Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 21. febrúar 1986 Tíminn 15 MINNING Gústaf Linberg Kristjánsson múrarameistari Fæddur 29. september 1936 Dáinn 14. febrúar 1986 í dag er til moldar borinn frá Kópavogskirkju mágur minn Gústaf Linberg Kristjánsson, Kópavogs- braut 73. Hann fæddist í Reykjavík 29. september 1936, og hefði því orðið fimmtugur á þessu ári. For- eldrar hans voru Sigríður Þórarins- dóttir og Kristján Þórsteinsson, en þau slitu samvistum þegar Gústaf var barn að aldri. Sigríður dó árið 1957. Kristján faðir Gústafs lifir son sinn, hann er 76 ára að aldri. Hann var húsvörður í húsi Fiskifélags íslands í 40 ár. Gústaf var stoð og stytta föður síns. Gústaf var næst yngstur fjög- urra systkina. Hann var alinn upp að Lækjarkoti í Borgarfirði. Hann fór til náms í Reykholtsskóla í Borgar- firði, síðan fór hann í Menntaskól- ann að Laugarvatni einn vetur, í framhaldi af því fór hann sem nemi í múraraiðn til Kára Kárasonar múr- arameistara. Hann lauk því námi með miklum ágætum, og gerði iðn- grein þessa að sínu æfistarfi. Við jarðarinnar börn þurfum að fara á næstu lögreglustöð til þess að fá okkur vegabréf, og endurnýja það svo með ákveðnu millibili. Við get- um ferðast víða um heim á þessu vegabréfi. Nú hefur þessi vinur okkur fengið nýtt vegabréf sem ekki þarf að endurnýja. Hann geturþvífariðmeð okkur í þær ferðir sem við förum í, því alltaf kaus hann að vera nálægt okkur í fjölskyldunni. Hann verður því ábyggilega með okkurt.d. þó við færum út í heim til sólarlanda eða eitthvað annað, vestur í Selárdal, eða á hans eigin æskustöðvar. Aust- ur að „Móum“ þar sem hann átti ófullbúið listaverk, sem ákveðið var að ljúka við f vor. Við spilaborðið, þar sem hann var hrókur alls fagnað- ar, hann vargóðurbridgespilari. Við veiðiskap með stöng í hendi, eða þá í faðmi fjölskyldu sinnar, barna og barnabarna. Lóa mín! ég bið almáttugan Guð að styrkja þig og þína fjölskydu í ykkar þungu sorg. Drottinn veitir lýð sínum styrk- leik, Drottinn blessar lýð sinn með firði. Davíðssálmur 29.11. Davíð Kr. Jensson. í dag fer fram útför Gústafs Kristjánssonar múrarameistara, en hann lést að kvöldi 14. þ.m. Gústaf var fæddur 29. september 1936, á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Sigríður Þórarinsdóttir og Kristján Þórsteinsson. Móðir hans er látin, en Kristján faðir hans dvclur í Sunnu- hlíð í Kópavogi. Gústi, eins og við vinir ogættingjar hans, ávallt kölluðum hann, ólst upp hjá foreldrum sínum til fjögurra ára aldurs, en þá slitu þau samvistum. Var Gústaf þá tekinn í fóstur af þeim systkinum Ólafíu Ólafsdóttur og Ólafi Ólafssyni, sem bjuggu að Lækjarkoti í Borgarfirði. Var hann hjá þeim fram á unglingsár og lét vel af vistinni. En snemma stóð hugur Gústafs til náms, og fór hann í Hér- aðsskólann í Reykholti og var við nám þar í þrjá vetur, og síðan einn vetur í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Síðar fór Gústi í Iðnskólann í Reykjavík, og lauk þar námi í múr- verki, og einnig fór hann í Meistara- skólann og fékk meistarapróf í iðn- inni. Síðan Gústi lauk námi hefur hann alltaf unnið við múrverk, og þær eru ekki orðnar fáar íbúðirnar og bygg- ingar stórar og smáar í Kópavogi, Reykjavík og víðar sem bera hand- bragði hans fagurt vitni. Árið 1957, á afmælisdegi konu sinnar, þann 28. nóvember, gengu þau í hjónaband Ólafía Sigríður Jensdóttir og Gústaf. Ólafía (Lóa) er yngsta barn Ingveldar Benedikts- dóttur og Jens Gíslasonar frá Selár- dal í Arnarfirði. Lóa og Gústi eign- uðust fjögur börn. Þau