Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Föstudagur 21. febrúar 1986 VETTVANGUR Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður: Ótæk vinnubrögð stjórnarflokkanna Lagasetning án samráðs Enn á ný eru málefni landbúnað- arins í brennidepli, að þessu sinni vegna hrapalegra mistaka í stjórnun búvöruframleiðslunnar. Um síðustu mánaðamót bárust kúabændunt erindi frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins, þar sem þeim var tilkynnt um það framleiðslu- magn mjólkur sem þeir fengju fullt verð fyrir á verðlagsárinu. Þar er miðað við tímabilið frá 1. september 1985 til 31. ágúst 1986. Þessir skömmtunarseðlar frá Framleiðslu- ráði eru byggðir á lögunt „um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörurn" sem ríkisstjórnarflokkarnir knúðu fram á Alþingi sl. vor. Alþýðubandalagið og fleiri í stjórn- arandstöðu gagnrýndu harðlega ýmsa þætti varðandi þá lagasetn- ingu, þar á meðal að bændum var ekki veitt ráðrúm til að kynna sér efni frumvarpsins áður en það var lögfest. Hert að úr tveimur áttum í krafti þessara laga samdi land- búnaðarráðherra síðan við Stéttar- samband bænda um heildarmagn mjólkur, 107 milljónir lítra, sem rík- ið ábyrgðist bændum fullt verð fyrir á verðlagsárinu. Er þar um að ræða ná- lægt 4 milljón lítra samdrátt frá fram- leiðslu næsta verðlagsárs á undan 1984-85. Samtímis þessu var dregið úr útflutningsbótarétti og þannig þrengt að bændum úr tveimur áttum samtímis. Við gerð samningsins um mjólk- urframleiðsluna ílok ágúst sl. varvið það miðað að innanlandsneyslan svaraði til 100 milljóna lítra, en áætl- aður útflutningsbætur, um 180 mill- jónir króna, áttu að nægja fyrir 7 milljón lítra umframframleiðslu. Það var þannig ljóst á síðasta sumri, að framundan væri mikill samdráttur í mjólkurframleiðslu sem fullt verð kæmi fyrir. Kvóti á miðju verðlagsári Það liðu hins vegar nær 5 mánuðir af samningstímabilinu án þess að landbúnaðarráðuneytið og forystu- menn bænda gerðu dæmið upp gagn- vart einstökum svæðum og fram- leiðendum innan þeirra. Fyrst þann 22. janúar undirritaði Jón Helgason reglugerð um stjórn mjólkurfram- leiðslunnar og í framhaldi af því voru framleiðslukvótarnir sendir út til bænda og vinnslustöðva. Ekki er vit- að um neinar skipulegar aðgerðir undanfarna mánuði af hálfu þessara aðila, ráðuneytis, Stéttarsambands og Framleiðsluráðs, til að vara bændur við og leitast við að draga með skipulegum hætti úr þeirri fram- leiðsluaukningu mjólkur sem við blasti og sem vatt upp á sig frá mán- uði til mánaðar. Upplýsingar um þá þróun lágu ekki á lausu, að minnsta kosti var þeim ekki komið á framfæri við Alþingi eða landbúnaðarnefndir þingsins. Tengslin á milli ofangreindra að- ila, ráðuneytis og bændaforystunnar virðast hafa verið mjög tilviljana- kennd síðustu mánuði. Þannig starf- aði nefnd á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins að því að leita lausna á stöðu þeirra bænda sem eiga í mest- um erfiðleikum, og tillögur hennar miðuðu í ýmsum tilvikjum að því að aukin yrði mjólkurframleiðsla á við- komandi býlum. Aukning í stað samdráttar Það liggur fyrir að á fyrstu 5 mán- uðum verðlagsársins frá september til janúarloka jókst mjólkurfram- leiðslan í heild um 5.5. milljónir lítra eða um 14% miðað við sama tímabil fyrir ári. Af þessu magni féll lang- mest til á