Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 20
PÁLMAR SIGURÐSSON var í svakalegu stuði er Haukar komu í veg fyrir að KR-ingar kæmust í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik í gærkvöldi. Pálmar skoraði 47 stig í sigri Hauka 95-89. Hann skoraði m.a. sjö þriggja stiga körfursem ekki eralgeng sjón í körfuknattleik. Ástþór Ingason var sá eini sem réð við Pálmar en það sá Jón þjálfari KR ekki. í kvöld leika Keflavík og Njarðvík og verða Njarðvíkingar að vinna til að sigra í forkeppni úrvalsdeildarinnar. Ttminn Föstudagur 21. febrúar 1986 Heilbrigðisstéttir fá hrós: Um 56% leituðu læknis á 3ja mán. tímabili Bílaeigendur hafa undanfarið gerst heldur djarftækir til stæðanna við Arnarhól og á Kalkofnsvegi. í gær missti lögreglan þolinmæðina og lét fjarlægja nokkra bíla af svæðinu og úthlutaði þeim öðrum bílastæðum. Tímamynd Sverrir Um þrír fjórðu lilutar þjóð- arinnar - 70 ára og yngri - hafði samskipti við heilbrigðisþjón- ustuna vcgna sjálfra sín, barna eða annarra á þriggja mánaða tímabili, dcscmbcr-fcbrúar 1984, samkvæmt umfangs- mikilli könnun scm gcrð var á vegum landlæknisembættisins. Fjöldi samskipta jafngilti því að hver einstaklingur lciti til heilbrigðisþjónustunnar um 7 sinnum á ári. Fram kom að lang stærsti hluti Islcndinga, cða yfir 85% svarenda, tclja fram- kvæmd og fyrirkomulag þcss- arar þjónustu góða, flestir mjög góða, en hins vegar um 8% að hcnni sc ábótavant. Lögreglan: Fann búslóð í Öskjuhlíð Lögreglu var tilkynnt um ferðatösku sem fannst í Öskju- hlíð í fyrradag. Ekki var talin hætta á því að um sprcngju væri að ræða, þar sem hún var það langt frá flugvellinum. Þegar farið var að kanna málið reynd- ist innihaldið vera bækur og að því er talið er persónulegir munir „einhvers útigangs- mannsins“. Búslóð mannsins var sctt í óskilamunageymslu lögregl- unnar og getur sá scm gleymdi búslóðinni vitjað hennar þar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem heil búslóð er flutt í vörslu lögreglunnar, og sett þar undir óskilamuni. -ES Greinilega kom frarn að það er heimilislækna- og heilsu- gæsluþjónustan sem er megin- burðarás hcilbrigðisþjónustu í landinu. Til jressara aðila leit- aði vel yfir helmingur að- spurðra einu sinni eða oftar á þessu 3ja mánaða tímabili. Þá hafði nær finnnti hver leitað til tannlæknis og um sjöundi hver til sérfræðings þessa þrjá mán- uði. Ekki þarf að korna á óvart að fólk þarf oftar að leita lækna eða annarrar heilbrigðisþjón- ustu eftir því sem aidurinn fær- ist yfir. Ogsama gildir um lyfja- notkun. Fram kcmur að konur eiga þangað oftar crindi en karlar, og kaupa meiri lyf. Ein skýring á því hvað varðar yngri konur kann að vcra sú að þær fá ekki afgreiddar getnaðarvarn- arpillur nema eftir lyfseðli. Sömuleiðis þurfa konur vænt- anlega oftar að leita til Ijós- móður. Á heimsóknum til ttmnlæknaerekki mikill munur milli kynja, hins vegar liafa karlar þurft nær þrisvar sinnum oftar að leita til slysadeildar. Á þessu 3ja mánaða tímabili leitaði um I af hverjum 10 spurðra heilsubótar utan heil- brigðisþjónustunnar. Þar af hafði helmingurinn farið í nudd. Þá má nefna að 16 (eða 2%) höfðu leitað huglækna, 3 reynt nálastungur, og 5 grasa- eða náttúrulækningar. Ekki var þetta þó vegna þess að þeir væru óánægðir nteð opinberu