Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttlr), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: GunnarTrausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrif stofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. ' Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Svavar, Hjörleifur? Ólafur og Ragnar ■ Þjóðviljinn keppist nú við að eigna öðrum það, sem Alþýðubandalagið ber ábyrgð á öllum öðrum flokkum fremur, en það er hið vitlausa dýrtíðarbótakerfi að láta öll laun hækka um sömu prósentutölu. Það er fyrst og fremst Alþýðubandalagið, sem hefur haldið dauðahaldi í þetta dýrtíðarbótakerfi og aldrei fundið neitt athugavert við það. Allan þann tíma, sem þeir Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds voru ráðherrar, tóku þeir fimmfaldar til sexfaldar dýrtíðarbætur, ef miðað var við Da^sbrúnarmann. Þeim fannst þetta ekki neitt athuga- vert. Olafur Ragnar Grímsson stakk svipuðum dýrtíðar- bótum í vasann sem þingmaður og prófessor og virtist ekki annað en að honum þætti það sjálfsagt. Enn taka þeir Svavar, Hjörleifur og Ragnar sem þingmenn við þrefalt hærri bótum en verkamenn. Ekki verður fundið, að þeir telji það neitt óeðlilegt. Það þarf heldur ekki að undra, því að þetta er kerfið, sem Alþýðubandalagið hefur barizt fyrir og haldið í, sbr. herópið fræga: Samningana í gildi, þegar tilraun var gerð til þess að skerða mest dýrtíðarbætur hinna hálaunuðu. Því miður markast hinir nýju kjarasamningar of mikið af þessu gamla kerfi. Þar var farið andstætt ráðum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem hvað eftir annað hvatti til þess, að það svigrúm, sem nú gæfist til launahækkana, yrði fyrst og fremst notað til að hækka lágu launin. Nokkurt skref var stigið í þá átt en of lítið. Hér hefði vissulega mátt fara meira að ráðum forsætisráðherra. Það eru því venjuleg Þjóðviljaöfugmæli, þegar hann vill eigna Steingrími Hermannssyni, að ráðherrar fá nú margfaldar dýrtíðarbætur miðað við láglaunamenn. For- sætisráðherra hvatti þvert á móti til þess, að umræddur munur yrði gerður minni. Svavar, Hjörleifur og Ragnar Arnalds sáu hins vegar ekkert athugavert við þetta meðan þeir voru ráðherrar og gera það ekki heldur enn sem þingmenn. Þetta er líka kerfi, sem Alþýðubandalagið hefur búið til og haldið í. Þótt mikill ágreiningur ríki innan Alþýðubandalagsins um kjarasamningana, virðist ríkja þar nær einhugur um viðhald þessa vitlausa og rangláta kerfis, sem hvergi hefur verið gagnrýnt oftar en hér í blaðinu. skrifað og skrafað Adhald og sparnaður Pað verður að spara og hafa aðhald. Ríkið, sveitar- félög, fyrirtæki og einstak- lingar verða að sýna aðhald. Þetta tyggjum við hver eftir öðrum og er aðhaldsstefnan í orði orðin gömul og slitin. Það er sama hvað talað er mikið um aðhaldið, það fer úr böndunum samt. Yfirlýs- ingar fjármálaráðherra um halla ríkissjóðs á þessu ári hafa enn einu sinni beint augum þjóðarinnar að honum, en málið er einfald- lega það að hann kærir sig ekki um aukafjárveitingar þegar kemur fram á fjár- lagaárið, eins og forverar hans langt aftur í tímann hafa látið sér lynda og ekki haft hátt unt. Um sama leyti og fjármála- ráðherra lýsir því yfir að mikið vanti á að fjárlög standist og leita verði leiða til lausnar vandanum tilkynnir heilbrigðisráðherra að hann hafi fallið frá sjúklingaskatt- inum svonefnda, enda mælt- ist hann illa fyrir. En um aðrar leiðir til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið rætt opinberlega. Við- bára ráðherrans er að fram- kvæmdin á útreikningi og innheimtu skattsins hefði orðið svo dýr að vafasamt væri að það borgaði sig að leggja hann á, það hefði lítið hækkað í ríkiskassanum þótt efnaðir sjúklingar hefðu ver- ið látnir greiða hluta af spít- alavist. Sjúklingaskatturinn hefði þannig aukið atvinnu því það mátti skilja á orðum heil- brigðisráðhera að ekki dygði minna en eitt smábákn til viðbótar til að sjá um það réttlæti að fá fé af bjargálna sjúklingum. Þessi fjáröfl- unarleið var því dæmd til að mistakast þegar frá byrjun, þar sem um