Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 6
Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Sinnaskipti sjálfstæðismanna Framganga sjálfstæðismanna í landbúnaðarmálum undanfarna daga hefur vakið athygli. Engu er líkara en sumir sjálfstæðismenn hafi ekki fylgst með málum, hvað þá að um samræmda stefnu þeirra sé að ræða. Hver talar þar, að því er virðist, í sína átt með það fyrir aug- um að afla sér skyndivinsælda kjósenda. Við undirbúning búvörulaganna, sem lögfest voru á síðastliðnu vori, voru uppi háværar raddir meðal sjálf- stæðismanna um verulegan samdrátt í stuðningi ríkisins við búvöruframleiðslu í landinu, m.a. með lækkun og jafnvel afnámi útflutningsbóta. Framsóknarflokknum tókst þó að leiða sjálfstæðis- menn til skynsamlegri vega, þannig að gengið var til fimm ára aðlögunartímabils búvöruframleiðslunnar að innlendum markaði samhliða uppbyggingu nýrra bú- greina. Hefði að fullu verið farið að hugmyndum þeirra sjálf- stæðismanna hefðu bændur hlotið enn harðari skell en þeir nú hafa orðið fyrir. Hneykslun sjálfstæðismanna nú á gerðum landbúnaðarráðherra Jóns Helgasonar hlýtur því að byggjast á einstöku minnisleysi varðandi fyrri af- stöðu. Pá má vel velta því fyrir sér hve minni og við- ráðanlegri vandi landbúnaðarins væri nú hefði fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, haldið áfram þeirri stefnu sem upp var tekin í þessum málum 1979, í stað þess að láta þau veltast áfram stefnulítið árin 1980- 1983. Sjálfstæðismenn á Alþingi keppast nú flestir við að hrópa í kór stjórnarandstöðunnar í málefnum landbún- aðarins, í þeim takti sem henni er eðlilegastur, þ.e. upp- hrópunum, og stóryrðum án minnstu tilrauna til þess að benda á betri kosti en með fullkominni gleymsku á eigin þátt í málinu. í öllum galsanum gleyma sér þó stöku sjálfstæðisþing- menn. Þannig lýstu þeir alþingismennirnir Árni Johnsen og Eggert Haukdal yfir því á bændafundinum í Njálsbúð sl. mánudagskvöld að niðurgreiðslur á búvöru bæri að auka. Slíkum yfirlýsingum hljóta framsóknarmenn að fagna, enda í ágætu samræmi við stefnu þeirra, stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar lagst gegn. Vonandi er þetta upphafið að sinnaskiptum fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins, merki um það að þeir skynji leiðir sem fara má til þess að gera hvort tveggja í senn: bæta kjör hinna lakar settu launþegaheimila svo og að efla markað fyrir búvörur sem jafnhliða styður at- vinnulíf í íslenskum sveitum. Slíka liðsmenn úr röðum sjálfstæðismanna hljóta framsóknarmenn að bjóða velkomna. Því má nefnilega ekki gleyma að samdráttur í framleiðslu búvara kemur niður á fleirum en bændum einum. í skýrslu sem landbúnaðarráðuneytið lét vinna 1981 um mannafla í landbúnaði kemur fram að samtals unnu þá við úrvinnslu á landbúnaðarvörum 3159 manns. Mannafli í þjónustu tengdum landbúnaði var þá 320 manns. F*á voru ótaldir starfsmenn búnaðarsamtaka, búnaðarskóla, allir dýralæknar, þeir sem að rannsókn- um í landbúnaðiunnu,og öll störf í stjórnkerfi landbún- aðarins. Óhjákvæmilega hlýtur samdráttur í landbúnaði að koma fram í þessum starfsgreinum. Alvarlegast er þó að bændum hlýtur að fækka sem þýðir enn meiri grisjun í sveitum landsins en orðin er, nema efling annarra at- vinnugreina komi þar til. Á þeim þætti verða stjórnvöld nú að taka með enn meiri festu en gert hefur verið hing- að til. 6 Tíminn Föstudagur 21. febrúar 1986 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ Að framfylg ja jafnréttislögunum í blaðinu í gær birtist frétt frá Jafnréttisráði um það að í meiri- hluta íslensku dagblaðanna birtust enn auglýsingar sem brjóta gegn auglýsingaákvæðum jafnréttislaga varðandi jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Samkvæmt könnun Jafnréttis- ráðs, sem gerð var í nóvember, voru