heilbrigðisþjónustuna, nema síður væri. Úrtak það sem unnið var úr taldi 946. Þar af voru svarendur 785, cða 83%, sem talið er gott. Svarendur voru á aldrinum 18- 70 ára. -HEI Áætluð útgjöld til vegagerð- ar í ár eru 710 milljónum minni en gert var ráð fyrir í langtímaá- ætlun, eða 2.040 milljónir í stað 2.750 milljóna króna, sam- kvæmt svari samgönguráð- herra við fyrirspurn á Alþingi. Heildarskattur af bensíni á yfirstandandi ári er áætlaður 2.985 milljónir króna. Það hlutfall sem fara á til vegamála er um 68% af bensínsköttunum og hefur lækkað úr um 83% síðan 1983. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu fá vegamál- in nú 1,64% í stað 2% árið 1983. Til nýrra vegaframkvæmda árið 1986 er áætlað að verja 902 milljónum króna, sem er um 500 millj. króna minna en áætl-' að var samkvæmt vegaáætlun 1985-1988, að því er fram kom í svari ráðherra. Þeir urðu svo hugfangnir af félagsskap forseta okkar og menntamálaráðherra að tíminn gleymdist og þeir komu of seint til fundarins er þeir höfðu boðað til með fréttamönnum: Björn Simensen, stjörnandi Oslóaröperunnar og framkvæmdastjóri hátíðarinnar 1989, Lars Ituer, ritari Gyllenhamniar-nefndarinnar, Bo Ekman framkvæmdastjóri Volvo og Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins. Tíiiiainynd-Sverrir Gyllenhammar-nefndin: „Norðurlöndin í dag“ - Samnorræn menningarhátíð í Gautaborg sumarið 1989 Ákveðið hefur verið að efna til samnorrænnar lista- og menningarhátíðar í Gauta- borg, þar sem sýna á stöðu norrænnar menningar í lok 20. aldar á breiðum grundvelli. Hátíðin, sem efnt er til að frumkvæði Gyllenhammar- nefndarinnar á að standa í júlí og ágústmánuði 1989. Sérstök stofnun verður sett á fót til að skipuleggja og undirbúa hátíð- ina og verður Vigdís Finnboga- dóttir, forseti fslands formaður liennar. Áætlaður kostnaður er um 30 millj. sænskra króna, eða um 170 millj. fslenskará nú- verandi gengi. Hátíðinni er ætlað að vera hvatning til sköpunar í list og menningu jafnframt því að geta staðfest að menning Norðurlanda sé á háu stigi. Hátíðin a að sýna að hin norræna hugsýn hafi lifað í gegn um aldirnar, að löndin fimm liafi í stórum dráttum sameiginlega sögu, menningu og gildismat. „Norðurlöndin í dag“ 1989 á að vera hvatning til nýrra átaka fyrir norræna listamcnn og menningarfrömuði á sem flest- um sviðum og endurspegla hugtakið - Norðurlönd í þátíð, nútíð og framtíð. Hátíðin á að vera hlekkur milli menningar- lífs og atvinnulífs og stofnana þjóðfélagsins. Áætlað er að sýningar verði stórar í sniðum, þar á meðal sérstakar viðhafnarsýningar, mannlífslýsingar, sérstakar hátíðir fyrir unga fólkið og einnig minni háttar sýningar- atriði. Jafnframt á að leggja áherslu á menningarþætti barna og unglinga. í drögum að tillöguskrá er m.a. gert ráð fyrir sýningum á verkum frá Norðurlandaleik- húsunum, hljómlistarhátíðum frá þátttökulöndunum, dagskrá á vegum hugvísindadeildar há- skólans, sérstökum kirkjutón- leikum, myndlistarsýningum, norrænni kvikmyndahátíð og sérstakri norrænni unglinga- sinfóníuhljómsveit sem komið verði á fót. Síðast en ekki síst á Gautaborg að klæðast sínu feg- ursta skarti og vera vettvangur ýmisskonar uppákoma, götu- leikhúsa og fleira. 700 mill- jónum minna í vegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.