Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein Alfreðs Þor- steinssonar, fyrrum stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, í Morgunblaðinu 11. okt., „Stolnar fjaðrir?“ Þar ræðst hann að Guð- laugi Þór Þórðarsyni, stjórnarfor- manni og brigslar honum um óverðskuldað sjálfshól um meinta stefnubreytingu á fyrirhugaðri frí- stundabyggð við Úlf- ljótsvatn. Vinstri grænir hafi haft um það frumkvæði með tillöguflutningi á borgarstjórnarfundi 6. júní og hann meðal annars stutt. Þar sem ég þekki málið mjög vel, hef fylgst með því frá byrjun og til- heyri hópi fólks sem lætur sig náttúru og lífríki Úlfljótsvatns varða, tel ég nauðsynlegt að minna fyrrverandi stjórn- arformann á hvernig mál þróuð- ust. Aðrir sem fylgst hafa með málinu þekkja hið rétta. Á stjórnarfundi OR í lok maí 2005 var lögð fram tillaga til ákvörðunar um hvort OR yrði með í félagi um byggingu 600 sum- arbústaða í landi Úlfljótsvatns, þar sem nýtt hlutafélag í eigu OR og Klasa hf. yrði stofnað um reksturinn. Í krafti meirihluta stjórnar, sem samanstóð af fulltrúum Framsóknar, Samfylk- ingar og Vinstri grænna, með Al- freð Þorsteinsson sem stjórn- arformann og hugmyndarsmið tillögunnar, var hún samþykkt. Í bókun sjálfstæðismanna á þessum sama fundi lýsa þeir furðu sinni á því að OR taki þátt í að byggja upp frístundabyggð við Úlfljóts- vatn og segja rekstur frí- stundabyggðar ekki falla innan starfssviðs OR. Vitnað er til Guð- laugs Þórs í blaðaviðtali þar sem hann segir sig andsnúinn fyr- irhugaðri byggð. Á vormánuðum 2006 voru til- lögur OR/Klasa auglýstar til at- hugasemda og er skemmst frá því að segja að málið vakti mikla at- hygli og umræðu, ekki aðeins þeirra einstaklinga og samtaka sem létu sig málið varða, heldur einnig fjölmiðla og stjórnmála- manna. Fjöldi athugasemda barst sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps. Á stjórnarfundi OR 26. apríl sl. lagði Guðlaugur Þór til að áform OR/Klasa yrðu dregin til baka og málið allt endur- skoðað frá grunni. Í fjölmiðlaviðtali var m.a. haft eftir honum að mikil verðmæti væru fólgin í því fyrir almenning að hafa að- gang að opnu útivist- arsvæði á borð við Úlfljótsvatn, þó hægt væri að græða pen- inga á landinu. Á stjórnarfundi OR 17. maí, þegar tillaga Guðlaugs var tekin fyrir, höfðu Vinstri grænir áttað sig á hvað þeir sam- þykktu í stjórn OR ári áður og studdu tillöguna. Tillögunni var vísað frá í krafti meirihluta þar sem ekki var talin ástæða til að taka afstöðu fyrr en athugasemdir við auglýst skipulag hefðu verið yfirfarnar. Fram kom í grein í Morgunblaðinu 18. maí að Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, teldi að áformin hefðu verið kynnt á röngum forsendum í stjórn OR á sínum tíma en þegar hið sanna hefði komið í ljós hefði verið ein- boðið að Vinstri grænir myndu leggjast gegn áformunum og beita sér fyrir því að tillögurnar yrðu dregnar til baka. Eftir sveitarstjórnarkosningar 27. maí var ljóst að þáverandi meirihluti var fallinn og fyrir lá fyrirheit Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun á þessu máli. Á síðasta fundi fyrri borg- arstjórnar 6. júní lagði Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, fram tillögu, samhljóða tillögu Guðlaugs frá 26. apríl. Eftir umræður náðist samstaða um orðalagsbreytingar og var samþykkt að óska eftir endurskoðun fyrirliggjandi áforma og að málið yrði endur- skoðað í heild sinni. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar OR, með Guðlaug Þór í for- mannssæti, var samþykkt ein- róma að draga fyrri áætlanir um 600 lóðir til baka en selja þess í stað 60 lóðir. Fram kom hjá stjórnarformanni að markmiðið með þessari ákvörðun væri að viðhalda svæðinu sem nátt- úruperlu og almennu útivist- arsvæði og styðja vel við þá starfsemi sem fyrir væri á svæð- inu, þannig að sómi væri að. Ég vil með þessari grein ekki gera lítið úr þætti Vinstri grænna í málinu, eftir að þeir áttuðu sig á staðreyndum þess, en mér finnst hins vegar nauðsynlegt að Guð- laugur Þór fái það hrós sem hann á skilið. Hann hefur frá upphafi verið mótfallinn því og lagt sig fram um að kynnast staðreyndum þess og framkomnum at- hugasemdum. Hann hefur og fylgt því eftir af einurð og ein- lægni, eins og segir í yfirlýsingu frá hópi fólks sem lætur sig nátt- úru og lífríki Úlfljótsvatns varða. Alfreð Þorsteinsson var stjórn- arformaður OR þegar hugmyndin um sumarhúsastóriðju við Úlf- ljótsvatn kom fram og var sam- þykkt í stjórn. Hann varði þessa ákvörðun í fjölmiðlum fram að umræddum borgarstjórnarfundi 6. júní sl. Nú ber hann sér á brjóst og segir, að m.a. hann hafi stutt tillögu Vinstri grænna á fundinum. Ef til vill ætti Alfreð Þorsteinsson að skoða sínar eigin fjaðrir. Úlfljótsvatn – Af fjaðrafoki Alfreðs Bergþóra Bergsdóttir gerir at- hugasemd við Morgunblaðs- grein Alfreðs Þorsteinssonar. »Hann hefur og fylgtþví eftir af einurð og einlægni, eins og segir í yfirlýsingu frá hópi fólks sem lætur sig nátt- úru og lífríki Úlfljóts- vatns varða. Bergþóra Bergsdóttir Höfundur er hagfræðingur og til- heyrir hópi fólks sem lætur sig nátt- úru og lífríki Úlfljótsvatns varða. HINN 16. maí 2006, rúmri viku fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, undirritaði og staðfesti þá- verandi umhverfisráðherra nýtt að- alskipulag fyrir Seltjarnarnes, að við- stöddum bæjarstjóra, formanni skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarfélagsins og fleiri. Við það tæki- færi sagði ráðherra m.a. að ánægjulegt hefði verið hvernig íbúalýðræði var beitt á markvissan hátt þegar kosið var um skipulagsmál á Sel- tjarnarnesi sl. sumar (2005). Kosningin hafi orðið til þess að sátt skapaðist um skipulagsmál bæjarfélagsins og væri nýstaðfest aðalskipulag til vitnis um það. Framanritað kemur m.a. fram í fréttum frá umhverfisráðuneytinu 18. maí 2006, sem finna má á vef ráðuneytisins á stjr.is, ásamt mynd af undirrituninni sem tekin er á fal- legri strandlengju Seltjarnarness. Það hefur eflaust ekki verið ónýtt fyrir bæjarstjóra og fylgd- arlið hans að fá svo fallega umsögn rétt fimm mínútum fyrir kosningar frá samflokksmanni í stjórn- arráðinu. Aðalskipulagið, 2006–2024, gerir ekki ráð fyrir landfyllingum af neinu tagi, sem er mjög skiljanlegt, þar sem slík mannvirki eyðileggja náttúru strandlengjunnar og bygg- ingar til verslunarreksturs eða ann- ars á þeim með tilheyrandi bíla- stæðum og umferð eru ekki til mikillar prýði. Því varð ég fyrir ákveðnu áfalli þegar ég las á forsíðu bæjarfréttablaðs okk- ar, NESfréttir, sem út kom síðari hluta sept- ember, fyrirsögnina: Niðurstaðan varð landfylling. Þar sagði frá því að ákveðið eignarhaldsfélag hefði leitað hófanna við bæj- aryfirvöld um að fá að gera landfyllingu á norðanverðu nesinu út af Norðurströnd vest- ur frá horni Suður- strandar með það fyrir augum að byggja verslunarmiðstöð sem hýsa ætti m.a. Hagkaups- og Bónusverslanir auk annarrar þjón- ustu og 200 bílastæði. Skilja mátti á fréttinni, sbr. fyrirsögnin, að þetta væri allt ákveðið og kaup- menn réðu ferðinni en ekki bæj- arbúar. Nú þegar blekið er vart þornað á staðfestingu ráðherra á aðalskipulaginu er farið að ræða af fullri alvöru í bæjarstjórn og hlut- aðeigandi nefnd um landfyllingar. Hvað ætli þessi landfylling verði umfangsmikil? Það er ágætt að taka til viðmiðunar þekkt mann- virki: Hún yrði á stærð við þrjá Laugardalsvelli að viðbættum 1000 fermetrum! Eru Seltirningar til- búnir að kyngja þessum