Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 39 úr vesturheimi Vestur-Íslendingurinn JasonHare fór aftur til Kanadafyrir skömmu eftir aðhafa unnið hér á landi í sumar og kynnt sér land og þjóð eftir megni. „Ég vildi kynna mér ræturnar, sjá hvaðan ég er ættaður í móðurætt, og það var helsta ástæða þess að ég vildi vera á Ís- landi í sumar,“ segir Jason, sem er 23 ára háskólastúdent. „Ég vann eitt sumar í Ástralíu og ætlaði mér að vinna erlendis í sumar. Aðeins Ísland kom til greina.“ Ánægjulegur tími Jason er kominn af bændum og fiskimönnum við Manitoba-vatn. Foreldrar hans eru Darleen (áður Olson) og Fred Hare. Faðir hans er af írskum og þýskum ættum en móðir hans af íslenskum og fær- eyskum ættum. Foreldrar hennar voru Sesselja og Karl Olson frá Reykjavík í Manitoba. Foreldrar Sesselju, Sumarliði Brandsson og Guðfinna Haraldsdóttir, bjuggu í Ólafsvík og fluttu vestur um 1890. Foreldrar Karls voru Þuríður Krist- ín Indriðadóttir frá Eyjafirði og Oli Olson frá Færeyjum. „Afi og amma komu tvisvar í heimsókn til Íslands,“ segir Jason. „Frændi minn kom hingað fyrir nokkrum árum og vann á svínabúi í stuttan tíma en að öðru leyti hefur enginn afkomenda afa og ömmu komið til landsins fyrr en ég lenti í Keflavík í maí. Mamma er yngst í systkinahópi sínum og henni var lít- ið sagt um uppruna sinn. Ég leitaði því upplýsinga hjá frændum mínum og frænkum og fékk að vita nóg til þess að mig langaði til að fræðast meira.“ Foreldrar Jasons eru frá Steep Rock í Manitoba, um 350 manna bæ skammt frá Ashern, um 200 km norðan við Winnipeg. Þar á hann margt skyldfólk en þegar foreldrar hans giftu sig fluttu þeir í næsta ná- grenni við Winnipeg og ólst Jason upp í bænum Warren. Þegar Borg- þór Magnússon plöntuvistfræðingur stundaði nám við Manitoba-háskóla í Winnipeg kynntist hann og fjöl- skylda hans ættmennum Jasons og fóru þau oft í heimsókn til Steep Rock. Þá var Jason ekki fæddur en fyrr á árinu hafði hann samband við Borgþór vegna hugsanlegrar sum- arvinnu og hjólin snerust í rétta átt. „Ég kynnti mér Snorraverkefnið en það hentaði mér ekki. Ég varð að vinna og fá tekjur og Borgþór hafði samband við Svein Runólfsson land- græðslustjóra, sem réð mig í vinnu hjá Landgræðslu ríkisins í Gunn- arsholti. Þar var gott að vera. Þar kynntist ég mjög góðu fólki og yf- irmaður minn, Kjartan Már Bene- diktsson, var óþreytandi við að segja mér sögur auk þess sem hann fann út að við erum skyldir í sjö- unda ættlið. Þarna fékk ég góðan, íslenskan mat og komst í tæri við náttúruna. Um helgar reyndi ég að ferðast um landið, fyrst og fremst um Suðurland en mér tókst líka að komast norður. Ég náði að fara á sjóstangveiðar í Faxaflóa og draga fiska úr sjó, hitti nokkra ættingja mína og kynntist mörgu fólki.“ Jason segir eftirminnilegt að hafa hitt margt gott fólk og hafa haft tækifæri til þess að sjá breytingar sem hafi orðið í og á landinu á skömmum tíma. „Þótt ég hafi lesið mér til vissi ég lítið um Ísland þegar ég kom í vor og því var frábært að vinna hjá Landgræðslunni og sjá með eigin augum áhrif veðrunar á landið. Það sem kom mér mest á óvart var að sjá uppbygginguna sem hefur orðið síðan forfeður mínir yf- irgáfu landið vegna þess að þeir gátu hvorki haft í sig né á fyrir um 130 árum. Þegar þeir komu til Kan- ada fannst þeim þeir vera komnir í paradís. Á Íslandi búa aðeins um 300.000 manns og það er ótrúlegt að sjá hvað landsmenn hafa það yf- irleitt gott og hvað það hefur í raun tekið þá stuttan tíma að komast á hátt velmegunarstig. Þegar ég fór norður fann ég fyrir einhverjum straumi, einhverri tilfinningu, sem ég þekkti ekki. Ég var á sömu slóð- um og forfeður mínir höfðu búið á. Síðan eru vissulega mörg ár og Kanada í dag stendur mér og minni kynslóð mun nær, en það er eitt- hvað hérna sem tengir mig við Ís- land. Eftir því sem leið á sumarið varð tengingin við Íslendinga stöð- ugt meiri og það var ánægjulegt að ná að tengjast upprunanum á Ís- landi. Það var líka ánægjulegt að heyra að margir Íslendingar virtust þekkja vel til Íslendingabyggða í Kanada. Eðlilega ber mikið á sam- bandi Íslands við hin Norðurlöndin og tengslin við Bandaríkin virðast einnig vera nokkuð sterk en minna ber á sambandi við Kanada. Það er hins vegar meira en ætla mætti við fyrstu sýn.