Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. febrúar 1981 3 Skyldu þau nú vera skot- veður- og sprengjuheld skýlin hjá þessum snáðum í Breið- holtinu? (Tímamynd: Róbert). Fóstxur í Kópavogi segjast hafa hafnaö tilboöi bæjarráðs vegna þess að það: „Fól í sér af- nám 15. gr. samningsins” AB— „Vegna yfirlýsingar frá bæjarráði 12. febrúar 1981, vilja fdstrur í Kópavogi koma á framfæri eftirfarandi: Samn- inganefnd fóstra hafnaði tilboði bæjarráðs i gær, vegna þess að i þvi er verið að afnema 15. grein sérkjarasamnings frá 23. janú- ar 1981,” segir i yfirlýsingu frá fostrum i Kópavogi. Þar segir jafnframt: „15. grein hljóðar þannig: „1 vinnu- tima fdstra verði tveim klukku- stundum á viku varið á vinnu- stað til undirbúnings og skipu- lagsstarfs á deild.” Það þýðir i raun 9 klukku- stunda undirbúnigstimi á mán- uði á hvert stöðugildi. Þar af leiðir að sjálfsögðu að inn i þurfi að koma aukastarfskraftur á hvert heimili. Með niðurfellingu þessa ákvæðis þyrftu fóstrur eftir sem áður að vinna að undirbúningi sinum með auka- álagi á aðstoðarfólká deildum.” Til glöggvunar fyrir lesendur skal hér endurtekið tilboð bæjarráðs til fóstra: „Fóstrum var boðin mismunur á dag- vinnu- og eftirvinnukaupi miðað við umsaminn launaflokk, á þær tvær klukkustundir á viku sem fóstrur hafa til undirbUnings- starfa, enda leiði þessi undir- bUningstimi ekki til aukningar á starfsfólki á dagvistunarstofn- unum. Þessi tilhögun gildir ein- ungis til næstu kjarasamn- inga.” Eins og kom fram i Timanum byggst bæjarráð auglýsa stöður fóstra í Kópavogi lausar til um- sóknar nU i dag, og er umsókn- arfrestur um stöðurnar til 18. febrUar. Finnborg Scheving sagði i viðtali við Timann i gær að fóstrur i Kópavogi heföu trygg- ingu fyrir þvi frá kjaramálaráð- stefnu fóstra, að engin menntuð fóstra myndi sækja um þessar stöður. bar sem það myndi að sjálfsögðu hleypa allri kjara- baráttu fóstra i loft upp. i „Látum bera saman samninga BSRB og VR — i kjölfar þessa viðaukasamnings BSRB” segir Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri VR AB— „Það eina sem ég vil segja á þessu stigi málsins, er að ég var að leggja það fyrir hagfræðing okkar nú áðan, það verkefni að gera samanburð á samningum opinberra starfsmanna og verslunarmanna,” sagði Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri Verslunarmannafélags Heykja- vikur, i viðtali við Timann i gær þegar hann var að þvi spurður hvort hans samtök hefðu tekið einhverja afstöðu til viðauka- samnings BSRB. MagnUs sagði að þetta verkefni væri tvfþætt: annars vegar að gera samanburð á launatöflunum með tilliti til samskonar starfa og hinsvegar að gera samanburð á öðrum kjaraatriðum, sem væru fjölmörg. MagnUs sagðist vilja skoða niðurstöður þessarar athugunar áður en segði eitthvað frekar um þetta mál. Hann sagði að mjög nákvæm Uttekt heföi verið gerð 1978, og þá náð samningum i kjölfar þess- arar Uttektar 1979. MagnUs sagði að þeir hjá V.R. hefðu talið að með samningunum I haust hefði tekist að brUa bilið á milli opinberra starfsmanna og V.R. fólks nokkuð, þar sem um samskonar störf væri að ræða. Hvað þessi viðauki hjá BSRB þýddi i raun yrði að koma i ljós að athuguninni lokinni. MagnUs var spurður að þvi hvort V.R. myndi fara fram á endurskoðun samnings ef athug- unin leiddi i ljós að bilið hefði aukist til muna á milli BSRB og V.R. „Það fer fyrst og fremst eftir þvi hversu mikið bilið reynist vera. Hitt er annað, að maður er hálfragur viðað tala um að gera samninga, hvort sem að það er til þess að brúa bil hjá þessum eða öðrum, alveg i kjölfar þess að rikisstjórnin er bUin að ógilda þá samninga sem verkalýöshreyf- ingin öll var að streða við að gera, og tók nd ekki minna en 10 mán- uði,” svaraði MagnUs. Magnús L. Sveinsson. MagnUs sagði að hagfræöingur félagsins myndi jafnframt þess- Framhald á bls. 19 Landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins: d St und um n iau ÖS’ vnl esn t a< ) M • # A !