Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 5. desember 1989 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: FH-ingar féllu úr toppsæti 1. deildar í handknattleik á laugardag er þeir biðu sinn fyrsta ósigur í dcildinni. Það voru Valsmenn sem slógu Hafnfirðingunum við með ótrúlega öruggum sigri 26-21. FH- ingar eru þó ekki langt undan, þeir hafa 13 stig eins og Valsmenn, en teljast vera í öðru sætinu, vegna úrslitanna ■ þessum innbyrðisleik liðanna. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, FH-ingar höfðu frumkvæðið framan af en um miðjan hálfleikinn komust Valsmenn yfir. Þeir voru síðan 2 mörkin yfir þegar að leikhléinu kom. Síðari hálfleikur var mjög vel leikinn að hálfu Valsmanna, en FH- ingar áttu í hinum mestu erfiðleik- um. Lokamínútur leiksins voru ekki einu sinni spennandi, Valsmenn höfðu þegar tryggt sér sigur í leikn- um. Varnarleikur Valsmanna var frá- bær í þessum leik og Einar Þorvarð- arson átti stórleik í markinu. Héðinn Gilsson náði aldrei að rífa sig lausan og sóknarleikur FH-ingar var mjög vandræðalegur. í sterku liði Vals stendur frammistaða Einars Þor- varðarsonar upp úr, ásamt góðum leik Valdimars Grímssonar. Aðrir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir góðan leik. Þorgils Óttar Mathiesen þjálfari FH-inga gat lftið leikið með vegna meiðsla og veikti það liðið mikið. FH-ingar geta meira en þeir sýndu í þessum leik, en framundan er hörð og jöfn keppni um íslandsmeistara- titilinn. Margt bendir til þess að það verði þessi tvö lið sem koma til með að berjast um titilinn, en Stjarnan og KR eru ekki langt undan. Sem sagt galopin staða á toppnum og mikil spenna framundan. Leikinn dæmdu þeir Einar Sveins- son og Kjartan Steinback og dæmdu þeir sæmilega. Mörkin Valur: Valdimar 7, Jón 5, Jakob 4, Brynjar 4/2, Finnur 3, Júlíus 2 og Ingi Rafn 1. FH: Óskar 7/3, Jón Erling 5, Hálfdán 3, Gunnar 3, Héðinn 2 og Guðjón 1. BL Körfuknattleikur: Fyrsta tap Njarðvíkinga - Þór vann 11 stiga sigur í Njarövík! Óvæntustu úrslit helgarinnar í körfuknattleiknum eru án efa 84-95 tap Njarðvíkinga gegn Þórsurum frá Akureyri á sunnudag, en leikurinn fór fram í Njarðvík. í hálfleik var staðan 44-50. Bandaríkjamaðurinn í liði Njarð- víkinga, Patrick Releford, var rek- inn út af vellinum um miðjan fyrri hálfleik eftir að hafa fengið tvö Staðan í Flugleiða- deildinni A-riðill: Keflavík .... 11 8 3 1091- 895 +196 16 Grindavik .. 12 7 5 979- 976 +3 14 ÍR........ 12 5 7 978-1030 -52 10 Valur..... 12 4 8 988- 990 +2 8 Reynir.... 12 0 12 818-1131 -282 0 B-riðill: Njarðvik ... 12 11 1 1087- 996 +91 22 KR .......... 11 9 2 832- 725 +76 18 Haukar.... 11 6 5 1105- 998 +107 12 Tindastóll .. 12 5 7 1041-1025 +16 10 Þór....... 13 4 9 1096-1215 +119 8 tæknivíti fyrir mótmæli. Jóhannes Kristbjörnsson var einnig rekinn af leikvelli með tvö tæknivíti og verða þeir því líklega báðir í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta Haukum á Hafnarfirði á sunnudaginn kemur. Teitur Örlygsson varð að fara af Ieikvelli með 5 villur snemma í síðari hálfleik, en leikurinn var mjög harður, alls voru dæmdar 58 villur í leiknum. Njarðvíkingar máttu þola sinn fyrsta ósigur á þessu fslandsmóti, en fáir hafa reiknað með að Þórsarar yrðu fyrstir til þess að leggja bikar- meistarana að velli, hvað í Njarðvík. Fróðlegt verður að fylgjast með gengi Njarðvíkurliðsins á næstu vik- um og spurning hvort fleiri tapleikir fylgi í kjölfarið eins og gerðist í fyrra. Þórsliðið hefur komið Iiða mest á óvart í vetur, en liðið hefur átt mjög misjafna leiki. Liðið á að leika gegn KR nyrðra á sunnudaginn kemur og þá kemur í Ijós hvort liðið nær að fylgja þessum sigri eftir. Stigahæstur í liði Þórs var Banda- ríkjamaðurinn Dan Kennard með 37 stig, en hjá Njarðvík gerðu þeir flest stig ísaic, Jóhannes, Teitur og Kristinn, eða 14 stig hver. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al- bertsson og Leifur Garðarsson. MS/BL Valdimar Grímsson átti mjög góðan leik með Valsmönnum gegn FH á tekinn föstum tökum af FH-ingum. laugardag. Á myndinni er Valdimar Tímamynd Pjetur. Jafntefli botnliðanna Víkingar máttu sætta sig við jafn- tefli 22-22 gegn HK-mönnum úr Kópavogi, en liðin leiddu saman hesta sína í Laugardalshöll. Eftir að hafa haft frumkvæðið í Handknattleikur: Stjömusigur Stjarnan vann léttan sigur á ÍBV er liðin mættust í Garðabæ. Lokatöl- ur voru 29-23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-9 Stjömunni í vil. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik tók Stjarnan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og náði mest 10 marka forystu 26-16. Undir lokin þegar varamenn Stjörnunnar voru komnir til skjalanna náðu Eyjamenn að laga stöðuna. Markahæstir Stjarnan: Sigurður B. 7/3, Gylfi 6/1, Skúli 5 og Haf- steinn 4. ÍBV: Sigurður G. 6/2, Þorsteinn 4 og Guðmundur 4. BL Staðan í 1. deildinni í handknattleik VfS-keppninni: FH ........ 8 6 1 1 214-185 +29 13 Valur....... 8 5 1 1 201-173 +28 13 Stjaman ..8 5 2 1 191-161 +30 12 KR .........8 4 2 2 179-183 -4 10 ÍR.......... 8 3 2 3 181-180 -1 8 ÍBV......... 8 2 2 4 186-192 -6 6 Grótta .... 8 2 1 5 166-183 -17 5 KA ........82 1 5 176-194 -18 5 Víkingur .8 1 2 5 179-193 -14 4 HK .........8 1 2 5 165-193 -29 4 leiknum, misstu Víkingar taktinn undir lokin og HK náði að jafna. Liðin eru því enn í botnsætum deildarinnar með 4 stig hvort. Markahæstur Víkinga var Bjarki Sigurðsson með 9/3 mörk, en Magn- ús Sigurðsson gerði 11/5 mörk fyrir HK. BL Vinningstölur laugardaginn 2. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.185.503 4af5^p 10 119.243 3. 4 af 5 332 6.195 4. 3af 5 11.238 427 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.418.802 kr. 'Ém UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.