Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 5. desember 1989 Timitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samningsstaða íslands Allir hljóta að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að útiloka að íslendingum sé á einhverju stigi nauðsynlegt að gera sérsamninga við Evrópubanda- lagið eða einstök ríki þess um aðlögun íslenskra viðskiptahagsmuna að því efnahags- og viðskiptakerfi sem fyrirhugað er að setja á laggirnar í Evrópu. Engum dettur í huga að útiloka sérsamningaleiðina. Þvert á móti eiga fslendingar að vera viðbúnir að leita sérsamninga um sín mál, ef svo vill verkast. Slík afstaða stríðir ekki gegn þeirri meginstefnu að íslend- ingar taki þátt í almennum viðræðum Fríverslunar- samtakanna (EFTA) og Evrópubandalagsins um ný- skipan markaðsmála í Evrópu. Ríkisstjórnin fylgir þeirri stefnu að íslendingar taki þátt í þeim viðræðum sem ráðgerðar eru milli EFTA og Evrópubandalagsins með þeim fyrirvörum sem sérstaða íslands krefst í slíkum samningum. Á það verður að reyna í hinum almennu viðræðum um gerð aðalsamnings milli ríkjasamtakanna, hvernig semst um íslensk hagsmunamál, en vera ávallt á verði fyrir takmörkunum sem kunna að leynast á þeim samnings- vettvangi eða áeinhverju tilteknu viðræðustigi. íslend- ingar eiga auðvitað ekki að ganga til aðalsamninga með hálfum huga, heldur „opnum“ huga fyrir sérstöðu sinni og óhjákvæmilegum fyrirvörum. íslensk Evrópu- stefna er „fyrirvarapólitík“. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag er réttilega bent á það að Islendingar eru ekki einir meðal EFTA-þjóða að reka undanþágu- og fyrirvara- pólitík í samningum við Evrópubandalagið. Innan EFTA hefur hvert ríki sinna sérhagsmuna að gæta. Morgunblaðið leggur hins vegar áherslu á að það sé hyggilegt að láta á það reyna í heildarsamningum hvort íslendingar nái ekki fram þeim undanþágum sem máli skipta. Með þessu er Morgunblaðið að lýsa stuðningi við málsmeðferð ríkisstjórnarinnar, en setja með fínum hætti ofan í við sjálfstæðismenn fyrir málflutning þeirra á Alþingi, þar sem þeir gerðust offarar í stjórnarandstöðu og sáust ekki fyrir í hentistefnu og ruglingslegri afstöðu í þessu vandasama máli. Eins og Morgunblaðið er að reyna að hafa gott fyrir Þorsteini Pálssyni og félögum hans í afstöðunni til væntanlegra samninga milli EFTA og Evrópubanda- lagsins, hefði þeim verið sæmra að taka öðruvísi á málum en þeir gerðu í síðustu viku í umræðum á Alþingi. Hins vegar er ástæða til að minna á að afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála er sú að flokkur- inn vill ekki útiloka þá hugmynd að ísland verði aðili að Evrópubandalaginu. Enginn íslenskur stjórnmála- flokkur hefur gengið jafnlangt í þessu efni eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er eini flokkurinn sem Iýst hefur þeirri afstöðu að aðild íslands að Evrópu- bandalaginu sé hugsanlegur kostur. Prátt fyrir allt var lengi hægt að treysta því að andstaða gegn aðild að EB væri sterkari í Sjálfstæðisflokknum en fylgi við þá hugmynd. Þessu er ekki treystandi lengur. Frjáls- hyggjuhugmyndir Sjálfstæðisflokksins ganga m.a. út á það að þjóðríkjaskipulagið eigi að líða undir lok. Bandaríki Evrópu er það sem koma skal, að dómi þeirra sem móta framtíðarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Þar á ísland að verða einhvers konar Alaska eða Púertó Rico. GARRI Hjálparstofnun bókmenntanna Nú þegar oki heimsku, fátæktar og undirokunar er að létta af Austur-Evrópu heldur menningar- lifið á Íslandi áfram að blómstra í höndum vinstri manna án teljandi þreytumerkja. Margs er að minn- ast á menningarsviðinu og að mörgu er að gæta til að ekkert fari úrskeiðis í framtíðinni, svo að tökin haldi. Nú er t.d. að nefna að Félag íslenskra bókaútgcfenda er hundr- að ára, en í tilefni af því hefur verið komið upp ógnarlegum bók- menntasjóði, upp á milljón eða meira, sem úthlutað verður úr nú um áramótin. Þessi bókmennta- sjóður verður varla til að efla skáldskapinn