Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn BÆKUR Indriði Olfsson LEYNISKJALIÐ Leyniskjalið eftir Indriða Úlfsson er fyrst og fremst spennandi og viðburðarík drengjasaga. Það er vor og prófunum er að ljúka. Indriði Úlfsson, skólastjóri og rithöfundur, hefur skrifað á þriðja tug bamabóka og frá því fyrsta bók hans kom út hefur hann verið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, m.a. híaut hann á sínum tíma verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina „Óli og Geiri", en þau verðlaun eru veitt árlega fyrir bestu íslensku barnabókina. Útgefandi er Skjaldborg hf. Af lífi og sál Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá. Höfundur: Þóra Einarsdóttir Útgefandi: Skjaldborg hf. Hún hefur alla tíð unnið „af lífi og sál" og fátt látið sér óviðkomandi. Prestsmaddaman á Kálfafellsstað var strax tilbúin að láta að sér kveða og hikaði ekki við að rífa upp gamlar hefðir með rótum ef hún taldi að breytinga væri þörf. Hún kom við kaunin á mörgum í gegnum tíðina enda skapmikil kona og ákveðin. Það skipti ekki máh hvort verið var að berjast við seinvirkt ríkiskerfi á íslandi eða embættismenn í öðmm löndum, hún gafst aldrei upp og vann oftast sigra fyrir sitt fólk. Hún gerði sér ljóst í upphafi að ekki næðist árangur nema öllu væri beitt og beitti þá ýmsum meðulum málefninu til framdráttar. Til að auka þekkingu sína á félagslegri þjónustu, og þá sérstaklega þjónustu við fanga, stundaði hún nám í Danmörku og heimsótti síðan ÖU helstu fangelsi Evrópu. Hún fann strax að heima á f slandi væri mikil þörf fyrir slíka þjónustu, bæði meðan menn væru innan múra og ekki síst þegar þeir reyndu að samlagast þjóðfélaginu á ný, og hún stofnaði Vernd. Þóra sá strax að fangar voru mismunandi á sig komnir, sumir voru sjúklingar sem áttu enga samleið með öðrum föngum, þeir þurftu læknisaðstoð og hælisvist. Hún kom sumum inn á stofnanir í Noregi og lýsir í bókinni öllum þeim erfiðleikum sem sigrast þurfti á tU þess að það tækist. Þóra ferðaðist tU Indlands og sá eymdina í sinni dekkstu mynd, sá þörfina fyrir aðstoð og hún tók tU starfa. M.a. starfaði hún meðal holdsveikra sem eru aUt að því útskúfaðir. Með þrotlausu starfi og mikUli fórnfýsi tókst henni að koma upp meðferðarheimUi fyrir holdsveikar stúlkur og skapa þeim aðstöðu tU vinnu. HeimUi þetta er rekið í nafni íslands og á sitt undir aðstoð héðan að heiman og þá sérstaklega harðfylgi Þóru. Nú þegar þessi bók kemur út er Þóra enn á leið tU Indlands. Farin á heUsu og orðin 76 ára gömul segir hún að þetta sé hennar síðasta ferð. Það sýnir kraft Þóru að hún gefst ekki upp, hún veit að það bíða hennar verkefni þar. Hún ætlar að reyna að tryggja hópi barna, sem koma frá fjölskyldum holdsveikra, skólavist en það er við margvíslegan vanda að fást. Bæði hið opinbera þarna eystra og fjölskyldur þessara barna, sem trúa því að þau hafi ekkert að gera í skóla. Eitt af því sem Þóra þurfti að gera tU þess að börnin ættu möguleika á skólavist var að útvega þeim skólabúninga. Það leysti hún með því að fá sloppa, sem nota atti á íslenskri ríkisstofnun en líkuðu ekki, og breyta þeim í skólabúninga fyrir þessi indversku börn. Þessibók, „Aflífiogsál", gefur nokkra innsýn í margvísleg störf Þóru Einarsdóttur, bókin