Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 5. desember 1989 Um 150 íbúðir í Reykjavík undir hamarinn á þessu ári: Nauðungarsala íbúða tvöfaldast á 2 árum Fjöldi íbúöa sem seldar eru á nauöungaruppboðum í Reykjavík hefur u.þ.b. tvöfaldast á aðeins tveim árum. Um 150-160 íbúðir hafa verið seidar á uppboði í Reykjavík það sem af er þessu ári og mun sú tala enn eiga eftir að hækka. Áætla má að tvöfalt fleiri fjölskyldur missi þakið ofan af sér með þessum hætti í ár heldur en árið 1987 og yfir 20 sinnum fleiri heldur en árið 1983 og fyrr. Athygli vekur að miðað við fjölda íbúða virðast hlutfallslega tvöfalt fleiri íbúðir í Verkamannabústöðum lenda undir hamrinum heldur en íbúðir utan félagslega húsnæðis- kerfisins í borginni. Alls hefur stjórn verkamannabústaða í Reykjavík þurft að leysa til sín 24 íbúðir á nauðungaruppboðum í ár, en þær voru 16 á síðasta ári. Um 140-150 íbúðir undir hamarinn Jón Skaftason borgarfógeti áætlar að íbúðir sem seldar verða á uppboði í Reykjavík verði á milli 160 og 170 á þessu ári. í raun verði þær þó eitthvað færri. Því eftir sölu sé alltaf tekinn frestur til að athuga fram komin boð og þá takist alltaf þó nokkrum að bjarga íbúðum sínum til baka. Raunverulegar nauðungar- sölur geti því orðið um 20 til 30 færri, eða í kringum 140 íbúðir í borginni í ár. Þetta svarar til 1 af hverjum 290 þeirra 33.500 íbúða sem eru utan félagslega íbúðakerfisins í Reykja- vík. Hve fjölgun þeirra íbúða sem seldar eru á nauðungaruppboðum í Reykjavík hefur verið geigvænleg undanfarin ár má sjá af þróuninni frá 1983, en fyrir þann tíma höfðu nauðungarsölur í borginni ávallt ver- ið vel undir einum tug á ári: 1983 6 íbúðir 1984 13 íbúðir 1985 28 íbúðir 1986 58 íbúðir 1987 72 íbúðir 1988 80 íbúðir 1989 c.a. 130-150 íbúðir Um 6. til 7. hver þegar seld íbúð á þessu ári eru sem áður segir íbúðir í verkamannabústaðakerfinu, eða 24 íbúðir. Miðað við alls um 2.870 slíkar íbúðir í borginni vantar lítið á að nauðungarsölurnar séu 1% allra þessara íbúða. Til þess að halda þessum íbúðum innan kerfisins, eins og skylt er samkvæmt lögum, leysir stjórn Verkamannabústaða þær til sín á uppboðunum. Mörg sorgleg dæmi „Þessi uppboð eru sjaldan eða aldrei vegna vanskila á þeim skuld- um sem fylgja húsnæðinu - heldur vegna ábyrgða á öðrum lánum eða skuldum sem fólk hefur skrifað upp á fyrir sjálfa sig eða annað fólk, eða aðrar kröfur en þær sem beinlínis fylgja húsnæðinu," sagði Páll R. Magnússon form. stjórnar Verka- mannabústaða í Reykjavík. Hann segir m.a. mörg sorgleg dæmi um það að fólk hafi farið út í vanhugsað- an atvinnurekstur, t.d. á sjoppu eða myndbandaleigu eða að fólk hafi tekið á sig ábyrgðir á skuldum ann- Sigurjón Rist og Hermann Sveinbjörnsson handfjatla ísöxi, sem kom að góðum notum í fransk-íslenska Vatnajökulsieiðangrinum 1951. Ljósm. G.V.A. Bók um Sigurjón Ristkominút Út er komin bókin „Vadd’út í“, sem er ævisaga Sigurjóns Rists vatnamælingamanns. Hermann Sveinbjörnsson fyrrverandi rítstjórí og fréttamaður skráði. Sigurjón Rist er þjóðkunnur fyrir störf sín við vatnamælingar í yfir 40 ár. Hann var frumkvöðull í sínum störfum og átti ómetanlegan þátt í því að afla nauðsynlegrar vitneskju um vatnsföllin á íslandi, svo