ósköpum og samþykkja þetta fyrirhugaða umhverfisslys? Ég og eiginkona mín gengum til liðs við nokkra ágæta nágranna okkar, sem höfðu tekið sig saman til að aðhafast eitt- hvað í þessu máli, m.a. hefur verið gengið í hús og safnað undir- skriftum til að mótmæla fyrirhug- aðri landfyllingu. Viðbrögð fólks hafa verið framar öllum vonum og augljóst er að Seltirningar vilja ekki láta vaða yfir sig í þessum efnum. Nú hafa framangreindir aðilar látið útbúa upplýsingabækling með yfirskriftinni: Umhverfisslys á Sel- tjarnarnesi? og hefur honum verið dreift á öll heimili í bænum. Það er von okkar að bækling- urinn veki fólk til umhugsunar og skilji vilja okkar til að vernda og viðhalda okkar dýrmætu og óvið- jafnanlegu strandlengju. Stöndum saman, Seltirningar, og höfnum fyrirhuguðu umhverfisslysi með því að taka þátt í undir- skriftasöfnuninni. Er landfylling niðurstaðan? Sveinbjörn Hafliðason skrifar um skipulagsmálefni á Seltjarnarnesi »Eru Seltirningar til-búnir að kyngja þessum ósköpum og samþykkja þetta fyr- irhugaða umhverfis- slys? Sveinbjörn Hafliðason Höfundur er Seltirningur á eftirlaunum. Á HVERJU ári, hinn 16. október, stendur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fyrir því, að Al- þjóða matvæladag- urinn er haldinn hátíð- legur víða um heim, að þessu sinni undir yf- irskriftinni Fjárfest- ingar í landbúnaði í þágu fæðuöryggis. Þessi dagur ætti að vera matvælafram- leiðsluþjóð eins og Ís- lendingum hvatning, til að leiða hugann að því, að ekki hefur öll- um þjóðum auðnast sú gæfa að tryggja fæðu- öryggi sitt. Alþjóða matvæladagurinn er reyndar öllum, sem búa við velmegun, jafnt einstaklingum sem stjórnvöldum, hvatning, til að styðja neyðar- og þróunaraðstoð. Þróunaraðstoð er í eðli sínu marg- þætt og flókin og sýnist sitt hverjum um það, hvernig að henni skuli stað- ið, til að árangur náist. Ekki verður það reifað hér, heldur vakin athygli á því að áætlað er, að um 854 millj- ónir manna í heiminum búi við hung- ur, þar af 400 milljónir barna. Þetta er þeim mun hryggilegra með það í huga, að jörðin ætti vel að geta brauðfætt alla íbúa sína. Matvæladagsins er minnst með margvíslegum hætti hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Róm, sem starfa í þágu fæðuöryggis. Mat- vælaáætlunin (WFP) stendur fyrir umfangsmestu matvælaneyð- araðstoð í heiminum, og Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) er í senn þróunar- og þekkingarmiðstöð fyrir landbúnað og sjávarútveg. Þessar stofnanir geta því aðeins tek- ist á við verkefni sín, að aðildarríkin séu þeim og starfi þeirra góður fjár- hagslegur bakhjarl. Við erum aflögufær Íslendingar geta best minnst þessa dags með því að hver aflögu- fær styrki starf hjálparstofnana, sem aðstoð veita í þróunarlönd- unum. Sem utanríkisráðherra hef ég gert þróunaraðstoð að forgangs- verkefni, með sérstaka áherslu á hlutverk kvenna á landbún- aðarsvæðum í því að skapa sér og sínum fæðuöryggi. Með því að stuðla að auknu fæðuöryggi í heiminum rennum við jafnframt stoðum undir lýðræði, mannréttindi, góða stjórn- arhætti og heilbrigð viðskipti á milli þjóða. Afar mikilvægt er að aðstoða þjóðir við að koma á góðum stjórn- arháttum. Nýleg dæmi sýna, að þjóðir, sem áður voru vel bjargálna og jafnvel útflytjendur á matvöru, urðu á stuttum tíma þiggjendur matvælaaðstoðar frá alþjóðastofn- unum vegna slæmra stjórnarhátta. Nauðsyn á auknum fjárfest- ingum í landbúnaði Matvæla- og landbúnaðarstofn- unin (FAO) er nú besti þekking- arbanki um fæðuástandið í heim- inum. Á það jafnt við um landbúnað sem sjávarútveg, enda hafa íslensk stjórnvöld styrkt þátttöku sína í starfi stofnunarinnar, meðal annars með stofnun fastanefndar í Róm fyr- ir rúmu ári. Vert er að