Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn ‘1 Að finna tvíbura sinn á fullorðinsaídri! „Ég er hræddur um að stundum vikni ég sjálfur, þegar ég fylgist með endurfundum tvíbura" sagði John Stroud þegar hann sagði frá árang- ursríku starfi sínu við að sameina tvíbura, sem höfðu verið aðskildir lengi, jafnvel frá fæðingu. Uann sagðist alltaf vera jafnspenntur að sjá viðbrögð fólksins-„og sem bet- ur fer hefur þessi sameining oröið til góðs í hverju einasta tilfelli." Þetta aukastarf Johns byrjaði fyrir 10 árunt, þegar sett voru ný barnalög í Englandi. Þá áttu ætt- leidd börn rétt á að fá að fræðast um fjölskyldu sína. Þá kom á daginn, að tvíburar hefðu verið að- skildir og vissu jafnvel ekki hvorir um aðra. í seinni tíð hefur það orð- ið æ sjaldgæfara að aðskilja tví- bura, þó heimilisástæður verði til þess að það þarf að „gefa þá“. Og Stroud segir að nær allir þcir tví- burar, sem hann hefur haft afskipti af hafi verið yfir 40 ára gamlir. Hann hefur legið klukkutímum saman í manntölum og kirkjubók- um og notað frítíma sína til aö hafa upp á þessu fólki. John var spurður að því hvernig hann hagaði sér við að tilkynna að hann hefði fundið löngu týndan tví- burabróður eða systur, og í sum- Peter Clark og John Watts voru 48 ára þegar þeir hittust. „Eins og að horfa í spegil“ sögðu þeir þegar þeir hittust. Elaine Allin og Mary Holmes. Hittust tvítugar og urðu strax bestu vinkon- ur. „Hittumst eða tölum saman í síma á hverjum degi.“ um tilvikum vissi viðkomandi ekki að hann ætti systkini, hvað þá tví- burasystkini. Hann sagðist oftast byrja á því að skrifa nokkrar línur og skýra frá staöreyndum í fáum orðum, en hringja svo og ræða mál- ið og svo komi vanalega fljótlega að því að konta á stefnumóti tví- buranna. Það kemur þá margt athyglisvert í Ijós, t.d. hittust Peter Clark og John Watts fyrst 48 ára gamlir, og þá uppgötvuðu þeir, að þeir höfðu báðir gifst kennurum, -önnur kon- an hét Joan en hin Jean, barna- fjöldinn var sami hjá báðum - og börnin fædd á sama tíma. Hár þeirra og yfirbragð, gleraugu og fataval var alveg eins! „Okkur brá báðum,“ segja þeir, „það var eins og sjá sjálfan sig í spegli“. „Hláturmildu tvíburarnir", Barbara og Daphne mættu á fyrsta stefnumótið í svo til eins kjólum og báðar sögðu í einu: „Hvernig líta litlu fingur þínir út?" Þeir voru þá alveg eins bognir á þeim báðum, og þær höfðu sömu kæki cða n.k. leik sem þær gerðu með fingrunum. Flestir tvíburarnir, sem John Stroud hefur sameinað, hafa farið til háskóla í Minnesota til að taka þátt í tilraunum Thomas Bouc- Nýlega var úthlutað eftirsóttum bókmenntaverðlaunum á Hótel Ritz í París, enda eru verðlaunin kennd við hótelið og liinn fræga rit- höfund Hemingway, og kölluð „Ritz-París-Hemingway verðlaun- in“. Rithöfundurinn Vargas Llosa hlaut þau að þessu sinni fyrir skáld- söguna „Stríðið á heimsenda". Verðlaunaupphæðin er 50.000 dollarar. Margir þekktir rithöfund- ar og gagnrýnendur voru í veisl- unni auk Hemingway-fjölskyld- unnar, sem sá um afhendingu verð- launanna, - en það virtist sem Ijósmyndarar á staðnum hefðu þó mestan áhuga á að mynda þær fögru Hemingway-systur Mariel, Margaux og Janice. Hemingway-fjölskyldan (talið f.v.): Mariel, mamma Puck, Marg- aux, Janice og Jack pabbinn (sonur rithöf. Ernest Hemingway). hards prófessors, sem