Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. desember 1989 Tíminn 3 Standandi frá vinstri, Sigurgeir Steingrímsson cand mag., Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur og Dr. Ingi Sigurðsson. Sitjandi frá vinstri Hördur Ágústsson listmálari, Dr. Jakob Benediktsson og Sigurður Líndal ritstjóri SÖgU íslands. Tímamynd Ámi Bjarna Fjórða bindið af Sögu íslands er komið út: Hagur þjóðarinnar vargóðurá 14. öld Árið 1974, á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar, var ákveðið að frumkvæði Þjóðhátíðarnefndar að gefa út sögu Islands. Fjórða bindi þeirrar sögu er nú komið út. í því er fjallað um sögu 14. aldar, auk þess er í bindinu ítarlegur kafli um húsagerð á miðöldum. Ellefu ár eru liðin síðar þriðja bindið af Sögu íslands kom út. Helstu ástæður fyrir þessari löngu bið er að aðalhöfundur fjórða bindis- ins, Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur, veiktist og lést áður en hann gat lokið sínum hluta bókarinnar. Auk þess hefur sögu þessa tímabils verið lítið sinnt og því þurfti að leggja mikla vinnu í rannsóknir á frum- heimildum. Nú liggja fyrir nær frá- gengin handrit af fimmta og sjötta bindi Sögu íslands. Vonir standa því til að þau muni koma út mjög bráðlega. Höfundar í þessu bindi eru dr. Ingi Sigurðsson, sem fjallar um höf- uðdrætti í sögu Evrópu á síðmiðöld- um, Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, sem skrifa meg- inefni bókarinnar. Þar er m.a. sagt frá högum þjóðarinnar, atvinnuveg- um, árferði, stjórnmálaþróun og fleiru. Að lokum er ítarlegur kafli eftir Hörð Ágústsson listmálara um húsagerð á miðöldum. Sigurður Líndal ritstjóri Sögu ís- lands sagði að með þessu bindi sé mörkuð viss tímamót í sagnaritun að því leyti að sögu 14. og 15. aldar hefur ekki fyrr verið gerð viðlíka skil. Sigurður sagði að hugsanlega kæmi það mörgum á óvart hve hagur þjóðarinnar var raunverulega góður á 14. öld, en ýmsum hefur hætt til að lýta svo á að niðurlægingartími þjóð- arinnar hafi hafist strax og ísland komst undir Noregskonung 1262. Á 14. öld hófst útflutningur á hertum fiski í stórum stíl sem færði þjóðinni meiri velsæld en hún hafði búið við á 13. öld. Andleg menning var einnig með miklum blóma á þessum tíma. - EÓ Loðnuskipið Bjarni Ólafsson fékk loðnu við Kolbeinsey: Veiðibanninu var frestað Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ákvað á sunnu- dagskvöld að fresta gildistöku loðnuveiðibannsins um óákveð- inn tíma, sem taka átti gildi kl. 20.00 í gærkvöldi. Það var gert í Ijósi þess að loðnuskipið Bjarni Olafsson AK fékk rúm 100 tonn af loðnu þá um kvöldið. Fregnir þessa efnis bárust inn á fund sem fjölmargir loðnusjómenn, út- gerðarmenn og aðrir er tengjast veiðum og vinnslu sátu á Akur- eyri, ásamt aðilum úr sjávarút- vegsráðuneytinu. Því var farið fram á við ráðherra að fresta banninu sem hann gerði, þar til nánar hefur verið athugað hvað værí að gerast á miðunum. Utgerðir loðnuskipanna hafa farið þess á leit að fá að taka þátt í síldveiðum, vegna fyrirsjáanlegs aflabrests í loðnuveiðum. Að söng Jóns B. Jónassonarskrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu hefur þeirri beiðni verið hafnað. Um er að ræða 1000 lestir á bát, eða 45.000 tonna síldveiði til viðbótar þeirri sem þegar hefur verið úthlutað. Jón sagði að menn teldu það óráðlegt að láta, vonandi tímabundið ástand loðnustofnsins bitna á síldarstofnin- um og skemma þá fyrir því sem þar hefur verið byggt upp á undanförn- um árum. Jón sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun hversu legni veiðibanninu yrði frestað. „Það á að gefa aðilum tóm til að kanna þessar fréttir og hvort ástandið sé eitthvað að breyt- ast, eins og upplýsingar bárust um, en varð síðan minna en menn voru að vonast," sagði Jón. Hann gerði ráð fyrir því að tvær nætur yrðu að líða áður en frekari ákvörðun um málið yrði tekin. Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fer út til loðnuleitar í dag og verður fyrst og fremst athugað hvort einhver loðna komi undan hafísnum úti fyrir Vestfjörðum, en jafnhliða athugað hvort hún sé ekki að þétta sig á öðrum svæðum. Ef til þess kemur að veiðar verði stöðvað- ar hefur verið rætt um að styrka tvö loðnuskip til leitar við hlið rann- sóknaskipsins. Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknarstofn- un fór með Hilmi SU út á miðin á sunnudagskvöld þegar fregnir bárust af loðnuveiði við Kolbeinsey og mun hann fylgjast með hvað þar er að gerast. - ABÓ Átök á íslandi Til átaka kom milli tveggja manna á Hótel íslandi aðfaranótt laugar- dags, sem endaði með því að annar mannanna hlaut tvo skurði, annan á hálsi og hinn á síðu. RLR hefur ástæðu til að ætla að þarna hafi verið að verki ísraeiskur ríkisborgari, sem var á staðnum. Hann var á sunnudag úrskurðaður í tíu daga gæsluvarð- hald að kröfu RLR, á meðan máli er rannsakað frekar. - ABÓ Aktu eins oq þú vilt aðaoriraki! alUMEEROAR MtUM EINS OC MENN' V RÁD SAGAN GLEYMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson. Ásgcir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu íslenskan forsætisráðherra reka. UNDIR HAMRINUM. Grétar Kristjónsson. Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Hér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa i greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifarfkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. Harold Sherman.' Sherman greinir hér frá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og setur fram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. Hann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og likamí. DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir. 'Jf'* Frásagnir af dulskynjunum sjö islenskra kvenna. ^ y Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. hér segja sjö islenskar konur frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. v OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Gudmundsson. 20 ræóur og greinar. hér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu í Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson. . Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 konVút Leikurað ordum, þar sem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru márgbreytileg að efni og framsetningu ög bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eirikur Smith myndskreytti. SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OLIVIRS STEMS SF 1 rr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.