Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag FJOLBREYTTARA OG BEIRA BUÐ! Miðvikudagur 7. mars 1984 57. töiublað - 68. árgangur Siðumúla 15-Pósthólf370Reykjavík-Ritstjórn86300-Augiýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Tillögur á borði menntamálaráðherra um Lánasjóð fslenskra námsmanna: EKKERT TllilT VERM TEKIÐ TIL FÉLAGSLEGRA AÐSTÆÐNA! og endurgreiðslum háttað eins og venjuleg bankalán ættu fhlut ■ Hugmyndir um verulega uppstokkun á málefnum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna liggja nú á borði menntamála- ráðherra til ákvörðunar, en sam- kvæmt þeim er gert ráð fjrir að breyta sjóðnum úr því að vera til tryggingar framfærslu náms- manna í lánastofnun fyrir fjár- festingarlán sem standi undir sér. Er lagt til að ekkert tillit verði tekið til félagslegra að- stæðna, víxillán til fyrsta árs nema verði afnumin, kröfur um námsafköst aukin og upphæð lánsins ekki miðuð við reiknaða framfærsluþörf. Þá er reiknað með að herða svo kröfur um endurgreiðslur að lánin taki ekki aðrir en þeir sem telja nám sitt skila sér nægilegum arði til endurgreiðslu lánsins að námi loknu. Skýrsla þessi er enn trúnað- armál í ráðuneytinu, cn hefur þó lítillega verið kynnt forystu- mönnum lánasjóðsins. Sjá nánar bls 3 -b Flateyri við Önundarfjörð: Fjórtán tonn af svartolíu í höf nina ■ „Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir fuglar hafa fundist dauðir en ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Þó að þetta hafi verið talsvert magn af olíu sem fór í sjóinn virðist hún enn sem komið er ekki hafa unnið veruleg spjöll. Hún virðist annaðhvort hafa far- ið með veðrinu á haf út eða þá grafist ofan í fjörurnar hérna innfjarðar" sagði Steinar Guð- mundsson, hreppstjóri á Flat- eyri við Önundarfjörð þegar Tíminn spurði hann hvort lífríkið í firðinum hefði orðið fyrir tjóni af völdum olíumengunar. Fyrir um það bil þremur vikum átti það óhapp sér stað hjá starfsfólki frystihússins Hjálms á Flateyri, að 14 tonn, tæpir 20 þúsund lítrar, af svartolíu fóru í höfnina. Þegar starfsfólkið fór heim frá vinnu á föstudagskvöld- ið var dæla við dagtank í frysti- húsinu skilin eftir í gangi. Fljót- lega fylltist tankurinn og olían fór að flæða um yfirfallsrör tanksins. Ekki var tekið eftir þessu fyrr en starfsfólk mætti til vinnu aftur á mánudag en þá voru eins og áður greinir 14 tonn runnin í höfnina. „Við fengum óljósar fréttir af þessu fljótlega eftir að óhappið átti sér stað. Hins vegar voru þær þess eðlis að ekki þótti ástæða til að gera neitt sérstakt í málinu. En fyrir nokkrum dögum heyrð- um við að dauður fugl hefði fundist á fjöru og fljótlega eftir það sendum við mann þarna vestur. Hann gerði þarna rann- sóknir og sem betur fer er ekki að sjá að veruleg spjöll hafi hlotist af þessu," sagði Magnús Jóhannesson, settur siglinga- málastjóri, þegar Tíminn for- vitnaðist um þetta mál hjá honum. Magnús sagði, að vissulega væri þetta alvarlegt mál því að mikið fuglalíf.meðal annars æð- arvarp.væri í Önundarfirði. Að- spurður um hvort það væri ekki kæruleysi hjá þeim sem þarna áttu hlut að máli, að tilkynna ekki atburðinn strax til Siglinga- málastofnunar, sagði hann að líklega hefði fólk ekki gert sér grein fyrir því um hversu mikið af olíu var að ræða þar sem hana hefði fljótlega rekið út á haf.Sjó. Vilji Alþingis að engu hafður: Tillagan týndist í iðnaðarráduneytinu Þrátt fyrir skjót við- varnarliðsmanna ki að bjarga