Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 1
Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Líkur á að Þórshafnartogarinn sé úr sögunni: Gengur Framkvæmdastofn- unin inn í skaðabætur? Hef sterka löngun til þess”, segir Sverrir Hermannsson forstjóri >» JSG — Allt útlit er nú fyrir að samningum útgerðarfélags Norður-Þingeyinga við norska aðila um kaup á skuttogara, verði rift. Að loknum fundi með forstjóra Framkvæmdastofn- unar rikisins i gær, sem þing- menn Norðurlands eystra sátu ásamt forvigismönnum út- gerðarfélagsins, sagði Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Þó að málið væri ekki frágengið og þvi ekki séð hver endanleg niðurstaða yrði, en hennar yrði að vænta strax eftir helgi. Stjórn Framkvæmdastofn- unar samþykkti á fimmtudag, að Byggðasjóður myndi aðeins leggja til 20% af upphaflegu kaupverði togarans, sem var 21 milljón n.kr. eða 2,7 milljarðar gamalla króna. „Þar sem kaup- verðið er nú 3,5 milljarðar, þýðir þetta að það vantar 2-300 milljdnir króna upp á, og það var vitað fyrirfram að kaup- endur voru engan veginn færir um að brUa það bil. An þess ég vilji fara að gera st jórnarmönn- um i Framkvæmdastofnun upp hvatir þá hlýtur þessi afstaða þvi að merkja að þeir vilji að kaupin gangi til baka”, sagði Sverrir Hermannsson, forstjóri i samtali við Timann i gær. Eggert Haukdal formaður stjórnarinnar staðfesti að þetta væri sin afstaða: „Ég tel að það verði að leita ódýrari lausnar á vandamálum ÞórshafnarbUa heldur en liggur fyrir” sagði Eggert. Sverrir Hermannsson taldi ekki vera aðrar leiðir sjáan- legar til að bjarga kaupunum, nema rikisstjórnin sjálf gripi til nýrra ráða. En þegar litur Ut fyrir riftun kaupsamnings þá vaknar spurningin um skaðabætur vegna þess. Fram hefur komiö að veitt hefur verið banka- ábyrgð vegna 10% kaupverðs- ins, en Sverrir Hermannsson kvað engan vafa leika á að þeim peningum næði Framkvæmda- stofnun til baka enda styddist hUn við fyrirvara vegna fjár- mögnunar sem I samningnum var. En mun Framkvæmda- stofnun greiða aðrar skaða- bætur? „Gangi þetta mál til baka og menn yrðu fyrir fjárhagslegum áföllum af þeim sökum þá hef ég sterka löngun til að hjálpa fá- tækum mönnum á Þórshöfn og Raufarhöfn til að hjálpa þeim út Ur þvi. Stjórnvöld eru nefnilega ekkert saklaus i þessu máli”, sagði Sverrir Hermannsson. Sjó- manna- deilan í strand AB — Siðdegis i gær slitnaði upp úr viðræðum sjómanna og út- vegsmanna að ósk beggja aðila. Báðir aðilar kváðust ekket hafa að ræða að sinni, vegna þess hvernig horfði i sambandi við ákvörðun á fiskverði. Klukkan rumlega 18 i gær kom yfirnefnd verðlagsráðs saman til fundar öðru sinni i gær til að ræða fiskverðsákvörðun. 1 gær stóðu vonir til. þess að fiskverð yrði ákveðið i gær, eða i siðasta lagi i gærkvöldi, en i gær- kvöldi voru horfur þannig að full- vist var talið að ekki næðist sam- komulag um fiskverð i bráð. Þar var talinn ráða mestu rikis- stjórnarfundurinn i gærmorgun. Óskar Vigfússon sagði i gær- kvöldi við blaðamann Timans að sér virtist að spurningin væri hvort rikisstjórnin væri ekki nú að gleypa sinn banabita, en að öðru leyti vildi Óskar ekki tjá sig um stöðu mála. Blaðamaður Timans hitti Stein- grim Hermannsson sjávarút- vegsráðherra að máli i gærkvöldi og spurði hann hvað Óskar hefði átt við með þessum orðum sinum. Steingrimur sagðist ekki geta tjáð sig um það á nokkurn hátt. Ráðherra var að þvi spurður hvað hefði verið rætt á rikis- stjórnarfundi i gærmorgun hvað fiskverðsákvörðun snertir. „Það er nú ekki hægt að greina frá þvi i einstökum atriðum'að svo komnu máli. Hitt er þó óhætt að segja, að fram hafa komið tvær hugmyndir um fiskverð. önnur frá sjómönnum og Utvegs- mönnum, sem er 19% hækkun frá 1. janúar, og 5,5% hækkun 1. mars. Hin hugmyndin er frá fisk- kaupendum, 16% frá 1. janúar og '5% hækkun 1. mars. Ég neita þvi ekki að hugmynd kaupenda er verulega nær hugmynd okkar i rikisstjórninni, þvi við viijum halda okkur sem næst þvi áætlaða fiskverði, sem var áætlað fyrir 1. mars”, svarði sjávarútvegsráð- herra. Stefáni Halldórssyni hefur tekist aö snúa á vörn A-Þjóöverja og skora, en þaö dugöi ekki þvf ólympiu- meistarar fóru meö sigur af hólmi 18:16 i Laugardalshöli i gærkvöldi. Þjóöirnar reyna aftur meö sér á morgun og hefst leikurinn kl. 20. , TimamyndrRóbert. Kauphækkunin 5,95% 1. mars — Hækkun framfærsluvisitölu 14,3% nóv.-janúar HEI — „Veröbótahækkun launa frá 1. mars n.k. veröur 5,95% samkvæmt reikningi kauplagsnefndar samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaganna er sett voru um áramótin. Samkvæmt bráðabirgðalög- unum var framfærsluvisitala reiknuð Ut og sett á 100 i byrjun janúar s.l. Við Utreikning visi- tölunnar i byrjun febrúar reyndist hún vera 102 stig (nánar tiltekið 101,62 stig) miðað við janúarbyrjun. Mest varð hækkunin 4 stig þennan mánuð, á liðunum: föt og skó- fatnaður snyrtivörur og snyrt- ing og fiskur og fiskvörur, sem sýnist kannski hlálegt Ut frá striði verðlagsyfirvalda-Ein- hverjum kynni að sýnast þessi hækkun hláleg á siðastnefnda liðnum með strið verðlagsyfir- valda og fisksala i huga. t frétt frá Hagstofunni kemur einnig fram, að samkvæmt eldri visitölugrunni (100 i jan. 1968) hafi framfærsluvisitalan verði 3295 stig i byrjun febrúar. 1 byrjun nóvember s.l. var þessi visitala 2883 stig, þannig að framfærsluvisitalan hefur sam- kvæmt þvi hækkað um 14,3% á þessu þriggja mánaða timabili. Búnaðar- þing sett ámánudag HEI — Næstkomandi mánudag, 16. febrúar kl. 10.00 verður Búnaðar- þing sett i Bændahöll- inni. Fulltrúar á Búnaðarþingi eru 25, en auk þeirra sitja fundi þess stjórn og ráðunaut- ar Búnaðarfélags íslands, sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt. WJH;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.