á erindi tU aUra sem láta sig manneskjuna skipta. Eitt sinn skal hver deyja Agatha Christie, frægasti sakamálasagnahöfundur fyrr og síðar, raðar hér saman af einstakri sniUd umgjörð um atburði er gerðust fyrir 4000 árum. Eins og áður heldur hún lesandanum í spennu sem jafnframt kaUar á endalausar vangaveltur um lausn málsins sem við er að fást. Enginn höfundur nær svipuðum tökum á þessu og Agatha Christie. Bílastæðasjóður Reykjavíkur Vesturgata 7 Enn eru til föst mánaðarkortsstæöi. Verð kr. 4000,- á mánuði Afgreiðsla korta er í varðskýli stæðisvarðar á Bakkastæði Gatnamálastjóri ÍÞRÓTTIR Köruknattleikur: KR vann á „Króknum“ Tindastólsmenn sem léku án Bo Heiden, urðu að láta í minni pokann fyrir KR-ingum á Sauðárkróki á sunnudag. Heiden var í leikbanni vegna tæknivíta sem hann fékk ný- lega, en lokatölur leiksins voru 78- 90. KR-ingar tóku völdin í síðari hálfleiknum eftir að jafnt hafði verið í leikhléinu 38-38. Guðni Guðnason skoraði mest KR-inga eða 22 stig, en Valur Ingimundarson gerði 28 stig fyrir Tindastól. BL Valur vann Reynismenn Reynismenn úr Sandgerði máttu þola enn einn ósigurinn 60-80 gegn Val á Hlíðarenda á sunnudag, en í leikhléinu var staðan 32-27. Mest bar á Bandaríkjamönnunum í liðunum. Chris Behrends gerði 34 stig fyrir Valsmenn og David Griss- om 28 stig fyrir Reynismenn. BL Enska knattspyrnan: Stórsigur Liverpool Úrslitin og staðan í 1. deild ensku knattspyrnunnar eftir leiki helgar- innar: 1. deild Arsenal-Manch. Utd. . Aston Villa-Nott. Forest Chelsea-Wimbledon . . Crystal Palace-QPR . . Derby-Charlton .... Everton-Coventry . . . Luton-Tottenham . . . Manch. City-Liverpool Millwall-Southampton Norwich-Sheff. Wed. . 1-0 2-1 2-5 0-3 2-0 2-0 0-0 2-2 2-2 2-1 Liverpool .... . 16 9 3 4 33-17 30 Arsenal . 16 9 3 4 28-17 30 Aston Villa .. . 16 9 3 4 27-16 30 Chelsea . 16 7 6 3 24-17 27 Norwich . 16 6 7 3 23-18 25 Derby . 16 7 3 6 21-13 24 Southampton . 16 6 6 4 33-27 24 Everton . 16 7 3 6 23-22 24 Coventry .... . 16 7 2 7 13-21 23 Nott. Forest.. . 16 6 4 6 21-16 22 Tottenham .. . 16 6 4 6 21-16 22 Manch. Utd. ., . 15 6 3 6 23-21 21 Wimbledon . . . 16 4 7 5 17-19 19 QPR . 16 4 6 6 17-19 18 Luton . 16 4 6 6 17-20 18 Millwall . 16 4 5 7 23-29 17 Sheff. Wed. ... . 17 4 4 9 11-26 16 Cr. Palace .... . 16 4 4 8 18-35 16 Charlton . 16 3 6 7 12-18 15 Manch. City .. , 16 4 3 9 19-32 15 KR vann á Nesinu Nágrannaslag Gróttu og KR á Seltjarnarnesi lauk með sigri KR 23-25 í mjög jöfnum leik, en jafn var í leikhléinu 10-10. KR-ingar voru sterkari á síðustu mínútum leiksins, eftir jafnræði hafði verið með liðunum allan síðari hálfleik. Páll Ólafsson eldri var bestur KR-inga, skoraði 10 mörk, en Kon- ráð Olavson gerði 6. Fyrir Gróttu var Páll Björnsson markahæstur með 5 mörk, en þeir Sverrir, Davíð, Willum og Halldór gerðu 4 mörk hver. BL Naumur sigur hjá ÍR-ingum Sigur ÍR-inga á KA, 22-21 í Selja- skóla hékk á bláþræði. KA-menn áttu aukakast eftir að leiktíma var lokið og úr því skoraði Erlingur Kristjánsson þjálfari KA-manna. Markið var hins vegar dæmt af sökum þess að mun hafa stokkið upp þegar hann tók skotið. KA-hafði 1 mark yfir í leikhléinu, en ÍR-ingar náðu góðri forystu í upphafi síðari hálfleiks 15-11. En tæpara mátti það varla standa og