Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 6_________________________________Uvmm í spegli tímans KSSIÞYKIR FARA BESTMEÐHLUTVERK MARILYN MONROE! ■ Bob Lockwood cr kanda- rískur að uppruna, en hefur valið sér að eiga búsetu í Mún- chen í Þýskalandi. Þar hefur hann dvalist undanfarin 10 ár og gengið bærilega að koma undir sig fótunum í þýskum skemmtanaiðnaði. Sérgrein Bobs er eftirlíkingar af frægum bandarískum kvikmyndastjörn- um og söngkonum. Eftirlætishlutverk Bobs er Marilyn Monroe, en hann þykir líkjast henni með ólíkindum, þegar hann hefur búið sig upp á í viðeigandi stíl. Og svo syngur hann alvcg eins og hún, segja aðdáendur hans dolfallnir. En það er ekki bara Marílyn Monroe sem hann þykir likja frábærlega vel eftir. Hann er líka með á efnisskránni atriði með Shirley Bassey, Lizu Minelli, móður hennar, J udy Garland, og Josep- hine Baker. Ilann er grcinilega tjölhæfur. Samt sem áður kom það þýsk- um sjónvarpsáhorfendum á óvart, þegar hann kom fram og söng dúett! Það voru þær Maril- yn Monroc og Judy Garland, sem þar tóku lagið saman, en slíkt hefur aldrei fyrr gerst í heimssögunni! ■ Bob þykir alveg frábær í hlutverki Marílyn Monroe. ■ Þó að Bob Lockwood og systir hans Ann séu bandarísk, hafa þau valið sér að búa í Múnchen. ■ Judy og Audrey Landers og móðir þeirra HVER ER SEIIIST? ■ Flestir, sem Itorfa á sjónvarp, þekkja svipinn á þeirrrsem er yst til hægri á myndinni. Það er sem sagt hún Afton úr DALLAS, - eða öðru nafni Audrey Landers, söng- og leikkona. Til vinstri er tvíburasystir hennar, Judy, - en þær systur hafa sungið mikið saman, og m.a. inn á plötu. Á milli systranna stend- ur kona, sem gæti verið aðeins eldri systir þcirra, en er rcynd- ar móðir þcirra. Blaðaljós- myndari hitti þær mæðgur, þar sem þær voru að fara á kín- verskan matsölustað í Beverley Hills, og fékk þær til að stilla sér upp og segja „Sís“ (cða reyndar cheese). Ljósmyndar- inn tautaði eitthvað um hvað þær væru sætar, - og hver ætli sé nú sætust? heyrðist hann scgja. Þá spurði Judy: „Getum við ekki allar verið sætastar?“ Þaö var samþykkt á staðnum. VÍST ER B0 DEREK MEÐ FAL — eri það er líka mikið fyrir honum haft! ■ Það er langt síðan öllum varð Ijóst að aðaleign Bo Dereks er líkami hennar, stæltur, spengilegur og fagur. Eins sam- mála eru allir um að leikhæH- leikarnir íþyngja henni ekki um of, og Bo sjálf er manna fvrst til að viðurkenna það. Þess vegna leggur hún líka megináherslu á að viðhalda og auka líkams- fegurðina, enda hefur maður hennar á henni strangan aga í þeim efnum. Bo hefur sérstakan mann í sinni þjónustu, sem á að sjá um að hún haldi rétt mataræði og slaki ekki á líkamsþjálfuninni á þeim tímuin sem hún er að lcika í kvikmyndum. Sá maður sann- aði ágæti sitt með að koma Sylvestcr Stallone í rétt form áður en hann lék Rocky. Lík- amsþjálfunin felst í leikfímis- æfingum í tvær stundir dag hvern. Þær æfíngar eru ekki af léttara taginu, heldur eitthvaö í stíl við þær sem hnefaleikakapp- ar og keppnismenn í íþróttum stunda. Fyrst gengur hún 4 km svokallaða „aerobic" göngu, cn þar er tekið fullt tillit til öndunar- æfinga jafnframt göngunni. Þar á á eftir tckur við þjálfun með lóðum í 75 mínútur og á hún að ná til allra vöðva líkamans. Þessi stranga þjálfun segir Bo leiða til þess að hún verði hálfgeöstirð, en þjálfarinn sé hreinn meistarí í að ráða bót á geðvonskunni, ekki síður en að byggja upp fullkominn líkama. Og þá er það mataræðið. Bo segir að gagnstætt Ursulu Andress, einni af fyrri eiginkon- um manns hennar sem búi yfir fullkomnum líkama 47 ára gömul án þess að þurfa að leggja hið minnsta að sér, þurfi hún sjálf sífellt að gæta sín í mataræði. Hún megi ekki einu sinni líta á brauðsneið án þess að fitna. Þess vegna verði hún að neita sér um nánast allt. Hún segist t.d. hafa hyggt upp eins konar sjálfsvörn gegn sætindum alls konar og brauði og þegar hún var við myndatökur á Spáni nýverið kom ekki annað inn fyrir varir hennar en gazpacho, gazpacho og aftur gazpacho (köld græn- viðtal dagsins „ÞESSI GOMUI06 GÖfiU MNG JAFN- NAUfiSYNLEG 0G ÍÐUR” — segir Ásgeir Bjarnason, formadur Búnaðar- félags íslands, um nýlokið Bunaðarþing ■ „Það er crfitt að dæina um hvað er merkilegast. En það þykir t.d. áhugavert núna að taka tölvuna sem mest í sína þjónustu. Það er þegar byrjað á því í landbúnaði og verður vafalaust haldið áfram á þeirri braut - nota hana bæði í þágu leiðbeiningaþjónustunnar við búrekstraráætlanir, búreikn- ingafræðslu og bókhald og margt annað, til að reyna að byggja búskapinn upp á hag- kvæmari hátt en kostur hefur verið á áður,“ sagði Ásgeir Bjarnason, forntaður Búnað- arfélags Islands, spurður um áhugaverðustu og merkileg- ustu málin sem rædd voru á því Búnaðarþingi sem lauk nú um helgina. Ásgeir sagði að sjálfsögðu hafa verið rætt um þau vanda- mál sem oft komi upp á í landbúnaði í sambandi við erf- itt tíðarfar, erfiðan fjárhag ís- lensku þjóðarinnar og erfiðar markaðshorfur á ýmsum teg- undum búvara. Ný ráð eða lausnir við þessum vanda séu þó löngum vandfundnar. „Við höfum unnið að því undanfar- in ár að reyna að draga fram- leiðsluna saman og vera ekki með það mikið magn af vörum ■ Ásgeir Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.