að mun, enda er hann kominn í fastan farveg, sem engum eða litlum breytingum tek- ur frá ári til árs. Það er alltaf verið að skrífa sömu bækurnar um ömur- leika tilverunnar, eða einskonar botnlanga vcrkalýðssögunnar í landinu, þar sem bílaverkstæðin blómstra og margvísleg vinstri fræði er komin í stað herragarðs- eigenda reyfaranna. Bókaútgáf- unni í landinu hefur hrakað, vegna þess að nú er alit kjaftæði gefíð út í bókum, þegar áður var venjan að hafna handritum, sem voru talin þýðingarlaus. Engu að síður komu út skemmtibækur eins og Valdimar munkur og Kapítóla, sem þóttu djörf á sinni tíð. Þar var þó hvergi að fínna skít og sex cins og í dag, þegar verið er að skrifa í kappi við kvikmyndirnar. Enginn Shakespeare Hin miklu áhrif fjölmiðla hafa síðan bæst með fullum þunga ofan á bókarskrifín og ruglað enn við- horf lesenda til bóka. Einstök verk eru tekin úr samhengi og frægð úr hófí uns lesandinn veit ekki lengur hverju hann á að trúa og hættir að handfjatla bækur saddur lestrar- daga sinna. Engin góð verk fá að gróa og vaxa í hugum manna. Alvarlegir frammúrstefnuhöfund- ar snúa sér inn á svið, sem hæfa fjölmiðlunum og láta blóð flæða eins og „refla“ niður veggi. Fyrir utan svona reflafræði er einkenni- legt hvað menn eru orðnir leiðin- legir. Mitt oní þessa uppgjöf skáld- skaparíns er svo dengt milljón króna bókmcnntaverðlaunum, lík- lega í von um að eitthvað spírí í skugga þeirra. Þess er þó engin von, vegna þess að um milljón króna verðlaun getur alveg eins faríð og fjölmiðlana, að þau verði hvorki til skilningsauka á góðum skáldskap eða til vegsemdar honum. Við komum ekki til með að eignast neinn Shakespeare þrátt fyrír milljónina, þótt við höfum eignast mörg ígildi hans í auglýsing- um og þessum sérstöku bókmenn- taþáttum fjölmiðla, sem haldið er úti til eflingar menningunni. Asninn í herbúðunum Félag íslenskra bókaútgefenda efnir til hófs á Hótel Sögu í kvöld, 5. desember og ber að óska félag- inu til hamingju með afmælið. Þrátt fyrír allt hafa íslenskir bóka- útgcfcndur fært þakklátum lesend- uni marga góða bók á löngum ferli félagsins. í þessu afmælishófí verða tilnefndar tíu athyglisverðustu bækur ársins. Sá listi verður hinn forvitnilegasti, enda blandast sam- an í forystu fyrir sjóðnum velflestar stéttir landsins, sem er í samræmi við hinar stéttagreindu bókmennt- ir. Jafnvel vinnuveitendur eiga full- trúa á lokastigi ákvörðunar um bókmenntaverðlaunin, þótt launþcgar og leftistar séu þar í meirihluta. Vinnuveitendur eru svona eins og slaufa utan um niðurstöður þeirra, sem ráða öllu um þessa úthlutun. Þannig hefur verið tryggt að skáldskapurínn og bókmenntirnar almennt komist ekki úr þeirri sjálfheldu, sem þær hafa lokast inni í vegna áskipaðra viðhorfa um að bókmenntirnar eigi að þjóna tilteknum stefnum og sjónarmiðum, en sá asni var leidd- ur inn í herbúðirnar með Rauðum pennum á sínum tíma. Það á eftir að koma á daginn hvort milljónin er framhald af því, m.a. vegna þess að ekki er úr neinu öðru að velja, svo vel hefur tekist að loka fyrír skilningarvit skáldskaparins. Einstæð móðir Miðað við stöðu bókmenntanna á hundrað ára afmæli félags bóka- útgefenda verður ekki erfítt að fínna þann sem á að fá milljónina. Þar sem þjóðfélagslegar aðstæður segja orðið meira um skáldskapinn en það sem skrífað stendur í bókum er vísasta veginn til að komast að réttrí niðurstöðu að finna í skattafr- amtölum eða líkum skýrslum. Þannig yrði milljónin keimlík því fé sem Hjálparstofnun kirkjunnar veitir. Þar af leiðir, að fyrirfínnist höfundur sem er einstæð móðir í leiguhúsnæði, ber að líta svo á að hann eigi að fá milljónina. Til þess hefur þessari milljón verið komið á fót, enda fer um hana eins og fé annarra menningarsjóða, sem veitt hefur verið til einstaklinga. Garri VÍTT OG BREITT Hinir ósnertanlegu -Bágt eiga þeir sem verða fyrir ofbeldi en bágara eiga þcir sem beita ofbeldi-. En bágast af öllum á sá dómsmálaráðherra sem vælir þennan boðskap í fjölmiðil þegar hann