Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.12.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriöjudagur 5. desember 1989 Þriðjudagur 5. desember 1989 Tíminn 9 þinn hestur við hestaheilsu? Eftir Stefán Ásgrímsson í fyrsta sinn síðan árið 1931 er nú komin út bók um dýralækningar. Þó er hin nýja bók sérhæfðari en bók Magnúsar Einarssonar sem þá kom út því að bókin Hestaheilsa eftir dr. Helga Sigurðsson dýralækni fjallar, eins og nafnið bendir til, eingöngu um hesta, sjúkdóma sem þá geta hrjáð og viðbrögð og lækningar við þeim. í formála bókarinnar segir höfundur m.a.: „Bókinni er fyrst og fremst ætlað að vera handbók fyrir hestamenn, þegar þeir þurfa hennar nauðsynlega við eða sem liður í kennslu eða fræðslu á sviði hrossasjúkdóma." Ég styðst ekki við neina sérstaka fyrirmynd en eins og sjá má af heimilda- skrá þá vitna ég í rúmlega tuttugu rit, innlend og erlend, en síðan byggði ég við samningu bókarinnar á tólf ára reynslu minni sem dýralæknis sem einkum hefur sinnt hestum. Nýjung hérlendis Helgi sagði að handbækur eins og Hestaheilsa væru til í flestum löndum en þeim hefði ekki verið hægt að byggja að neinu er heitið gat. Ástæða þess væri einkum sú að allt önnur og ólík vandamál tengjast erlendum hestum en þeim ís- lensku. Bæði væri umhverfi annað hér á landi en hér tíðkuðust hesthúsahverfi auk þess að ýmislegt annað væri með öðrum hætti. Auk þess væri mun seinna byrjað að nota íslenska hestinn heldur en erlenda hesta. Vegna þessa væru öll vandamál sem tengdust liðamótum og vaxtarlínum miklu algengari erlendis en væri hér. Ástæða þess væri að þar væri byrjað að nota hesta og þeir jafnvel orðnir keppnis- hestar tveggja vetra gamlir. Svo ungir hestar væru ekki fullvaxnir og beinagrind þeirra enn ekki fullmótuð. „Slík vandamál sjáum við ekki hér. Hinsvegar er algengt hér að margir hestar séu samankomnir á litlu svæði. Þess vegna koma upp ýmis árekstrareinkenni; þeir lemja hverjir aðrar í þröngum gerð- um og þvílíkt. þá setur mikil húsvist sitt mark á hestana,“ sagði Helgi og hélt áfram: Sérstaða íslenska hestsins „Auk þessa sem ég nefni þá höfum við aðra sérstöðu. Hér eru engir veirusjúk- dómar í hrossum en þeir eru verulegur þáttur í heilsufari hrossa erlendis. Veirusjúkdómar gætu vitanlega komið upp hér einnig og ég hef velt því upp, meðal annars í Eiðfaxa og í dagblöðum og ég tek þetta mál meðal annar fyrir í bókinni.“ Það er ekkert einfalt mál að vera eigandi hests eða hesta og á þá geta herjað ýmsir sjúkdómar og kvillar. Hesta þarf að fóðra og sjá þeim fyrir beit auk margs annars. Þá getur röng meðferð og fóðrun orsakað ýmsa sjúkdóma. Um slíkt fjallar Helgi rækilega í bók sinni en í henni eru sérstakir kaflar um fóðrun og fóðurþörf hrossa svo nefnt sé dæmi af handahófi. í formála að bókinni segir Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir m.a.: „Ég er þess fullviss að efni bókarinnar á eftir að auka fróðleik hestamanna og bæta meðferð og líðan hrossa í landinu. Því að þessi bók mun ekki safna ryki á hillu, heldur verður stöðugt slegið upp í henni ef vanda ber að höndum og reyndar miklu oftar.“ Ekki er að efa að Hestaheilsu á eftir að verða vel fagnað af hestamönnum en þörfin hlýtur að vera fyrir hendi þar sem sífellt fleiri verða hestadellubakteríunni að bráð. í bókinni er tekið á helstu heilsufarsvandamálum hesta, orsökum þeirra og viðbrögðum við þeim en hvor- ugt liggur ekki ætíð í augum uppi. Þeir sem haft hafa bíladellu ættu nokk- uð að kannast við uppbyggingu bókarinn- ar því að hún er sett upp á svipaðan hátt og viðgerðahandbækur ætlaðar þeim sem gera sjálfir við sína bíla. Ástæðulaust er að lesa bókina frá upphafi til enda í einum rykk, heldur er um að ræða uppsláttarbók þar sem helstu einkennum er lýst og menn fletta upp á þeim eftir hendinni. Hesturinn vart húsdýr? „Ég fjalla almennt um heilbrigði og sjúkleika, um umgengni við hesta, um- hverfi þeirra og kem síðan inn á líffæra- kerfi þeirra í heild sinni. Þau vandamál sem oftast koma upp stafa af því umhverfi sem við höfum skapað hestinum, húsvist og fóðrun. Ég kem lauslega inn á grund- vallaratriði í fóðrun en eins og gefur að skilja fæðast menn ekki með fullkomna þekkingu á þeim málum. Segja má auð- vitað að reynslan sé besti kennarinn, en það þarf ákveðinn grunn að standa á í þessum efnum sem öðrum,“ segir Helgi. Fram kemur í Hestaheilsu að þegar hestar eru í bithaga að hausti er tiltölu- lega lítið um heilsufarsvandamál hjá þeim. Þau vilja hins vegar koma upp eftir að þeir hafa verið