• JL m” má la , mu una ,: 1 Sl cer KUl m j ltui sagði Hákon Sigurgrímsson er hann ræddi um dulið og augljóst atvinnuleysi i landbúnaði sem öðrum atvinnugreinum HEI — „Af framansögðu er Ijóst, að verði eingöngu miðað við að framleiða búsafurðir fyrir þarfir innlenda markaðar- ins er ekki verkefni fyrir nema 2.850 afþeim 4.400 bændum sem nú stunda þessa framleiðslu, miðað viö að bændur hafi fulla atvinnu af umhirðu búa sinna. Verkefni vantar þvi fyrir um 1.500 bændur og skyldulið þeirra”, sagði Hákon Sigur- grímsson i framsöguræðu sinni á landbUnaðarráðstefnu Fram- sóknarflokksins i gær. Hákon hafði gefið sér þær forsendur, að ekki væri raun- hæft að öllu fleiri en 1.300 bændur geti i framtiðinni haft aðalatvinnu af framleiðslu mjólkur fyrir innanlands- markað. Miðað við fulla atvinnu af fjárbUskap, sé vart raunhæft að vera ráð fyrir minna en 400 kinda bUum. Þvi þurfi ekki nema um 1.250 bU tilað framleiða þau um 10.000 tonn af kindakjöti sem seljast innanlands árlega. Auk þess megi ætla að um 300-350 bændur stundi bUrekstur er byggist á öðrum bUgreinum, þ.e. garð- yrkju, gróðurhUsarækt, svina- og alifuglarækt, hrossabUskap og hlunnindabUskap. Hákon sagði þessa mynd af ásettu ráði málaða dekkri litum en kannski sé ástæða til. Framleiðsla annarra afurða en mjólkur muni að sjálfsögðu dreifastá fleiri hendur en hér sé gert ráð fyrir og hluti bænda stunda aðra atvinnu eða fram- leiðslu samhliða. En það breyti ekki þvi, að bæði sé dulið og augljóst at- vinnuleysi i landbUnaðinum „og það getur stundum verið nauð- synlegt að mála hlutina sterk- um litum svo eftir sé tekið”, sagði Hákon. Þetta vandamál „að of margir séu að framleiða of litið”, sé lika langt frá neitt sérstakt fyrir landbUnaðinn. Sennilega sé það einna verst i sjávarUtvegi þar sem miklu færri skip gætu veitt þann fisk sem heimilt er að veiða. Af framansögðu sagði Hákon liggja i augum uppi, að það myndi leiða til stórfelldari byggðaröskunar en við hefðum áður staðið frammi fyrir ef sU stefna verði tekin að miða sauðfjárframleiðsluna eingöngu við innanlandsmarkað. Auk þess myndi slikt hafa m.a. mikil áhrif á ullariönaðinn i landinu, þar sem ullar- framleiðslan minnkaði þá um 25-30%. En er raunhæft að stefna aö þvi að halda öllum jörðum áfram I byggð sem nU eru setnar? sagði Hákon spurningu sem vaknaði i þessu sambandi. Samkvæmt könnun sem unnið er að á bUrekstrarstöðu einstakra jarða, sagði hann margt benda til að um fjórðung- ur bfla i landinu skili aðeins um tiunda hluta heildarframleiðsl- unnar. AbUendur þessara jarða Hákon Sigurgrlmsson. séu margir orðnir aldraöir og hætti þvi búrekstri á næstu ár- um af þeim sökum. En einnig séu i þessum hópi menn er stundi bUrekstur i hjáverkum en hafi meiri hluta tekna sinna af öðru. Þar sem fjárfesting á mörgum þessara jarða þ.e. hUsakostur og ræktun væri ekki til frambUðar sé liklegt að bU- vöruframleiðslu verði hætt á mörgum þeirra. Hluti þessara býla muni þvi sennilega fara i eyði á næsta áratug, sem ekkert sé við aö segja. En mikilvægt sé að sá hluti þessara býla, sem best eru til bUsetu fallin, haldist áfram i byggð, þótt hefðbund- inni bUvöruframleiðslu veröi hætt. „Tilgangur þessarar ráð- stefnu er að ræöa leiöir til endurbóta i þessu efni. Skýra fyrir okkur viðfangsefnið og samræma skoðanir okkar,” sagöi Hákon I lok ræðu sinnar. - Mjög væri mikilvægt að fólk i sveitum eigi sem fyrst ein- hverja möguleika til Urbóta. Annars sé hætt við að margir missi kjarkinn og fari. Og þá sé of seint að afstýra slysinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.