Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. desember 1989 Tíminn 7 BÓKMENNTIR Mllllllllllllllim..............................................................................................................................................................III............. Jagast í blæðandi sári NÁTTVÍG Skaldsaga eftir Thor Vilhjálmsson Mál og menning, 1989 Eftir að skáldsaga um grámosa varð almenningseign og Thor varð frægur fyrir alvöru út fyrir innlendan „menningarheim", verður ekki hjá því komist að bera önnur verk höfundar við fyrri afrek að einhverju leyti. Æði margir sem ég hef heyrt tala af hreinskilni um Grámosann segjast aldrei hafa komist í gegnum söguna vegna þess að hún hafi verið svo erfið aflestrar og torskilin. Slíkt vill fylgja skáldsögum í þungavigtar- flokki og hér er ein slík á ferðinni. Náttvíg er að vísu ekki beint torskil- in, en hún er vissulega í þeim flokknum sem vigtar eitthvað í ís- lenskum skáldsagnaheimi. Hún liðk- ar hugann og stælir málkenndina við yfirlestur. Thor er í stöðugri áskorun við lesanda sinn. Höfundurinn hefur fyrir löngu skapað sér sess á meðal rithöfunda samtíðarinnar og hann hefur meira að segja orðið fyrir því óláni að verða almenningseign með einni bók eins og áður segir. I þessu sambandi tala ég óhikað um ólán, þar sem erfitt getur verið að meta eiginlegar vinsældir af slíkri sölusprengingu. Hann sló vissulega í gegn, en allt of margir eiga gráan mosa aðeins til glóandi skrauts uppi í stofuhillu. Og allt of margir hafa aðeins getað stautað sig fram úr fyrstu tuttugu blaðsíðunum eða svo. Sá hópur varð undir í áskorun höfundarins. Aðeins hluti íslendinga hefur lesið þá bók sér til gagns og ánægju. Því er ég að rekja þetta hér, að mér finnst eins og útgefendurnir ætli að nota Thor til að slá í gegn að nýju með NÁTTVÍGUM. Gera sér mat úr skáldi. Svo er að minnsta kosti að sjá í sjónvarpsauglýsingum. Gleði og hryggð Það sem gleður mig í nýju bókinni hans Thors, NÁTTVÍGUM, er sú jafnvægislist, sem hann virðist ástunda milli skáldsögu og ljóðlistar. Þetta kemur skemmtilega fram í kaflanum Karlinn í brúargluggan- um. Kaflinn er aðeins þrjár línur og samtals fjórar setningar. Þrjár stutt- ar og ein löng. Hallast skáidsagan yfir í ljóð, eða er ljóð í skáldsögunni miðri? Eins er það ósvikið handbragð skálds að breyta kvenmanni í kött í tveimur til þremur setningum. Skáld sem getur gert þessa hluti hlýtur að eiga erfitt með að halda sig innan agaðrar bragfraeði ljóða, eða formskipan venjulegs óbundins máls. Hvort tveggja kemur fram í stílbrigðum höfundar. Hann setur saman orð sem aðrir skeyta ekki saman í rituðu máli ogsetningarskip- án hans er með öðrum hætti en gengur og gerist. Margar setningar eru alls engar setningar samkvæmt skilningi málfræðinnar og sumar setningar eru miklu frekar fjöldi styttri setninga. Punktarnir eru með öðrum orðum á öðrum stöðum en hjá öðrum höfundum. Greinamerk- in gegna öðru hlutverki í verkum Thors en að skipta sögunni niður í formfastar setningar. Setning ein sem nær frá blaðsíðu 79 og yfir á blaðsíðu 80, er kannski dæmi um það. Hún er samtals tuttugu og þrjár línur, án þess að vera endilega