Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 21. febrúar 1986 Vilja auknar niðurgreiðslur og aukna mjólkurdrykkju Á fundi Búnaðarfélags Dyrhóla- hrepps voru eftirfarandi ályktanir samþykktar og sendar viðkomandi aðilum: Til landbúnaðarráðherra Fundur haldinn í Búnaðarfélagi Dyrhólahrepps að Ketilsstöðum 15.2.’86. skorar á landbúnaðarráð- herra og Framleiðsluráðs, að endurskoða nýlega afgreitt full- virðisbúmark í mjólk, til bænda í Vestur-Skaftafellssýslu. Vart verð- ur unað við svo mikla framleiðslu- skerðingu og bendir fundurinn á eftirfarandi í því sambandi. 1) Að fáir atvinnumöguleikar eru í héraðinu, sem bætt geta bændum upp þá miklu tekjuskerðingu sem hér um ræðir, þar sem landbúnaður er nær eina tekjugreinin og mjólk- urframleiðsla aðal undirstaðan. 2) Lítið virðist vera tekið tillit til þess í fullvirðisútreikningi að við- miðunarárin eru flest þau erfiðustu um langan tíma hér um slóðir og því lítt viðmiðunarhæf. 3) Þá átelur fundurinn harðlega þau vinnubrögð, að setja á þessa miklu framleiðsluskerðingu á miðju framleiðsluári og bændur því hagað framleiðslu sinni á allt annan hátt en hefði framlciðslumagni ver- ið úthlutað strax á haustnóttum. 4) Svo virðist sem lítið eða ekkert tillit hafi verið tekið til þeirra, sem sjálfviljugir drógu saman fram- leiðslu, eftir beiðni Framleiðslu- ráðs, eins þeirra sem í uppbyggingu eru og hafa verið, þeirra hagur verður eflaust alverstur. Par er í flestum tilfellum um verulegar skuldabyrðar að ræða og lítil von fyrir dyrum ef leiðrétting fæst ekki eða aðstoð í öðru formi. Þá verða framleiðendur sem átt hafa í erfið- leikum með heilsufar kúa sinna á viðmiðunarárum sérlega illa úti þar sem mjólkurmagn hefurþá í mörg- um tilfellum verið í lágmarki. Þarna þurfa að koma til vottorð dýralækna eða ráðunauta til leið- réttingar. 5) Fundurinn bendir á í þessu sambandi hvort ekki megi taka fé úr Framleiðslusjóði landbúnaðar- ins s.b. 2. málsgr. 37 gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þá telur fundurinn að auknar niðurgreiðslur á mjólk myndu stórauka sölu. 6) Fundurinn vill undirstrika þá staðreynd að landbúnaður á íslandi er lang minnst styrktur af öllum Evrópulöndum. 7) Fundurinn óttast mjög ef fram- fylgt verður þeirri miklu skerðingu á mjólkurframleiðslu sem boðuð hefur verið, komi til verulegrar vöntunar á mjólk á fyrsta verðlags- svæði er líða tekur á sumarið og menn búnir að fylla í sinn mjólkur- kvóta. 8) Þá leggur fundurinn áherslu á þá staðreynd, að fáist ekki veruleg leiðrétting á fullvirðisrétti í mjólk- urframleiðslu í Vestur- ISkaftaf.sýslu hlýtur að skapast neyðarástand á svæðinu, sem bitna mun ekki einungis á bændum en einnig þeim sem hafa óbeint fram- færi sitt af landbúnaðarafurðum. Til alþingismanna Suðuriandskjórdæmis Fundur haldinn í Búnaðarfélagi Dyrhólahrepps, 15. febrúar 1986, skorar á þingmenn Suðurlands- kjördæmis, að þeir beiti sér fyrir því af alefli, að stöðvaður verði, allur innflutningur, landbúnaðar- vara til Varnarliðsins, á Kefla- víkurflugvelli, ef það mætti verða, til þess að létta aðeins á þeirri miklu umfram framleiðslu land- búnaðarvara sem nú er í landinu. Til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóamanna Selfossi Fundur í Búnaðarfélagi Dyr- hólahrepps, haldinn að Ketilsstöð- um 15. febrúar 1986, skorar ein- dregið á Mjólkursamsöluna og Mjólkurbú Flóamanna, að hefja nú þegar framleiðslu, sölu og dreif- ingu á 'A 1. fernum með venjulegri gerilsneyddri nýmjólk. Þægilega útbúnum til drykkjar, t.d. í nesti fyrir skólabörn, börn í dagvistun, skyndibitastaði, o.fl. En mjólk