hin seku dagblöð NT, Morg- unblaðið og DV sem var víst verst en 26,5% allra atvinnuauglýsinga blaðsinsóskuðu eftirkonum. Þjóð- viljinn eitt blaða kom hins vegar út með hreinan skjöld í þessu efni og verður raunar að teljast skrýtið að það hafi ekki verið stórfrétt blaðs- ins í gær. Hvort sem þessi góða út- koma Þjóðviljans stafar af lög- hlýðni auglýsingastjórans eða af því að þeim bauðst engin ólögleg auglýsing í nóvember skal ósagt látið, enda ekki aðalatriðið í niður- stöðu Jafnréttisráðs. Áðalatriðið er einfaldlega að lítið sem ekkert mark hefur verið tekið á þessum lögum. Lög eru nefnilega þeirri ónáttúru gædd að eftir þeim er ekki farið ef menn hafa ekki áhuga á því og ef engin viðurlög eru við að brjóta þau. Hvoru tveggja á við í þessu til- felli. Þegar jafnréttislögin voru sett um miðjan áttunda áratuginn var hinn víðfrægi kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna nýbyrjaður og mikill dýrðarljómi og baráttu- andi enn í loftinu eftir kvennaár og kvennafrídag. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ljóminn af kvennabarátt- unni farinn að blikna og fjöldinn orðinn dauðleiður á kvenna-hinu og kvenna-þessu. í mörgum tilfell- um hafa viðbrögðin við dugnaði kvennfrelsishetjanna meira að Múlkur óskast i snyrtingu og pökkun. Bónus- inna. Fæði og húsnæð. ái staðnum Uppl. ,já verkstjóra i sima 93-8687, he.ma 93-8681 Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Smurbrauðsstúlka Von smurbrauðsstúlka óskast sem lyrst. Góó launiboði. Upplýs.ngar ó staðnum milli ki. 1 og 3 i dag og næstu daga C^fötingghollirb Skrifitofustarf — Ritari Starlssvið: Símavarsla. vólritun. mnslattur a i tblvu. mótlaka viöskiptavina o.tl. Við le.tum að stúlku sem kemur vel fyr.r. hefur glaölega simarödd. goða velritunar- kunnáttu og nægilega enskukunnattu t.l að halda uppi sainræðum á ensku. Við bjóðum góða vinnuaöstööu og samstarl við ungt. hresst fólk. Þarl að geta byrjað strax Umsóknir meö nauðsynlegum upplysingum send.st. pósthólf 622.121 Reyk|avik. Sölumaður Viö viljum róða sem fyrst góðan sölumann (helst kvenkyns) til að selja ritfong. skemmti- lega gjafavöru. skartgripi og margt fleira. Prósenturog tryggmg Umsóknir með nauösynlegum upplýs.ngum sendist i pósthólf 622,121 Reykiav.k. Sölustarf í nýrri verslun Verslunin IKORNINN opnar innan skamrns við Laekjartorg. Verslunin mun selja aHs konar hnetur. hnetublöndur. japanskt snakk og sælgæti af ýmsum toga. smurt brauö. samlokur, drykkjarvörur o.fl. o.fl. Allt i s|alfs- afgreiðslu og f lest eftir vigt. Við viljum róða konu til afgreiöslustarfa. Hun þarf að geta t.leinkað sór yfirgripsm.kla yoru- • . ---------™ þarf að l.ta a Óskum eftir barngóðri stúlku (konu) eftir hádegi dögum. miövikudögum og föstudögu. lita eftir érsgömlum strók. Við erum • bænum, síminn er 12729. Prjónakonur óskast til að prjóna lopapeysur og peysur. Upplýsingar i Sk.pholt 13.00-17.00 alla daga nema sunnt þriðjudaga. Simi 37989 eða 1 9.00-10.00 fh. segja orðið þveröfug við það sem vonast var eftir og fólk snúið baki við sífelidum slagorðum og funda- höldum sem í rauninni skipta engu máli. Með jafnréttislögunum náðist vissulega mikill áfangi í baráttu kynjanna, en þeirra megin galli er að apparatið sem á að sjá um að hafa eftirlit með þessum málum er óttalega veikt og getur ekki sinnt af viti öllum þeim verkefnum sem það ætti að sinna. Einn eða hálfur annar starfsmaður eða hvað þær eru margar sem vinna hjá Jafnrétt- isráði dugar ekki til. Það kæmi heldur ekki á óvart ef mestur tími starfsmanna hafi sl. 10 ár farið í að taka þátt í undirbúningi og funda - höldum í sambandi við hvers kyns baráttusamkomur sem almennt fjalla um stöðu konunnar. Nær hefði verið að einbeita sér að því að vinna að endurbótum sem miðuðu að því að gera jafnréttislögin virk- ari, eins