lengsta málsgrein bókarinnar. Hnífnum snúið Eitt er það sem ekki getur glatt alla lesendur. Það er sú árátta höf- undar að notast við nýlega persónu- lega harmleiki úr raunveruleikan- um, sem fyrirmyndir að atvikum skáldsögunnar. Ætla ég ekki að auka enn á ógæfu viðkomandi fórn- arlamba með því að benda hér á dæmi um þetta, en segi aðeins að djarft er að nota sviðsmynd af lág- kúrulegu innbroti og líkamsmeiðing- um, sem framið var á næstliðnum vetri. Gildir þá einu þótt persónulýs- ingum sé hnikað til (einkum af því að það er heldur til verri vegar) og atburðarrásin færð í skáldlegan búning. Finnst mér að verið sé að snúa hnífi í blæðandi sári og ýfa upp viðkvæmar minnmgar. Öðrum þræði er NÁTTVÍG spennandi skáldsaga og full af litrík- um persónum. Hún ber í heild vott um næman skilning höfundar á ís- lensku mannlífi í öllum margbreyti- leika þess, allt frá orðljótum ræsi- srónum til þegjandi skákmanna að tafli. Öllu þessu velur höfundur fléttu við hæfi og setur manndráp í bland við aðra þætti mannlífsins, eðlilega sem og neikvæða. Kristján Björnsson. Hver dæmir Króksara? GLAMPARÁGÖTU Brellur og bernskuminningar Bjössa bomm Minningar Björns Jónssonar læknis ur æsku Útg: Skjaldborg, 1989 Það getúr verið hættulegt fyrir eldri borgara að setjast niður og skrifa æskuminningar og rifja upp bemsku sína í bókum. Oft vill henda að öldungarnir skoði fortíð sína í bjöguðu ljósi þess sem síðar hefur á dagana drifið. Eins vill oft vanta þá eðlilegu skugga, sem er að finna í dýpt hvers manns. Við lestur á bókinni hans Bjössa bomm, eins og Björn Jónsson læknir var kallaður á Sauðárkróki, kemur hið gagnstæða í Ijós. Ekkert er undan dregið miðað við það sem almennur lesandi getur átt kost á að meta. Þar erum við einmitt komin að því sem erfitt getur verið að sanna eða Skáldað á misjöfnu götumáli hrekja. Björn Jónsson er kominn yfir sjótugt og er því ekki nokkur leið fyrir mig eða aðra, sem fædd erum löngu eftir heimsstríðin, að dæma um það hvort frásögnin af eigin æsku sé stórlega ýkt eða ekki. Munnmælasögur á Króknum af Bjössa bomm eru þó þeirrar ættar að í þessu máli er ekki líklegt að ýkjurnar séu stórar. Hann hefur án efa verið uppáfinningasamur og snjall þessi snáði. Það sem ýtir undir þá skoðun mína er sú staðreynd að Króksarinn virðist draga fátt undan af því, sem virðulegir borgarar myndu almennt veigra sér við að taka með í óafturkræfar bernsku- minningar á bók. Það eru því með öðrum orðum lýsingar á atvikum á borð við migukeppnir og þess háttar uppátæki, sem gera frásögn Bjössa trúverðuga. Athyglisvert er að sjá hvernig Birni tekst að rifja upp löngu iiðna hluti eins og til dæmis hvernig hann fer nákvæmlega ofan í saumana á ýmsum smíðum sínum. Er rétt að minna á að hér er höfundur að rifja upp atvik er gerðust fyrir vestur- landakreppuna og fram á fjórða áratuginn. SÓLEYJARSUMAR Skáldsaga eftir Guömund Halldórsson frá Bergsstöðum Bókaútgáfan Hildur, 1989 Við lestur SÓLEYJARSUMARS kemur strax fram ákveðin hæfni höfundar á því sviði að segja frá skálduðum atvikum á raunsannan hátt og lifandi. Hann fjallar í þessari skáldsögu sinni m.a. um þá menn, sem við getum nú á tímum kallað