Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sun 22/10 kl. 14 Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Sun 5/11 kl. 14 Fös 20/10 kl. 20 Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 BRILLJANT SKILNAÐUR MANNTAFL ÁSKRIFTARKORT 5 sýningar á 9.900 SÍÐASTA SÖLUVIKA! Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is Lau 21/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 SNIGLABANDIÐ Útgáfutónleikar Sniglabandsins Mið 18/10 kl. 20:30 Miðaverð 2.200 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Mið 25/10 kl. 20:30 Miðaverð 1.500 Fim 19/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Kortasala enn í fullum gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 21. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 13 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT Sun 22. okt kl. 16 UPPSELT Sun 29. okt kl. 14 UPPSELT Sun 29. okt kl. 15 Næstu sýn: 5/11, 12/11 Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fös 20. okt kl. 20 Síðasta sýning! Herra Kolbert – sala hafin! Lau 28. okt kl. 20 Frumsýning UPPSELT Næstu sýn.: 29/10, 2/11, 3/11, 4/11, 5/11, 9/11, 10/11, 12/11, 16/11 www.leikfelag.is 4 600 200 GJÖLL er dúett tveggja manna sem eiga báðir að baki farsælan feril í ís- lenskri neðanjarðartónlist. Jóhann Eiríksson, sem hér sér um tón- listina, er líklega þekktastur fyrir að hafa verið ann- ar helmingur annars dúetts; Reptilicus, sem var fyrsta alvöru „industrial“ sveit Íslands. Sigurður, betur þekktur sem Siggi pönk, er aftur á móti söngspíra Forgarðs Helvítis, einnar rosalegustu og ofsafengnustu hljóm- sveitar Íslands. Siggi hefur sinnt ýmsu öðru meðfram þeim störfum, er mikilvirkur athafnamaður í allra handa neðanjarðarmenningu og hef- ur m.a. skrifað ljóð. Á Way Through Zero má þannig heyra sögu eftir Sigga, sem sett er við drungalega rafhljóma eftir Jóhann. Platan byggist á einni heildar- hugmynd og er skipt upp í fimm kafla. Siggi leiðir okkur í gegnum hugsanir manns sem er í upphafi ef- ins og örvilnaður. „Hver hefur þörf fyrir trúð …“ spyr hann þreytulegri röddu. Í öðrum kafla magnast reiðin og í þeim þriðja hefur sturlunin tek- ið við. En í fjórða kafla kemur sátt, lausn og ró. „Ég veit að hatur er æt- andi efni … það er engin ógn nema þú hleypir henni að þér …“ segir söguhetjan, með stóískri röddu. Fimmti kaflinn, sem er sýnu lengst- ur, er eins lags útgöngustef. Drama- tískt, myrkt en fallegt um leið. Síð- ustu fimm mínúturnar í honum binda það sem á undan er gengið glæsilega saman; lágværir, und- urfagrir – eiginlega hugleiðandi – tónar (Sigur Rós?). Af þessum lýsingum má sjá að þetta verk þeirra Jóhanns og Sigga er geipivel heppnað. Uppbygging sögunnar og flæði tónlistarinnar ganga afskaplega vel upp og texti og tónlist smellpassa saman. Jóhann hefur vald á því að dúndra brakandi og geðveikislegri rafsýru á hlust- endur þegar við á en virðist geta far- ið á hinn enda kvarðans jafn auð- veldlega. Siggi „leikur“ söguhetjuna af næmi og bjögun á röddinni í kreppuköflunum er vel til fundin, sérstaklega í kafla þrjú þegar níst- andi von- og bjargarleysið hellist yf- ir af fullum þunga. Þeir félagar eru þegar farnir að vinna að næsta verki – sem betur fer. Ég ný saman höndum af spenn- ingi. Til helvítis – og til baka aftur TÓNLIST Íslenskar plötur Gjöll skipa þeir Sigurður „Siggi pönk“ Harðarson (texti og tal) og Jóhann Eiríks- son (tónlist). ant-zen gefur út. Gjöll – Way Through Zero  Arnar Eggert Thoroddsen ÞOLINMÆÐIN vinnur víst þrautir allar og ný plata Hildar Ingveldardóttur Guðnadóttur er lifandi sönnun þess. Á plötunni raðar Hildur fjölda óvenju- legra hljóðfæra hverju ofan á annað svo úr verður þéttur hljóðveggur sem vaggar sér hægt og dáleiðir þann sem hlustar. Sellóið er hér í aðal- hlutverki og ber flest laganna uppi, þó að moran, khuur, zither, gamelan og önnur enn skrítnari hljóðfæri eigi líka hlut að máli. Bestu verk plötunnar eru þau sem fá hvað mestan tíma til þess að seytla inn smám saman, dá- leiða, eiga við skynjunina hér og þar, og hverfa svo á ný, næstum án þess að maður taki eftir því. „Reflection“ er gott dæmi, smáar breytingar í jafnvæginu á milli hljóðfæra halda hlustandanum föngnum allan tímann, spennan felst í biðinni og því hvernig sí- endurtekinn sellóskali vex fyrst og minnkar síðan meðan ómur bass- ans tryggir að hljóðveggurinn sé kirfilega múraður. Sömuleiðis er lokalagið „You“ nokkuð magnað, gamaldags