Suður- og Vesturlandi eða um 4.7 milljónir lítra, en aukningin varð lítil norðanlands og austan og raunar samdráttur á Norð-Austur- landi. Þessi magnaukning í mjólkur- framleiðslunni er vissulega hrikaleg staðreynd og eykur verulega á vand- ann framundan. Nú á miðju verð- lagsári eru búnar þær útflutningsbæt- ur sem ríkisstjórnin gerði ráð fyrir vegna mjólkurafurða á öllu verðlags- árinu. Það kemur vissulega úr hörðustu átt þegar forráðamenn mjólkur- framleiðenda á Suðurlandi, þar sem framleiðslan hefur aukist um 3.3. milljónir lítra á 5 mánuðum, setja fram hugmyndir um að leggja beri niður mjólkurframleiðslu í öðrum landshlutum, þ.e. á Austurlandi og Vestfjörðum. Endurskipulagning hefðbundinnar búvörufrantleiðslu með tilliti til landkosta og markaðs- aðstæðna á vissulega að vera til um- ræðu, og þótt fyrr hefði verið. í nú- verandi stöðu er hins vegar ekki vænlegt fyrir bændur að skapa sund- rungu innbyrðis með fjarstæðu- kenndum málflutningi eins og heyra mátti frá formanni samtaka kúa- bænda á Suðurlandi. Óréttlát skipting Framleiðsluskerðingin nú bitnar vissulega á mjólkurframleiðendum í heild en kemur afar misjafnlega niður á einstökum byggðarlögum og mjólkursamlagssvæðum. Einna verst verða þau svæði úti þar sem meðalframleiðslan er lág og um enga verðskerðingu hefur verið að ræða til þessa. Dæmi um slíkt höfum við á Austurlandi hjá mjólkursamlaginu á Djúpavogi þar sem framleiðslan nægir rétt fyrir heimamarkaði drjúg- an hluta úrárinu. Svipuðu máligegn- ir um Norðfjörð, þarsem framleiðsl- an og neysla standast nokkurn veg- inn á en gert er ráð fyrir um 10% skerðingu á fullvirðisrétti. Þannig dæmi má finna víða um land og svig- rúmið til leiðréttinga samkvæmt 10. grein reglugerðarinnar er allsendis ónóg til lágmarks leiðréttinga. Þeir sem haldið hafa framleiðslu sinni innan búmarks eins og það var ákveðið 1980, verða hvað harðast úti við úthlutun á fullvirðisrétti. Einnig fá þeir bændur skell sem að undan- förnu hafa framleit umfram búmark upp á von og óvon. Eins og haldið var á málum var gamla kerfið ekki notað til virkrarstjórnunar, t.d. voru samþykktar um 10% viðbætur við upphaflegt búmark fram til 1985 eða sem svarði 170 þúsund ærgildum og kom það mjög misjafnlega niður á einstökum svæðum. Landbúnaðarráðherra krafinn um upplýsingar Það er ekki rétt sem fram kom m.a. í Ríkisútvarpinu, að alþingis- menn hafi setið tómlátir yfir þessum tíðindum uns sunnlenskir bændur fylktu liði í Njálsbúð. Viku áður lögðu allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins fram beiðni um skýrslu frá landbúnaðarráðherra um undirbún- ing að svæðabúmarki og um fullvirð- isrétt bænda. Þar er ráðherra m.a. krafinn upplýsinga um hvað valdi því að reglugerðin um mjólkurfram- leiðsluna var jafn síðbúin og raun ber vitni. Aðalefnið í beiðni okkar þingmanna Alþýðubandalagsins varðar hins vegar upplýsingar um fullvirðisréttinn á hverju bú- markssvæði og til einstakra framleið- enda, um stærð jarða flokkað eftir ærgildisafurðum og um hvað líði undirbúningi að stjórn á framleiðslu sauðfjárafurða vegna næsta verð- lagsárs. Einnig er ráðherra beðinn um að upplýsa í hve miklum mæli sé tekið tillit til landkosta á einstökum svæðum og jörðum og til markaðsað- stæðna í einstökum byggðum og landshlutum við undirbúning að stjórnun búvöruframleiðslunnar á