farandverkamenn. Þeir glíma við gamlar og slitnar vinnuvélar búnað- arsambandanna og borða á sveita- bæjum og hótelum á víxl. Hugur aðalpersóna SÓLEYJARSUMARS hvarflar stöðugt til ungra og föngu- legra stúlkna. Einnig og ekki síður er hugsað um það, hvernig hægt verði að útvega vínföng fyrir helgar- kvöldin. Aðstæðurnar kannast flest- ir mæta vel við og er því fullyrt að baksvið sögunnar er sannverðugt. Þegar kemur að því að vega og meta hvernig sagan er skrifuð, fer málið að vandast. Þrátt fyrir allt er framvinda sögunnar vel skiljanleg, en mikið vantar á að málfarið sé nógu vandað. Er ég ekki að mælast til þess að allir pennar skrifi gullald- armál, sem takmarkaður fjöldi manna hefur í sjálfu sér forsendur til að skilja. Hitt er ljóst að talsverður munur er jafnan á því hvernig menn, annars vegar, tala saman og beita orðum í spjalli yfir kaffibolla, eða hins vegar hvernig slík samtöl eru sett niður á prent í innbundnum bókum. Að mínu mati er á köflum í bókinni SÓLEYJARSUMAR, ekki hugað nógu vel að þessu atriði. Við vitum flest öll að þegar við tölum saman á vinnustað og við önnur tækifæri, er ekki alltaf farið eftir ströngum skilmálum setningar- skipunar eða skólamálfræði. Hins vegar getur það orðið einkennilegt aflestrar að sjá óvandað talmál í persónulýsingum skáldsögunnar eða þegar höfundur er greinilega að lýsa hugsunum viðkomandi söguhetju. Tek ég dæmi um þetta af bls. 70: “... Kaffið beið okkar í hitabrúsa á eldhúsborðinu. Tíu kaffið var okkur einnig til reiðu, vel úti látið. Við gerðum því skil á venjulegum tíma. Síðasta klukkutímann hafði ég litið nokkuð oft á úrið og nú vantaði það korter í tólf. Ég mældi vegalengdina heim að bænum með augunum og MINNINGAR ELDS Skáldsaga e. Kristján Kristjánsson Almenna bókafélagið, 1989. Þetta er fyrsta skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar og vonandi verður hún ekki sú síðasta, enda hefur hann ævina fyrir sér. Penninn er efnilegur og með fágun og þroska á hann efalaust eftir að senda frá sér fleiri ánæguleg skáldverk. Hann hefur þegar sent frá sér tvær ljóðabækur þótt nú stigi hann fyrst fram sem skáldsagnahöfundur. Þótt ég fari þetta mjúklegum orð- um um MINNINGAR ELDS, er ekki þar með sagt að ég hafi beinlínis fallið fyrir bókinni. Margt á eftir að batna í stíl og áferð höfundarins, en vísirinn er góður. Gagnrýni er þörf af hálfu höfundarins sjálfs og vel hefði mátt gera þessa skáldsögu mjög frambærilega ef legið hefði verið yfir henni ögn lengur. Meðal þess sem laga þarf er ofnotkun á persónufornöfnum sem aldrei getur virtist að okkur mundi ekki veita af tímanum. ... Ég veifaði Bjarna og benti honum á úlnlið minn þar sem klukkan var.“ Ekki ætla ég að segja að ómögu- legt sé að skilja hvað höfundur er að segja, en bendi aðeins á að erfitt hlýtur að hafa verið að veifa Bjarna, enda er hann ekki sagður dvergvax- inn eða léttur í meðförum í hlutverki veifu. Út frá samhengi textans er þó hægt að draga þá ályktun að sögu- persónan hefur verið að veifa Bjarna. verið gott mál í skáldsögu. í upphafi bókarinnar er sérstaklega áberandi ofnotkun á fornafni fyrstu persónu, enda alveg ljóst að talað er út úr höfði