gefa gaum að skilaboðum FAO og yfirskrift á Al- þjóða matvæladeginum: Fjárfest- ingar í landbúnaði í þágu fæðu- öryggis. Stofnunin telur, að aðeins aukin fjárfesting í landbúnaði, auk fjárfestingar í menntun og heilsu- gæslu, geti minnkað hið mikla hung- ur í heiminum. Um 70 hundraðs- hlutar hungraðra í heiminum búa á landbúnaðarsvæðum, þar sem fólk nærist af eigin matvælaframleiðslu eða framfleytir sér af vinnu við land- búnað. Landbúnaður er umfangs- mesti þátturinn í efnahag þróun- arríkjanna, og styrking og aukinn vöxtur í land- búnaði er mikilvægur þáttur í því að minnka hungur í þessum lönd- um. Þróunarríkin verði virkir þátttakendur í viðskiptakerfinu Fjárfestingar, til að styrkja landbúnaðinn, geta verið með marg- víslegum hætti. Auk hefðbundinnar fjárfest- ingar í ræktun, upp- skeru, vinnslu og með- ferð, er þörf á fjárfestingum í sam- göngum, til að koma vörunni á markað, vatnsveitum, orkuver- um, heilbrigðiseftirliti, aukinni menntun í við- skiptum, og fjárfest- ingu í því að koma á gæða- og upp- runamerkingu, til að tryggja heil- brigði og hollustu vörunnar. Eðlilegt viðskiptaumhverfi er þessum þjóð- um nauðsynlegt til að vera virkir þátttakendur í hinu alþjóðlega við- skiptakerfi. Á þetta ekki aðeins við um viðskiptaumhverfið í viðkomandi löndum. Þau verða einnig að geta tekið eðlilegan þátt í milliríkjaversl- un og hinu hnattræna viðskiptakerfi. Heilbrigðis- og upprunavottun æ mikilvægari Mikill árangur hefur náðst í starfi að heilbrigðis- og upprunavottun á landbúnaðar- og sjávarafurðum. FAO hefur gegnt lykilhlutverki í þessu starfi, svo sem dæmin sýndu á sjávarútvegsnefndarfundi FAO í fyrra, þegar samkomulag náðist um viðmiðunarreglur um umhverf- ismerkingar sjávarafurða. Hafa ber í huga, að landbúnaður og fiskveiðar í þróunarríkjunum eru víðast hvar í smáum stíl og erfitt um vik að fram- fylgja flóknum reglum um heilbrigð- iseftirlit og uppruna. Mikilvægt er því að búa svo um hnútana, að þess- ar kröfur verði ekki viðskiptahindr- anir fyrir vörur þróunarríkjanna. FAO vekur sérstaka athygli á mikilvægi viðskipta með landbún- aðarvörur. Stórmarkaðakeðjur á Vesturlöndum gegna nú mun stærra hlutverki í þessum viðskiptum en áð- ur. Þrjátíu stærstu keðjurnar hafa nú um þriðjung matvælaviðskipt- anna í heiminum á sinni hendi. Þær gefa tóninn um gæði og ástand vör- unnar og hafa mikilla hagsmuna að gæta í því að fjárfesta í því að styrkja hið viðkvæma ferli frá fram- leiðanda til neytanda. Mikilvægt er að vel sé að þessu staðið og hags- munir allra þátttakanda í ferlinu teknir með í reikninginn. Fyrir tíu árum, árið 1996, á leið- togafundi FAO í Róm, einsettu 186 þjóðarleiðtogar og ríkisoddvitar heims sér að minnka hungur í heim- inum um helming fyrir árið 2015. Þúsaldarmarkmiðin ítreka þetta markmið. Þjóðarleiðtogarnir ein- settu sér að stuðla að opinberum fjárfestingum, sem og fjárfestingum einkaaðila, í landbúnaði í þessu skyni. Í lok októbermánaðar verður í Róm sérstakur umræðuvettvangur málsmetandi fólks í tilefni af tíu ára afmæli leiðtogafundarins 1996, þar sem ætlunin er að vega og meta stöðu mála og leita leiða til að ná markmiðunum um að minnka hung- ur í heiminum. Tíminn líður og árið 2015 verður komið fyrr en varir. Því miður bendir flest til, að grípa þurfi til róttækari aðgerða til að ná tak- marki leiðtogafundarins. Látum Al- þjóða matvæladaginn verða okkur hvatningu til dáða. Minnkum hungur um helming fyrir 2015 Valgerður Sverrisdóttir skrifar í tilefni af Alþjóða matvæladeg- inum, sem er í dag. Valgerður Sverrisdóttir » ...áætlað er,að um 854 milljónir manna í heiminum búi við hungur, þar af 400 milljónir barna. Höfundur er utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.