Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn t* • - i 't i rv' , i >- r i_•-f.'S Föstudagur 21. febrúar 1986 Miles reynir að kreista vitið úr kollinum meðan Helgi Ólafsson lítur í blöðin. Þeir mættust í 8. umferðini í gær. l íniamvnd Árni Itjarna Reykjavíkurskákmótið: Óljóst vegna biðskáka Curt Hansen er enn efstur á Reykjavíkurskákmótinu með 6'/i vinning. Með 6 vinninga í 2:-4, sæti eru Larsen, Gheorghiu og NÍkolic. 5 og Vi vinning hafa Helgi, Geller, Tal og Byrne. Staðan er annars sögð mjög óljós vegna biðskáka. M.a. er sagðar tvísýnar skákir hjá Jóni L. og Guðmundi en Jóhann talinn hafa betri stöðu í sinni skák. Þröstur Þór- hallsson vakti athygli fyrir að vinna bandaríska meistarann Remlinger. 8. umferð Hvítt Svart Curt Hanscn-Florin Ghcorghiu V2-V2 Bcnt Larscn-Prcdrag Nikolic Hclgi Ólafsson-Anthony J Milcs Vz-Vi Efim Gcller-Mikhail Tal '/1-/2 Valcry Salov-Migucl A Ouintcros biö Margeir Pctursson-Sergcy Kudrin bið Nick Dc Firmian-Samucl Rcshcvsky Vi-'/: Utut Adianto-Jóhann Hjartarson bið Robcrt Byrnc-Thomas Wclin 1-0 Karl Dehmclt-Guðmundur Sigurjónsson bið Yasser Scirawan-Jón L. Árnason bið Larry Christianscn-Gcrt Ligtcrink 1-0 Anatoly Lein-Karl Porstcins '/: Lev Alburt-Jcns Kristianscn 1-0 Walter Brownc-Michacl Wildcr 0-1 John P. Fcdorowicz-Harry Schiisslcr Vz-'/i Jocl Bcnjamin-Karl Burgcr 1-0 Maxim Dlugy-Davíð ólafsson 1-0 Hans Jung-Paul van dcr Sterrcn 0-1 Ásgcir Þór Árnason-Jouni Yrjola 0-1 Hannes H. Stcfánsson-John W. Donaldson bið Erie Schillcr-Vitaly Zaltsman Vz-'A Guðmundur Halldórsson-Boris Kogan bið Carstcn Hoi-Ólafur Kristjánsson 0-1 Larry A Rcmlinger-Þröstur Þórhallsson 0-1 Lárus Jóhanncsson-Antti Pyhala 0-1 Bragi Halldórsson-Róbert Harðarson bið Þorstcinn Þorstcinsson-Bcncdikt Jónasson bið Jóhanncs Ágústsson-Andrew Karklins 0-1 Jó'n G. Viðarsson-Haukur Angantýsson Vi-XA Björgvin Jónsson-Jucrg Herzog 1-0 Dan Hansson-Guðmundur Gíslason bið Árni Ármann Árnason-Sævar Bjarnason 0-1 Leifur Jósteinsson-Hilmar Karlsson 0-1 Kristján Guðmundss.-Haraldur Haraldss. 0-1 Áskell Örn Kárason-Tómas Björnsson 0-1 Þröstur Árnason-Halldór Grétar Einarsson 1-0 Hraðsendingar til íslendinga Frá I)avid Keys, fréttaritara Iímans í London Breskt hraðboðáfyrirtæki, Sean Courier, hefur sett á fót daglega sendingarþjónustu frá Bretlandi til íslands sem afhendir pakka beint til viðtakandans, innan sólarhrings frá því hann var sendur. Fyrirtækið tek- ur einnig að sér sendingar frá Banda- ríkjunum, Evrópu og víðar að. Önnur sendiboðafyrirtæki og hraðboðaþjónustur, sem eru um 130 um allan heim, nota scr þjónustu Scan til Norðurlandanna, og búist cr við að ísland njóti einniggóðs af því. Fyrirtækið, sem er hraðvirkara er venjuleg póstþjónusta, mun flytja filmur, listaverk, varahluti, skjöl og jafnvel sýnishorn til fataheildsala. Sendingarnar eru fluttar með fraktflugi frá Englandi til Kaup- mannahafnar og þaðan til Islands með Flugleiðum. Burðargjaidið er 8 pund fyrir fyrsta kílóið en 4 pund fyr- ir hvert kíló til viðbótar. Langþráð frumvap: Kennarar loks lögverndaðir Lagt hefur verið fram í neðri deild Alþingis stjórnarfrumvarp um lög- verndun á starfsheiti og starfsrétt- indum grunnskólakennara, fram- haldskólakennara og skólastjóra. Líklegt er að Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra mæli fyrir frumvarpinu áður en langt um líður. í fyrstu grein frumvarpsins segir: „Rétt til þess að nota starfsheitið grunnskólakennari eða framhalds- skólakennari og til að starfa sem slík- ur hér á landi við grunnskóla eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra." Samkvæmt frumvarpinu veitir ráðherra einungis þeim leyfið sem uppfylla eftirtalin skilyrði: Fyrir grunnskólakennara: a) nám við Kennaraháskóla ís- lands ásamt fullgildum prófum. b) nám við Kennaraháskóla ís- lands ásamt fullgildum prófum, sem miðast við kennslu í grunnskóla, c) BA-prófi, BS-prófi eða cand. mag.