pumpuorgel vælir í stálstrengja- veislu sem minnir á afslappaða Animal Collective. Hér fær hvert hljóðfæri tíma til þess að kynna sig, fara marga hringi, dáleiða, en aldrei svo að manni leiðist. Zit- herið hljómar eins og á það sé leikið af fingrum fram og því er alltaf einhver hreyfing á verkinu þótt pumpuorgelið leiki tvo hljóma trekk í trekk. „Shadowed“ er vissulega þol- inmótt verk, síendurtekin sex nótna lína gengur í gegnum allt lagið, en það gerist ekkert annað. Það er engin framvinda og end- urtekningin sem slík nær ekki að hafa tilskilin áhrif því verkið er hreinlega ekki nógu langt! Sama gildir um „My“ – það er heldur snubbótt. Byggingu margra verkanna er nokkuð ábótavant, oftar en ekki er allt komið á fullt á fyrstu sekúnd- unum og þannig helst verkið allt fram í síðasta takt. Skemmtilegra hefði verið að kynna smám saman stef og grunna til sögunnar til þess að skapa dýnamík. Ágæt lög eins og „Growth“ líða fyrir þennan skort, en fyrrnefnt „Reflection“ ber höfuð og herðar yfir önnur verk einmitt vegna vel úthugs- aðrar byggingar og andstæðunnar milli styrkleikabreytinga í sellói og stöðugum ómnum neðst á tón- sviðinu. „In Gray“ nýtir sér dýna- mík einnig með áhrifaríkum hætti þótt raunar hefði mátt ganga enn lengra í því verki. Hildur hefur skapað spennandi hljóðheim úr hljóðfærinu sem hún elskar. Gefi hún verkunum meiri tíma til þess að fæðast, lifa og deyja eins og hún gerir í „Reflec- tion“, „You“ og „Casting“ skipar hún sér í framvarðarsveit íslensku naumhyggjunnar. Óðurinn til sellósins TÓNLIST Geisladiskur Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir samdi öll lög, spilaði á öll hljóðfæri og tók upp. Valgeir Sigurðsson aðstoðaði við eft- irvinnslu og Helmut Erler hljómjafnaði. Ingibjörg Birgisdóttir hannaði umslag. 12 tónar gefa út. Lost in Hildurness – Mount A  Atli Bollason Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                       EINS og Jón Proppé segir í sýning- arskrá þá eru verk Hallsteins Sig- urðssonar „nokkuð sér á parti í jurtagarði íslenskrar höggmynda- listar“. Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns má sjá útfærslur smá- skúlptúra úr málmi þar sem við- fangsefnið er þríþætt, hjól, plógur og vængir en það er einnig titill sýn- ingarinnar. Fyrir utan safnið sýnir Hallsteinn tvö afbrigði af „hjólinu“ í stærri skala, þeim skala sem er hefð- bundinn fyrir útilistaverk og kallast á við útilistaverk Hallsteins við læk- inn í Hafnarfirði.Verkin eru á marg- an hátt andleg og upphafin þar sem tekist er á við frumspekilegar hug- leiðingar um eðli heimsins á goð- sögulegan hátt. Vísindaleg fag- urfræði DNA er útfærð á hliðstæðan hátt og uppbygging vængja þar sem endurtekin þrenning gefur hvoru- tveggja trúarlega vídd. Orkan og hreyfingin sem gefin er í skyn í léttu formi og rytma verkanna virkar jafnvel kraftmeiri en ella vegna hins þunga efniviðarins og hreyfing- arleysi skúlptúrsins. Sum verkanna í efri sal hanga grafkyrr í vírum úr loftinu og aðeins örlitla snertingu (sem reyndar er bönnuð) þarf til að koma öllu á ið. Sýningin er falleg og galvínaseruð áferðin á mörgum verkunum gefur þeim blýáferð sem tengir þau enn meira við teikningu en ella. Stóru verkin utandyra við Listasafn Sigurjóns og skúlptúrinn við lækinn í Hafnarfirði eru hins vegar úr ryðfríu stáli sem hefur ver- ið pússað með slípirokk. Við það verða þau vissulega glærari og létt- ari en gjalda nokkuð fyrir hráa iðn- aðaráferðina. Undirrituð horfir á „Hjól“ Hallsteins við Hamarslækinn í Hafnarfirði, sem er minnisvarði um fyrstu rafveitu á Íslandi, út um stofugluggann daglega og undrast hve fljótt útilistaverk venjast og verða næstum því ósýnileg nema á þau sé horft með sérstakri athygli. Nágrannarnir létu í byrjun ljós óánægju með að ekki hefði verið gerð grenndarkynning áður en verk- ið var sett upp og umræða hefur spunnist um hina kaldranalegu og hárbeittu áferð verksins í árlegum götupartíum. En þegar sólin skín þá brotna ljósgeislarnir í verkinu og börnin sogast að því til að leggjast í ávalann innan hringsins eða hanga í rimlum þess. Sýning Hallsteins í Listasafni Sigurjóns var orðin tíma- bær og er fullverðug allrar athygli. Teiknað í tilveruna Myndlist Listasafn Sigurjóns Sýningin stendur til 30. nóvember. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14- 17. Hallsteinn Sigurðsson – Hjól-Plógur- Vængir Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.