og raunar loksins hefur verið gert. Með breytingu og nýj- um lögum frá því í fyrra er nú búið að gera dagblöðin samábyrg ef þau birta auglýsingu sem brýtur gegn jafnréttislögum. Þar með er í raun komin gífurlega áhrifarík lausn á auglýsingamálinu; að kæra blöðin sjálf. Óhætt er að fullyrða að þegar auglýsingadeildirnar fá ólöglega auglýsingu hugsi þær sinn gang áður en hún er birt. Auglýsingar eiga að vera tekjulind en ekki út- gjaldaliður. Því er þessi könnun þeirra hjá Jafnréttisráði athygl- isverð ábending til fjölmiðlanna um að hugsa sinn gang, og án þess að drepa alla úr leiðindum með endalausum ræðuhöldum er komið að kjarna málsins! Vafalítið væri hægt að finna fleiri smugur til að raungera anda laganna ef meiri áhersla væri lögð á að slfpa af þeim tæknilega framkvæmdagalla. -BG VÍTT OG BREITT Brandaralaus skemmtun Umræðuefni dagsins er hvernig stjórnmálamenn og aðrir frammá- menn í þjóðfélaginu hafi staðið sig í þessum eða hinum sjónvarps- þættinum. Á þriðjudagskvöld sl. voru tveir flokksformenn teknir til yfirheyrslu og máttu þeir hafa sig alla við til að komast að fyrir spyrl- unum. Fréttamennirnir voru ágengir eins og vera ber og heimt- uðu skýr svör og engar refjar. Málgögn andstæðinganna láta ekki á sér standa að leggja út at textanum, náttúrlega á hinn versta veg. I öðrum tilvikum eru landsfeð- urnir kallaðir í sjónvarpssal til að syngja og tralla og rabba góðlátlega um hugðarefni sín og pólitík eða embættisstörf í framhjáhlaupi. Það var ekki ónýtt að sj á Jóhann- es, ráðgjafa allra ríkisstjórna sl. 20 ár, með bleika trumbusamstæðu í bakgrunni, útskýra hvernig hann beitir lax og stjórnmálamenn sömu lagni og listamannstökum til að fá þá til að taka. Þátturinn Á líðandi stundu flytur það sem hæst ber í landsmálum og menningarmálum hverju sinni. Stjórnmálamenn og annað leikhús- fólk eru þar aufúsugestir en hæst allra ber dægurlagasöngvara sem heilla landsmenn með list sinni og fimlegum orðræðum. Þegar tilkynnt var að sjálfur Jó- hannes Nordal yrði meðal skemmtiatriða í þættinum fylltist maður forvitni og tilhlökkun. Nú fengi rnaður að heyra seðlabanka- stjórann taka lagið. Sú óskastund rann ekki upp. Hins vegar fór hann með snoturlega saman setta vísu um viðmælendur sína. Þeir sem ekki vissu það fyrir vita nú að Jóhannes er áhugamaður um bókmenntir og lætur útgáfumál talsvert til sín taka. Þótt Jón Bald- vin ætli að reka Jóhannes úr starfi samstundis og hann verður for- sætisráðherra ætlar Jóhannes ekki að reka Jón Baldvin. Anda margir léttar eftir þessar fréttir. Lýst var með mörgum fögrum orðum hvernig Jóhannes veiðir lax á litla flugu, en sjálfur gerði hann lítið úr þeim afrekum sínum, enda maður háttvís og þarf ekki að bera kosti sína á torg. Viðtölin við seðlabankastjóra voru öll hin prúðmannlegustu, og er greinilegt að sjónvarpsfólk ber miklu meiri virðingu fyrir embættismönnum og ráðgjöfum en stjórnmálamönnum. En það hefði getað orðið góð skemmtun að fá að heyra meira um efnahagsráðgjöf og stjórn peninga- mála á Islandi síðustu áratugina, og hvernig peningamusteri þenjast út og spretta uppúr jörðinni á sama tíma og framleiðslufyrirtæki fara á hausinn hvert af öðru. Eins gæti það kitlað hlátur- taugarnar að fá greinargóða lýs- ingu á hvernig það má vera að ríf- lega helmingur allra erlendu skuld- anna liggur í orkuframkvæmdum sem enginn sér fram á að komi til með að skila arði í fyrirsjáanlegri framtíð, eða að yfirleitt séu nein not fyrir. ) Nokkrir brandarar um hvernig flugum er komið í höfuð ráðherra væru vel þegnir, eða þegar haldið hefur verið aftur af þeim að gína við öðru agni. En það er engin ástæða til að ganga í skrokk á mönnum sem aldrei þurfa að leita eftir endur- kjöri. Þeir þurfa ekki einu sinni að syngja. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.