Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 .«5 T* 4^' abriel HÖGGDEYFAR t/GJvarahlutir .ESST'' Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 ðliðvikudagur 7. mars 1984 Meirihluti Hæstaréttar f skaðabótamáli vegna eldsvoðans á Kirkjulæk: RARIK EKKIABYRGAR FYR- IR RAFMAGNSÍKVEIKJUNNI — minnihluti Hæstaréttar og héraðsdómur á öndverðri skoðun ■ Hæstiréttur hefur sýknað iðnaðarráðherra, fyrir hönd Rafmagns- veitna ríkisins, af skaðabótakröfu sem Samvinnutrygfiingar lögðu fram vegna eldsvoða sem víjrð á Kirkjulæk I í Fljotshlíð fyrir nokkrum árum. Meirihluti dómaranna taldi að ekki væri hægt að rekja eldsvoðann til neinskonar vanrækslu af hálfu Rafmagnsveitn- anna. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem eldsvoðinn er - talinn hafa orðið vegna vanrækshi af liállu starfsmanna Rafmagns- veitnanna á nauðsynlegu viðhaldi rafmagnsheimtaugar heim að bænum og þær séu því skaðabótaskyidar. Samvinnutryggingar höfðu áður unniö skaðabótamálið í undirrétti. I dómi Hæstaréttar segir að leitt hafi verið í Ijós að símalína sem tengd var húsinu Kirkjulæk I varð spennuhafa vegna þess að rafmagnsheimtaug að Kirkjulæk II hafði lagst á hana og err taldar yfirgnæfandi líkur til aó þetta hafi valdið eldsvoðanum. Orsök þess að línurnar snertust var sú að stag úr hornstaur slitnaði þannig að staurinn hallaðist og línan snerti símalínuna sem lá neðar, í dómnum segiraðekkert hafi komið fram sem sýni fram á að staginu né umbúnaði staursins hafi verið að öðru leyti áfátt né heldur að starfsmönnum Raf- magnsveitnanna hafi verið til- kynnt um óhapp þetta né vitað af því. Af hálfu stefnda var því haldið fram að ófullkominn útbúnaður heimtaugarinnar hafi átt þátt í að línurnar snertust ög ekki hafi verið haft nægjanlegt eftirlit mcð rafmagnstauginni. I dómnum segir að ósannað þyki að umbún- Blaðburðar ,börn óskast í Skerjarfjörð í Skjólin aður heimtaugarinnar hafi í önd- verðu verið andstæður reglu- gerð né öðruvísi háttað en almennt er. 1 gögnum málsins kom fram að einangrun sú sem var á heimtauginni reyndist að mestu leyti veðruð af. Einnig hafði ÍSLAND KORTLAGT MEÐHUÐ- SJÓNAF FERÐAr TÍMANUM ■ „Eftir því sem ljósara hefur orðið mikilvægi af- stöðu staða hvers til ann- ars hefur verið reynt að finna mælikvarða sem mælir afstöðuna betur en eiginleg vegalengd milli þeirra", segir Guðmundur Guðmundsson, landfræð- ingur m.a. í fréttabréfi Landfræðifélagsins. „Fjar- lægð er hindrun og í mörg- um tilvikum er eðlilegra að mæla hindrunina í tíma heimtaugin slitnað og verið skeytt saman. í dómnum segir að sú skeyting hafi verið andstæð reglugerðum sem segja að vírar lágspennulínu yfir símastreng megi ekki vera með samskeyt- um, en ekki verði séð að þessi skeyting hafi getað átt neinn þa’tt í því að línurnar snertust. Þá þykir ekki sannað að starfsmenn Rafmagnsveitnanna hafi skeytt línuna saman og þannig mátt sjá að umbúnaður heimtaugarinnar var ekki lengur á þann hátt sem reglur segja til um. Hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þor- björnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson og Björn Þ. Guðmundsson prófessor dæmdu í málinu. í sératkvæði Magnúsar og Björns segir að leggja megi til grundvallar frásögn bóndans á Kirkjulæk að viðgerð á raf- magnsheimtauginni, nálægt tveim árum fyrir brunann, hafi verið leyst af hendi af starfs- mönnum Rafmagnsveitna ríkis- ins, þó ekki hafi verið leitt í Ijós hverjir þeir væru. Þá hafi ekkert komið fram sem hnekkir því áliti að trosnun á einangrun heimtaugarinnar hafi verið orðið svo áberandi, þegar áðurgreind viðgerð fór eða kostnaði en vegalengd milli staða“, segir Guð- mundur, sem tekur fram að kortlagning með þess- um mælikvarða sé þó ýms- um annmörkum bundin. Meðfylgjandi kort segir Guðmundur tilraun til að kortleggja landið með hliðsjón af ferðatíma eftir vegakerfinu eins og hann þó gerist bestur. Gekk hann út frá 70 km. með- alhraða á klukkustund á bundnu slitlagi, 60 km. á aðalvegum, 50 km. á lak- ari þjóðvegum og reyndi svo að meta hvar minni mælikvarði næðist, t.d. á fjallvegum. -HEI fram, að viðgerðarmenn hefðu •átt að verða hennar varir. Við- gerðin