Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 5. desember 1989 FRÉTTAYFIRLIT ■y MOSKVA - Varsjárbanda- lagsríkin, þar með talin Sovét- ríkin, fordæmdu innrás banda- lagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968 þegar Vorið í Prag var kramið undir beltum skriðdreka aðildarríkjanna. Yfirlýsing þessa efnis var gefin út eftir fund leiðtoga Varsjárbanda- lagsríkjanna sem haldinn var í kjölfar leiðtogafundar risaveld- anna undan ströndum Möltu. MOSKVA - Sovésk stjórn- völd gáfu í skyn að þau væru reiðubúin til að ræða um endursameiningu þýsku ríkj- anna þegar Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands kemur í heimsókn til Sovétríkjanna. PRAG -Á þriðja hundrað manns komu á mótmælafund gean hinni nýju samsteypu- stjorn í Tékkóslóvakíu, en í þeirri stjórn sitja nokkrir ráð- herrar sem ekki eru í kommún- istaflokknum undir forsæti um- bótasinnans Ladislavs Adam- ecs. Stjórnarandstaðan í Borg- aralegum vettvangi vill láta fleiri kommúnista fjúka og kosningar sem fyrst. NÝJA DELHI - Vishwanat Pratap Singh forsætisráðherra Indlands reynir nú að koma saman nýrri minnihlutaríkis- stjórn sem allir þeir aðilar sem veita Sinah brautargengi sem forsætisraðherra geti sætt sig við. BEIRÚT - Átök brutust út milli trúbræðra Shíta i austur- hluta Líbanon. Liðsmenn Hiz- bollahsamtakanna og Amal- liða börðust af hörku og lágu að minnsta kosti 20 manns í valnum. Þá gerðu vopnaðar sveitir kristinna manna í suðurhluta Líbanon stórskota- liðsárás á þorp Shíta. Fjórir féllu. Hafa Amalliðar sem völd höfðu í þorpinu hótað að svara fyrir sér með stórskotaliðsárás á svæði innan landamæra ísrael. MANAGVA - Opinber kosningabarátta fyrir kosning- arnar í Níkaragva 25. febrúar hófst og er talið næsta víst að kosningabaráttan verður hörð. AÐ UTAN Víðtæk spilling leiðtoga kommúnistaflokks Austur-Þýskalands kemur upp á yfirborðið: Það var hressileg hundahreinsun í austur-þýska kommúnistaflokknum á sunnudaginn þegar miðstjórn flokksins rak á einu bretti helstu leiðtoga sína vegna spillingar. Stjórnarnefnd kommúnistaflokks- ins, sem áður hafði verið hreinsuð af helstu harðlínumönnunum, var sett af og þess í stað voru tuttugu og fimm umbótasinnar skipaðir í neyð- arstjórn til að bjarga því sem bjargað verður af flokknum. Er þeim falið að stofna umbótasinnaðan sósíalista- flokk úr rústunum. Egon Krenz hinn nýi leiðtogi flokksins sagði af sér því embætti á sunnudag, en fær að halda embætti forseta Austur-Þýskalands. Er talið að sú vegtylla loði ekki lengi við Krenz þar sem hann er tengdur hinni víðtæku spillingu fyrrum forystuliðs sem upp komst um fyrir helgi. Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýskalands sagði sig úr for- sætisnefndinni áður en henni var sparkað, en hann hafði einungis verið meðlimur þar frá því eftir að Honecker sagði af sér sem leiðtogi Austur-Þýskalands og umbótaskrið- an fór af stað. Umbótaríkisstjórn Modrows tók í gær höndum saman við stjórnar- , andstöðuna og kom á fót sérstakri nefnd til að rannsaka spillingu fyrr- um forystumanna Austur-Þýska- lands. Þegar hafa þeir Gúnther Mit- tag fyrrum fjármálaráðherra og Harry Tisch fyrrum verkalýðsleið- togi verið handteknir vegna víðtæks fjármálamisferlis og spillingar. Þá hefur háttsettur embættismaður flú- ið land, en hann varð vís af víðtæku braski með gjaldeyri og er talið að helstu leiðtogar flokksins hafi verið viðriðnir það misferli og eigi millj- arða inn á bankareikningum í Sviss. Gífurleg reiði greip um sig í Egon Krenz og Hans Modrow fengu reisupassann ásamt öðrum stjórnar- nefndarmönnum austur-þýska kommúnistaflokknum. Framtíð Egonz er ekki björt þó hann haldi enn embætti forseta Austur-Þýskalands, þar sem hann tengist gömlu spilltu valdaklíkunni um of, en forsætisráðherrann Modrow gæti átt framtíð fyrir sér. Hann hefur tekið höndum saman við stjórnarand- stöðuna um að rannsaka spillingu gömlu valdhafanna. Austur-Þýskalandi þegar misferli flokksforystunnar var upplýst á fundi Volkskammer, austur-þýska þingsins á föstudagskvöld. Höfðu hundruð þúsunda manna krafist af- sagnar forystunnar á mótmælafund- um víðs vegar um landið áður en miðstjórnin gaf þeim náðarhöggið. Stjórnarnefndin rekin með skömm Filipseyjar: Enn bardag- ar í Manila Ennþá var barist í Manila höf- uðborg Filipseyja í gærkveldi þrátt fyrir að ríkisstjórn Aquino forseta hafi haft yfirhöndina eftir að hluti stjórnarhersins gerði til- raun til að steypa forsetanum