Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Sjórnmálaskóli Landssambands framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna Stjórnmálaskóli LFK og SUF hefst þriðjudaginn 25. feb. n.k. kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18 og verður síðan á mánudögum kl. 20.30 og laug- ardögum kl. 10.00. Skólinn verður starfandi á eftirtöldum dögum. Stjórnkerfi íslands 25. feb. kl. 20.30 Alþingi Efnahagsmálin l.marskl. 10.00 íslenskhaglýsing 3. mars kl. 20.30 Efnahagsmál á fræðilegum grunni Atvinnulífið. 8.marskl. 10.00 Sjávarútvegur 10. marskl. 20.30 Landbúnaður 17. marskl. 10.00 Iðnaður 22. marskl. 20.30 Vinnumarkaðurinn Opinber þjónusta 24. marskl. 10.00 Fjárlagagerð 1. apríl kl. 20.30 Heilbrigðiskerfið 5. apríl kl. 10.00 Menntakerfið 7. aprílkl.20.30 Húsnæðiskerfið Allt áhugasamt framsóknarfólk velkomið, upplýsingar veitir Þórunn í síma 24480. LFK og SUF Konur Höfn og Austur-Skaftafellssýslu Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið fyrir konur á öll- um aldri á Höfn Hornafirði dagana 2122. og 23. febrúar. Námskeiðið hefst 21. febrúar kl. 20.00. Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundar- sköpum og framkomu í sjónvarpi. Leiðbeinendur verða Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Bergsdóttir. Þátttaka tilkynnist Agnesi Ingvarsdóttur í síma 8588. LFK Ungt fólk- Borgarfjörður og Mýrar Kynningarfundur um störf og baráttumál ungra framsóknarmanna verður haldinn í Snorrabúð í Borgarnesi laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Framsögumaður á fundinum verður Finnur Ingólfsson formað- urS.U.F. S.U.F. Dalvíkingar - nágrannar Landssamband Framsóknarkvenna heldur námskeið á Dalvík dag- ana 21., 22. og 23. febrúar næstkomandi og hefst það kl. 20.00 þann 21. febrúar. Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðu- mennsku, fundarsköpun og fleiru. Leiðbeinandi verður Drífa Jóna Sig- fúsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Guðlaugar í síma 61173 eða Kristínar í síma 61323. LFK. Kópavogur, Kópavogur, Kópavogur! Prófkjör fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi vegna bæjar- stjórnarkosninganna fer fram í Hamraborg 5 sunnudaginn 23. febrúar kl. 16 til 19. Kl. 14hefstkynningarfundurmeð þátttakendum í prófkjörinu og stend- ur hann þar til prófkjörið hefst. Framsóknarfólk er hvatt til þess að sækja kynningarfundinn og njóta kaffiveitinga í góðum hóp . Stjórn fulltruaraðsins. FÓLK ÁFERÐ! Þegar ljölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. J Föstudagur 21. febrúar 1986 DAGBÓK llllllllllll! Erlend söngkona á Hótel Mælifelli Nú er stödd á Sauöárkróki indversk/ portúgölsk söngkona Leoncie Martin, en hún hefur sungiö á veitingastöðum víöa um land. Hún ætlar aö syngja á Hótel Mælifelli föstudags- og iaugardagskvöld. Félagsvist í Kópavogi Spiluð verður félagsvist í Safnaðar- heimili Digranessóknar við Bjarnhólastíg laugardaginn 22. febrúar kl. 14.30. Neskirkja Samverustund aldraðra á morgun, laugardag, kl. 15.00. Gestir verða á sam- komunni: Ármann Kr. Einarsson. Sigurður Gunnarsson og ungt tónlistar- fólk. Félagsvist Húnvetninga- félagsins Á morgun, laugard. 22. febrúar kl. 14.00 verður spiluð félagsvist í félagsheimilinu Skeifunni 17, á vegum Húnvetninga- félagsins f Reykjavík. Allt spilafólk vel- komið meðan húsrúm leyfir. Kaffiveiting- ar. Harmoníkutónleikar í Gamla bíói í kvöld föstud. 21. febr. kl. 23.00 verða í íslensku óperunni (Gamla bíói) harmonikutónleikar. Það er tríó Lars Ek harmonikusnillings sem kemur fram 'ásamt bassa- og gítarleikara sínum. Aðeins verða þessireinu tónleikar. Miða- sala er þegar hafin í Gamla bíói. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hvetur unnendur harmonikunnar til að láta ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara. því þarna hefur fólk „möguleika á að hlusta á frábæran tónlistarmann". Lars Ek leikur lög eftir Pietro Frosini, RagnarSundqvistogNisse Lindo.fl. o.fl. SAFÍR-hópurinn heldur fund SAFÍ R-hópurinn, starfshópur aðstand- enda fatlaðra, heldur fund í kvöld, föstud. 