í þannig pakkningum virðist einmitt vanta á markaðinn. Fundurinn bendir á að þetta yrði ódýrasti og hollasti drykkjarkosturinn fyrir neytendur og um leið sá þjóðhags- lega hagstæðasti, mundi að öllum líkindum stórauka mjólkursölu og þá um leið minnka tannskemmdir og fl. kvilla. Þá bendir fundurinn á þá staðreynd að sumar af þeim drykkjarvörum sem nú keppa við mjólkina, eru blandaðar rotvarnar- efnum og hlýtur mjólkin að hafa þar yfirburði hvað hollustu snertir. AÐ UTAN Konur mótmæla kjarnorkuvopnum Árið 1981 komu konur í Green- ham á Englandi upp búðum við hcr- stöð Bandaríkjamanna þar í sveit til að mótmæla kjarnorkuvopnum. Fjóru og hálfu ári síðar eru samt 96 kjarnorkuskotflaugar þegar komnar til Greenham en konurnar eru óhræddar. Þrátt fyrir margar tilraunir til að losna við þær eru þær stöðugt við búðirnar, margar hverjar illa á sig komnar, og trúa því og treysta að mótmæli þeirra eigi sér tilgang. Um 40 konur á öllum aldri halda nú til við herbúðirnar sem eru um 96 km vest- ur af London. Þær eru þar en hafa engar fastar mótmælaaðgerðir í frammi og geta ekki sagt hversu lengi þær verða. Bara að vera þarna er þýðingarmikið. „Það mun vekja at- hygli á óréttlæti þessa heims,“ segja þær. Margir halda að blaðafregn í síð- asta mánuði um að Sovétnjósnarar væru meðal þeirra, væri enn ein til- raun til að fá almenningsálitið upp á móti konunum. Fréttin birtist í viku- blaðinu Jane’s Defence Weekly. Þar var gefið í skyn að sérþjálfaðir Sovétnjósnarar hefðu gengið til liðs við konurnar og væru tilbúnir til at- lögu ef Sovétríkin gerðu innrás. Sovétríkin mótmæltu fréttinni og mörg bresk blöð voru einnig á sama máli. Blaðið The Guardian gerir þá meinyrtu athugasemd að Greenham sé enginn sældarstaður og Sovét- njósnararnir megi vera ansi vel þjálf- aðir ef þeir eigi að þola óþrifnaðinn og kuldann. Ekkert húsaskjól, engin hreinlætisaðstaða og oftast úrhellis- rigning! „Þegar við komum hingað fyrst var litið á okkur sem lesbíur, dræsur eða slæmar mæður, a.m.k. hræði- lega heimskar og illa upplýstar um varnir landsins. Núna erum við álitnar bráðvel greindar, vel þjálfaðar, en að sjálf- sögðu álitnar vinna fyrir andstæðing- inn,“ sagði ein kvennanna sem stödd var við búðirnar. Daglega fá þær heimsókn frá yfir- völdum sem hafa það verkefni að hreinsa mesta skítinn og óþverrann á staðnum. Oftast ferþað þannigfram að þrír sterklegir menn koma akandi í sendibíl í fylgd lögreglu. Þá rjúka konurnar til, vefja í flýti saman fleti sín, grípa potta og pönnur. setja á börur og leita á náðir nágrannanna. Fílefldu mennirnir hirða þá allt sem konurnar hafa ekki náð að taka sam- an og slökkva tjaldbúðaeldinn. Nokkrum mínútum síðar eru kon- urnar aftur komnar á staðinn. Nær- vera þeirra hefur mætt andúð í nær- liggjandi borg Newbury, en þar er þeim bannaður aðgangur að veitingahúsum, verslunum og krám. Lögreglan rannsakar nú kæru vegna árásar á tvær konur er ráðist var á er þær voru í fasta svefni. Konurnar í Greenham trúa því að andúðin gegn þeim sé sönnun þess að nærvera þeirra veki andóf manna gegn kjarnorkuvopnum. Þær hafa oft brotist inn í herbúð- irnar. Eitt sinn voru 22 konur dregn- ar fyrir rétt vegna þess að þær óku strætisvagni um hersvæðið og höfðu ekið um 8 km áður en þær voru stöðvaðar. Slík atvik sanna það að öryggisgæslan er ekki í lagi, segja þær, þrátt fyrir 1300 Bandaríkjaher- menn. Annað meiri háttar verkefni kvennanna er að hindra flutninga hernaðarvopna til Salsbury, en þar fara sameiginlegar heræfingar fram. Þessi flutningur á sér oftast stað að næturlagi. Þá leggjast konurnar nið- ur