unnt væri að virkja þau. Bókin um Sigurjón Rist er tæplega 250 blaðsíður. Hún skiptist í 52 kafla og er prýdd á annað hundrað myndum, sem flestar hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings. Bókaútgáfan Skjaldborg gefur bókina út. arra og goldið fyrir með húsnæði sínu. Enda er kostnaður við að búa í þessum íbúðum einn sá lægsti sem yfirleitt þekkist, eða í kringum 10.000 kr. á mánuði m.v. 4 milljóna kr. lánByggingarsjóðsverkamanna. Ábyrgðir jafnvel fyrir ókunnuga Gylfi Thorlacius lögfræðingur mætir á uppboð á þessum íbúðum fyrir hönd stjórnar Verkamanna- bústaða. Hann tekur fram að þessi uppboð fara ekki fram að kröfu Húsnæðis- stofnunar vegna vanskila húsnæðis- lána úr sjóðum hennar. Nokkuð sé hins vegar um að aðrar lánastofnanir hafi veitt lán með veði í þessum (að því er margir mundu telja yfirveð- settu) eignum. Uppboðskröfur geti einnig komið frá Gjaldheimtunni. í þriðja lagi lendi fólk í vanskilum með víxla eða skuldabréf vegna lána eða afborgunarviðskipta. Og síðast en ekki síst sé töluvert um að fólk lendi í vandræðum vegna ábyrgða sem það hefur gengist í fyrir aðra. Gylfi hefur orðið þess var hve margir virðast ekki gera sér grein fyrir hver ábyrgð fylgir því að setja nafnið sitt á fjárskuldbindingar ann- arra. Svo ótrúlegt sem það sé, virðist fólk jafnvel oft vera að skrifa upp á fyrir fólk sem það þekki lítið sem ekki neitt. Sömuleiðis sé töluvert um þetta innan fjölskyldna. Vanskil eru ekkert nýtt fyrirbrigði og kaupmáttur hefur oft rýrnað áður. Hvernig stendur á að nauðung- arsölur á íbúðum skuli 20-faldast á aðeins um hálfum áratug? Langur aðdragandi „Ég held ekki að þetta sé vegna harðari innheimtuaðgerða. Ástand- ið virðist bara vera rniklu verra en áður var og fólk miklu aðþrengdara. Lán eru yfirleitt orðin verðtryggð og ýmsir virðast ekki gera sér grein fyrir hver greiðslubyrði þeirra verður," segir Gylfi. „Það er ekki eins og þessi uppboð séu einhver skyndiaðgerð - heldur eiga þau sér langan aðdraganda. Alla jafna er búið að gefa fólki öll tækifæri sem mögulegt er að gera. Fólk er búið að fá ótal fresti og langur tími líður áður en mál kemst á uppboðsstig. Uppboðin eiga sér því oftast langan aödraganda," segir Gylfi. Sex eignir slegnar sama daginn Svipaða sögu virðist að segja frá Suðurnesjum og Reykjavík. Um 70 fasteignir (íbúðir og aðrar eignir) voru seldar þar á nauðungaruppboði á s.l. ári. Jón Eysteinsson bæjarfóg- eti í Keflavík býst við að þær verði ennþá fleiri í ár. Sama dag og Tíminn talaði við Jón voru 3 eignir þrotabús á Suðurnesjum að lenda undir hamrinum. Um 2-3 vikum áður voru 6 eignir seldar á nauðung- aruppboði einn og sama daginn. - HEI Bragi Þórðarson bókaútgefandi hjá Hörpuútgáfunni, herra Ólafur Skúlason biskup, sr. Jón Einarsson prestur í Hallgrímskirkju á Hvalfjarð- arströnd, Páll Bjarnason cand. mag., Guðjón Ingi Hauksson bóka- hönnuður og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur. Leiftrandi perlur, og Passíusálmarnir Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar eru slík trúarleg listaverk að þá þarf vart að kynna fyrir íslend- ingum. En Hallgrímur samdi fleira en Passíusálmana. Hluti kveðskap- ar Hallgríms utan Passíusálmanna er vel þekktur meðal