of var einblínt á gjaldtökuna en því gleymt hvílík umsvif það kostar í opinberum rekstri að leggja á skatt og innheimta það sem keisarans er. Þegar Ragnari Arnalds tókst að slá sig til riddara með því að halda ríkiskassan- um hallalausum var honum hælt óspart í málgagninu fyrir fjármálasnilli. Ensnilli Ragn- ars var einföld. Þegar fjárlög stóðust ekki og hann og félag- ar hans blésu út verðbólguna, jafnaði hann hallann með lántökum heima og erlendis og kassinn stemmdi þótt skuldir ríkisins ykjust um all- an helming og vel það. En Albert telur það slæm- an bisniss að slá og vill hafa allt á hreinu og stendur nú í stóru gati sem vandséð er hvernig á að fylla upp í, enda er hann fyrirfram búinn að girða fyrir þær leiðir sem lengi hafa þótt vænlegar til að fást við halla á ríkissjóði. Eflaust finnast leiðir til að spara. En þess verður að gæta að þær verði ekki kostn- aðarsamari en sparnaðinum nemur, eins og sjúklinga- skatturinn hans Matthíasar, sællar minningar. Nýtt kjöt mestallt árið Nýting sláturhúsa, slátur- og geymslukostnaður hefur oft verið til umræðu. Nýting á sláturhúsum er slæm, þar sem dilkum er slátrað aðeins einu sinni á ári oger sláturtíð- in stutt. Menn hafa velt fyrir sér hvort ekki mætti gera hér endurbætur á. Sveinn Hall- grímsson skrifar um þessi mál í Frey og segir m.a.: Með betri aðstæðum síðari ára getur fólk fengið ferskt nautakjöt og svínakjöt, allan ársins hring, en ekki dilka- kjöt. Bæðinautumogsvínum og reyndar kjúklingum líka er. slátrað allan ársins hring, en ekki kindum. Af ofan- greindum ástæðum kemur í hugann spurningin um það hvort við séum ekki orðin á eftir tímanum í þessu efni? Til að svara þeirri spurn- ingu þarf fyrst að leita svara við þvt hvort ávinningur kunni að felast í slíku. Fyrir liggur að ferskt kjöt er betra en kjöt sem hefur verið fryst og nægir þar að benda á að venjur og verðlag á fersku kjöti erlendis segja okkur það. En einnig má benda á að þegar kjöt af svokölluðum páskalömbum var kynnt hér fyrir nokkrum árum voru við- staddir beðnir að segja álit sitt á gæðum kjöts af páska- lambi, sem er 2'A mánaða lamb, og alltaf ferskt kjöt, á kjöti af svokölluðum páska- gemsa, sent var 10 mánaða kind, slátrað um leið og páska- lambinu og ■ á kjöti af lambi sem slátrað var um haustið og hafði verið geymt í frysti. Niðurstaðan var ó- tvíræð. Páskalambakjötið og kjötið af gemsanum fengu um 30% betri dóm en kjötið sem geymt hafði verið í frysti í 6 mánuði. Fyrir utan gæðin má einnig benda á að því fylgir nokkur kostnaður að geyma kjöt í frysti en sá kostnaður fellur niður ef kjöt er sett á markað ferskt. Nú er það ljóst að ekki þarf öllum neytendum að þykja ferskt kjöt betra en fryst og það er sömuleiðis Ijóst að þó við vildum reyna að hafa ferskt kjöt á boðstól- um, myndi það ekki útrýma hinu á augabragði. Ég tel hins vegar að bænd- ur hljóti að huga vel að því á næstu misserum hvort ekki sé ástæða til að breyta til í framleiðsluháttum og þá með það í huga að slátra fé allan ársins hring, t.d. hálfsmánað- arlega utan venjulegs slátur- tíma. í þessu sambandi skal á það minnt að vel líkaði kjötið af páskalömbunum sem boð- ið var uppi á á sínum tíma og hin sama virtist reynslan með hin svokölluðu jólalömþsem boðin voru fyrir jólin í fyrra og hitteðfyrra,ætla að verða. Eigi hins vegar að koma á slátrun allan ársins hring og bjóða ferskt dilkakjöt þarf að hafa gæðin sérstaklega í huga þar sem ekki má bjóða nema fyrsta flokks vöru. Rétt er að benda á að bændur þurfa að hætta að slátra lömbum sem ekki eru slátr- unarhæf. Slíkum lömbum, hvort sem þau eru of feit, of mögur eða bara ekki þroskuð til slátrunar, á ekki að slátra hvort sem er á venjulegum sláturtíma né utan hans. Nú kunna menn að spyrja hvort slátrun allan ársins hring sé hagkvæm fyrir fram- leiðendur. Slík spurning er eðlileg, en komi það í ljós að kjötið sé dýrara af lömbum sem slátrað er utan venjulegs sláturtíma verður að sjálf- sögðu að láta reyna á það hvort neytendur vilji borga meira fyrir það kjöt eða ekki. Benda má á að