21. febrúar, í félagseiningu verndaða vinnustaðarins Örva í Kópavogi. Örvi er í húsakynnum Sunnuhlíðar, Kópavogs- braut 1. Á fundinum verða m.a. sýndar nýjar breskar kvikmyndir um fötlun og verða myndirnar túlkaðar. Allir aðstandendur fatlaðra eru vclkomnir á fundinn sem hefst kl. 20.30. Centaurmeð hljómleika Hljómsveitin Centaur heldur hljómleika í hátíðarsal MH í kvöld kl. 21.30. Aðgangscyrir er 200 krónur. Helga og Sigriður ásamt nokkrum af brúðuleikurunum. Brúðubíllinn í Vestmannaeyjum Það er orðinn árlegur viðburður að brúðurnar í Brúðubílnum heimsæki Vest- mannaeyjar, og nú um hclgina verður af því að Lilli, Gústi, amma og 40 aðrar brúður sigli með Herjólfi út í Eyjar. Sýnd verða leikritin „Feluleikur ' og „Lilli ger- ist barnfóstra" í Félagsheimilinu. Alls verða þrjár sýningar: Laugard. 22. febr. kl. 15.00. Helga Steffcnsen semur textann og býr til brúðurnar og tjöldin og Sigríður Hann- esdóttir seinur vísurnar. og það er mikið sungir í Brúðubílnum. Báðar stjórna þær brúðunum og Ijá þeim raddir sínar ásamt nokkrum leikurum. Tónlist annast Birgir Birgisson og Nikulás Róbertsson. Ráðstefna um þjónustu fyrir aldraða Ráðstefna um stofnanaþjónustu fyrir aldraða á Stór-Reykjavíkursvæðinu verð- ur haldin á vegum Öldrunarfræðafélags íslands í Domus Medica föstud. 21. febrú- ar1986. Markmið ráðstefnunnar er að fá fram heildaryfirsýn yfir þessa þjónustu eins og hún er í dag og líta fram á veginn. Ráð- stefnan er einkum ætluð fyrir sveitarstjóm- ir, starfsfólk í öldrunarþjónustu og aðila þjónustunefnda aldraðra. Á ráðstefnunni verður einnig sýning á húsbúnaði og sjúkravörum fyrir hjúkrun- arstofnanir. Þátttaka miðast við 140 manns og skal þátttaka tilkynnt á skrifstofu landlæknis í síma 27555 á tímabilinu kl. 9.00-12.00. Þátttökugjald cr kr. 400,- og er innifalið í því verði léttur hádegisverður og kaffi. Laddi á Sögu í einu af óteljandi gerfum sem hann birtisi í. (Tímamynd Róbert) 10 þúsund manns haf a séð sýningu Ladda á Sögu — aukasýning á sunnudagskvöld Vegna mikillar aðsóknar verður efnt til aukasýningar á „Ladda á Sögu" á sunnu- dagskvöldið. Hefst dagskráin kl. 22.00, en matur verður borinn fram frá kl. 19.30. Mikið er um að fólk utan af landi not- færi sér hagstæðar helgarferðir, sem Hótel Saga, Flugleiðir og Arnarflug hafa boðið upp á í vetur og nefnast „Söguleg helgi". Fólk fer í leikhús, skemmtirsérog gistir á Sögu í eina eða tvær nætur eða lengur. Laddi skemmtir bæði á laugardags- og sunnudagskvöld á Sögu þessa helgi. Á föstudagskvöld er einkasamkvæmi í Súlnasal og Átthagasal, en opið á Mím- isbar til 03.00 og að vanda er opið til 00.30 á Astra-Bar og í Grillinu. Á laugardagskvöld er Átthagasalur upptekinn vegna einkasamkvæmis en hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leik- ur fyrir dansi í Súlnasal og þar er sýningin „Laddi á Sögu" um kl. 22.00. Dúettinn verður á Mímisbar til 03.00 og öllum opinn þar. Sömu sögu er að segja um Astra-Bar og Grillið, en þar er aðeins opið til kl. 00.30. Rcynir Jónasson sér um tónlist fyrir matargesti. Sunnudagsferð F.í. Ferðafélag fslands gengst fyrir ferð á sunnudag kl. 13.00 á Skarösmýrarfjall (597 m) Komið verður við í Innstadal. Fararstjóri er Ólafur Sigurgeirsson. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni. aust- anmegin. Farmiðar við bíl. AðalfundurF.Í. Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 5. mars. Kvöldvaka F.í. Miðvikud. 26. febr. verður haldin kvöldvaka í Risinu Hverfisgötu 105 og hefst hún kl. 20.30. Efni kvöldvökunnar er „íslenski refurinn". Páll Hersteinsson segir frá lifnaðarháttum fslenska refsins í máli og myndum. Myndagetraun og verð- laun veitt. Veitingar. Góuferð F.í. - Þórsmörk 28. febr. -2. mars ferð í Þórsmörk. Miðasala hafin á skrifstofunni, Öldugötu 3. Vetrarfagnaður F.í. Vetrarfagnaöur Ferðafélags íslands verður haldinn í Risinu, Hvcrfisgötu 105 föstud. 7. mars. Húsið opnað kl. 19.00 fyrir matargesti og kl. 23fyrir aðra. Miðar seldir á skrifstofunni Öldugötu 3. Fjöl- breytt skemmtidagskrá sem félagsmenn annast. Ferðafélag fslands Útivistarferðir Helgarferð 21.