lætur í ljósi álit sitt á marg- endurteknum og tilefnislausum ár- ásum sem fólk verður fyrir helgi eftir helgi. Beitt er eggjárnum og brotnum glösum af illmennum sem lemstra samborgara sína, sér til gamans að því er best verður séð. Og vesöl er sú þjóð sem lendir í þeirri ógæfu að hafa yfir höfði sér æðstu yfirmenn laga og réttar sem kyssa vöndinn fyrir hönd þeirra sem fengið hafa að kenna á honum á eigin skrokki. Óþarfi er að rekja öll þau fjöl- mörgu atvik er illþýði leggur til atlögu við við þá sem næstir standa eða ganga og stórslasa sér til hugar- hægðar eða hvernig gengið er til verks og hvaða tólum beitt. Um hverja helgi fjölgar fréttum af slík- um atburðum. Einhver hefði haldið að tekið hafi út yfír allan þjófabálk um nýliðna helgi af fréttum að dæma, en lögreglumaður sagði í fjölmiðli að ástandið hefði hvorki verið verra né betra en endranær og lét sér fátt um finnast. Á sama tíma reyna læknar að tjasla ungu fólki saman og koma því úr lífshættu eftir meðferð of- beldismanna. Lögreglumenn sem talað er við segja að fleiri menn þurfi til lög- gæslu en tekjurýrt þjóðfélag telur sig hafa efni á að borga kaup. Þá er einnig upplýst að lögreglu- þjónar segjast sjálfir vera í hættu ef þeir láta sjá sig á þeim stöðum þar sem ofbeldisárásir eru algeng- astar og best að halda sig víðs fjarri á þeim tímum sem heppilegastir þykja til að stórslasa fólk „ í ganni“. Til þessa hefur enginn spurt lögguna og aðra sem eru á kaupi við að halda uppi lögum, til hvers löggæslan sé, eða hvaða hugmyndir þeir hafa um hlutverk hennar. En ljóst er að það er ekki til að verja fólk fyrir sadískum ofbeldisárásum enda eru tilfinningar dómsmála- ráðherra ekki til þess fallnar að efla skilning á að löggæsla eigi að veita borgurunum vernd. Undirritaður veit dæmi um konu sem neyddist til að fara um óvarið land að nóttu til um helgi til að ná í meðöl handa fársjúku barni sínu. Það er nefnilega stundum höfð næturvakt í lyfjabúð á miðjum orrustuvelli. Hún varð fyrir aðkasti og hótunum og veist var að bíl hennar og þóttist aldrei hafa kom- ist í hann jafnkrappan og að neyð- ast til að berjast gegnum hópa af því viðbjóðslega æskufólki sem þarna hótaði ofbeldi. Aðeins er- indið réttlætti þessa hættuför. Hvergi var lögregluþjón að sjá en samt var ekki hægt að aka gegnum hópa brjálæðinganna sem djöfluðust á bílnum, óðir af áfeng- isneyslu og öðrum vímuefnum. Vesalings löggæslan telur of hættulegt fyrir sig að vernda fólk sem neyðist til að hætta sér út að ná í meðöl um nótt og illmenni sem beita ofbeldi sér til hugarhægðar eiga alla samúð dómsmálaráðherr- ans. Inni í skjóli og víðs f jarri í ágætu viðtali við lögreglustjór- ann í Reykjavík sem birt var í Morgunblaðinu um helgina, lét hann í ljós áhyggjur af sívaxandi ofbeldi og að því er virtist tilefnis- lausum árásum á fólk og ræður þá tilviljun hver verður fyrir þeim. En fátt sýnist til úrbóta. Lögreglustjóri kvartaði að vísu um mannfæð og vildi fá leyfi til að auka liðskostinn. En sagði að mjög erfiðlega gengi að fá nokkru breytt til batnaðar innan lögreglunnar. Hann sagðist t.d. vilja að lögreglan færi aftur út á göturnar og næði sambandi við fólk. Ekki sagði lögreglustjóri hvaða ljón væru í veginum, en borgarbúar og aðrir landsmenn eiga heimtingu á að vita til hvers lögreglan heldur eiginlega að hún sé og hvers vegna hún getur ekki sinnt þeirri frum- skyldu sinni að halda uppi lögum og reglu. Lögreglustjóri segir að undir- menn sínir séu komnir inn í bíla. Hvern fjandann eru þeir að gera þar. Svo mikið er víst að þeir eru ekki að stjórna umferð eða koma í veg fyrir umferðarlagabrot, sem allir sjá nema lögreglan. Þeir eru meira að segja hættir að gera skýrslur um slys. Hvað er fólkið eiginlega að gera inni í bílunum eða einhvers staðar annars staðar en þar sem þörf er fyrir eftirlit? Enda segja þeir að það sé hættu- legt - fyrir þá sjálfa. Og ofbeldi illþýðisins magnast með hverri vikunni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.