lífi iverjans sem slasaðist um borð í Jóni Finnssyni i gær. Hér er þyrla varn- rliðsins við Borgarspítal- inn, en þangað var mað- irinn fluttur. Tímamynd Árni Sæberg ■ „Ég kannast ekki við að þessi þingsálvktunartillaga hafi verið lögð fyrir mig eða mitt ráðuneyti eftir að hún var sam- þykkt og kann enga skýringu á því hvers vegna hún kom ekki á mitt borð,“ sagði Hjörleifur Guttormsson fyrrvcrandi iðnað- arráðherra á Alþingi í gær, er fjallað var um tillögu um inn- lendan lífefnaiðnað, sem sam- þykkt var á Alþingi 4. maí 1982. Hjörleifur taldi að hér væri merkt mál á ferðinni þótt svona hafi til tekist. Sverrir Hermannsson núver- andi iðnaðarráðherra sagðist hins vegar hafa fundið þessa tillögu í ráðuneytinu, en þangað barst hún skömmu eftir að hún var samþykkt og hafi verið skip- aður starfshópur í Rannsóknar- ráði til að huga að þessum málum. Sagði Sverrir að tillagan hafi mislagst í ráðuneytinu. Guðmundur Einarsson bar upp fyrirspurn til ráðherra um hvað orðið hafi af þessari þings- ályktunartillögu. Guðmundur Bjarnason kvaðst fagna því að skriður væri loks að komast á málið. Ingvar Gíslason óskaði nánari skýringa á því Brotist inn í vöruga Þremur kíl ■ Þrem kílóum af dínamíti, 100 rafmagnshvellhettum með 4ra metra kveikiþráðum, 20 stykkjum af nýrri tegund tund- urþráða og sprengihnalli var stolið úr vörugámi við Eskihh'ð um eða eftir helgina. im í Eskihlíð: lóum af dína Að sögn RLR varð þjófnað- arins vart í gær þegar sást að brotLst hafði verið inn i gáminn og þar brotnar upp járnkistur með sprengiefninu í. Gámur- inn og sprengiefnið er í eigu Reykjavíkurborgar. míti stolið Rannsóknarlögreglan vill beina því til fólks að hafa augun opin enda eru þessir hlutir stórhættulegir í höndum þeirra sem ekki kunna með þá að fara. -GSH hvernig svona mál gætu mis- lagst í ráðuneyti, eða komist ekki í póst frá Alþingi til iönaðarráðu- neytis, en hér væri um að ræða eina af merkari tillögum sem fram hafa komið um atvinnumál. Tillaga þessi var flutt af Guð- mundi G. Þórarinssyni ásamt fimm öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins og var hún samþykkt sem fyrr segir í maí 1882. í henni felst að ríkisstjórn- inni væri falið að beita sér fyrir að komið verði á fót öflugum innlendum lífefnaiðnaði. Al- þingi samþykkti að ríkisstjórnin léti vinna að málinu með mark- vissri rannsóknaráætlun þar sem svara yrði leitað við því hvaða lyf, lyfjahráefni, hormóna og lífhvata geti verið hagkvæmt að vinna úr innyflum fiska, hvala, og sláturdýra, sem falla til hér- lcndis. OÓ Banaslys um borð í Jóni Finnssyni: Skipverji féll fyrir borð með snurpuvírnum ■ Banaslys varð um borð í nótabátnum Jóni Finnssyni RE 506, þar sem hann var að veiðum út af Snæfellsnesi í gærmorgun. Þar féll maður fyrir borð með snurpuvírnum og slasaðist alvarlega. Hann var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans með þyrlu frá varnar- liðinu en var látbm þegar þang- að kom. Að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFI fékk hann tilkynn- ingu um slysið um kl. 11.50 í gærmorgun. Haft var samband við varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli og var þyrla þaðan komin í loftið kl. 12.13 og aö skipinu kl. 12.50. Sjúkraliðar úr þyrlunni voru scndir um borð til að reyna að hjúkra manninum og hann \ar síðan tekinn um borð í þyrluna sem lenti við Borgarspítalann kl. 14.40. Þá var maðurinn látinn. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.