fyrir framan flutningalestina og elta hana síðan þessa 48 km um landið. Yfirmaður Bandaríkjahers í Evrópu Charles Donnelly, skrifaði í blað í fyrra að þeim tækist að komast á æfingar í 75% tilvika. Yfirvöld átelja mótmælakonurnar vegna auk- ins kostnaðar lögreglu við flutning- ana. Þrátt fyrir að konurnar hafi séð árangur á ýmsuni sviðum er það samt staðreynd að hernaðarvopnin eru komin til Greenham og verða þar um ófyrirsjáanlega framtíð. En um- heimurinn hefur tekið eftir ógn kjarnorkuvopna. Þúsundir kvenna hafa tekið sig saman í mótmælagöng- ur. Nú sitja þær kringum varðeldinn á köldum kvöldum og rifja upp sögur af réttarhöldum og fangelsisdvöl. Nokkrar kvennanna hafa innritað sig í menntaskóla í bænum. Ein seg- ist hafa byrjað að læra esperanto { bréfaskóla en hætt eftir 2 tíma vegna þess að námsefnið klíndist allt í mold og leðju þegar yfirvöld staðarins komu í eftirlitsferð. TÍMARIT !- iililiWH ..laiWIÍ'" .„iJIIHaF! ..J.IJIIT1- .Mliiip1 ................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. ............................. ................................................................................. ......................................................................................... ............................ ................................................. ; ........................... Æskan Sigurður Helgi í opnuviðtali Fjölbreytt efni er í 1. tölublaði Æskunnar-á þessu ári. Þar er m.a. „Opnuviðtalið“ við Sigurð Helga en hann söng með föður sínum, Pálma Gunnarssyni, á plötunni Friðarjól, sem kom út fyrir síðustu jól. Sigurð- ur Helgi segir frá gerð plötunnar, tal- ar um áhugamál sín og lýsir drauma- prinsessunni. Veggmyndin að þessu sinni er af tónlistarmanninum Billy Idol. Fjall- að er í blaðinu um íslenska fram- haldsmyndaþáttinn Á fálkaslóðum og birtar myndir úr honum. Bjössi bolla er í leynilögreglustarfinu og gengur á ýmsu. íris Stefánsdóttir, 14 ára, kynnir bresku hljómsveitina Ultravox. Birt- ar eru verðlaunaritgerðir í Pislasam- Opnuviðtalið er við Sigurð Helga, sem söng með Pálma, pabba sínum inn á plötu. keppni Æskunnar og Rásar 2 og úrslit í Vinsældavali poppþáttarins. Æskan er 56 síður og prentuð í Odda hf. Ritstjórar eru Eðvarð Ing- ólfsson og Karl Helgason. Útgefandi er Stórstúka íslands. Orðaleikur I og II Verkefni fyrir grunnskólanema Bjallan hf. hefur sent frá sér verk- efnin Orðaleik, 1. og 2. hefti. Verk- efnin eru fyrir grunnskólanema á aldrinum 9-11 ára. í Orðaleik eru verkefni í samfé- lagsfræði og íslensku og ætluð að örva nemendur í sjálfstæðum vinnu- brögðum. í bókunum er m.a. fjallað um málshætti, myndlestur ,lesskilnings- verkefni úr þjóðsögum og ævintýr- um, gamlar gátur, bókfræði, svo sem verkefni um titilblað, efnisyfirlit, efnisorð, landakort, krossgátur, myndagátur og fleira. Hefti þessi eru ætluð sem ítarefni fyrir grunnskólanema og kosta 150 krónur heftið. Hver er ég? Leiðarvisir í ættfræði Nýlega kom út hjá Bjöllunni hf. bókin Hver er ég? Leiðarvísir í ætt- fræði eftir Herdísi Sveinsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur. Áhugi á ætt- fræði hefur lengi einkennt Islendinga og ættfræði er gildur þáttur í bók- menntaarfi okkar. í bókinni Hver er ég? er gengið út frá einstaklingnum, fjallað um föð- ur- og móðurætt hans, hvaðan af landinu ættirnar eru og einnig er sýnt hvernig hægt er að rekja ættir. Bókin endar á ættfræðigátum úr íslend- ingasögunum. í bókinni Hver er ég? er hægt að líma inn myndir af ættmennum. Á forsíðu er gömul Ijölskyldumynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.