Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 2
MIP ' U|aGUR 7. MARS 1984 fréttir 44 NAUÐGARAR DÆMD- IR SIÐUSTU SIO AR — en 126 naudgunarkærur hafa borist RLR ■ Frá miðju ári 1977 til ársloka 1983 hefur Kannsóknarlögregia ríkisins skráð 126 nauðgunarkxrur. Af þeim hafa 40 ekki fariö lengra, 2 eru enn í rannsókn, 2 sendar til annarra umdæma og 82 nauðgunarkærur verið scndar ríkissak- sóknara til frekari meðferðar. Af þeim kærum hafa 58 leitt til ákæru. Þessar upplýsingar komu fram í svari Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Kristínu Hall- dórsdóttur um hversu oft hefur verið kært fyrir nauðgun síðan Rannsóknar- lögregla ríkisins var sett á stofn. Fyrir- spurning var í nokkrum liðum og gerði dómsmálaráðherra grein fyrir hverjum lið fyrir sig. Af þeim 82 kærum sem ríkissaksóknara hafa borist á umræddu tímabili hafa að minnsta kosti 24 mál ekki lcitt til útgáfu ákæru af hálfu ríkissaksóknara, auk þeirra 40 kæra sem rannsóknarlögreglan, að lokinni rann- sókn, hefur ekki talið þörf á frekari umfjöllun. Helstu ástæður sem ríkissaksóknari getur sem helstu ástæður þess að ekki kemur til útgáfu ákæru fyrir nauðgun eru: Ef framkomin sakargögn þykja ekki vera nægileg eða líkleg til sakfellis hlýtur mál að falla niður. Þó sakargögn þyki eigi veita sönnun fyrir nauðgun getur verið að þau veiti upplýsingar um önnur brot, svo sem líkamsárás, frelsisskerðingu o.fl. og er grundvöllur fyrir að gefa út ákæru fyrir þau brot. Bridgehátíð 1984: Sveit Alan Sontag sigraði örugglega ■ Sveit Alan Sontag sigraöi örugglega í sveitakeppni Bridgehátíðar 1984 sem lauk seint á mánudagskvöld. Sveitin hlaut 163 stig af 170 mögulcgum og sigraði m.a. margar bestu íslensku sveit- irnar með mesta mun. í öðru sæti varð sveit Samvinnuferða með 118 stig og í þriðja sæti varð svcit Gests Jónssonar einnig með 118 stig cn óhagstæðara stigahlutfall. Alls spiluðu 32 sveitir á mótinu, 7 umferðir eftir monrad, þannig að efstu sveitirnar á hverjum tíma spiluðu alltaf santan. Peningaverðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin, auk gullstiga Bridge- sambandsins. í svcit Alan Sontag spiluðu auk hans. Steve Sion, Mark Molson, og Alan Cokin. Auk peningaverðlaunanna hlutu þeir verðlaunagripi úr horni og Flug- leiðabikarinn til varðveislu í eitt ár. -GSH Verið getur að mál falli niður vegna þess að sönnun sakar bresti á síðara stigi, t.d. vegna þess að vitni hvikarfrá fyrri framburði sínum. Komið hefur fyrir, að sá er kærir nauðgun, viðurkennir síðar að hafa lagt fram vísvitandi ranga kæru, og er þá komið nægt tilefni til þess að sá sé ákærður fyrir rangar sakargiftir. Upplýsingar um tölu mála sem af- greidd hafa verið með þessum hætti eru ekki tiltækar. Fram kom að nauðgunarmáli verður ekki lokið með dómssátt af hálfu ákæru- ■ ■ valdsins. Upplýsingar liggja ekki fyrir um ástæður þess að kæra fyrir nauðgun sé dregin til baka. Af þeim 58 tilvikum sem ákært hefur verið fyrir, hafa 44 þegar leitt til dóms, en 14 eru ódæmd. Refsingar hafa verið mjög mismunandi, en algengasta refs- ing fyrir nauðgun er fangelsi í 12-18 mánuði. í tveim tilvikum hefur maður verið dæmdur fyrir fleiri nauðganir í sama dómi og hefur refsing þá orðið tveggja og hálfs árs fangelsi og í einu tilviki var dæmt í þriggja ára fangelsi. OÓ SERSTOK DEILDI DÓMSMÁLARÁÐUNEYT- IÐTILAÐ VINNA GEGN FÍKNIEFNUM — meðal tillagna starfshóps sem skilaði niður- stöðum um auknar aðgerðir gegn innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna. ■ Starfshópur sem dómsmálaráð- herra skipaði 17. janúar s.l. til að gera tillögur um auknar aðgerðir gegn inn- flutningi og dreifingu ávana- og fíkni- efna, nýjar rannsóknaraðgerðir í þess- um málum og úrbætur á toll- og löggæslu í því skyni að fyrirbyggja innllutning og dreiHngu þessara efna, hefur skilað tillögum sínum. Er þar m.a. lagt til að stofnuð verði í dóms- og kirkjumálaráöuneytinu sérstök deild til að samræma aðgerðir lögreglu og tolls, annast fræðslu starfsmanna og stjórna samstarfshópi er samræmi og skipuleggi aðgerðir löggæslu og ann- arra aðila á þessu sviði. Starfshópurinn var skipaður í sam- ræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 20. desember 1983. Þingsályktunartillagan var lögð fram í framhaldi af samstarfi ráðherra Norðurlanda sem fara með dóms-, og heilbrigðis og félagsmál til að samræma aðgerðir gegn ólöglegum ávana- og fíkniefnum. Stcfnt er að því að gera Norðurlöndin að fíkniefnalausu svæði og hafa verið haldnir tveir ráðherra- fundir um þessi