einnar persónu, þótt sagan öðlist óræðnari merkingu þegar líður á bókina. Þetta eru þó smámunir ef slíkur stíll á eftir að þroskast af skáldinu og er vissulega von til þess. Önnur smáatriði sem ég neyðist til að benda á, eru fáeinar prentvillur í textanum og rakst ég t.d. á vitlausar orðskipt- ingar milli lína. Slíkt á ekki að henda vandaða forleggjara og alls ekki þegar um frumsamda íslenska skáld- sögu er að ræða. Örlagasaga Axels og Orra er trú- verðug þrátt fyrir allt og loginn og brennandi eldurinn ramma hana inn í margföldum skilningi. Þannigverð- ur bruni og logi til þess að færa spennu í söguna umfram það sem hún annars bíður uppá. Eftirtektar- vert er að sjá hvernig höfundi tekst til með að einfalda heim Orra og Ætla ég ekki að fjalla frekar um málfarið á þessu textabroti, enda eru þær flestar verulega gallaðar. Læt ég kunnugum lesendum Guð- mundar eftir það erfiða hlutverk að dæma bókina í heild sinni. Fyrir utan þessar augljósu ambögur er einnig að finna prentvillur, sem halda mætti að auðveldlega sæjust í prófarkalestri. Er þar ekki við höf- undinn sjálfan að sakast, heldur skín þar í gegn frágangur útgefandans. einskorða hann við áþreifanlega hluti í næsta nágrenni hans. Tak- markaður sjóndeildarhringur hans er raunverulegur og það með öðru gerir söguna sannari en ella. Á hæla kaupa ástralska hringsins Quintex á kvikmyndafélaginu MGM/UA (en ekki kvikmyndasafni þess) sem nú hafa gengið til baka, fyrir 15 milljarða dollara komu kaup japanska risafyrirtækisins Sony á Columbia-kvikmyndafélaginu (ásamt kvikmyndasafni þess,2.700 kvikmyndum) fyrir um 3,4 milljarða dollara greiðslu og 1,2 milljarða yfirtöku skulda. Af hlutabréfum Columbia átti Coca-Cola enn 49%, en það hafði keypt Columbia á 750 Bókin er í heild sinni skemmtileg aflestrar og frásagnagieði Króksar- ans leynir sér ekki. Hann virðist vera samkvæmur sjálfum sér og því fróð- legur í bland, þótt erfitt sé að henda reiður á það hver hinn og þessi aukapersónan er á Sauðárkróki á þessum árum. Stafar það af því að hann notar oft aðeins gælunöfn þess- ara samferðamanna sinna frá æsku- árunum, án þess að hirða um að nefna þá sínum réttu nöfnum. Þess vegna fullyrði ég óhikað að þessi fyrsta skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar er logandi góð byrjun. Það er óskandi að hann iði í skinninu að halda áfram á skálda- braut til frekari frama, minnugur þess að stíll hverrar bókar og frá- gangur verður ekki leiðréttur í næsta tölublaði líkt og gerist með hvers- daglegar dagblaðsgreinar. Kristján Björnsson. milljónir dollara 1982 (og er sagt hafa hagnast um 1,2 milljarða doll- ara á þeim viðskiptum). Auk kvik- mynda framleiðir Columbia mynda- flokka fyrir sjónvarp. - Hlutur Col- umbia í samanlögðum sýningartekj- um bandarískra kvikmyndafélaga hefur verið með minnsta móti í ár, eða um 14%. Eins og kunnugt er keypti Sony hljómplötufyrirtækið CBS Records 1987 fyrir 2 milljarða dollara. Kristján Björnsson. Kristján Björnsson. Logandi byrjun Illllllll VIÐSKIPTALÍFIÐ lllllll!l!ilillllllllllllllllllllllilllllllllllll!llllllllll!ll Sony kaupir Columbia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.