-23. fcbr. Tindfjöll i tunglskini - Gist í Tindfjalla- seli. Hægt að hafa gönguskíði. Takmörk- uð þátttaka. Ganga á Tindfjallajökul o.fl. Þórsmörk 7.-9. niars - Góuferð og góu- gleði. Uppl. og farmiðar á skrifstofunni Lækjarg. 6a, símar: 14606 og 23732. Sunnudagsferðir 23. febr. Kl. 13.00 þjóðleiö mánaðarins: Lága- skarðsleið-Eldborg-Raufarhólshellir. Gott gönguland. Margt að skoða. Kl. 13.00 Skíðaganga í Innstadal: Skíða- ganga fyrir alla. Bað í heita læknum. Frítt f. börn m. fullorðnum. Mánudagskvöld-Tunglskinsganga Mánud.kvöldið 24. febr. kl. 20.00 verður farið í Tunglskinsgöngu og kveikt fjörubál. Brottför frá BSÍ bcnsínsölu. (Paiitið tímanlega á árshátíð f Hlégarði 15. mars.) Reykjavík aðvetri Náttúruskoðunar- og söguferð um Víkurland I fyrstu ferð sinni á afmælisári Reykja- víkur fer N.V.S.V. (Náttúruverndarfélag Suðvesturlands) náttúruskoðunar- og söguferð um gamla Víkurland laugardag- inn 22. febr. Ferðin verður farin kl. 13.30 úr Grófinni, frá bílastæðinu milli Vestur- götu 2 og Vesturgötu 4. Áætlað er að ferð- inni Ijúki milli kl. 17.00-18.(K). Fargj. er 200 kr. en frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Allir eru velkomnir. Kjörin ferð fyrir fbúa þessa svæðis og aðra sem kynnast vilja náttúru þess, sögu og mann- vistarminjum. Leiðsögumenn verða: Jón Eiríksson jarðfræðingur, Guðmundur A. i Guð- mundsson líffræðingur. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur og Páll Líndal lögfræðingur. Góðir gcstir heílsa upp á ferðafólkið á leiðinni. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi Vikuleg ganga frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 22. febrúar. Lagt verður af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10.00. Nú birtir óðum og færðin batnar. Allir Kópavogsbúar eru velkomnir í laugardagsgönguna. Hreyf- ing, súrefni og góður félagsskapur er hollt fyrir alla. Opið hús og símaþjónusta Opið hús í vetur mánudaga og föstu- daga kl. 14.00-17.00. Fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.30, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-18.00. Símaþjónusta alla mið- vikudaga kl. 16.00-18.00 í síma 25990. Símsvari svarar allan sólarhringinn með upplýsingum um starfsemi félagsins. Veróld gefur út Hótel f lok febrúarmánaðar kemur út hjá Bókaklúbbnum Veröld bókin Hótel. eftir metsöluhöfundinn Arthur Hailey. Eins og kunnugt er hóf sjónvarpið ný- lega sýningu á samnefndum myndaflokki, sem byggður er á þcssari sögu Arthurs Hailey. Bæði bókin og sjónvarpsþættirnir hafa hlotið frábærar móttökur víða um lönd. Hótel kom upphaflega út hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar á Akureyri árið 1966, en hefur nú verið ófáanleg um ára- bil. St. Gregory-hótelið er stærsta hótelið í New Orleans og þar þarf McDermott að- stoðarhótelstjóri oft að glíma við ýmis vandamál, en Christine, aðstoðarmaður- inn fallegi, er ávallt við hlið hans-jafnvel eftir að vinnudegi lýkur. Bókin er 368 bls. í stóru broti, prentuð Prcntverki Odds Björnssonar á Akureyri Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins 3. tbl. 6. árg. tímaritsins Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins kom út seint á síð- asta ári. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er GesturÓlafsson. Þetta fréttablað um skipulagsmál höfu- ðborgarsvæðisins, er gefið cr út af Skipu- lasstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamra- borg 7 í Kópavogi. Ritstjórinn skrifar grein: Þriðja stjórn- stigið. Alexander Stefánsson skrifar: Er þörf á nýju stjórnsýslustigi og ef svo er hvers vegna? Sturla Böðvarsson, Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðmundur Einars- son, Jón Eiríksson, Áskell Einarsson, Björn Friðfinnsson og Magnús E. Guðj- ónsson leggja allir sitt til málanna í um- ræðunni um „Þriðja stjómsýslustigið", sem er umdeilt atriði í fmmvarpi að nýj- um sveitarstjórnarlögum sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Þar er lagt til að lög- binda samstarf sveitarfélaga á héraðsgr- unni og sveitarfélögin hafi með sér meiri samvinnu en áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.