grundvelli löggjafarinnar frá í fyrra. A síðasta Alþingi flutti ég ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubanda- lagsins tillögu til þingsályktunar um úttekt á stöðu bænda og ráðstafanir í landbúnaði, þar sem bent var á ýms- ar leiðir til úrbóta. Þar er m.a. lögð áhersla á að jafna þurfi aðstöðu með- al bænda og auka verði niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarafurðum til að draga úr þeim samdrætti sem gengið hefur yfir síðustu árin. I svari land- búnaðarráðherra í apríl í fyrra við fyrirspurn minni urn þróun á niður- greiðslum á landbúnaðarvörum frá árinu 1982 til 1985 kom m.a. fram, að vegna samdráttar í niðurgreiðsl- um hafi verð á kindakjöti hækkað um 31%, á mjólk um 43% og á smjöri um 51%. Enginn efast uni að þessi mikla verðhækkun liefur ásamt kjaraskerðingu hjá þorra fólks haft mikil og óhcillavænleg áhrif á ncyslu hefðbundinna landbúnaðarafurða, þótt fleira komi þar við sögu. Aukn- ing á niðurgreiðslum hefði því átt að vera sjálfsögð aðgerð af hálfu stjórn- valda sem undanfari breyttrar fram- leiðslustjórnunar. Samábyrgð stjórnarflokkanna Ástæðulaust er.að draga úr ábyrgð landbúnaðarráðherra á stjórnvalds- aðgerðum varðandi búvörufram- leiðsluna að undanförnu. Hann er hins vegar ekki einn um hituna. Ráð- herrar og þinglið Sjálfstæðisflokks- ins bera óskoraða samábyrgð á þeirri stefnu sem framfylgt hefur verið um stjórnun búvöruframleiðslunnar, þar á meðal á því að reglugerð er nú sett á miðju verðlagsári. Öllum mátti vera Ijóst sl. sumaraðundirbúningur slíkrar reglugerðar tæki sinn tíma og eðlilegast hefði verið að fjalla sam- tímis um nautgripa- og sauðfjár- afurðir. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ráðið ferðinni í landbúnaðarmálum um áratugi. Bændur og aðrir landsmenn eru nú að uppskera afraksturinn af skammsýnum og handahófskennd- um vinnubrögðum oddvita þessara flokka í málefnum landbúnaðarins. Þær kveðjur sem borist hafa út um sveitir að undanförnu eru aðeins upphafið að því sem boðað hefur verið af stjórnvöldum. Reiknivél- arnar eru byrjaðar að telja niður sauðfjárstofninn og í tölvuforritinu er gert ráð fyrir stórfelldum sam- drætti í neyslu dilkakjöts á næstu árum. Brýnt er að menn leggist sanian á árar til að bregðast við aðsteðjandi vanda og hættunni á stórfelldri byggðaröskun. Þar þarf að samstilla þjóðarhagsmuni og stuðla að sam- vinnu og skilningi fólks til sjávar og sveita, bænda og neytenda og þeirra sem starfa við úrvinnslu úr hrácfnum frá landbúnaði. 18. febrúar 1986 Hjörleifur Guttormsson. Illll BÓKMENNTIR 111111111111 llllllll! Illllllllllllllllllll Ættmóðurskáldskapur Erla Þórdís Jónsdóttir: Maldað í móinn, Reykjavík 1985. Það kemur fram á bókarkápu að höfundur þessarar bókar, Erla Þór- dís Jónsdóttir, er Reykvíkingur á sextugsaldri, hún er tvígift og sjö barna móðir. Þar er einnig greint svo frá að hún hafi verið starfandi kenn- ari um tólf ára skeið. Líka segir þar að þegar erfiðleikar og heilsuleysi steðjuðu að henni hafi hún gripið til kveðskaparins sér til hugarhægðar. Árangurinn er þá þessi bók, sem gef- in er út af samstúdentum hennar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948, nánar til tekið kvenstúdentunum. Áður hefur hún skrifað eina bók sem hún samdi eftir minningum móður sinnar um gömlu Reykjavík. Kveðskapur Erlu Þórdísar er