Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 21 heimilistíminn Í | umsjón:B.st.ogk.l. ------------- "V. ----------------------—-------------- „Það selst allt jafnóðum“ — sagði Kristín Andrésdóttir sem rekur fyrirtækið SJAVARRETTIR KÖMMU Neskaupstað ■ „Þetta gengur mjög vel, — það selst allt jafnóðum, sem við framleiðum“, sagði Kristín Andrésdóttir, Neskaupstað, þegar blaðamaður Heimilistímans sló á þráðinn til hennar til að forvitnast um hvernig gengi nýtt fyrirtæki, sem nefnist „SJAVAR- RÉTTIR KÖMMU“, en það var eitt af þeim smáiðnaðarfyrirtækj- um, sem Iðntæknistof nun íslands gekkst fyrir að kynna sl. sumar. Sjávarréttir Kömmu ættu að létta verulega eldamennskuna fyrir þá sem eru í kapphiaupi við tímann, því að þar eru framleiddar fjórar tegundir af tilbún- um fiskréttum. Framleiðslan hófst í sumar, en nú segir Kristín, að vörurnar séu komnar á markað víðs vegar um landið. - Ég er búin að ná dágóðum markaði. Þetta hefur gengið Ijómandi vel, sagði Kristín. Hún sagðist hafa áhuga á að fá sér afkastameiri vélar við framleiðsluna, til þess að geta annað eftirspurn. Ég er með fjóra fiskrétti í framleiðslu. Það eru „Steiktar fiskboIlur“, sem eru seldar sem frystivara. Bollurnar eru alveg tilbúnar, - aðeins þarf að hita þær. Þær eru í lofttæmdum umbúðum og öskju með mynd af vörunni, sérhönnuðu vörumerki, ölium tilskildum merking- um, svo sem innihaldi vörunnar, pökk- unardag og geymslutíma. Sömuleiðis er á öskjunni uppskrift með tillögu um hvernig best er að framreiða fiskbollurn- ar. Þá er það „Fiski-gratín“ en það er tilbúið gratín í ofninn. Það er líka selt sem frystivara eins og bollurnar, og eru allar upplýsingar um vöruna og tillaga um framreiðslu á öskjunni. „Fiskborgarar" eru tilbúnir á pönn- una, seldir sem fyrstivara og sama er að segja um umbúðir og merkingu. „Mörbollur" upp á færeyskan máta er svo fjórði sjávarréttur Kömmu og þær eru tilbúnar til suðu. Allar leiðbeiningar eru á pakkanum, bæði hvermg á að sjóða mörbollurnar og framreiða þær. Mörbollumar eru eftir færeyskri uppskrift, en Kristín er færeysk, en kom til Islands fyrir 27 árum. - Hvernig líka færeysku bollurnar á ísiandi? - Hún sagðist hafa selt mikið af þeint í stórverslunum í Reykjavík og það gengið mjög vel. Nú sagðist Kristín vera komin með aðila hér fyrir sunnan, sem sæi um dreifingu á „Fiskrétttum Kömmu“ frá Patreksfirði og suður um land, Reykja- vík og Suðurnes og allt austur til Horna- fjarðar. Fyrir austan og á Norðurlandi og norður á Vestfirði hefur fyrirtækið sjálft sent sínar vörur frá Norðfirði, og þangað má síma pantanir hvaðan sem er Heitar kruður á enska vísu — bestar með góðum tesopa ■ Hvað getið þið hugsað ykkur ljúffengara með tei eða kaffi á sunnudagsmorgni en volgar kruður með smjöri. Við sáum í bresku kvennablaði hvar gefin var uppskrift að slíku góðgæti, og hérmeð komum við henni á framfæri við lesendur Heimilistímans: KRUÐUR (Deigið dugar í 24 stk. af kruðum og í þeim er samtals 1770 kaloríur - en þar í er ekki talið smjörið). 