rannsakar vísindalega tvíbura sem hafa alist upp aðskildir. Hann segir að sam- kvæmt sinni athugun séu 60% sem megi telja meðfædda eiginleika en ca. 40% séu frá uppeldisáhrifum. John Stroud vinnur við félagsmála- stofnun í Hertfordshire í Englandi. Í frítímum sínum hefur hann „leik- ið leynilögreglu“ og með þeim störfum hefur hann sameinað 30 pör af tvíburum sem höfðu orðið viðskila, sumir við fæðingu en aðrir seinna í lífinu. „Hláturmildu tvíburarnir“ eru þær kallaðar Barbara Herbert og Daphne Goodship. Þrjár fallegar Hemingway-systur - meö pabba sínum og mömmu Föstudagur 21. febrúar 1986 '1UIIU1III1! ÚTLÖND llll! iiiiiiii FRÉTTAYFIRLIT Reutei TEHERAN —Að sögn hinn- ar opinberu fréttastofu í íran skutu írakskar herflugvélar niður íranska farþegaflugvél í gær. Nokkrir háttsettir íranskir embættismenn voru meðal þeirra rúmlega fjörutíu manna er létust. Hernaðaryfirvöld í (rak neituðu þessum fréttum. BONN — Talsmenn Kristi- lega lýðræðisflokksins (CDU), flokks Helmut Kohls kanslara, sögðust búast við að málsókn á hendur Kohl yrði bráðlega lögð niður þrátt fyrir játningu hátt- setts aðstoðarmanns hans, um að möguleiki væri á að hann hefði gefið rannsóknarnefnd þingsins rangar upplýsingar. MOSKVA — Stórt geimfar var sent á loft í Sovétríkjunum og í tilkynningu var sagt að geimfarió væri fyrsti vísirínn að mannaðri stöð úti í geimnum. LUNDÚNIR - Yfirvöld í S- Afriku hófu viðræður við for- ráðamenn alþjóðabanka um endurskipulagningu áskuldum landsins. Lánardrottnarnir eru bjartsýnir á að S-Afríkustjórn geti hafið endurgreiðslur á 14 milljarða dollara skuldum er „frystar" voru í septembersíð- astliðnum. MANILA — Ferdinand Mar- cos Filippseyjaforseti hefur nær engan stjórnmálalegan samstarfsvilja fengið frá öðrum ríkjum. Mótmæli á Filippseyj- um og erlendis frá héldu áfram að berast Marcosi og stjórn hans vegna svika og ofbeldis er hans menn eru taldir hafa beitt í forsetakosningunum þann 7. febrúar síðastliðinn. TYRE, Líbanon - fsra- elskar hersveitir leituðudyrum og dyngjum í þorpum í Suður- Li banon eftir að skæruliðar mú- hameðstrúarmanna úr hópi shíta sögðust hafa tekið af lífi annan ísraelska hermanninn sem þeir rændu síðastliðinn mánudag. PARÍS — Ekki hefurenn tek- ist að finna Jean-Claude Duva- lier hæli eftir að hann var brott- rækur gerður frá Haiti. Stjórn- völd í Líberíu hafa neitao að taka við honum og frönsk yfir- völd sitja því enn uppi með ein- ræðisherrann fyrrverandi, eftir að hafa veitt honum bráða- birgðahæli í landinu. NÝJA DELHI - Lögregla handtók tíu þúsund manns sem reyndu að ganga til þing- hússins og mótmæla þar hækkunum á matvörum. i þessum hóþi voru bæði þing- menn og forystumenn stjórn- málaflokka. JERÚSALEM - Pales- stínumenn er þúa á Vestur- þakka Jórdanár, sem er ísra- elskt yfirráðasvæði, lýstu von- þrigðum sínum vegna lítils ár- angurs út úr viðræðum milli stjórnvalda í Jórdan og tals- manna Frelsishreyfingar Pal- estínuaraba (PLO). Þar var þingað um sameiginlegar friðartillögur fyrir þotni Miðjarð- arhafs. WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti flaug í aærtil Grenada til viðræðna við leið- toga ríkja við Karabíska haf- inu. Nú eru þrjú ár síðan bandarískur her réðst inn í landið og kom stjórn marxista þarfrá völdum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.