“ Uppruninn kallar Jason segir að tilgangurinn með dvölinni hafi verið að kynnast upp- runanum og næsta skref sé að kynnast fleiri ættingjum. „Íslenski uppruninn skiptir mig meira máli en sá þýski og írski vegna þess að afi og amma í föðurætt féllu snemma frá og ég kynntist aðeins afa og ömmu í móðurætt. Ég var yngsta barnabarn þeirra og tengslin við ís- lenska upprunann voru einu upp- runatengslin sem ég kynntist í æsku. Þau töluðu alltaf íslensku hvort við annað og héldu málinu auk þess við með því að lesa fyrir hvort annað á íslensku. Ég skil orðið svo- lítið í íslensku og get sagt nokkur orð. Mig langar til þess að læra mál- ið og tek hugsanlega íslenskukúrsa við íslenskudeild Manitoba-háskóla samfara arkitektanáminu. Svo er líklegt að ég komi aftur til Íslands næsta sumar. Uppruninn kallar.“ Ótrúlegar breytingar Stöðugt fjölgar fólki af íslenskum ættum í Vesturheimi sem sækir Ísland heim um lengri eða skemmri tíma. Steinþór Guðbjartsson hitti Kanadamanninn Jason Hare frá Mani- toba áður en hann hélt aftur til síns heima. Njóli Félagarnir Hrafnkell Sigurðsson, Jason Hare og Hallur Karl Hinriksson leggja til atlögu við njóla í Gunnarsholti í sumar. Veiði Jason veiddi m.a. karfa á stöng á Faxaflóa. Félagar Jason Hare með verkstjóra sínum og vini, Kjartani Benediktssyni, í fræverkunarstöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Í HNOTSKURN » Kanadamaðurinn JasonHare er af íslenskum ætt- um og vann á Íslandi í sumar til að kynnast uppruna sínum. » Forfeður hans áttu hvorkií sig né á á Íslandi fyrir rúmri öld og þegar þeir komu til Kanada fannst þeim þeir vera komnir í paradís. » Jason segir ótrúlegt að sjáhvað Íslendingar hafi það yfirleitt gott og hvað það hafi tekið þá stuttan tíma að kom- ast á hátt velmegunarstig. STEFAN V. Benediktson, sonarsonur fjalla- skáldsins Stephans G. Stephanssonar, flytur ræðu um hálfrar aldar reynslu sína í olíu- iðnaðinum víða um heim og tengsl sín við Ís- land á þjóðræknisþingi Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Þjóðmenningarhúsinu á fimmtudag. Nokkrir erlendir gestir af íslenskum upp- runa verða á þinginu. Fyrir utan Stefan koma Stefan J. Stefanson, Eric Stefanson, Kristjan Stefanson, Ernest Stefanson og Claire Gillis frá Manitoba og Magnus Olafson og Robert Olafson frá Norður-Dakóta. Aðalfundur ÞFÍ hefst í Þjóðmenning- arhúsinu klukkan 15:00 nk. fimmtudag og þjóðræknisþingið byrjar klukkan 16:00 á sama stað. Erlendir gestir á þjóðræknisþingi Morgunblaðið/Steinþór Tengiliður Stephan fyrir framan hús afa síns í Markerville. MÁLÞING um kanadíska frum- byggja- og landnemamenningu verður haldið í Salnum í Kópavogi á laugardag og er hluti kan- adískrar menningarhátíðar sem nú stendur yfir í Kópavogi. Á málþinginu verða flutt nokkur erindi um menningu frumbyggja og landnema í Kanada og sam- skipti þeirra. Það hefst klukkan 10:00 en þá setur Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi, mál- þingið. Erindi flytja Viðar Hreins- son bókmenntafræðingur, Gísli Pálsson mannfræðingur, Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræð- ingur, Garðar Baldvinsson bók- menntafræðingur, Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor og Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri. Boðið verður upp á pallborðs- umræður og spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Salvör Nor- dal heimspekingur. Málþingið er haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna. Það fer fram á íslensku og eru allir velkomnir en tilkynna þarf þátt- töku á salurinn@salurinn.is eða í síma 5 700 400. Kanadísk frumbyggja- og landnemamenning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.