Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 14. febrúar 1981 Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Hitstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-TIm- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausa-’ sölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Barðir til ásta Fyrir nokkrum árum sýndi Þjóðleikhúsið leikrit eftirnýjan höfund, sem margir höfðu gert sér góð- ar vonir um fyrirfram, þar sem hann hafði unnið sér viðurkenningu sem orðsnjall og hugmyndarik- ur rithöfundur. Viðtöl, sem hann hafði átt við ólikt fólk, bentu einnig til góðrar og vaxandi mannþekkingar, sem er leikritahöfundi nauðsynleg. En þessi uppvaxandi leikritahöfundur var ekki af réttu pólitisku sauðahúsi að mati þess harð- snúna hóps, sem vill beygja skáld og rithöfunda til ákveðins forms og átrúnaðar i skáldskap og öðrum listum. Leikrit umrædds höfundar og sýningin i Þjóð- leikhúsinu hlutu hina hörðustu dóma þessa fólks. Hin miklu áhrif, sem það hafði tryggt sér, brugðust ekki. Aðsókn að leiksýningunni snar- minnkaði og fljótlega var henni hætt. Svo þungt féll þetta hinum unga leikritahöfundi, aðhannmun hafa gefizt upp við leikritagerðina að mestu eða öllu. Hann vildi þó ekki leggja skáld- skapariðju alveg á hilluna. Til þess að tryggja sér nokkurn vinnufrið, gekk hann til liðs við þá, sem höfðu ófrægt hann. Þetta er ekki eina sagan þessarar tegundar. Þvi miður eru þær alltof margar. Ungir og efnilegir höfundar hafa gefizt upp eða bognað og gengið i sveit með þeim, sem höfðu niðurlægt þá. Þess hef- ur þá oft verið skammt að biða að þeir væru hafn- ir þar til skýjanna og taldir meðal mestu lista- manna þjóðarinnar. Hér hefur það gerzt, sem kallað hefur verið að berja menn til ásta. Þetta minnir lika á það, þegar vissir menn kjósa heldur að vera húskarlar á höfuðbólinu en að hir- ast úti i kuldanum. Undanfarið hafa orðið nokkrar umræður um það i blöðum, að eitthvert ósýnilegt samband sé milli skrifa Morgunblaðsins og Þjóðviljans um skáld og rithöfunda og verk þeirra. Iðulega birtist þetta á þann hátt, að mönnum finnst Þjóðviljinn minna á höfuðbólið en Morgun- blaðið á hjáleiguna. Þjóðviljinn gefur tóninn og Morgunblaðið tekur undir. Óneitanlega eru þessi blöð áhrifamikil, þegar þau leggja saman. Þau hafa þannig haft miklu meiri áhrif á þróun islenzks skáldskapar siðustu áratugi en menn gera sér yfirleitt ljóst. Það væri verðugt verkefni fyrir bókmenntafræð- ing að reyna að gera sér grein fyrir þvi, hversu mikil áhrif þetta samspil hefur haft á bókmennt- imar og þá ekki siður hvernig þetta samspil hefur orðið til. Hafa einhverjir verið barðir til ásta og unnið sér þannig frið eða eru orsakirnar svipaðar lifsskoðanir, þegar allt kemur til alls? Þetta samspil Þjóðviljahs og Morgunblaðsins er vissulega svo mikill áhrifavaldur i menningarlifi þjóðarinnar, að það er meira en timabært að gefa þvi gaum og leita eftir skýringum á þvi. Þ.Þ. Þórarínn Þórarínsson: Erlent yfirlit Forsetinn er leiðtogi stj ómarandstöðunnar Innanlandsdeilur magnast enn i íran SÍÐASTLIÐINN miövikudag voru liðin tvö ár frá falli írans- keisara. Þess atburöar var minnzt með hátiöahöldum I Teheran, sem hefðu þó vafa- laust orðiö meiri, ef styrjöldin viö írak hefði ekki varpaö skugga sfnum á þau. Viö þetta tækifæri fluttu þeir báöir ræöur Khomeini og Bani- Sadr forseti. Khomeini var sjálfur ekki viöstaddur og flutti sonur hans ræðu hans. Hrörnandi heilsa mun hafa valdiö fjarveru Khomeinis, en hann er oröinn áttræöur og elli- sjúkur. Það vakti athygli, að ekki aö- eins Bani-Sadr, heldur einnig Khomeini, vöruöu klerkastétt- ina viö því aö hafa afskipti af málum, sem hana varðaöi raun- verulega ekki um. Khomeini hefur hingaö til reynt að standa utan og ofan viö deilur Bani-Sadr og klerkanna. Nú viröist hins vegar svo komiö aö hann telur sig ekki lengur geta veriö hlutlausan. Þaö kom eigi aö siöur fram i ræöu hans, aö hann vill draga úr þessum deilum og sennilega veröa þær ekki útkljáöar fyrr en eftir hans dag. En þess getur oröið stutt aö biöa, ef sögur eru réttar af heilsufari hans. Þvl haföi veriö spáö aö