teknir á hús. Vanda- málin fylgja oftast húsvist og notkun og Helgi bendir t.d. á að helti er tíðust á vorin þegar hestar eru teknir í notkun eftir vetrarvist á húsi. Hrossasóttin Hrossasótt er nokkuð algeng og og á sér margar orsakir. Hún byrjar oft afar snögglega og einkenni hennar eru oftast þau að hesturinn verður órólegur og krafsar með framfótum og sparkar upp í kvið sér með afturfótum. Þá leggst hann niður, veltir sér og stendur upp aftur á víxl og út um hann slær svita. Helgi segir að svo virðist sem sársaukaþröskuldur hesta sé fremur lágur þannig að að þegar eitthvað er að leyna þeir því ekki og einkum láti skapmiklir hestar koma skýrt í ljós þegar þeir hafa það ekki of gott. - En hvað orsakar hrossasótt og hvað er til ráða? í bók Helga segir um hrossasótt: „Or- sakir hrossasóttar eru margar. Hestum er sérlega hætt við henni vegna sköpulags meltingarfæranna. Við sköpun hestsins virðist meistarinn hafa lagt höfuðáherslu á kostina en eitthvað kastað til höndunum þegar kom að gerð innri líffæra. Þannig er t.d. maginn lítill, og þar eð hestar geta ekki kastað upp, er hætta á offylli magans eða ofþenslu. Garnahengið, þ.e. festing garna við hrygg, er langt og hreyfanleiki mikill. Þannig getur snúist upp á garnahengið og afleiðingin orðið garnaflækja. Botnlangi og sérstaklega stórlangi eru misvíðir og hætta er á að fóðrið safnist fyrir og valdi stíflu, einkum þar sem ummál breytist." Iðrin ófullgerð? Þegar þannig er umhorfs í iðrum skepnunnar er kannski ekki að furða þótt eitthvað gangi stundum á. Enda geta hestar fengið hrossasótt af ýmsu tagi og eru í bók Helga nefndar þær systur krampakveisa, stíflukveisa, vindkveisa, ofátskveisa garnaflækja og garnalömum. Helgi Sigurðsson segir að ávallt skuli Hestur með hrossasótt. Hrossasótt er talin til komin á margan hátt og er talað um ýmsar kveisur í því sambandi, m.a. af völdum orma líta hrossasótt alvarlegum augum og leita faglegrar aðstoðar dýralæknis hið skjót- asta, sé þess kostur. Sjúkdómsgreining sé erfið og tíðum ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þess vegna er það mikilvægt að hesta- maðurinn geri sér grein fyrir því hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað í fóðri, aðbúnaði eða notkun hestsins hafi átt sér stað nýlega. Þá sé það mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvenær kveisan byrjaði og hvort hrossið hafi áður fengið hrossasótt. Hestaheilsa skiptist í fjölmarga kafla sem hver fjallar um sitt sérsvið eða líffærakerfi. Kaflarnir skiptast í undir- kafla og fremst í bókinni er mjög ná- kvæmt efnisyfirlit. Hrossaheilsugæsla Kaflar bókarinnar Hestaheilsa eru auk upphafskaflans sem fjallar um heilsufar almennt; um sár og meðferð þeirra, orma og ormalyfsgjafir, fóðrun, fóðurþarfir og vandamál tengd fóðrun, sjúkdóma tengd- um meltingarfærum, sjúkdóma í öndun- arfærum, sjúkdóma í þvagfærum, lýs, múkk, húðsjúkdóma,augnsjúkdóma, tanngalla og særindi í munni, gangmál hryssa og vandamál þeim tengd, vanda- mál tengd köstun og fyrstu mánuðunum á eftir, geldingar, stag og steng, stíf- krampa og stjarfa, umhverfi og loftræst- ingu, slysahættu í hesthúsum, vindsvelg- ingu, helti, sjúkdóma í hófum, um liði og bein, sinar og sinabólgur, sjúkdóma tengda vöðvum, þjálfun, aldursgrein- ingu, um sjúkdóma sem hugsanlega gætu borist til landsins, þátt dýralækna í hrossakaupum, þ.e.a.s. viðskipti með hross. Að síðustu er loks kafli þar sem fjallað er um sjúkdóma og vandamál sem upp geta komið í tengslum við árstíðir. Of gott umhverf i? Fram kemur að umhverfi hesta skiptir verulegu máli fyrir heilsufar þeirra. Hest- ar voru yfirleitt ekki teknir á hús fyrr en um jól og áramót en nú virðist það færast í vöxt að taka þá fyrr, en það er háð hagabeit og holdafari. Þegar hestarnir koma á hús er reynslan oft sú að ýmsir kvillar fari að hrjá þá þó þeim hafi vart eða ekki orðið misdægurt í hagabeitinni. Hvers vegna gerist þetta? í bók Helga Sigurðssonar segir: „Eflaust er fleira en eitt svar við þessari spurningu. Líklegustu svörin eru þó að það umhverfi sem við bjóðum hestunum upp á er ekki eins æskilegt og við höldum og því miður er ástæðan oft mannleg mistök. Það verður að segjast eins og er að það umhverfi sem við höfum skapað hestinum er ekki nógu góð eftirlíking af því sem gerist í náttúrunni." Bókin Hestaheilsa er gefin út af Eið- faxa h.f., prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Vönduð atriðisorðaskrá og heimildaskrá er í bókarlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.