mál. Eiríkur Tómasson hrl. varformaður starfshópsinsen einnigáttu sætií honum fulltrúar og deildarstjórar við embætti lögrcglustjóra í Reykjavík og ná- grenni. Hclstu tillögur starfshópsins eru að frumrannsókn þessara mála verða í höndum lögreglustjóra á hverj- um stað og þeim vcrði gert skylt að láta lögreglustjóranum í Reykjavík í té upplýsingar. Honum verði síðan falið að safna og dreifa upplýsingum á þcssu sviði og veita öðrum lögreglustjórum aðstoð viðrannsókn í ávana-oglfíkni- efnamálum ef þeir óska. Þá er lagt til að sakadóntur í ávana og fíkniefnamálum starfi framvegis í tengslum við Sakadóm Reykjavíkur cn Itafi ekki frumrannsóknir með höndum. Fjölga verði lögreglu- mönnum sem að þessum málum vinna og tækjakostur lögreglunnar verði auk- inn. Einnig að tollgæslan fái leitar- hunda bæði í Reykjavík og á Keflavík- urflugvelli og að reglur um rannsókn- araðferðir sem beita þarf til uppljóstr- unar þessara mála verði endurskoðað- ar. Þá er bent á að mjög skorti á að haldgóðar upplýsingar séu fyrir hendi um ncyslu á fíkniefnunt hér á landi og telur starfshópurinn að nauðsynlegt sé að fram fari vísindaleg könnun á ncyslunni. Að lokum er bent á að nauðsynlegt sé að viðurlög vegna brota á lögum um ávana-og fíkniefni verði hækkuð í allt að 6 ára fangclsi og þau verði endurskoðuð. -GSH Borgarspítalinn sajjoí og Rauði kross íslands efna til sjúkraflutninganámskeiös dagana 30. apríl - 11. maí 1984. Kennsla fer aö mestu fram í Borgarspítalanum frá kl. 08-17 daglega, en eftir þaö gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgar- spítalans og Slökkvistöð Reykjavíkur. Umsækjendur starfi viö sjúkrafiutninga og hafi lokiö almennu skyndi- hjálparnámskeiöi. Þátttökugjald er kr. 5.300.- Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu RKÍ í síma 91-26722 (Hólm- fríður eöa Höröur). Umsóknarfrestur er til 24. mars 1984. ■ Flöskuvélin sem fyrirtækið Sól hf. hefur fest kaup á. Fremst á myndinni er hráefnið, terlynefni í litlilm plastkúlum. ■ Forstjórinn Davíð Scheving Thor- stcinsson með formótið og fullskapaða flöskuna. Tímamyndir GE SÓL FRAMLEÐIR „TERLYN” FLÖSKU ■ í gær var tekin í notkun ný flösku- gerðarvél hjá fyrirtækinu Sól hf. í Reykjavík, sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Vélinni er ætlað að framleiða flöskur undir Sodastream bragðefni, salatolíur og aðra framleiðslu frá Sól. Flöskurnar eru framleiddar úr efni sem heitir polyethylene-tercphtha- late sem betur er þekkt undir nafninu terlyn. Þær eru glærar sem krystall, fisléttar og undrasterkar. Engin samskeyti eru á flöskunni og þyngd hennar er 1/20 af þyngd samsvarandi glerflösku. Mót flöskunnar sem tekur einn líter var hannað af Magneu Hallmundardóttur myndhöggvara. Vélin er framleidd í Japan með einka- leyfi Dupont sem náði þessari fram- leiðslu eftir 25 ára þróunarvinnu. Kostn- aðarverð hennar með mótum eru rúmar 11 milljónir enda stærð og umfang vélarinnar -margfalt á við venjulegar flöskugerðarvélar. Flaskan er unnin í fjórum þrepum þannig að fyrst er steypt formót sem er að stærð margfalt minna flöskunni. Formótið ersíðan hitað, teygt og blásið og að endingu er flaskan kæld. -S Starfshópur út- færir „trygging- arpakkann“ fyrir ríkisstjórnina — „staðfestir að hún mun standa við sinn hluta samkomulagsins, þó samkomulagið hafi ekki verið staðfest af öllum stéttarfélögum“, segir forsætis- ráðherra í tilefni þessa sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í gær: „Þessi ákvörðun staðfestir að ríkisstjórnin mun standa við þennan hluta samkomu- lagsins, þó að samkomulagið í heild hafi ekki verið samþykkt af öllum stéttar- félögum. Við gerum ráð fyrir að þessi nefnd muni nú á næstunni skila inn tillögum sínum, og reyndar er þegar búið að skoða nokkuð náið trygginga- þættina og tryggingamálaráðherra er tilbúinn með útfærslu á þeim.“ -AB ■ Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, samkvæmt tillögu Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra að þriggja manna nefnd yrði skipuð til þess að gera tillögur um útfærslu á tilfærslum til láglaunahópanna, i tengsl- um við nýgerða kjarasamninga, og verð- ur þessi nefnd skipuð embættismönnun- um Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhags- stofnunar og Þórði Friðjónssyni efna- hagsráðgjafa fjármálaráðuneytisins, en forsætisráðherra tilnefndi báða þessa menn. Þriðji maðurinn, sem Albcrt Guðmundsson fjármálaráðherra tilnefn- ir hefur enn ekki verið tilnefndur. / Æ'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.