-prófi frá Háskóla íslands ásamt fullgildu námi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda, d) nám við tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt fullgildum prófum, e) nám við teiknikennaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands ásamt fullgildum prófum, nám við íþróttakennaraskóla fslands ásamt fullgildum prófum, g) nám við Hússtjórnarkennara- skóla íslands ásamt fullgildum prófum, h) annað jafngilt nám. Fyrir framhaldsskólakennara: a) nám á háskólastigi er jafngildir a.m.k. 120 námseiningum ásamt fullgildum prófum. Þar af skulu eigi færri en 30 einingar vera nám í upp- eldis- og kennslufræði til kennslu- réttinda og eigi færri en 60 einingar í sérgreir., b) nám í faggrein eða sérgrein ásamt fullgildum prófum frá skóla er Menntamálaráðuneytið viðurkenn- ir, auk náms í uppeldis- og kennslu- fræði til kennsluréttinda er jafngildir 30 einingum, c) nám við íþróttakennaraskóla Islands ásamt fullgildum prófum, d) annað jafngilt nám. í frumvarpinu er grein til bráða- birgða: „Þeir sem fyrir gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennarar 6 ár eða lengur, en full- nægja ekki skilyrðum laganna til starfsheitis og starfsréttinda skulu eiga kost á því að ljúka námi á vegum Kennaraháskóla fslands eða Há- skóla íslands til að öðlast slík rétt- indi. Um tilhögun námsins skal setja ákvæði í reglugerð. Heimilt er að ráða eða setja þá sem slíka starfs- reynslu hafa að baki í kennslustarfi til eins árs í senn, en þó ekki til lengri tíma en fjögurra skólaára samtals frá gildistöku laga þessara.“ Það skal tekið frarn að fyrrnefnd skilyrði eiga við þær stöður þar sem skipa, setja eða ráða á einhvern til kennslustarfa. Lausráðningar munu lúta öðrum lögmálum. Þá er gert ráð fyrir að Menntamálaráðuneytið starfræki tvær undanþágunefndir hvora fyrir sitt skólastigið þar sem fjallað verður um umsóknir réttinda- lausra í störf þar sem aðrir verða ekki ráðnir. -SS Fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspurnir hafa ver- ið lagðar fram á Alþingi: Til dómsmálaráðherra um úr- skurð um störf ríkissaksóknara vegna máls ákæruvaldsins gegn Forgeiri Þorgeirssyni fyrirSakadómi Reykjavíkur frá Stefáni Bene- diktssyni. Til landbúnaðarráðherra um verð- uppgjör til bænda vegna verðlagsárs- ins 1984-1985 frá Hjörleifi Gutt- ormssyni. Til fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra um skattlagningu á raforku til húshitunar frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Kjartani Jóhannssyni. Til landbúnaðarráðherra um starfsleyfi fyrir sláturhús á Fagur- hólsmýri frá Hjörleifi Guttormssyni og Helga Seljan. -SS Jöfnun orkukostnaðar: Stjórnarfrumvarp Umræða fór fram í sameinuðu Al- þingi í gær um tillögu til þingsálykt- unar um jöfnun orkukostnaðar. Flutningsmaður er Guðmundur Búason varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Suðurlandskjördæmi. Þar sem hann situr ekki þing um þessar mundir mælti Jón Helgason dóms-, kirkju- og Iandbúnaðarráð- herra fyrir tillögunni. Jón Helgason rakti í stuttu máli hvert efni hennar er þ.e. að Alþingi feli ríkisstjórninni að kanna mögu- leika á að jafna orkukostnað lands- manna hvar sem þeir búa á landinu. hann sagði að hér væri óneitanlega um brýnt hagsmunamál margra að ræða þar sem orkuverð sé mjög mis- munandi hjá hinum ýmsu veitum og, um stóran útgjaldalið hjá flestum fjölskyldum að tefla. Hjörleifur Guttormsson sagði að þetta væri þörf tillaga og minnti á að hann hefði sjálfur flutt þingsályktun- artillögu um svipað efni á tveimur næstliðnum þingum án þess að hún hefði hlotið undirtektir. Ekkert hefði breyst og enn væri óhæfilegur munur á milli landsmanna varðandi orkukostnað heimila og atvinnu- tækja. Hjörleifur sagði að þar sem hvor tveggja fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar væru viðstaddir umræðuna þá væri tilvalið að inna þá eftir úttekt um orsakir hins háa orku- kostnaðar hérlendis, sem Alþingi samþykkti þingsályktun um og átti að skila til síðasta þings. Nú gætu þeir væntanlega sagt þingheimi hvað máli þessu liði. Albert Guðmundsson iðnaðarráð-1 herra sagðist því miður hafa verið úr þingsal þegar Hjörleifur tók til máls en hefði þó heyrt fyrirspurn um úttekt. Þar ætti þingmaðurinn lík- lega við nefnd sem hefði starfað vel og lengi undir formennsku Júlíusar Sólnes. Nefndin hefði nú lokiðstörf- um og skilað áliti og vonandi liði ekki á löngu að það yrði kynnt. Hjörleifur Guttormsson þakkaði ráðherra svörin og sagðist fagna því að frumvarp væri væntanlegt um jöfnun orkukostnaðar. Jafnframt kvaðst hann vilja vita hvert efni þess yrði, þá hversu langt yrði gengið. Albert Guðmundsson sté enn í ræðustól og sagðist ekki hafa allar skýringar í höfðinu og hann gæti því ekki skýrt málið nánar. Hins vegar gæti hann látið ljósrita skýrsluna fyr- ir þingmanninn þar sem hún væri ekkert leyndarmál í ráðuneytinu. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.