Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 5. desember 1989 Tíminn 13 Konur á Suðurlandi Minnum ykkur á framhaldsaðalfundinn og 5 ára afmælisfagnaðinn í Hótel Selfoss miðvikudaginn 6. des. nk. kl. 20.00. Dagskrá: Lagabreytingar. Önnur mál. Myndasýning. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu. Framsóknarvist - Rangæingar Sunnudaginn 10. des. kl. 21.00 verður næst síðasta umferð í þriggjakvöldakeppninni spiluð á Hvolnum. Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru helgarferð til Akureyrar fyrir tvo, að verðmæti kr. 25.000,- Framsóknarfélag Rangæinga. Suðurland Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547. Lítið inn, kaffi á könnunni. Stiórn KSFS. Páll Pétursson Einar Bollason Kópavogur Fundur verður haldinn að Hamraborg 5, fimmtudaqinn 7. desember. Páll Pétursson alþingismaður flytur erindi um Tsland, EFTA og samninga við Evrópubandalagið. Fundarstjóri verður Einar Bollason. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 23. desember n.k. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í sima 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Jólaalmanak S.U.F. 1989 Útdráttur hefst 1. desember. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík. Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa. Samband ungra framsóknarmanna. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Árnesingar - nærsveitir Spilum félagvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 8. desember kl. 20.30. Síðasta kvöldið í 3ja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Keflavík Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík verður hald- inn á Glóðinni laugardaginn 9. desember kl. 16.00. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. SPEGILL Edward prins fékk svartan hatt í apríl sl. var Edward Bretaprins á ferð í Sovétríkjunum og þá kynnti hann sér auðvitað leikhús- lífið, því að það er hans aðaláhuga- mál. Prinsinn kynntist rússneskum nemendum í leiklistarskóla í Moskvu, en það stóð einmitt til að skólinn færi í haust í leikferð til Englands með uppfærslu sína á leikriti Arthurs Miller „í deigl- unni“ (The Crucible). Edward prins sagðist lofa því að koma á sýninguna hjá þeim og heilsa upp á hópinn. Það loforð hélt hann í október sl. þegar rússnesku leiknemend- urnir voru á ferð í London og léku í Hammersmith's Riverside The- atre. Þegar prinsinn kom að tjalda- baki að óska hópnum til hamingju með vel heppnaða sýningu, þá varð hann bæði undrandi og glaður þegar honum var færður svartur, fínn hattur að gjöf. Hann sagðist svo sannarlega ætla að nota hattinn heilmikið. Prinsinn ungi er mjög þunnhærður og notar mikið höfuð- föt. Michael Caine og Roger Moore í skotapilsum í myndinni „Hitt í mark“ Michael Caine og Roger Moore í skotapilsum í nýrri mynd Tvær kvikmyndahetjur breska heimsveldisins eru nú við kvik- myndaleik í Skotlandi. Það eru þeir Michael Caine, 56 ára og Roger Moore, sem er 62 ára. Báðir eru þeir heimsþekktir fyrir leik í kvikmyndum, enda hafa kapparnir verið í kvikmyndabransanum árum og áratugum saman. Michael Ca- ine er sagður þekktastur fyrir myndirnar „Endalok í Berlín" og „Órninn er sestur", en Roger Mo- ore frægastur sem 007-hetjan, en hann lék James Bond í mörgum myndum. í Skotlandi er verið að taka upp kvikmynd sem nefnd er „Bull's Eye“ (Hitt í mark). Þar leika þeir saman, Caine og Moore, en þetta er gamanmynd um kjarnorkufræð- ing og svikahrapp og njósnir. Leikararnir eru glæsilegir í skoska þjóðbúningnum, skotapilsi og tilheyrandi, en eru augsýnilega báðir nokkuð farnir að láta á sjá með árunum. Snyrtimeistararnir þurfa lengri tíma nú til að farða þessa herra en hér áður fyrr, segja þeir. Hárið er farið að þynnast, svo hártoppar eru nauðsynlegir, og svo þarf að „spartla" ofan í hrukkur og sprungur, eins og á gömlum múr- vegg fyrir málningu. Kvikmyndin „Bull's Eye“ er að mestu leyti tekin upp við Inverary kastala í nágrenni við Glasgow. Talað er um að kostnaður við myndina verði um það bil 1,3 milljarðar íslenskra króna. Leik- stjóri myndarinnar er Michael Winner, en í einu af kvenhlutverk- unum er Debbie Barrymore, sem er dóttir Rogers Moore.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.