sjálf hafi síðan ekki full- nægt þeim öryggiskröfum sem reglugerðir segja til um. Dómararnir telja að ósannað þyki að stagsteinninn í hornstaur heimtaugarinnar hafi brotnað af völdum þeirra manna sem fyrir tjóni urðu við brunann eða þeim atvikum annars að þeir eigi að bera tjón sitt sjálfir. Þá sé ekki hægt að ætlast til að þeir gerðu sér grein fyrir ástandi heimtaug- arinnar. Vegna þessara atriða m.a. telja dómararnir að stað- festa eigi hinn áfryjaða dóm. -GSH Fjórir sóttu um forstöðu- mannsstöðu við Borgar- skipulag ■ Fjórar umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Borgar- skipulags, sem auglýst var til umsóknar fyrr í vetur, en um- sóknirnar voru kynntar á fundi horgarráðs í gær. Umsækjendur voru Bjami Reynarsson landfræðingur, Líncy Skúladóttir arkitekt, Þorvaldur S. Þorvaldsson arki- tekt og Haraldur V. Haralds- son arkitekt. Síðast nefnda um- sóknin barst eftir að umsókn- arfresti iauk, og hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort hún telst giid eða ekki. Skipulagsnefnd mun ijalia um umsóknimar á næstunni, cn síðan kemur aftur til kasta borgarráðs að velja úr umsækj- endum. ^JGK Félagsstofnun stúdenta: ■ íslandskortið okkar breytir heldur betur um lögun ef það er teiknað með hliðsjón af ferðatíma eftir vegakerfinu hér á landi, þótt miðað sé við bestu skilyrði, í stað þess að miða við vegalengdir. Nýr fram- kvæmda- stjóri ráðinn ■ Ársæil Harðarson var á stjórnarfundi í Félagsstofnun stúdenta í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar frá og með 1. júní. Eins og kunnugt er sótti Skúli Thor- oddsen fyrrverandi fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar um stöðuna en aðpir urhsækj- endur æsktu nafnleyndar. Nú- verandi framkvæmdastjóri Félagsstofnunar, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson hefur verið ráðinn ffamkvæmda- stjóri'Nútímans frá og með J. apríl en verður stjórn FS innan handar við rekstur stofnunar- innar þar til Ársæll tekur við. Ársæll stundar nú nam við verslunarháskóla í Kaup- mannahöfnþar sem hann lýkur prófurn í vor. -b msmmmmmssmm dropar Hvar var Albert þegar fjárlögin voru samin? ■ Menn hafa brosað í kamp- inn í herbúðum stjórnarliða síðustu daga, vegna yfirlýsingagleði Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra út af stóra gatinu á fjárlögum, sem enginn fæst til þess að stoppa í. Albert hefur horft framan í alþjóð af skjánum, stóru sakleysislegu augunum sínum og sagt að hann sé ekki maður sem vilji halda svona ósköpum leyndum fyrir þjóðinni og aukin heldur vilji hann ekki þurfa að standa í því að semja ný fjárlög frá degi til dags. Hefur ekkert heyrst um það frá honum þessa dagana að fjárlögin sem hann kynnti í haust sem ábyrg og held fjárlög væru það enn. Ekki orð um það en fullt af yfirlýsingum um samstöðu þjóðarinnar, þjóðarátak og trúnaðartraust. Er mörgum stjórnarliðum í raun nóg boðið, og þeir spyrja hvorir aðra; „Hvað er Albert að fara núna?“ „Hvað er sjálfur for- ystusauðurinn um fjármál landáns að reyna að hvítþvo sig af þessu stórkostlega gati?“ Hvar var fjármálaráðherra þegar fjárlög voru samin?" Hafði hann kannski ekki þá forystu við gerð þeirra, sem hann vildi vera láta?“ Ósætti um aldur fjalla Flokksbönd bresta stundum á Alþingi þegar kjördæmis- sjónarmiðin eru brýn og sam- herjar senda þá hvor öðrum tóninn. Ein gagnorðasta dcila þar sem menn héldu fram ágæti síns kjördæmis fór fram á Alþingi í gær. Ólafur Þ. Þórð- arson vildi bora vegi gegnum fjöll á Vestfjörðum, og sagði að þau væru vei faffin til jarð- gangnagerðar, þar sem þar væru elstu fjöll á íslandi. Svenir iðnaðairáðherra lét ekki standa upp á Austurland og kailaði fram í: „Rangt“. Halldóri sjávarútvegsráðherra rann ekki síður blóðið til skyklunar og hnykkd á „Alrangt“. Ólafur Þ. sat við sinn keip og sagði að nýjustu rannsóknir sýndu að fjöllin á Vestfjörðum væru eldri, en komst ekki upp með moðreyk. „Tóm vitleysa" kallaði iðn- aðarráðherra. Aldrei þessu vant blönduðu fleiri þingmenn Vestfjarða sér ekki í deiluna, sem er óútkljáð. Krummi .. ...borar nú bara í nefíð...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.