af stóli fyrir helgi. Hart var barist um helgina þar sem uppreisnar- hermenn hétu að berjast til síð- asta blóðdropa. Fjögur hundruð vel vopnaðir uppreisnarmenn hafa á sínu valdi fimmtán háhýsi í Makatihverfinu í Manila, en þar er meðal annars fjöldi lúxushótela. Bauð Aquino forseti þeim vopnahlé seinni part- inn í gær svo að almennir borgar- ar sem lokast hafa inni á þessu svæði vegna bardaganna, gætu komið sér undan. Uppreisnar- mennirnir höfðu ekki svarað til- mælum forsetans í gærkveldi. Leyniskyttur uppreisnarmanna hafa skotið á hvern þann sem hætt hefur sér inn á átakasvæðið og virðist enginn bilbugur á þeim þó staða þeirra eigi að vera vonlaus. Um eitthundrað manns hafa fallið og um fimmhundruð særst í uppreisnartilrauninni, sem er sú sjötta sem Aquino forseti hefur þurft að láta berja niður frá því hún komst til valda árið 1986. Leiðtogi uppreisnarmanna er talinn vera Rafael Galvez, en hann var skólabróðir Gregoro „Gringo“ Honasan, sem leiddi uppreisnartilraun gegn Aquino árið 1987. Þó nokkur hluti hersins gekk til liðs við uppreisnarmenn fyrir helgina og er talið líklegt að uppreisnarmenn hefðu getað náð undirtökunum ef Bandaríkja- menn hefðu ekki veitt Aquino aðstoð með að senda Phantom orrustuþotur sínar á loft til að veita stjórnarhernum vernd gegn loftárásum uppreisnarmanna. George Bush og Mikahíl Gorbatsjoí eftir leiötogafund þeirra á Maxím Gorkí sem lá við akkeri út af ströndum Möltu: Kalda stríðið heyrir sögunni til Þeir félagarnir Mikhafl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna og George Bush forseti Bandaríkjanna áttu fund um helgina og fór vel á með þeim. Kalda stríðið heyrir sögunni til og stendur heimsbyggðin nú á þröskuldi nýs tímabils þar sem samvinna rísa- veldanna í austrí og vestri verður ráðandi. Þetta var inntakið í mál- flutningi þeirra Mikhafls Gorbat- sjofs forseta Sovétríkjanna og George Bush forseta Bandaríkjanna á sameiginlegum fréttamannafundi er þeir félagarnir héldu í Valetta á Möltu eftir leiðtogafund þeirra um helgina. Þrátt fyrir drjúgan öldugang og hvassviðri sem neyddi forsetana til að breyta fyrirhuguðum fundarstað frá sovésku herskipi yfir í skemmti- ferðaskipið Maxím Gorkí. Þar væsti hins vegar ekki um forsetana og funduðu þeir samtals í átta klukku- stundir um helgina. Forsetarnir náðu samkomulagi um að ná samningum um helmings fækkun á langdrægum kjarnaflaug- um fyrir leiðtogafund þeirra sem halda á á sumri komanda. Sam- komulag náðist um efnahagssam- vinnu stórveldanna tveggja, en það getur orðið Sovétmönnum mikill happadráttur þar sem slíkt gæti greitt fyrir afnámi viðskiptahindrana sem nú há allri efnahagsuppbygg- ingu í Austur-Evrópu. Þá lofaði Bush að styðja umsókn Sovétríkj- anna um aukaaðild að alþjóðasam- tökunum GATT, þar sem unnið er að samningum þjóða um niðurfell- ingu tolla og viðskiptahindrana. Jafnframt munu Bandaríkjamenn flokka Sovétríkin í hóp „bestu kjara ríkja“, sem þýðir umtalsverðar tolla- lækkanir á sovéskum vörum sem seldar eru til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að þeir kumpánar hafi náð mikilsverðum árangri á þessu sviði, þá var ekki að leyna vissum grundvallarágreiningi stórveldanna. Þar ber hæst að Bush aftók með öllu að ræða afvopnun á höfunum, en Gorbatsjof vildi að slíkar viðræður yrðu með í afvopnunarviðræðunum í Vín og bauð helmingsfækkun skammdrægra kjarnavopna á haf- inu. Bandaríkjamenn geta ekki hugsað sér að draga úr vígbúnaði á höfun- um, enda hafa þeir mikla yfirburði í þeim efnum, þó Sovétmenn hafi saxað á það forskot undanfarin ár. Hins vegar herma fréttaskeyti og fréttaskýringar að innanbúðarmenn hjá NATO telji að Bandaríkjamenn og þau aðildarríki sem ekki vilja afvopnun á höfunum verði að láta undan er frá líður. Er bent á að íslendingar, Norðmenn og Tyrkir hafi lagt mikla áherslu á slíka af- vopnum á fundi sem Bush hélt með leiðtogum NATO ríkja í gær, auk þess sem Belgar hafi tekið jákvætt undir sjónarmið þessara ríkja. Forsetarnir tveir héldu báðir fundi með leiðtogum fylgiríkja sinna eftir fundinn. Mikhaíl Gorbatsjof kallaði sína menn í Varsjárbandalaginu til fundar í Moskvu, en George Bush hélt til Brússel þar sem leiðtogar NATO ríkja hittust að máli. George Bush skýrði leiðtogum NATO ríkja frá því sem þeim Gor- batsjof fór á milli, en lagði ríka áherslu á að þó kaldastríðið væri að baki myndu Bandaríkjamenn áfram hafa herlið í Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.