Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. febrúar 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Sovétstjórnin sendir Marcosi heillaóskir Sérfræðingar undrandi á hlutlausri afstöðu Kremlverja Á meöan stjórnir flestra ríkja láta í Ijós andúð sína á framkvæmd kosninganna á Filippseyjum er Marcos forseti með hcillaóskaskeyti frá Kremlverjum upp á írar dulítið íhaldssamir Dyflinni-Reuter Moskva-keuter Stjórnvöld í Sovétríkjunum virð- ast ætla að vera þau einu sem lýsa ánægju með endurkjör Ferdinand Marcosar Filippseyjaforseta í hinum umdeildu kosningum sem nýlega fóru fram þar í landi. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu hins vegar í gær að þeir væru ekki vissir hvers vegna. Hinir opinberu fjölmiðlar í Sov- étríkjunum sögðu frá kosningunum, Jose Napoleon Duarte forseti E1 Salvador segir öfgasinnuð hægriöfl nú reyna að fá stuðning hersins þar í landi til að steypa stjórn sinni. Stjórnin nýtur stuðnings Banda- ríkjastjórnar. „Ég hef fengið upplýsingar um borgara sem talað hafa við hernaðar- yfirvöld um að stofna til uppþota,“ sagði Duarte í viðtali við hina ríkis- reknu útvarpsstöð í E1 Salvador. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Duarte sakar hægri öfl um ráðagerðir til vopnaðrar byltingar. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa vinsældir Duarte aldrei verið minni síðan hann tók við völdum fyr- ir tuttugu mánuðum. Duarte sagði byltingu í landinu þó ekki hafa önnur áhrif en þau að landið missti af efna- hags- og hernaðarstyrk frá Banda- ríkjunum. Heimildir herma að hægrisinnuð öfl og viss hópur innan hersins hafi fjarlægst Duarte og stjórn hans síðan sem fram fóru þann 7. febrúar síðast- liðinn, en minntust mjög lítiðá fram- bjóðendurna sjálfa og ákærur um kosningasvindl og ofbeldi. Eftir að kosningunum lauk hafa fréttir sovéskra fjölmiðla verið frek- ar hliðhollar Marcosi þó gerð hafi verið grein fyrir ráðagerðum Aquino og fylgismanna hennar um að koma honum frá völdum. f öllum fréttum hefur Bandaríkjastjórn verið gagn- hann samdi um frelsun dóttur sinnar við vinstrisinnaða skæruliða í okt- óber síðastliðnum. Hægrisinnar eru einnig reiðir vegna sparnaðarráðstafana þeirra sem Duarte og stjórn hans tilkynntu um í síðasta mánuði en í þeim var meðal annars settur á hár skattur á kaffiframleiðendur. Margt bendir til þess að stjórn Du- artes eigi í vaxandi erfiðleikum með að stjórna og jafnframt sameina mis- munandi hagsmunaöfl í El Salvador. Jerúsalem-Rcutcr Að sögn talsmanns ferðamála- ráðuneytisins í ísrael sló ferða- mannastraumurinn til landsins á síð- asta ári öll fyrri met þrátt fyrir veru- legan samdrátt á síðustu mánuðun- rýnd fyrir afskipti sín af innanríkis- málum Filippseyinga. Sovéski sendiherrann á Filippseyj- um Vadim Shabalim virðist vera eini sendiherrann hingað til sem sent hef- ur Marcosi heillaóskaskeyti. Vestrænir sérfræðingar í sam- skiptum Sovétríkjanna við Asíu- þjóðir sögðust hreint ekki skilja hvernig stæði á afskiptaleysi sov- éskra stjórnvalda til kosninganna á Filippseyjum. Einn stjórnarerindreki sagði tæki- færið til að lýsa yfir stuðningi við bar- áttusveitir kommúnista á eynni svo sannarlega hafa boðist Sovétstjórn- inni en þess í stað hefði stjórnin í Kreml látið líta svo út að hún væri gamall og traustur vinur Marcosar. Stjórnarerindrekinn benti þó á að Sovétstjórnin hefði kannski ekki viljað blanda sér um of í deilur er kæmu upp á yfirráðasvæði Banda- ríkjanna og jafnframt ekki viljað hætta á að aukin tengsl stjórnarinnar við samtök S-Asíuþjóða (ASEAN) trufluðust. Annar stjórnarerindreki benti á að tengsl Sovétríkjanna við Filipps- eyjastjórn væru í raun mjög lítil og viðskipti t.d. nær engin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Sovétríkjunum virðast vera furðu áhugalaus um málefni sem þeim væri trúandi til að taka sterka afstöðu til. Mjög lítið heyrðist t.d. frá Sovétstjórninni um her- stjórnir þær í Argentínu er þar réðu lögum og lofum í átta ár. um vegna hryðjuverka palestínskra skæruliða í Evrópu og Mið-Austúr- löndum. Ferðamannastraumurinn til lands- ins jókst um 20-30% frá árinu 1984 á fyrstu sjö mánuðum ársins. Hins vegar jókst hann ekki nema um 5- 8% að meðaltali á mánuði á tímabil- inu ágúst til desember og léku ránið á ítalska skemmtiferðaskipinu Achillo Lauro og hryðjuverkin á flugvöllum í Evrópu stórt