Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 5. desember 1989 lllllllllllllllll DAGBÓK IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ HOMELITE o ' * S (a 1 o IE33S55 ^ HOMELITÉ~1 —mmuW*****' Rafmagns- keðjusagir Motor- keðjusagir ■|3| ÞGR! ARMULA 11 SIMI 681500 t Haraldur Gíslason frá Vestmannaeyjum, Fannborg 1, Kópavogi lést í Landakotsspítala 24. nóvember. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Gísli Þ. Kristjánsson. t Móöursystir mín, Guðbjörg Jónsdóttir frá Tungufelli í Hrunamannahreppi andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 25. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey og var jarðsett í Tungufelli. Innilegar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góöa umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Svandís Pétursdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma Anna Bergljót Böðvarsdóttir fyrrv. stöövarstjóri Pósts og síma Bjarkarlundi, Laugarvatni, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands aöfaranótt 2. desember. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. Benjamin Halldórsson Bergljót Magnadóttir Georg Douglas Halldór Benjamínsson Sigríöur Mikaelsdóttir Böðvar Benjamínsson Sólveig Friðgeirsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Ingva Kristins Jónssonar Borgarholti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu Sérstakar þakkirtil starfsfólks taugalækningadeildar 32A, Landspítal- anum, og Legudeildar Sjúkrahúss Suöurlands fyrir góöa umönnun. Þórunn Guðjónsdóttir Sigríður Kristinsdóttir Dittli Jón R. Kristinsson Sigurður Árni Kristinsson Guðjón Kristinsson Vilbergur Kristinsson ÓskarDittli Kristrún R. Benediktsdóttir Elke Osterkanp Jóhanna A. Gunnarsdóttir og barnabörn Robin Canter óbóleikari Robyn Koh semballeikari Tónleikar í kvóld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Þau Robin Canter óbóleikar og Robyn Koh semballeikari halda tónleika á veg- um Musica Nova í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20:30. Flutt verða m.a. verk eftir Holliger, Shinohara, Vaughan-Williams, Berio og Poulenc fyr- ir óbó og píanó. Sýningin “Málmverk og aðföng" í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga 70, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20:00-22:00. SMÍDAGALLERÍ Mjóstræti 2B Lilja Eiríksdóttir hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu í Smíðagallerí, Mjóstræti 2B. Hún sýnir 22 olíumyndir og eru þær flestar málaðar á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og laugardaga kl. 14:00-17:00. Frá Félagi eldri borgara Haldinn verður félagsfundur þriðju- daginn 5. dcs. í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20:30. Fundarefni: Norrænt samstarf og líf- eyrismál aldraðra. Allir velkomnir. Athugið: Félagið óskar eftir munum og kökum fyrir basar Félags eldri borgara í Reykjavík, sem haldinn verður9. des. kl. 13:00 í Goðheimum, Sigtúni 3. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Brúðusýning í Bogasal Þjóðminjasafns Jón E. Guðmundsson opnar sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 5. desember og stendur hún til 17. des. Jón hóf starfsemi íslenska Brúðuleikhússins fyrir 35 árum, 5. des. 1954 og hefur starfrækt það síðan. Fyrsta verkefnið var leikritið Rauð- hetta í þýðingu Ævars Kvarans, og mun það einnig verða sýnt núna. Einnig eru á sýningunni krítar- og vatnslitamyndir, ennfremur ýmsir munir skornir út í ís- lenskt birki. Upplýsingar um leikbrúðusýningar meðan á sýningum stendur eru í síma 28888. Slysavamadeild kvenna í Reykjavík