Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. febrúar 1986 Tíminn 3 Kúabændur á Snæfellsnesi stofna félag: Þeir hlýðnu nú negldir í lítilli framleiðslu - en hinir standa meö pálmann í höndunum Kúabændur á sunnanverðu • Snæ- fellsnesi víta sérstaklega þau vinnu- brögð sem viðhöfð eru gagnvart frumbýlingum. „Þeir eru með teikn- ingar frá Byggingastofnun landbún- aðarins, lán frá Stofnlánadeild, og bú- mark frá Búmarksnefnd framleiðslu- ráðs. Þegar svo framkvæmdum er lokiðog þeireru nú að byrja að fram- leiða fá þeir sáralítinn framleiðslu- rétt. Fundurinn lýsir landbúnaðar- ráðherra ábyrgan fyrir stöðu þessara manna nú|‘ segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á stofnfundi Félags kúabænda á sunnanverðu Snæfells- nesi nýlega. Flestir hinna 49 mjólk- urframleiðenda á svæðinu gengu í fé- lagið. Einna sárast þykir mönnum þar vestra hve skerðingin er mikil hjá þeim bændum sent á undanförnum árum hafa farið eftir tilmælum um að draga úr framleiðslunni hjá sér. „Þeir eru núna negldir í lítilli fram- leiðslu. Þeir sem hins vegar tóku ekkert mark á þessu og framleiddu að fullu upp í sitt búmark, standa nú með pálmann í höndunum. Skerðingin hjá þeim síðarnefndu er að vísu meiri nú, en þrátt fyrir það standa þeir eftir með miklu stærra bú- mark og þar af leiðandi meiri lífslík- ur,“ sagði Magnús Guðjónsson, í Hrútsholti form. hins nýstofnaða félags. Sem dæmi nefndi hann menn sent dregið hafa saman undanfarin ár og mega nú aðeins framleiða upp í um 70% af sínu upphaflega búmarki, en aðrir sem héldu áfram að framleiða á fullu fái nú að nota um og yfir 90% af sínu búmarki. „Þeim er nú hegnt sem hikuðu við að kaupa fóðurbæti í stórum stíl til að bæta upp lélegan heyfeng eftir þau óþurrkasumur sem hér komu hvert af öðru. Hefðu þeir framleitt meiri mjólk með stórfelldum fóður- bætiskaupum - þó þeir hefðu gert öllum bölvun með því-stæðu þeir nú með mun meiri framleiðslurétt. Þetta þykir mörgum sárt,“ sagði Magnús. Fundurinn samþykkti kröfu á landbúnaðarráðherra að hann hlut- ist til um að í þeim héruðum sem illa hefðu orðið úti af veðurfarslegum á- • stæðum verði veitt aukin verðábyrgð á mjólk til 1. sept. n.k. Er það m.a. rökstutt með því að reglugerðin um stjórn mjólkurframleiðslunnar hafi komið allt of seint, og að fram- leiðsluréttur hafi verið tekinn af mönnum sem dregið hafi saman vegna óska og áróðurs frá ráða- mönnum landbúnaðarins. Jafnframt krefst fundurinn þessað reglugerð um stjórn mólkurfram- leiðslunnar fyrir næsta verðlagsár verði birt eigi síðar en 1. maí n.k. Þá er lagt til að lög verði sett um hámarksstærð búa. En hins vegar harðlega mótmælt að greitt verði fyr- ir mjólk sem bændur hafa framleitt umfram búmark verðlagsárið 1984/ 85. nema hvað ekki verði verðskert undir 300 ærgilda framleiðslu. -HEI V • ^ Mv B p|m 1 ■ * ‘. íwfrasBB í? 'Tl ffWtó Samkeppni um nafn á Hagkaupshúsið Hagkaup hf. hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um nafn á húsið sem nú er að rísa í nýja miðbænum í Reykjavík og á að hýsa fjölmargar verslanir, veitinga- og þjónustufyrirtæki. Þátttaka er öll- um heimil og verða fyrstu verðlaun 125.000 krónur. Byggingin er á tveim hæðum og er þar um að ræða yfirbyggðar verslunargötur, af því tagi sem er- lendis eru þekktar undir natninu „shopping malls Dómnefnd í samkeppninni skipa Jón Ásbergsson forstjóri, Valdi- mar Kristinsson viðskiptafræðing- ur og Jón Pálmason stjórnarfor- maður. Sérstakur ráðgjafi dóm- nefndar er Guðni Kolbeinsson íslenskufræðingur. Þessi mynd var tekin af Auði er hún lagði upp í ferð sína til þátttöku í fegurð- arsamkeppninni Miss Europc International. Tilvonandi fegurðardrottning? Auður Pálmadóttír, 22 ára gömul skrifstofustúlka hjá Flugleiðum, hélt í fyrradag utan til þátttöku í keppn- inni um titilinn Miss Europe International 1986. Tímaritið Lúxus sá um val þátttakanda frá íslandi í k'eppnina, en þetta er í annað skiptið sem keppnin ferfram. Síðast var það í Vínarborg en nú fer hún frani á Möltu. Ferð Auðar hefst í Munchen í Þýskalandi þar sem þátttakcndur í keppninni koma fyrst saman. Þaðan verður sendur út sjónvarpsþáttur, þar sem stúlkurnar verða kynntar. Úrslit verða kunngerð 28. febrúar. Hótel Hvolsvöllur: Skemmtikvöld á föstudaginn Eigendur Hótel Hvolsvallar hafa ákveðið að efna til sérstakra skemmtikvölda fyrir íbúa á staðnum og nærsveitarmenn og verður fyrsta skemmtikvöldið næsta föstudags- kvöld. Þar skemmta Sigurður Ólafs- son söngvari og hestamaður og Skúli Halldórsson tónskáld. Skemmtikvöldið hefst með borð- haldi kl. 20., en boðið verður upp á þríréttaðan veislumat. Dúettinn í Reykjavík leikur á meðan á borð- haldi stendur og að loknum skemmtiatriðum verður dansað til kl.2. Á Hótel Hvolsvelli eru 34 her- bergi. Góð aðstaðaerfyrir gesti m.a. gufubað, sóllampar og nuddpottur. Hótel Hvolsvöllur er upplagður staður fyrir minni hópa til að halda árshátíðar á. Gr<5ö þjonisLStci JS/Iiki ö li rvci l Ömgg viðskipti BÍLAKAUP Borgartuni 1, -105 Reykjayik. Símar 686010-686030

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.