býsna lipurlega gerður og nokkuð margþættur. Hún yrkir um hvaðeina sem fyrir augu ber úr daglega lífinu, svo sem þessar haglega gerðu vísur sem hún nefnir Sumar í Reykjavík: í blóma stendur borgin öll, blána í fjarska snœkrýnd fjöll, ilmar björk og angar rós, yljar broshýrt himinljós. Skuggum varpa skýin grá, úr skúralindum vökvun fá menn og dýr, sem grösin grœn. Guði sendum þakkarbœn. Annars fer því fjarri að hún bindi sig hvarvetna við gamlar reglur ríms og stuðla, þó að svo sé hér. Til dæmis rakst ég þarna á vísu undir drótt- kvæðum hætti sem nokkuð sérkenni- lega er farið með. Hún nefnist Þura og er svona: Ellimóð þraukar Þura, þarna situr og barna saumar sýknt og heilagt sœtt margtfat, svo natin. Fingurbjargarbera barmar og hvarma strýkur sér og segir, að eigi allsterkt gangi verkið. Hér er alhendingunum í jöfnu lín- unum haldið, sen sleppt skothend- ingunum í stöku línunum sem að fornu voru fastur þáttur í drótt- kvæðu. Auk þess er skotið einni al- hendingu aukalega í næstsíðustu línu, sem ekki mátti gera að fornu. Má vera að hér sé verið að benda á leið til að laga dróttkvæðan hátt að Erla Þórdís Jónsdóttir nútímanum, og kannski eiga fleiri skáld eftir að feta í þessi fótspor? Þá er þarna sérkennilegt kvæði um lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 1944, þar sem laglega er fléttað sam- an lýsingu á hátíðinni í hinu leiðin- lega veðri sem þá var og persónuleg- um minningum höfundar. Þar er fátt sagt og fleira gefið í skyn, líkt og byrjar í ljóðum, til dæmis: Regnið flœddi, rann og streymdi. Undrun og skelfing greip unga mey, hvorki var hún kona hé barn. Annars er það kannski sterkasta einkennið á þessari bók hve greini- lega hún ber það með sér að vera ort af konu sem eignast hefur fjölda af- komenda og er vakin og sofin í því að halda yfir þeim ’verndarhendi. Erla Þórdís kemur að mínu viti fram sem ættmóðir í þessari bók sinni í bestu merkingu þess orðs, því að það er umhyggja góðrar móður sem hvar- vetna vakir í bókinni. Þetta birtist í ýmsum myndum, og meðal annars er þarna töluvert af kveðskap til ungra barna og um áhugamál þeirra. En þetta kemur einnig fram í allmörgum kvæðum sem fjalla um ýmis fyrirbæri nútíma- þjóðfélags, svo sem hjónaskilnaði, lífsgæðakapphlaupið, einstæða for- eldra, svik í tryggðum, víndrykkju, fóstureyðingar og tóbaksreykingar. 1 öllum slíkum málum tekur Erla Þórdís ákveðna afstöðu, sem í stuttu máli felst í því að hún trúirgreinilega á fornar dyggðir og er tortryggin á lausung nútímans. Þar er það sömuleiðis umhyggja hennar fyrir unga fólkinu sem ræður ferðinni, en sannast sagna er þó að í þessum kvæðum hættir henni til að verða dálítið einstrengingsleg og stundum um of. Þó þarf ekki að efast um góðan vilja hennar, sem raunar er í takt við það sem hún segir á ein- um stað, í kvæðinu Horft um öxl: Ævin erstutt, eilífðin löng, agar sín börn œttmóðir slröng. Ástrík hún þó ann okkur tveim, síðar viðfinnum fegurri heim. En henni tekst miklu betur upp þegar hún sendir litlum ungum kveðjur, svo sem þessa sem nefnist Afmælisgjöf: Að hlýju hvors annars oss víst ber að vinna, ég vettlinga hér með þér fœri frá höndunum mínum til handanna þinna með hamingjuóskum, minn kœri. Svona vísa vekur hlýjar tilfinning- ar hjá þeim sem les. Eysteinn Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.