450-500 g hveiti 2 tcsk. salt Vi I mjólk og heitt vatn (til helminga) 1 tesk. sykur 15 g þurrger 'A tesk. matarsódi (leystur upp í volgu vatni). Sigtið hveitið og saltið í stóra skál. Setjið mjólkina og heita vatnið í könnu og bætið sykri út í. Hrærið þartil sykurinn bráðnar. Stráið nú þurrgerinu (sjá mynd) út í og látið standa í 10-15 mínútur. Þegar lag af froðu hefur myndast á mjólkinni (ca. 2-3 cm) þá er blandan tilbúin. (sjá mynd). Búið til góða holu í hveitið í stóru skálinni. Hellið hægt og varlega vökvanum úr könnunni (sjá mynd) og hrærið vel í á meðan, þar til blandan er orðin að mjúku deigi. Látið nú yfir deigið í skálinni (t.d. glæran pappír, sem límist við skálarbarmana), og látið skálina standa þar til deigið hefur lyft sér svo það hefur stækkað um helming og loftbólur sjást ofan á því. (Um það bil hálftími til 40 mín.). Þá er matarsódinn hrærður út í deigið. Hrærið varlega (sjá mynd). Látið nú deigið bíða enn í 10 mínútur. Best er að baka kruður í smáformum, og hafið formin hálffull. Bakið í 10-15 mín. við lágan eða meðalhita. Takið þá kruðurnar úr formunum og snúið þeim við og bakið smástund á hvolfi. Setjið síðan kruðurnar á grind og látið kólna aðeins, en þá eru þær skornar í sundur (klofnar) og settar á plötu og grillaðar smástund, svo þær brúnistsvolítið. Bornar fram heitar með smjöri og marmelaði eða sultu, ef vill. ■ Þurrgerínu sáldrað út í mjólkina og ■ Blandan er tilbúin þegar froða hefur vatnið. myndast ofan á. af landinu. Runólfur Guðjónsson í Vogum á Suðurnesjum sér um dreif- ingu hér. suiiii.ui ,.'u vcstan-lands. Vörurnar eru víða í stórmörkuðum. svo sem í Miklagarði, Hagkaupi og á fleiri stöðum. - Hvernig gengur að hafa undan að framleiða? - Við erum bara tvær í þessu enn þá. ég og dóttir mín, sagði Kristín, og það selst allt jafnóðum. í vor ætla ég að hafa kynningu á framleiðslunni og auglýsa, en þá verður að bæta við vélakosti. Annars er góð pökkunarvél á staðnum, og allt er hraðfryst jafnóðuin. Við ætlum að koma meiri hagræðingu á hjá okkur og reyna að auka framleiðsl- una, sagði Kristín. „Ég var aðeins tvítug þegar ég kom fyrst til Islands, gifti mig og við eignuð- umst 6 börn.'Svo þá vann ég auðvitað ekki úti, en í nokkur ár hafði ég veitingastað með ýmsum veitingum, en svo hafði ég áhuga á að koma upp svona fyrirtæki, svo að ég er mjög ánægð með hvað vel heíur gengið", sagði Kristín Andrésdóttir að lokum. ■ Gerið holu í deigið og hellið vökvan- um varlega saman við og hrærið. ■ Matarsódinn (uppleystur) hrærður saman við ■ Umbúðirnar eru sérlega fallegar um sjávarréttina. Hér sjáum við öskjuna af Fiski-gratíni og þar er á bakhliöinni lýst efnainnihaldi og einnig er uppskrift að grænmetissalati og sósu. Sjávarréttir KÖMMII Fiski-Gratin Frystivara ■ Formin eiga að vera háiffull Innihald: Nýr þorskur, hveiti, smjörl., mjólk, egg, krydd og grænmeti. Geymist í -M8° C. Geymsluþol 4 mán. Bakiö í ofni í um það bil 20 mín. Hiti 200° C. Framleitt úr fyrsta flokks hráefni. Tillaga um framreiðslu 1 bakki Fiski-Gratin 200 gr. soðnar gulrætur Salat 2 dl. mayonaise 2 dl fínt saxað hvítkál 1 dl. söxuð agúrka 2 dl. ananasmauk ■ Kruðumar era bakaðar beggja meg- in Sósa 2 dl. mayonaise 2 matsk. tómatkraftur 2 matsk. rjómi ■ Kruðurnar hafa verið skornar sund- ur og grillaðar. Bomar fram heitar með smjöri. ■ Sýnishorn af vönduðum upplýsingum á öskju um fiski-gratín:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.