Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 metissúpa, mestmegnis úr tó- mötum). Auðvitað eiga áfengir drykkir og tóbak ekki samleið með svona strangri heilsurækt. En Bo á það til að sletta úr klaufunum, þegar hún er ekki á kafí í kvikmyndatökum. Þá er það helst pasta, sem hún fellur fyrir. Eitt stórt vandamál á Bo við að stríða. Hún segir líkama sinn safna svo í sig vökva, að hún verði nánast stöðugt að taka inn vökvaeyðandi lyf. Að vísu verði hún að hvíla sig á þeim öðru hvoru, þar sem svo óhollt sé að taka þau stöðugt, en þá líði ekki á löngu þar til maður hennar hvessi á hana augun og komi með einhverja miður notalega athugasemd um að hún sé að verða full holdug. Mestar áhyggjur hefur Bo af því, að svo kunni að fara þegar hún eldist að hún taki að safna holdum. I þeirri von að henni takist að blekkja mann sinn hef- ur hún þegar gert sér grein fyrir, að best muni fyrir hana að láta gleraugun hans týnast. Gler- augnalausum fínnist honum allar konur fallegar! sem lítið sem ekkert verð fæst fyrir. Og það er ekki sýnilegt annað en við verðum að haida áfram á þeirri braut enn um sinn", sagði Ásgeir. Ásgeir taldi umræður um breytingar á lífeyrissjóði bænda einnig merkilegt mál. Ein aðal breytingi'n sé sú, að bændakonur öðlist jafnan rétt á við bændur, þ.e. að lífeyris- rétturinn verði einstaklings- bundinn ef þetta öðlast laga- legt gildi. „Það þykir mikill ávinningur á kvennaöld", sagði Ásgeir. Hann var spurður um deilur þær sem upp hefðu komið um það hver borga skuli kostnað við Búnaðarþing. - Það hefur alla tíð verið gert - er ekkert nýtt af nálinni. Það er hins vegar alltaf spurn- ing um hver borgar hvað. Bún- aðarfélag íslands borgar Bún- aðarþing, en það hefur bæði sínar eigin tekjur og einnig tekjur til þess rekstrar og þeirr- ar starfsemi sem því er ætlað af hálfu ríkisins. Það má því deila um hvort það eru bænd- urnir sjálfir sem borga hluta af þessu, eða ríkið. Búnaðarþing er heldur ekki kostnaðarsamt. Það er reynt að spara alla hluti í kring um það eins og hægt er. f kringum svona mörg mál og mikil verk- efni eins og Búnaðarþing hefur eru allir hlutir sparaðir og jafnframt er búið að marg- stytta þingið frá því sem áður var. Ég veit heldur ekki betur en að Kirkjuþing og Fiskiþing séu líka kostuð af þjóðinni. Þetta er því ekkert nýtt. - Þú telur þá Búnaðarþing nauðsynleg ennþá? „Það er örugglega nauðsyn- legt og hefur alltaf verið. Ég veit heldur ekki annað en að alltaf sé verið að stofna til nýrra og nýrraþinga sem þykja nauðsynleg. Ég sé því ekki annað en að þessi gömlu og góðu þing sem eru í þágu ráðgefandi stofnana, eins og Búnaðarfélagið er, sé jafn nauðsynleg nú og áður, sagði Ásgeir,. -HEI Jose Napoleon Duarte. Roberto d'Aubuisson. Eðlileg krafa Kristilegra demókrata í El Salvador Verður leiðtogi dauðasveitanna kosinn forseti? ■ VAFALAUST mun það færa aukið fjör í kosningabarátt- una í El Salvador, að Kristilegi demókrataflokkurinn hefur bor- ið fram þá kröfu, að framboð Robertos d’Aubuisson, fram- bjóðanda Þjóðlega lýðveldis- flokksins, verði ógilt sökum þess, að hann sé viðriðinn dauða- sveitirnar. Það hefur lengi verið opinbert lcyndarmál, að d'Aubuisson er hinn raunverulegi stofnandi og stjórnandi dauðasveitanna, en hlutverk þeirra er að ryðja þeim mönnum úr vegi, sem afturhalds- sömustu hægri öflin hafa talið sér andstæðasta. í fyrstu beindist starfsemi dauðasveitanna gegn skærulið- um og vinstri sinnum, en í seinni tíð hafa fylgismenn Kristilega flokksins og leiðtogar verkalýðs- félaganna orðið mest fyrir barð- inu á þeim. Það hefur einnig verið opin- bert leyndarmál að milli vissra hægri afla í hernum og dauða- sveitanna hafa verið náin tengsl. Þess vegna hefur stjórn Banda- ríkjanna gert þá kröfu til stjórnar El Salvador og yfirmanna hersins, að endir væri bundinn á starfsemi dauðasveitanna. Með- al annars áréttaði Bush varafor- seti þessa kröfu, þegar hann heimsótti El Salvador fyrr í vetur. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í E1 Salvador, Robert E. White, hefur hvað eftir annað haldið því fram, að d’Aubuisson hafi fyrirskipað morðið á Oscar Arnulfo Romero erkibiskupi, en hann var myrtur við guðsþjónustu í marz 1980. Síðast í byrjun febrúar á þessu ári skýrði White nefnd í fulltrúa- deildinni frá því, að d’Aubuisson hefði kvatt tólf menn til fundar við sig og tilkynnt þeim, að ákveðið hefði verið að ryðja erkibiskupnum úr vegi og yrði dregið um það hver þeirra fram- kvæmdi morðið. Það var náinn vinur d'Aubu- issons, Francisco Amaya Rosa, sem samkvæmt þessu hlaut það hlutverk að skipuleggja morðið. Hann fékk annan mann, Walter Antonio Alvares, til að skjóta biskupinn. D’Aubuisson óttaðist seinna, að Antonio Alvares segði frá þessu og fól þá fjögurra manna aftökusveit að sjá um að myrða hann. Það gerðist, þegar hann var að horfa á knattspyrnuleik. Robert E. White var sendi- herra Bandaríkjanna í El Salva- dor 1979-1981, en var þá látinn hætta sökum gagnrýni á stjórnar- farið í landinu. FORSETAKOSNINGAR eiga að fara fram í E1 Salvador 25. þessa mánaðar. Kosninga- baráttan er hafin fyrir nokkru og þótti sýnt, að keppnin yrði aðal- lega milli tveggja manna eða d'Aubuissons og Joses Napoleon Duarte, frambjóðanda Kristi- lega demókrataflokksins. í þingkosningunum, sem fóru fram fyrir tveimur árum, fékk Kristilegi flokkurinn 40.7% at- kvæðanna, flokkur d'Aubuiss- ons fékk 29.1% og gamli íhalds- flokkurinn, sem fór með völd 1961-1979, fékk 18.6%. Eftir kosningarnar tókst samvinna milli flokks d’Aubuissons og íhaldsflokksins og var d'Aubuis- son kosinn forseti þingsins. Veruleg völd fylgja ekki þing- forsetastörfunum, þar sem hér er aðeins um stjórnlagaþing að ræða. Það þykir ekki ósennilegt að d’Aubuisson geti eitthvað bætt stöðu sína, en hann cr snjall og ósvífinn áróðursmaður. Sigur hans í þingkosningunum 1980 kom á óvart, þar sem flokkur hans var þá nýstofnaður. Hann lofaði þá að Ijúka borgarastyrj- öldinni á þremur mánuðum, ef hann fengi stjórnartaumana. Þetta loforð endurtekur hann nú. Hann telur Kristilega flokk- inn vera í bandalagi við kommún- ista og því sé raunverulega verið að kjósa þá, ef menn kjósa Kristilega flokkinn. Þrátt fyrir áróðurshæfileika d'Aubuissons telja fréttaskýr- endur líklegt, að Kristilegi flokk- urinn verði áfram stærsti flokk- urinn, en fái ekki meirihluta. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta, verða kjörmenn að reyna að ná samkomulagi um forseta. D'Aubuisson treystir á að aftur náist samkomulag við íhaldsflokkinn. Það er þó ekki víst, því að Bandaríkjastjórn vinnur gegn því öllum árum. Sennilega myndi Bandaríkja- stjórn helzt kjósa, að samkomu- lag næðist um frambjóðanda íhaldsflokksins, Francisco Jose Guerrero, þótt hann fái minnst fylgi þessara þriggja frambjóð- enda. Gucrrero, sem er 58 ára, er reyndurstjórnmálamaður. Hann var forseti þingsins 1962-1968 og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar utanríkisráöhcrra 1969-1971. Hann vann scr þá til frægðar að koma á sáttum milli E1 Salvador Og Hondúras, scm áttu þá í stríði. Undanfarið hcfur hann vcrið aðalráðunautur núverandi forseta, Alvaros Magana. Bandaríkjastjórn getur illa hugsað sér, að d'Aubuisson vcrði forseti, en hún hcfur m.a. sýnt hug sinn til hans með því að neita honum um áritun á vega- bréf, þcgar hann vildi heimsækja Bandaríkin á síðastliönu hausti. d'Aubuisson notar þetta í kosn- ingaáróðrinum sem sönnun þess, að hann sc óháður Bandaríkjun- um. Bandaríkjastjórn er talin óttast, að verði Duarte forseti, muni herinn gera byltingu. Skæruliðar vinstri manna hafa lýst yfir því, að þeir muni láta kosningarnar afskiptalausar og ckki gera neitt til að hindra þær. HIÐ MIKLA mannfall, sem orðið hefur í El Salvador síðan borgarastyrjöldin hófst, er fyrst og frcmst skrifað á reikning öryggissveita ríkisstjórnarinnar, en dauðasveitirnar eru óopinber hluti þeirra. Mannfall hefur orð- ið miklu minna af völdum skæru- liða vinstri manna, sem beina vopnum sínum aðallega gegn hernum. Hernum er aðallega beitt gegn skæruliðum, en hlut- verk öryggissveitanna er meira fólgið í því að halda uppi röð og reglu á landsvæðum, sem stjórn- in ræður yfir. Samkvæmt frásögn sérstaks fréttamanns New York Times, James Le Mayne, hafa öryggis- sveitirnar myrt milli 35-40 þús- und óbreyttra borgara. Þær ráð- ast oft inn í borgir, sem herinn hefur náð af skæruliðum, og fremja þá morð í stórum stíl. Fylgzt mun verða með því um allan heim. hvernig þeirri kröfu kristilegra demókrata verður tekið að ógilda framboð d'Aubu- issons. Vissulega er sú krafa eðlileg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.