Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 8
8 Heiður Helgadóttir: Laugardagur 14. febrúar 1981 Hver á að gæta hagsmuna Fáls Pálssonar og hans líka? HEI — Raunasaga Páls Pálssonar, sem taldi sig hafa keypt íbúðina sina fyrir 30 milljónir kr. en keypti hana raunverulega fyrir rúmlega 37,1 milljón — eins og sagt var frá i Tímanum í gær — var þó ekki aldeilis á enda með því óláni. Páll, sem er kennari, hafði í nokkur ár átt kjallaraíbúð í Vesturbænum, sem orðin var skuldlaus. En þar sem Páll var einn af þeim f urðuf uglum, sem ekki hefur áhuga á þátt- töku í steinsteypu- og verðbólgukapphlaup- inu, hafði hann engan áhuga á að stækka við sig húsnæði. Hins vegar breytti hann um vinnustað á sl. hausti er hann fékk kennara- stöðu í einum nýju skólanna í Breiðholti. Og þar sem Páll er bíllaus taldi hann heppilegra að flytja búsetu sína, til þess m.a. að geta gengið í vinnuna. Þess vegna ákvað Páll að selja íbúðina í Vesturbænum og kaupa aðra jafn dýra í Breiðholtinu, þannig að útborgunargreiðslur stæðust á og hann bætti ekki við sig neinum skuldum. 7 millj. kr. skuldabréf með 20% vöxtum að- eins 2,9 millj. króna virði. íbúðina i Vesturbænum seldi Páll síðan fyrir 30 milljónir kr., þar af 23 millj. í út- borgun á árinu og eftirstöðvarnar 7 millj. á skuldabréf i til 5 ára með 20% vöxtum, eins og algengast er nú sagt á fasteignamarkað- inum. íbúðina í Breiðholti keypti hann lika á 30 millj. með 23 millj. kr. útborgun á árinu, en eftirstöðvarnar voru yfirteknar áhvíl- andi skuldir við Húsnæðisstofnun að upp- Seldi skuldlausa íbúð fyrir 30 milljónir og keypti aðra jafn dýra — en situr þó uppi með 11,2 milljón kr. skuld hæð um 6,5 millj. — eins og sagt var frá í gær — auk um 500 þús. kr. eftirstöðva af líf- eyrissjóðsláni. Allt átti því að passa. Eftir þá ógnvekjandi staðreynd sem blasti við Páli eftir skuldareikninginn á Húsnæðisstofnunrlánunum samkvæmt leið- beiningum ríkisskattstjóra við gerð skatt- skýrslu sinnar, fór Páll að velta meira fyrir sér viðskiptamálum, sem ekki höfðu mikið verið á hans áhugasviði til þessa. Hann taldi því rétt að kynna sér hvers virði 7 millj. kr. eftirstöðvaskuldabréf ið hans væri í raun og veru. Páll hringdi því í gamlan skólabróður sinn sem vann hjá Fasteignamatinu, þar sem hann vissi, að alltaf er verið að reikna íbúðaverðtil staðgreiðsluverðs. Hjá honum fékk Páll þær upplýsingar að 7 millj. kr. skuldabréfið hans væri raunverulega að- eins um 2,9 millj. kr. virði. Hann gæti tæp- ast nokkurs staðar selt það fyrir hærra verð. Hver ætlar að gæta hagsmuna gamla fólks- ins, sem aldrei hefur tileinkað sér verð- bólguhugsunarháttinn? Páll Pálsson varð því að horfast í augu við þá raunalegu staðreynd, að í stað þess að hann hafi selt íbúð fyrir 30 millj. og keypt aðra íbúð jafn dýra og því ekki átt að skulda neitt, hafði hann raunverulega selt ibúðina sína í Vesturbænum fyrir aðeins 25,9 milljónir og keypt hina í Breiðholtinu fyrir 37,1 milljón kr. Þótt íbúðirnar teldust kosta það sama í kaupsamningnum, hafði Páll óvart tekið á sig 11,2 millj. kr. skuldir við íbúðaskiptin. Hvað standa margir í svipuðum eða sömu sporum og Páll? Hvert á hann og hans þján- ingasystkin að leita til að fá leiðréttingu sinna mála? Og hver ætlar að gæta réttar t.d. ekknanna sem verið er að f jasa yfir að búi á stórum sérhæðum — m.a. margar í Vesturbænum — og alltaf er verið að ráð- leggja að minnka við sig og flytja heldur í nýlegar litlar íbúðir? þaö borgar sig aönota PLASTPOKA ® Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 Hafnarskrifstofan í Reykjavík óskar eftir að ráða skrifstofumann Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 28. febr. n.k. Hafnarstjórinn i Reykjavik. Bflapartasalan Höföatúni 10, simi 11397. Höfum notaöa varahluti i flestar geröir bfla, t.d. vökvastýri, vatns- kassa, fjaörir, rafgeyma, vélar, felgur o.fl. i Ch. Chevette ’68 Dodge Coronette ’68 Volga ’73 Austin Mini ’75 Morris Marina '74 Sunbeam ’72 Peugeot 504, 404, 204, ’70, ’74 'Volvo Amazon '66 Willys jeppi ’55 Cortina '68, ’74 Toyota Mark II ’72 Toyota Corona ’68 VW 1300 ’71 Fiat 127 ’73 Dodge Dart ’72 Austin Gipsy ’66 Citroen Pallaz ’73 Citroen Ami ’72 Hilman Hunter ’71 Trabant ’70 Hornet ’71 Vauxhall Viva ’72 Höfum mikiö úrval af kerru- efnum. Bilapartasalan, Höföatúni 10. Simar 11397 og 26763. Opiö kl. 9-7, laugar- daga kl. 10-3. Höfum opiö i hádeginu. Bflapartasalan, Höföatúni 10. TRAKTORKEÐJUR • Með og án gadda • Stærðir: 12,4/ 11-24 12,42 11-28 13,6/ 12 - 28 13,9/ 13 - 28 16,9/ 13 - 30 18,4/ 15 - 30 18,4/ 15 - 34 • Hagstætt verð P ÞÚR }d ÁRMÚLA11 Auglýsið i Timanum HURÐA- HLÍFAR EIR - MESSING - STÁL Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum fyrir máltöku. BUKKVER BUKKVER SELFOSS1 Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.