Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. desember 1989 Tíminn 5 Af 186 frumsýndum bíómyndum í fyrra voru 8 á öðrum tungumálum en ensku: Reykvíkingar helmingi sialdnar í bíó en 1980 Gestum kvlkmyndahúsa hefur stöðugt farið fækkandi á þessum áratug. Bíógestir í Reykjavík voru um 1.090 þús. í fyrra, sem var fækkun úr 1.420 þús. manns um miðjan áratuginn og úr 1.790 þús. árið 1980. Þegar Iitið er til þess að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 20 þús. manns á tímabilinu hefur bíóferðum borgarbúa fækkað hlutfallslega um nær helming á minna en áratug. Kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað úr 12 í upphafi áratugarins í 6 (með 19 sölum) en sætum fækkað úr um 6.150 niður í 4.800, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Bandarískrar kvikmyndir eru að verða alveg einráðar í kvikmynda- húsunum. I byrjun áratugarins voru hátt í 40% allra frumsýndra kvik- mynda framleiddar utan Bandaríkj- anna. Þetta hlutfall var komið niður í 13% á síðasta ári. Ef taldar eru allar myndir frá öðrum enskumæl- andi löndum (Bretlandi, Kanada og Ástralíu) ásamt myndum sem Bandaríkjamenn hafa gert í sam- vinnu við aðra kemur í ljós að aðeins 8 af 186 frumsýndum myndum á síðasta ári (4%) hafa verið á öðrum tungumálum en ensku. Þýskal. Norðurl. Ö.lönd 3 14 4 4 8 22 3 3 10 1975 1980 1985 1988 Allar 246 220 229 186 Bandar. 162 135 186 162 Bretl. 31 33 20 13 Frakkl. 12 10 6 1 Ítalía 20 8 1 0 Bandar. 34% 39% 19% 13% Árið 1980 voru frumsýndar hér 7 íslenskar bíómyndir, 6 árið 1985 en síðustu þrjú árin 2 myndir árlega. Fjöldi þeirra sem farið hefur að sjá þessar íslensku myndir í bíóum höfuðborgarsvæðisins hefur verið þessi síðustu fjögur árin: 23.200 - 37.100 - 9.300 - 45.100. íslensku myndirnar á síðasta ári voru; Fox- trott og f skugga hrafnsins. í tölum hér að framan eru sérsýn- ingar (þ.m.t. á kvikmyndahátíðum) ekki meðtaldar. Undanfarin fjögur ár hafa um 15 myndir verið á slíkum sýningum að árinu 1987 undanteknu þegar 48 myndir voru á sérsýningum. Hagstofan hefur mjög takmarkað- ar tölur um bíógesti utan höfuðborg- Kvikinyndahúsagestum hefur fækkað um helming frá 1980. arsvæðisins. Á árunum fyrir og um hafi því verið um 2,5 til 2,6 milljónir 1980 var talið að um þriðjungur allra á landinu öllu. Áætlað er að þessi bíógesta sæktu sýningar utan höfuð- tala hafi verið komin niður fyrir 1,5 borgarsvæðisins. Heildarfjöldi gesta milljónir gesta í fyrra. Fessar tölur Tímamynd Árni Bjarna svara til þess að hver íslendingur hafi farið um 11,2 sinnum í bíó á ári í upphafi áratugarins en aðeins 5,2 sinnum í fyrra. - HEI r Landssöfnunin „Brauð handa hungruðum heimi“ er hafin: Ahersla á hjálp til sjálfshjálpar Hin árlega landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er nú hafin og mun standa fram til jóla. Eins og mörg undanfarin ár ber söfnunin yfirskriftina „Brauð handa hungruð- um heimi". Hjálparstofnunin beinir nú kröftum sínum að verkefnum í Indlandi, Namibíu, Eþíópíu, og víðar. Undanfarin ár hefur um 80% af fjármagni Hjálparstofnunarinnar komið í desembermánuði. f fyrra söfnuðust um 20 millj ónir fyrir jólin. Að sögn Sigríðar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Hjálparstofnun- arinnar hafa landsmenn yfirleitt brugðist vel við beiðni stofnunarinn- ar um fjárframlög. Litlu máli virðist skipta hvort samdráttur er í þjóðfé- laginu eður ei. Frjáls framlög eru einu tekjur stofnunarinnar. í ár bárust henni tvær mjög stórar gjafir frá einstaklingum. Björn Bjömsson arfleiddi hana af tveimur milljónum og Vilhjálmur Þorsteinsson arfleiddi hana af fjórum milljónum. Meðal verkefna sem Hjálpar- stofnunin vinnur nú að er að byggja heimilis fyrir vangefin börn á Ind- landi og að styrkja fátæk börn á Indlandi til að menntast. Þá tekur stofnunin þátt í samnorrænu verk- efni til styrktar skólum í Namibíu. Hjálparstofnanir kirkjunnar fylgjast náið með ástandinu í Eþíópíu, en margt bendir til þess að þar sé yfirvofandi hungursneyð í kjölfar