Jólafundur verður haldinn fimmtudag- inn 7. desember kl. 20:30 stundvíslega á Hótel Holiday Inn. Góð skemmtiatriði. Skemmtinefndin biður konur um að mæta vel og hafa með sér pakka í jólahappdrættið. Stoðtæki og hjálpartæki Stoðtækjasmíðin STOÐ h/f sem hefur starfrækt þjónustu og smíði stoðtækja og hjálpartækja undanfarin sjö ár að Trönu- hrauni 6 í Hafnarfirði, hefur nú aukið á þjónustu sína með opnun móttöku í Domus Medica, Egilsgötu, Reykjavík. Þar verður aðstaða til að sinna öllum beiðnum um stoðtæki, svo sem spelkur, gervilimi, sjúkraskó og innlegg. Eins verður á boðstólum mikið úrval stuðn- ingsumbúða, hitahlífa, teygjasokka og bakbelta. Einnig verður sinnt mátun á gervibrjóstum og brjóstahöldum. Til að byrja með verður móttakan í Domus opin kl. 12:00-16:00 alla virka daga, en óbreytt starfsemi verður einnig áfram að Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi hjá STOÐ h/f betur, er bent á að panta tíma í síma 652885. Jólafundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur jóla- fund sinn þriðjudaginn 5. des. í Sjó- mannaskólanum kl. 20:00. Borinn verður fram matur, hangikjöt o.fi. Mætið vel og stundvíslega. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns - og námskeið fyrir óbó- og semballeikara Dagana 5.-8. desember halda Robin Canter óböleikari og Robyn Koh sembal- leikari tónleika og námskeið í Reykjavík. Robyn Koh er íslenskum tónlistarunn- endum að góðu kunn fyrir tónlistarstörf sín hér á landi undanfarið, m.a. fyrir tónleika í Skálholti sl. sumar. Robyn hefur komið fram víða í Evrópu og starfar nú í London. Robin Canter stundaði framhaldsnám hjá Heinz Holliger og starfaði m.a. um tíma í Ensemble Intercontemporain í París. Hann er eftirsóttur einleikari og fyrirlesari um allan heim. Robin Canter er prófessor við Royal Northern College í Manchester og leikur reglulega með hljómsveitinni Academy of Ancient Music. Dagskrá þeirra verður sem hér segir: Þriðjud. 5. dcs.: Tónleikar á vegum Musica Nova í Listasafni Sigurjón Ólafs- sonar kl. 20:30. Flutt verða m.a. verk eftir Holliger, Shinohara, Vaughan-Wil- liams, Berio og Poulenc fyrir óbó og píanó. Miðvikud. 6. des.: Fyrirlestur með tóndæmum í Tónlistarskóla Reykjavíkur, Stekk, Bolholti 6 kl. 17:00. Öllum heimill aðgangur. Fimmtud. 7. des.: Tónleikar í Krist- kirkju kl. 20:30 þar sem leikin verður gömul tónlist á sembal og barrokk-óbó. m.a. eftir Hándel, C.P.E. Bach, F. Coup- erin og Scarlatti. Sendið kort til CRAIG! Craig Shergold er 7 ára drengur í The Royal Marsden Hospital í London. Craig er mikið veikur. Hann er með æxli í heila og annaö við mænu, og á að sögn stutt eftir ólifað. Hann hefur fengið mörg kort frá fólki til að óska honum góðs, og nú langar Craig til að komast í heimsmetabók Guinness sem sá einstaklingur sem hefur fengið flest kort með góðum óskum („Get Well Cards“) af öllum sjúklingum í heimi. Nú hefur Tímanum borist beiðni frá London um að hvetja fólk til að senda kort til Craig og hér á eftir fer utanáskrift- in á kortið: CRAIG SHERGOLD 56 SELBY ROAD CARSHALTON SURREY SM 5 1 LD ENGLAND lllllllll MINNING lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guðrún Bjarnadóttir Granaskjóli 15, Reykjavík Fædd 16. ágúst 1931 Dáin 15. nóvember 1989 Pú gekkst að störfum þýð og þolinmóð, í þrá að verða öllu góðu að liði. Pín ævi var sem hugljúft, heilsteypt Ijóð, sem hjörtun fyllirró ogmildum friði. G.A. Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja að Granaskjóli 15 í Reykjavík, féll frá 15. nóvember 1989, 58 ára að aldri. Hún var Öræfingur að ætt og uppeldi. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Sigurðsson frá Hofs- nesi og Lydía Pálsdóttir, Ijósmóðir í Svínafelli. Þau gengu í hjónaband á öndverðu ári 1931. Bjarni hafði þá flutt sig að Svínafelli. Hófu hjónin búskap þar og bjuggu nokkur ár félagsbúi með bróður Lydíu, en hann var kvæntur systur Bjarna. Félagsbúskapur máganna fór vel úr hendi, enda einlægur samhugur allra heimilismanna um það að láta ekki niður falla merkið sem um langan aldur hafði verið borið vel og giftu- samlega á þessu ættaróðali. Árið 1936 fluttust Bjarni og Lydia frá Svínafelli að Hofsnesi. Persónu- legar ástæður á þeint bæ með nánum skyldmennum Bjarna ollu einkum þessum breytingum á högum hjón- anna. Tóku þau þá við búráðum á föðurleifð Bjarna og bjuggu á Hofs- nesi æ síðan meðan þau héldu heilsu til þess og starfskröftum Guðrún, elsta barn þessara hjóna, fluttist ekki með þeim að Hofsnesi en átti heima á Svínafelli mörg ár eftir það. Svínafellsheimilið var fjölmennt. Auk húsráðenda voru þar heimilismenn tvær systur Lydíu og bróðursonur hennar, einnig bróð- urdóttir og hennar maður og oft enn fleira fólk. Guðrún Bjarnadóttir ólst upp með þessu fólki við ástríki og nærgætni í hinni stóru fjölskyldu, enda voru minningar hennar frá Svínafelli síðar á ævinni á þann veg að hún af heilum hug gat tekið undir orð skáldsins: Æska mín leið þar sem indælt vor. Þegar Guðrún var rúmlega þrítug fluttist hún frá Svínafelli til Reykja- víkur og tók að stunda þar vinnu. Sigurður Ingvarsson járnsmiður hefur lengi átt hús og heimili að Granaskjóli 15 í Reykjavík. Þegar hann missti fyrri konu sína, Svöfu Magnúsdóttur, þá voru fimm börn hans stálpuð, en þó flest eða öll á skólaaldri. Eftir að högum hans var þannig komið réð hann Guðrúnu Bjarnadóttur til að gegna ráðskonu- störfum á heimilinu. Fluttist hún þangað á öndverðu ári 1965 - og fyrir lok þess árs gengu þau Sigurður og Guðrún í hjónaband. Þau eignuð- ust eina dóttur. Hún heitir Svafa og er nú uppkomin. Þetta heimili var starfssvið Guðrúnar í 24 ár, alveg fram að dánardægri hennar. Guðrún var vel verki farin og vildi jafnan vera vandvirk. Þess naut heimili hennar. Það var í hennar huga ekki eingöngu vettvangur til starfa, heldur jafnframt hugþekkur vermireitur fjölskyldulífs. Hún var að eðlisfari fróðleiksfús, gerði sér ljósa grein fyrir fegurð landsins og fjölbreytni í ríki náttúrunnar, enda alin upp á fögrum stað og gróðursæl- um. Fögur blóm vöktu oft eftirtekt hennar og hógláta gleði. Guðrún fylgdist með öðru fólki í samkvæmum vina og kunningja og vildi þar sem annars staðar láta gott af sér leiða. En hún tók ekki þátt í almennum félagsmálum, enda fann hún sig ekki alltaf svo sterka til heilsu sem æskilegast væri. Hvar sem hún kom þá duldist ekki hóg- værð hennar og hjartagæði. Hún gekk jafnan fram, hvort sem var til vinnu eða vinafunda, þýð og þolin- móð í þrá að verða öllu góðu að liði. Minningarathöfn um Guðrúnu Bjarnadóttur var haldin í sóknar- kirkju hennar, Neskirkju í Reykj- avík. En útför hennar var gerð frá Hofskirkju í Öræfum. Ætla má eftir hugarfari og fram- komu Guðrúnar að hún hafi að síðustu hugsað til sveitar sinnar, líkt og Vestur-íslendingur hugsaði til' íslands úr fjarlægð: Móðir, hve ljúft er að muna og geyma myndir frá æskunnar dögum hcima. Og sveitungarnir heima kveðja hina framliðnu húsfreyju með alúð- arþökkum og hugsunum eins og þeim sem felast í þessum ljóðlínum: Farðu guðs í friði frjáls af jarðlífs sviði með þinn heila, hreina skjöld. p.l*.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.