bát sem hann þekkti vel frá fyrri tiö, þeg- ar hann fórst með honum ásamt öðrumágætum manni Barða Þór- hallssyni i aftakaveðri kvöldið 26. nóvember sl. á heimleið frá Akur- eyri. Það er mikið áfall fyrir litið byggðalag aö missa þessa tvo ungu menn i blóma lifsins, en mestur og þungbærastur er þó missir og söknuður foreldra, syst- kina, eiginkvenna og barna. Eftir lifa góðar minningar um þá fé- laga. Megi þær minningar og sú vissa að þeir séu á Guös vegum veta aðstandendum þeirra hugg- un harmi gegn. Þau Kristinn og Guörún eignuð- ust einn son saman sem ber nafn afa sins i'Sandvik. Þá gekk Krist- inn i fööurstað tveimur sonum Guörúnar þeim Eiriki og Karli. Við þá tók hann ástfóstri og sinnti sem sinum eigin svo sem hans var von og visa. Sjá þeir allir nú á bak ástrikum pabba og eftir stendur skarð sem erfitt er að fylla upp i. Eina litla dóttur, As- disi Ester, átti Kristinn fyrir. Hún var honum alltaf kær þótt þau gætu of litið notið samvista. Við bræðurnir i Miötúni og fjöl- skyldur okkar vottum systkinum Kristins, Guðrúnu og börnum hans öllum okkar dýpstu samúð og óskum þeim Guðsblessunar I framtiöinni. Þá sendum við ykkur Marla og Kristján okkar innileg- ustu samúöarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. 1 annað sinn er tekinn frá ykkur sonur langt fyrir aldur fram. Þeir hafa veriö kaUaöir til æðri starfa af þeim sem öllu ræður. Kæru frændur, hafið þökk fyrir allt og allt og Guð ykkur geymi. Niels.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.