þorra íslend- inga, en aftur á móti hefur minna farið fyrir ýmsum kvæðum, stökum, lausavísum og rímum. Nú er út komin sérstök úrvalsút- gáfa valinna verka Hallgríms Pét- urssonar í fallegu og handhægu bandi ásamt hinum ódauðlegu Passíusálmum sem nú eru prentað- ir í sjötugasta og áttunda skipti. Það er Hörpuútgáfan sem gefur verk Hallgríms út í tveimur bindum. Bindið sem geymir Passíusálm- ana var í umsjá Helga Skúla Kjart- anssonar sagnfræðings. í hinu nýja bindi eru leiðréttar ýmsar prentvill- ur og missagnir sem hlaðist hafa upp í hinum fjölmörgu útgáfum Passíusálmanna. Studdist Helgi Skúli við handrit séra Hallgríms við frágang textans. Það var Páll Bjarnason cand.mag. sem sá um að velja kvæði Hallgríms sem birtast í bind- inu sem geymir úrval annars kveð- skapar en Passíusálmanna í þessari útgáfu. Leiðarljós Páls var að velja aðgengilegri kvæði Hallgríms og hin þekktari með það í huga að ungt fólk gæti nálgast þær „leiftr- andi perlur“ sem finna má í skáld- skap Hallgríms. Þá hafði hann gætt þess að birta sýnishorn af öllum tegundum kveðskapar Hallgríms. Tiltók Páll þar sérstaklega rímurn- ar sem fallið hafa í skuggann af öðrum kveðskap Hallgríms, oft að ósekju. Stuðningur við verslunarfyrirtæki í strjálbýli sem eiga við mikinn rekstrarvanda að etja: Sérstakur skattur verði endurgreiddur Lagt er til að sérstakur skattur á verslunarhúsnæði verði endurgreiddur af verslunarhúsnæði í strjálbýli. Þetta er ein af tillögum nefndar sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði til að gera athugun á afkomu verslunarfyrirtækja í strjálbýli og gera tillögur um hvernig bæta megi aðstöðu þeirra. Nefndin er sammála um að æski- legt sé að komið verði á endur- greiðslu þar sem verslunarsvæðið nær til um 1500 íbúa eða færri og áætlar nefndin að á yfirstandandi ári nemi skatturinn rétt innan við 10 milljónir króna. Þá er lagt til að leyfð verði hækkuð álagning á landbúnaðarvörur í smá- sölu og veittir verði hagræðingar- styrkir til strjálbýlisverslana sem m.a. kosti rekstrarráðgjöf til þeirra. í fjórða lagi er lagt til að veittir verði styrkir til að greiða fyrir sameiningu verslunarfyrirtækja í verslunarþjón- ustu í strjálbýli og stuðlað verði að tengingu verslunarþjónustu við aðra þjónustu, s.s. bensínsölu, lyfjasölu, áfengissölu, happdrættisumboð o.s.frv. Að Byggðastofnun veiti lán eða stofnstyrki til uppbyggingar verslunarþjónustu er ein af tillögum nefndarinnar, enda er nefndin sam- mála um að stuðningur við verslun- arþjónustu í strjálbýli sé eðlilegur þáttur í framkvæmd byggðastefnu. Að lokum er lagt til að veittir verði rekstrarstyrkir til strjálbýlisverslana í sérstökum tilvikum, til að takast megi að viðhalda nauðsynlegri versl- unarþjónustu. Þetta á við um dag- vöruverslanir, sem þjóna fámennum byggðum, búa við einangrun í sam- göngumálum og önnur þau skilyrði er torvelda nauðsynlegustu verslun- arþjónustu. Af þeim gögnum sem nefndin aflaði sér sannreyndi hún að við mikinn rekstrarvanda er að etja í verslunarrekstri í strjálbýli og er þar bæði um að ræða vanda sem stafar af breytingum á verslunarsvæðum og tímabundnum vanda vegna efna- hagsástandsins um þessar mundir. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.