ÍR vann 22-21. Orri Bollason skoraði 8/1 mörk fyrir ÍR og Þeir Frosti Guðlaugsson og Róbert Rafnsson 6 hvor. Erlingur og Pétur Bjarnason gerðu 5 mörk hvor fyrir KA og Sigurpáll Aðal- steinsson 4/3. Þriðjudagur 5. desember 1989 Jóhannes Sveinsson ÍR-ingur á beinu brautinni upp að körfu Keflvíkinga í upphafi leiksins á sunnudag, meðan leikurinn var í jafnvægi. Jóhannes átti góða spretti í leiknum, en IR-ingar vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Tímamynd Pjetur. Körfuknattleikur: Dómarinn var í aðalhlutverki - þegar ÍBK vann stórsigur á ÍR Vægast sagt einkennileg dóm- gæsla Helga Bragasonar dómara setti mjög niark sitt á leik ÍR og ÍBK í úrvalsdeildinni á sunnudag, en leikið var á heimavelli ÍR-inga í Seljaskóla. Leikurinn leystist í hrein skrípalæti upp úr miðjum fyrri hálf- leik og eftir að fjórir lykilmenn ÍR liðsins voru komnir út af með 5 villur snemma í síðari hálfleik rúlluðu Keflvíkingar yfir heimamenn og lauk leiknum með 79-122 sigri gestanna. Það voru ÍR-ingar sem réðu gangi mála fyrstu 8 mín. leiksins og höfðu 10 stiga forskot 22-12. ÍBK náði að minnka muninn í 1 stig 22-23, eftir að leikmenn liðsins höfðu verið tíðir gestir á vítalínu ÍR-inga. ÍR komst í 27-22, en þá dæmdi Helgi Bragason dómari 3 villur á Thomas Lee með stuttu millibili og voru þær mjög vafasamar. Lee var þá kominn með 4 villur og fór af leikvelli. ÍBK náði að jafna 27-27 úr vítaköstum og eftir það fór heldur betur að hitna í kolunum. Helgi dæmdi tænivíti á Björn Leósson ÍR-ing fyrir mótmæli og í kjölfarið gaf hann ÍBK 4 vítaköst í röð! Liðsstjóri ÍR-inga mótmælti þessu og Helgi svaraði með því að beita tæknivítavopninu og gaf hann Sigurði Val liðsstjóra ÍR tvö tæknivíti með skömmu millibili. ÍBK komst í 33-27 eftir að nýtt vítaköst sín og í hálfleik var 10 stiga munur 45-55. í upphafi síðari hálfleiks voru ÍR-ingar mjög brotlegir að mati Helga dómara og smám saman fóru leikmenn liðsins að tínast af leikvelli með 5 villur, fyrst Thomas Lee eftir mjög vafasaman dóm og síðan með stuttu millibili þeir Björn Steffensen og Björn Leósson. Undir lokin hlaut Björn Bollason sömu örlög. Leikur ÍR-inga hrundi við þetta mótlæti og gestirnir breyttu stöðunni úr 59-69 í 65-84 og 75-99 og síðan 75-114, en mótstaða ÍR-inga var þá engin. Lokatölur voru 79-122. Lið íslandsmeistaranna lék mjög vel í síðari hálfleik, enda var þá fátt um varnir að hálfu ÍR-inga. Sandy Anderson, Falur Harðarson og Guðjón Skúlason léku best Keflvík- inga, en Ólafur Gottskálksson kom einnig sterkur út úr leiknum. ÍR-ingar hófu leikinn af krafti og virtust til alls líklegir, við mótlætið og villuvandræðin hrundi hins vegar leikur liðsins. Dómgæsla Helga Bragasonar var mjög undarleg í þessum leik. Mistök eins og að láta lið fá 4 vítaköst í röð eru óafsakanleg. Þá máttu vissir leikmenn á vellinum sig vart hreyfa án þess að Helgi sæi eitthvað athuga- vert. Kristján Möller varmeðdómari Helga að þessu sinni og hafði hann sig lítið í frammi. Stigin ÍR: Björn St. 16, Jóhannes 16, Thomas Lee 15, Björn L. 12, Bragi 6, Pétur 6, Gunnar 2 og Márus 2. ÍBK: Sandy Anderson 35, Guðjón 24, Falur 19, Ólafur 9, Ingólfur 8, Magnús 7, Sigurður 7, Nökkvi 6 og Júlíus 5. PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.