eru: Ólöf Linberg, sjúkraliði, fædd 18/01 1957, gift Kristjáni Ellert Benediktssyni bifreiðastjóra. Þau eiga eitt barn og búa á Svalbarðseyri. Jens Ragnar Linberg, múrari f. 26/10 1958, kvæntur Elísabetu Ástu Magnús- dóttur. Þau eiga tvö börn og búa í Kópavogi. Ingvaldur Linberg, við skiptafræðinemi við Háskóla íslands, unnusta hans er Arna Krist- mannsdóttir frá ísafirði. Yngst er Guðbjörg Linberg fædd 15/05 1974. Gústaf og Ólafía hafa alla tíð, síðan þau giftu sig búið í Kópavogi, og heimili þeirra að Kópavogsbraut 73, er orðlagt fyrir góðvild, glaðværð og gestrisni. Þegar góður og náinn vinur hverf- ur svo skyndilega, eins og nú hefur skeð, þá er erfitt að móta hugsun sína, svo vel fari á prenti, því svo margt sækir á hugann. Og margt af því sem á hugann sækir er svo per- sónulegt að kannski er það best geymt hjá manni sjálfum. En allir mega þó vita, að hér er genginn góð- ur drengur, sem reyndist ástvinum sínum, skyldmennum og vinum sér- lega vel. Mér býður í grun, að mági mínum hefði ekki verið sérlega að skapi, að ég færi í löngu máli að tíunda ágæti hans, og því skal á fátt eitt minnst. Ég vil þó nefna hjáip- semi hans, við alla þá, sem á hjálp eða greiða þurftu að halda hvort sem það var um múrverk eða annað að ræða. Og trúað gæti ég, að það séu margir sem standa í þakkarskuld við Gústa, fyrir góð ráð og góð verk. Við systkinin frá Selárdal og mak- ar okkar, höfum haft það fyrir reglu að hittast á heimilum hvort annars svona nokkrum sinnum á ári, til að spjalla saman, njóta góðra veitinga og spila bridge. Það fór ekki á milli mála, að það var Gústi, sem var besti bridgespilarinn, enda spilaði reglu- lega í spilaklúbbi vina sinna. Já, nú verður skarð, sem vandfyllt verður, bæði á heimilum okkar og hjá vinum hans. En þó að söknuður og sorg fylli nú hugi okkar og heimili, vona ég að geislar hækkandi sólar, og bjartar minningar frá samverustundunum við Gústaf Kristjánssonar, megi fljótlega færa okkur birtu og fögnuð, sem við öll þurfum á að halda. Elsku Lóa systir. Ég flyt þér, börn- um þínum, tengdabörnum, barna- börnum og öldruðum föður og syst- kinum Gústafs innilegar samúðar- kveðjur frá systkinum, mökum og fjölskyldum. Blessuð sé minning hans. Teitur Jenssun. TÍMARIT -L1-',-:: Miðlun Úrklippuþjónusta um40 málaflokka Útgáfudeild Miðlunar hefur starf- að í 5 ár í útgáfu upplýsinga fyrir við- skipta- og atvinnulíf. Úrklippuþjón- usta er meginhluti starfseminnar í dag og hefur áhersla verið lögð á að efnisflokka dagblöðin og ganga frá því í hefti. Þessi hefti (alls um 40 talsins) hafa verið seld í mánaðar- legri áskrift. Á þessu ári hófu 3 nýir efnisflokk- ar göngu sína: Sveitarstjórnarmál, Útflutningsmál og Fjölmiðlun, en sá síðastnefndi inniheldur allar greinar sem birst hafa í blöðum um fjöl- miðlamál, t.d. útgáfur, blaða- mennsku, útvarps- og sjónvarps- rekstur, auglýsingamál og einnig ýmsa hönnun tengda fjölmiðlun. Miðlun starfar einnig að alþjóð- legri upplýsingaþjónustu. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Rosa Helgasdoltir Lau(as4 53758 Garöabær Rosa Helgadoltn Laulas4 53758 Keflavik Guöriðui Waago Austurbraut 1 92-2883 Keflavik Ingibjörg Eyjolfscfottu Suðurgötu 37 92-4390 Sandgerði Snjolaug Sigfusdottir Suöurgötu 18 92-7455 Garður Mona Erla Sunonardottir Eyjaholti 11 92-7256 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Hafnargötu 72 92-3826 Mosfellssveit Jonina Arinannsdottn Arnartanga 57 666481 Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Jenny Halldorsdottir Kjartansgötu 25 