uppskerubrests. Langvarandi styrj- öld í landinu gerir þó allt hjálparstarf erfitt. íslenska Hjálparstofnunin tekur einnig þátt í þróunarverkefn- um í ýmsum löndum í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Sigríður segir að höfuðáhersla sé lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þann tíunda desember kl. 11 verð- ur haldin guðsþjónusta á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Lang- holtskirkju. Prestur verður séra Þór- hallur Heimisson. Öll tónlist sem flutt verður er frá S-Afríku. For- söngvarar verða Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Egill Ólafsson. - EÓ n aruo vegna salmonellu I tilefni af því að salmonella hefur fundist í sviðahausum vill Hollustuvernd ríkisins beina því til almennings og matreiðslumanna að ástunda varúð og góðar hrein- lætisvenjur við meðhöndlun og matreiðslu á hráum kjötvörum. Sérstök áhersla er lögð á eftirfar- andi atriði: Að taka allt frosið hrátt kjöt það tímanlega úr frysti að tryggt sé að það sé þiðið þegar steiking eða suða hefst. Gæta verður þess að hrátt kjöt eða blóðvatn úr því komist ekki í snertingu við matvæli, sem eru fullsoðin eða tilbúin til neyslu. Öll ílát og áhöld sem notuð hafa verið við meðhöndlun á hráu kjöti og kjötafurðum verður að þrífa vandlega. Gæta verður þess að hráar kjöt- afurðir séu nægilega vel steiktar eða soðnar. Salmonella og flestir aðrir sýklar drepast í fullsteiktu og fullsoðnu kjöti. Við geymslu viðkvæmra mat- væla verður að gæta þess að þau séu höfð í góðum kæli og ef tilbúnum mat er haldið heitum verður það að vera við hærra hitastig en 60 gráður á Celsíus, þar til neysla fer fram. SSH Landbúnaðarvörur hækka um rúm 6% f dag tekur gildi nýtt verð á landbúnaðarvörum og er hækkun- in að meðaltali rúm 6%. Hámarkssmásöiuverð á mjólk- urlítra er í dag 71.70 krónur og hefur hækkað um 6.2%. Rjómi hækkar um 6.0% og kostar pelinn 149 krónur. Undanrenna hækkar um 6.4% og kostar lítrinn 48.60 krónur. Smjör og ostar hækka um 6.2- 6.4%. Kílóverð á smöri er 543.70 krónur og á 45% osti 758.40 krónur. Nautgripakjöt hækkar um 6.6%. Sem dæmi má nefna að hámarks- smásöluverð á 1. verðflokki er 579.10 krónur kílóið. Sauðfjáraf- urðir hækka um 6.4%. Kílóverð á 1. verðflokki Úrval er frá og með deginum í dag 472.40 krónur. SSH Umræöur um skýrslu utanríkisráðherra um könnunarviðræöur á milli EFTA og EB dragast á langinn: Evrópumál í sjötta skiptið á dagskrá Skýrsla utanríkisráðherra könnunarviðræður EFTA voru teknar í fimmta skipti til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Skýrslan var eina málið sem komst að í gær en ekki tókst að ljúka umræðunni og mun málið þess vegna tekið fyrir í sjötta skiptið. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var erlendis í gær og gat þess vegna ekki verið viðstaddur umræðurnar, en Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra svaraði fyrirspurnum í forföllum hans. Eins og kunnugt er hafa á þessu ári farið fram umfangs- miklar könnunarviðræður á milli fulltrúa ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. Markmið við- ræðnanna er að kanna grundvöll samningaviðræðna á milli EFTA og EB, er leiði til fyllsta mögulegs samkomulags um óhindruð vöru- skipti, flutning fjármagns, þjónustu- viðskipti og atvinnu- og búseturétt, með það að leiðarljósi að koma á einu samræmdu evrópsku efnahags- svæði. Jafnframt yrði þá samið um ýmis jaðarmál er þessu tengjast, s.s. menntamál, rannsóknir og þróun, umhverfismál o.s.frv. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra hefur, frá hendi EFTA, haft forystu í þessum könn- unarviðræðum, sem formaður ráð- herranefndar Fríverslunarsamtak- anna. Niðurstöður viðræðnanna, sem nú er lokið, verða teknar fyrir á sameiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB í Brussel þann 19. þessa mánaðar. Þar verður tekin ákvörðun um hvort grundvöllur sé fyrir því að hefja formlegar samn- ingaviðræður á milli EFTA og EB á næsta ári. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.