hlutverk í þessari áberandi fækkun á ferðamönnum til ísraels á síðari hluta ársins. Flestir ferðamennirnir er heim- sóttu landið helga komu frá Banda- ríkjunum (426.000) en Bretar komu næstir að fjölda (162.000) og Vestur- Þjóðverjar (159.000) fylgdu fast á eftir. Samkvæmt könnun einni eru kyn- þáttafordómar algengir meðal ung- linga á Bretlandseyjum. Könnunin, sem birtist í hinu viku- lega tímariti „Ncw Society“, sýnir að 42% hvítra unglinga finnst þeir hafa „fordóma" gagnvart öðrum kynþátt- um. „Þetta er það hræðilegasta við niðurstöður könnunarinnar því fyrst svo margir viðurkenna fordóma sína er líklegt að hin raunverulega tala sé miklu hærri," sagði Michael Wil- liams stjórnandi könnunarinnar í samtali við fréttamann Reuters. Unglingar frá Vestur-Indíum virt- ust vera jafn fordómafullir sam- írska þingið hóf í vikunni umræð- ur er standa munu næstu daga og snú- ast þær um hvort samþykkja eigi til- lögu Verkamannaflokksins er kveður á um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leggja eigi niður núverandi bann við hjónaskilnuðum þar í landi. Líklegt þykir þó að tillagan nái ekki fram að ganga vegna mótstöðu frá „Fine Gael“, samstarfsflokki Verkamannaflokksins. írland og Malta eru cinu löndin í Evrópu þar sem hjónaskilnaðir eru bannaðir samkvæmt lögum. Verkamannaflokkurinn stendur að baki tillögunni þar sem bent er á að um 70.000 írar geti ekki gift sig aftur eftir að hjónabönd þeirra fóru út um þúfur. Garret Fitzgerald forsætisráðherra er hins vegar á því að tíminn sé ekki réttur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og félagar hans í „Fine Gael“ flokkn- um virðast vera honum sammála. Fitzgerald vill fá að sjá fleiri skoð- anakannanir en þá sem birtist fyrir nokkru og sýndi stuðning við afnám hjónaskilnaðarbannsins. Heimildir herma að einungis yfir- gnæfandi stuðningur almennings við kvæmt könnuninni en um það bil 75% af aðspurðum Asíubúum sögð- ust ekki vera fordómafullir í garð annarra kynþátta. í könnuninni var einnig rannsakað hver afstaða unglinga væri til kyn- hverfra og kom í Ijós að 56% stráka og 37% stelpna töldu kynhverf sam- bönd ekki eiga rétt á sér. „Þessa háu svörun má líklega setja í samband við eyðnisjúkdóminn,“ sagði Willi- ams um niðurstöðuna. Unglingarnir sem þátt tóku í könnuninni voru frá Englandi og Wales og var úrtakið alls 2.417 ein- staklingar sem valdir voru af handa- hófi. Aldur þessara unglinga var á bilinu 13 til 20 ára. afnám bannsins geti fengið Fitzger- ald og flokk hans til að takast á við kaþólsku kirkjuna, sem er mjög sterk í landinu, og stjórnarand- stöðuflokkinn „Fianna Fail“, en báðir þessir aðilar munu berjast hatrammlega gegn breytingum á lögunum. Áfengi og kynlíf á bannlista Rampalu-Rcuter Hin nýja ríkisstjórna í Uganda hefur lagt hermönnum sínum sírangar lífsreglur þar sem tæki- færiskynlíf og bjórdrykkja eru bönnuð þar til friður kemst á í landinu. Ríkisstjórninni er mjög í mun að viðhalda því góða orði sem fer af hersveitum hennar. Útvarpið í Uganda sagði frá þessari nýju reglugerð sem her- mönnum þjóðfrelsisbaráttuhers- ins (NRA) er ætlað að fara cftir. Hermennirnir hafa annars hingað til þótt sýna afar ábyrga hegðan og segja íbúar höfuðborgarinnar Kampala að þeir séu í því gjöró- líkir fyrri hersveitum sem þekktar hafa verið fyrir ódæðisverk. í reglugerðinni stendur meðal annars að hermennirnir „eigi aldrei að stofna til ólöglegs sam- bands við konu því engin kona sé í raun að bíða eftir hermanni er leið eigi hjá, einnig séu margar konur giftar ellegar dætur ein- hvers einhvers staðar". Einnig er áfengisneysla harð- lega bönnuð þar sem hermenn gætu átt á hættu að misnota vopn þau er þeim voru fengin til varnar fólkinu í landinu. íbúar Kampalaborgar hafa yfir höfuð látið vel af hersveitum NRA síðan þær náðu völdum í höfuðborginni fyrir þremur vik- um og virðist meiri virðing vera borin fyrir almennum borgurum en oftast áður í þessu ófriðsanra landi. Jose Duarte forseti El Salvador samdi um lausn dóttur sinnar við vinstrisinn- aða skæruliða. Hér faðmast feðginin eftir að dóttirin Inés var látin laus. Samn- ingaleiðin ku hafa bakað Duarte óvinsæld.ir hægri afla í landinu. El Salvador: Hægriöfl huga San Salvadur-Rcutcr fsrael: Ferðamenn fjölmenntu Bretland: Fordómarnir láta ekki að sér hæða Lundúnir-Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.