93-7305 Stykkishólmur Erla Larusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Johanna Gustafsdottir Fayurhólstum 15 93-8669 Olafsvik Guöny H. Arnadottir Gunnarsbraut 93-6131 Hellissandur Viglundur Höskuldsson Snætelisási 15 93-6737 Rif Ester Friöþjofsdottir Háa.rifi 49 93-6629 Buðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 isafjörður Ester Hallgrimsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvik Kristrun Beneditkstdottir Halnargotu 115 94-7366 Súðavik Heiöar Guðbrandsson Neöri-Grund 94-4954 Flateyri Guörun Kristjansdottir Brimnesvegi 2 94-7673 Suðureyri Sigrun Edda Edvardsdottir Sætuni 2 94-6170 Patreksfjörður Laufey Jónsdóttir Bjarkargötu 8 94-1191 Tálknafjörður OrriSnæbjörsson Innstu-Tungu 94-2594 Bíldudalur Hrafnhildur Þor Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdottir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavik Guöbjörg Stefandottir Bröttugötu 4 95-3149 Hvammstangi Baldur Jenssen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduos Snorri Bjarnason Uróarbraut20 95-4581 Skagaströnd BrynjarPetursson Holabraut 16 95-4709 Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfirömgabr. 25 95-5200 Hofsós Steinar Mar B|örnsson Kirkjugötu 21 95-6389 Siglufjörður Friöfinna Simonardottn Aðalgötu21 96-71208 Akureyri Halldór Asgeirsson Hjaröarlundl4 96-22594 Grenivik Ómar Þor Júliusson Tungötu 16 96-33142 Dalvik Brynjar Friöleifsson Asvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggö8 96-62308 Húsavík Hafliöi Jósteinsson Garöarsbiaut53 96-41765 Reykjahlið Þuriöur Snæbjarnardottir Skutahrauni 13 96-44173 Kópasker Þora H|ördis Pétursdottir Duggugeröi 9 96-52156 Raufarhöfn Ofeigur I. Gylfason Solvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Johannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Johanna Aöalsteinsdóttir 97-3251 Egilsstaðir Pall Petursson Arskogum 13 97-1350 Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson Oddagotu4 97-2360 Borgarfj. eystri . Hallgrimur Vigfusson Vinaminni 97-2936 Reyðarfjörður Marino Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Jónas Bjarnason Strandgötu 73 97-6262 Neskaupstaður Hlit Kjartansdottir Miöstræti 25 97-7229 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiriksdottir Hliðargötu 8 97-5239 Slöðvarfjörður Stefán Magnusson Undralandi 97-5839 Breiðdalsvík Johanna Guömundsdottir Selnesi 36 97-5688 Djúpivogur RúnarSigurösson Garöi 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdottir Smarabraut 13 97-8255 Selfoss Helga Snorradottir Trvqqvaveai 5 99-1658 Hveragerði Sigriöur Ósk Emarsdottir Heiöarbrun 46 99-4665 Þorlákshöfn Hafdis Haröardottir Oddabraut 3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheióur Marteinsdottir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Luövik Runar Sigurósson Stjörnusteinum 99-3261 Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttn Góitasandi 3 99-5904 Hvolsvöllur Bara Solmundardottir Solheimum 99-8172 Vik Guörun Arnadottir Manabraul 14 99-7233 Selfoss AsdisGisladottir Baugastaöabraut 7 99-2419 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI45000 FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði Bændur Tvær norskar 17 ára stúlkur með sérstakan áhuga á hestum óska eftir sumarvinnu á íslandi. Skrifið til Ingrid Halbo, Bjlerkebakken 64C 0756 Oslo 7, Norge t Móðir okkar Steinunn Guðmundsdóttir frá Naustvík andaðist í Borgarspítalanum að morgni 19. febrúar. Þóra K. Guðmundsdóttir og systkini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.