styrj- öldin viö Iraka yröi til að draga úr deilum Bani-Sadr og klerk- anna. Svo hefur ekki orðið nema slöur væri. Þær viröast þvert á móti hafa magnazt. Bani-Sadr hefur opin- berlega haldiö þvi fram, aö siöan stríöið hófst hafi veriö geröar tvær tilraunir til aö ráöa sigaf dögum. Hann telur, aö hér hafi ekki Irakar, heldur Irönsku klerkarnir verið að verki. Af hálfu klerkanna hefur veriö haldiö uppi miklum ádeil- um á Bani-Sadr fyrir lélega her- stjórn, en hann fer meö hana sem forseti rikisins. Bani-Sadr hefur hins vegar deilt á rikisstjórnina, en hún fer meö öll mál landsins önnur en herstjórnina. Hann telur aö flest snúist þar á verri veg. Alveg sérstaklega deilir hann á lausn gisladeilunnar. Hana heföi mátt leysa á miklu hagstæöari hátt, ef þaö heföi veriö gert fyrr. FRÉTTASKÝRENDUR hafa að undanförnu gert sér tiörætt um þaö einkennilega fyrirbrigöi aö Bani-Sadr er i senn forseti rikisins og leiötogi stjórnarand- stööunnar. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá Irans, var forset- inn kosinn fyrst, en vald hans er tiltölulega lftiö. Aö fyrirmælum Khomeinis máttu klerkar ekki bjóöa sig fram við forsetakjöriö. Bani-Sadr og Khomeini Þaö átti þátt I þvi aö Bani-Sadr vann auöveldan sigur. Klerkar ákváöu aö bæta hlut sinn i' þingkosningunum, sem fóru fram nokkru slðar. Þeir efldu sérstakan flokk og fylktu sér aö baki honum. Ahrif þeirra máttusinhér mikils, enda fékk flokkur þeirra traustan þing- meirihlut a. Lengi stóð i þófi milli klerk- anna og Bani-Sadr um val for- sætisráöherra en samkvæmt stjórnarskránni er hann til- nefndur af þinginu, en forsetinn veröur aö samþykkja til- nefninguna. Bani-Sadr hafnaöi allmörgum uppástungum. Aö lokum féllst hann á tilnefningu Alis Rajai, en lýsti þó jafnframt yfir þvi aö hann teldi Rajai van- hæfan til st jórnarforustu. Samkvæmt stjórnarskránni er framkvæmdavaldiö i höndum rikisstjórnarinnar, en forsetinn kemur þar litið nærri. Nær eng- in samvinna hefur tekizt milli Bani-Sadrs og Alis Rajai. Af- leiðingin hefur oröið sú aö Bani- Sadr hefur haldið uppi nærri stööugum ádeilum á rikisst jórn- ina, ásamt blööum þeim, sem styöja hann. Þaö er af þessum ástæöum, sem fréttaskýrendur segja Bani-Sadr gegna samtimis tveimur hlutverkum, sem eru harla óskyld, þ.e. aö vera bæöi forseti rikisins og aöalleiötogi stjórnarandstööunnar. BANI-SADR hefur ekki sizt gagnrýnt stjórnina fyrir lausn gisladeilunnar. Ef deilan heföi veriö leyst fyrr, heföu Banda- rikin bæöi látiö meira fjármagn af hendi og einnig afhent þau vopn, sem búiö var aö semja um kaup á fyrir glslatökuna. Aö miklu leyti hefur þessi gagnryni beinzt gegn Behzad Nabavi, sem var aðalimaður- inn af hálfu Irana við samninga- geröina. Nabavi er talinn ráöa miklu um geröir rikisstjórnar- innar, jafnvel meira en Rajai. Getgátur eru um, að hann muni brátt taka við af Rajai, þvi að klerkarnir hafi meiri trú á hon- um. Eins og áöur segir, þykir ekki sennilegt, aö endanlegt uppgjör verði milli Bani-Sadr og klerk- anna fyrr en eftir fráfall Khomeinis. Þá þykir liklegt, að Mohamed Beheshti biskup sem er leiötogi klerkaflokksins eða Islamska þjóðarflokksins, reyni aö koma Bani-Sadr frá og taka völdin. Deilan milli Bani-Sadr og klerkanna er ekki aðeins per- sónulegs eölis, heldur einnig málefnaleg, Bani-Sadr er fylgj- andi frjálslegri stjórnarháttum, enda undir vestrænum áhrifum vegna langrar dvalar I Frakk- landi. Hann þykir liklegur til aö leita samvinnu við Vestur- Evrópu og Bandarikin. Klerkarnir fordæma jafnt Bandarikin og Sovétrlkin. Sá möguleiki er til, að þaö verði hvorki Bani-Sadr eöa klerkarnir sem hrósi sigri aö lokum. Það vakti athygli þegar vinstri menn efndu til allfjöl- menns fundar I Teheran fyrir nokkrum dögum, i banni stjórnarvalda. Aður hafa þeir látiö litiö bera á sér, en viröast nú oröiö álita rétt aö minna á sig. Fundi þessum lauk meö árás hægri manna og leystist hann upp eftir miklar barsmiöar og áflog. Hægri menn, sem voru undir forustu klerkaflokksins, báru sigur úr býtum. En þaö var ekki lokasigur. í'l ■H L Rajai og Behzad Nabavi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.