ýmislegt getur hjálpað til að minnka kostnað við síslátrun, eins og t.d. betri nýting sláturhús- anna og sömuleiðis gæti þetta leitt til meiri fallþunga dilka, sem í sjálfu sér þýðir meiri hagkvæmni. Þessi pistill um breytingu á framleiðsluháttum sem eink- um hefur beinst að því að ræða um lengingu sláturtíðar verður vonandi til þess að málin verða tekin til umræðu. Gatið hans Alberts ■ Það er nú komið í ljós, að fjárlagagerðin hefur ekki verið eins vönduð að þessu sinni og vera þurfti. Fjármála- ráðherra hefur hér meðal annars þá afsökun, að hann er nýr í embættinu. Þá hefur hann verið nokkuð örlátur á skattalækkanir, án þess að tekna væri aflað á móti eða dregið úr útgjöldum. Sitthvað fleira kemur hér til. Þetta gat á fjárlögunum virðist nú orðið svo stórt, að eðlilegt er af fjármálaráðherra að leita aðstoðar Alþingis við lausn vandans. Bersýnilega er hann ekki einfær um það. Ríkisstjórn og Alþingi er hér áreiðanlega verulegur vandi á höndum, en við honum verður að bregðast. Mikill halli á ríkisrekstrinum getur orðið verðbólguvaldur. Þess vegna verður að koma sem mest í veg fyrir hann. Hitt er svo annað mál, hvort hægt verður að koma í veg fyrir hann til fulls, ef ekki á að koma til of mikils samdráttar, sem leiðir til atvinnuleysis. Þetta verða ríkisstjórn og Alþingi að meta, en rétt er að bregðast við þessum vanda sem fyrst, því að dráttur mun hér gera illt verra. -P.P. Um laxaræktartilraunir í Hrútafjarðará ■ Þann 1. mars s.l. birtist frétt á forsíðu Tímans undir yfirskriftinni „Byggðasjóður: Gefur 10. þúsund gönguseiði í einkalaxveiðiá Sverris". Var hér um að ræða frásögn af laxarækt- arrannsóknum og tilraunum sem Veiði- málastofnun hefur unnið að síðast liðin ár og Byggðasjóður hcfur styrkt. í umræddri grein var gefið í skyn og jafnframt lögð höfuðáhersla á að Sverrir Hermannsson hafi notað aðstöðu sína sem forstjóri Framkvæmdastofnunar. Hann hafi í krafti embættis síns verið að hygla „einkalaxveiðiá" sinni eins og það er orðað. Frekari frásögn fylgdi um helstu niðurstöður þessara athugana og viðtal við undirritaðan í því sambandi. Undirritaðan langar að upplýsa les- endur Tímans lítillega um hvað málið snýst og jafnframt leiðrétta í leiðinni misskilning sem fram kemur í fréttinni. Sagt er að Byggðasjóður hafi gefið 10 þúsund gönguseiði til rannsóknanna. Hið rétta er að Byggðasjóður hefur veitt styrk sem nemur andvirði u.þ.b . 10 þúsund sumaralinna seiða, en verð þeirra er tæpur fjórðungur af verði gönguseiða. Þá vil ég upplýsa að Veiði- málastofnun var ekkert bundin við að nota umræddan styrk til seiðakaupa. Styrkurinn nam á síðasta ári kr. 65.000 og var það hæsta styrkveitingin sem fengist hefur til þessa. Þessi upphæð er aðeins lítill hluti þess sem rannsóknirnar kosta. Annars er þessi þáttur aukaatriði frá mínum bæjardyrum séð. Aðalatriðið er að slíkar rannsóknir sem þessar séu gerðar. Það skiptir ekki máli hvort áin heitir Hrútafjarðará eða eitthvað annað. Það er m.a. hlutverk Veiðimálastofnun- ar að veita ráðgjöf í fiskrækt og jafnframt stunda rannsóknir til að styrkja slíka ráðgjöf. Stofnunin hefur ekki úr of miklu fé að spila til að sinna rannsóknum og því ofureðlilegt að hún sæki um styrki til einstakra rannsókna. Rannsóknirnar í Hrútafjarðará eiga að gefa raunhæft svar við hvernig best megi nýta ófiskgeng svæði til uppeldis laxaseiða. Það voru fiskifræðingar á Veiðimálastofnun sem völdu Hrúta- fjarðará til þessara rannsókna, einfald- lega vegna þess að þeir töldu hana heppilega þar sem áin uppfyllti ákveðin skilyrði frá náttúrunnar hendi. Það er svo annað mál að náðst hefur mjög góð samvinna á milli Veiðimálastofnunar, bænda og leigutaka um rannsóknirnar svo að til fyrirmyndar er. í ljós hefur komið að náðst hefur athyglisverður árangur af þessu tilrauna- starfi og það er raunar áhugaverðasti og fréttnæmasti hluti þessa máls. Það er von mín að þessar athuganir geti haldið áfram enn um sinn og helst að styrkveit- ingar Byggðasjóðs verði stórauknar. Finnur Garðarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.