Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÁNÝTUR FRÓÐLEIKUR UM FÓTBOLTA Gagnlegar og gagnslausar upplýsingar um fótbolta- menn landsins og heimsins. Allt hið sögulega, fyndna, sorglega, stórkostlega og frábæra ... og auðvitað merkileg hneykslismál! STEPHEN FOSTER HENRY BIRGIR GUNNARSSON Hver vissi að Tryggvi Guðmundsson hefði korn- ungur rifið gula spjaldið í miðjum leik? Eða að Guðjón Þórðarson hefði hjólað á eftir leik- mönnum KR þegar þeir skokkuðu á Nesinu? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Stjörnuspá 60/61 Staksteinar 8 Menning 62/71 Veður 8 Leikhús 68 Hugsað upphátt 39 Sjónspegill 65 Forystugrein 40 Myndasögur 70/71 Reykjavíkurbréf 40 Krossgáta 72 Umræðan 46/53 Dagbók 73/77 Bréf 51/53 Staður og stund 74 Auðlesið efni 54 Víkverji 76 Minningar 55/58 Bíó 74/77 Hugvekja 56 Sjónvarp 78 * * * Innlent  „Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, á flokkstjórnarfundi sem haldinn var í Kirkjulundi í Reykja- nesbæ í gær. Yfirskrift ræðunnar var: Sáttmáli um nýtt jafnvægi. Samfylkingin er sex ára og vandi hennar er að þrátt fyrir tilvist- arkreppu og slælega frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna hefur okkur ekki tekist að nýta þau sóknarfæri sem gefist hafa. » Forsíða  Fyrsti áfangi hitaveitu í Xian Yang í Kína verður formlega tekinn í notkun í dag. Uppbygging hitaveit- unnar er samstarfsverkefni Shaanxi Geothermal Energy og hins íslenska fyrirtækis ENEX Kína. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun gangsetja hitaveituna. » Baksíða  Erlendum ríkisborgurum var gert að greiða samtals 6.253 millj- ónir króna í skatta og útsvar hér á landi við álagningu skattyfirvalda í sumar vegna tekna sem þeir öfluðu hér á síðasta ári. Alls greiddu 16.340 erlendir ríkisborgarar skatta og gjöld á Íslandi vegna tekna sem þeir öfluðu hér á síðasta ári. Þessar upp- lýsingar um skattaálagningu á út- lendinga hér á landi, fengust hjá embætti Ríkisskattstjóra, en þær voru unnar sérstaklega að fyrir Morgunblaðið. » Forsíða  Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði ekki samráð við Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formann flokksins, áður en hann flutti ræðu sína á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. „Ég hafði ekki sérstakt samráð við Halldór í aðdraganda miðstjórnarfundarins,“ segir Jón í viðtali við Morgunblaðið í dag. Aðspurður kveðst Jón ekki hafa heyrt í Halldóri eftir miðstjórn- arfundinn. » 24 Erlent  Komið hefur í ljós að ræktun á valmúa, sem notaður er til að fram- leiða ópíum og úr því síðan heróín, hefur aukist um liðlega 60% á árinu í Afganistan. Hefur þetta gerst þrátt fyrir áherslu Kabúlstjórnarinnar og erlenda gæsluliðsins á baráttu gegn fíkniefnaframleiðslu og smygli á slíkum efnum til annarra landa. Uppreisnarmenn talíbana hagnast mjög á smygli með fíkniefni. » For- síða  Læknar í Bandaríkjunum gera nú tilraunir með nýja aðferð brjósta- skoðunar sem nefnist elastography á ensku. Er þá beitt hátíðni- hljóðbylgjum til að fá mynd af því hvernig vefur í æxli bregðst við þrýstingi. Illkynja hnútar eða æxli eru dökkir, stinnir og harðir en hinir ljósir og linir. Niðurstaða úr rann- sókinni fæst á nokkrum mínútum og óþarft að taka lífsýni úr æxlinu með holnál. Fyrstu tilraunir benda til að aðferðin sé mjög traust. » Forsíða Kynningar – Morgunblaðinu fylgir blaðið Gula línan. FRUMVARP fjármálaráðherra, þar sem kveðið er á um að ríkissjóður veiti hluta gjaldstofns trygginga- gjalds til jöfnunar örorkubyrði líf- eyrissjóða, er ekki í samræmi við yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá árinu 2005, að mati framkvæmda- stjóra ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir því að framlag ríkissjóðs til lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ og SA hækki á þriggja ára tímabili og að því loknu muni hún ná til allra lífeyrissjóða. „Við það að láta framlagið ná til allra lífeyrissjóða, þeirra á meðal sjóða sem nú þegar njóta tryggingar ríkissins, mun framlagið til lífeyris- sjóða á almennum markaði skerðast um 30%. Skilningur ASÍ á yfirlýsing- unni frá 2005 var sá að um framlag til frambúðar væri að ræða, en ekki að- eins til þriggja ára, og því er frum- varpið á skjön við yfirlýsinguna.“ Gylfi segir ASÍ ekkert hafa við það að athuga að aðr- ir lífeyrissjóðir njóti sömu hækk- unar og sjóðir á almennum mark- aði, en hækkunin megi ekki vera á kostnað annarra sjóða. „Engum manni dettur í hug að skattabreyting ríkisstjórnarinnar, sem taka á gildi árið 2007, eigi aðeins að gilda árið 2007, og það sama átti við um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2005 vegna kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði. Það að láta sem það sé sérstakur örlætisgjörn- ingur að láta framlag gilda lengur en í umrædd þrjú ár er því ekki í sam- ræmi við yfirlýsinguna.“ Gylfi segir málið grafalvarlegt og að það gefi til- efni til að fulltrúar ASÍ og ríkis- stjórnarinnar hittist. Var ávallt hugs- að til frambúðar Örorkubyrði lífeyrissjóða jöfnuð Gylfi Arnbjörnsson BANDARÍKJAMAÐURINN Ashrita Furman setti heimsmet í Egilshöll í gær þegar hann bar 80 kg mann á bakinu einnar mílu vegalengd á 13 mínútum og 1 sek- úndu. Metið verður skráð í Heimsmetabók Guinness og í gær lá leiðin í Smáralindina til að reyna við annað heimsmet í sérstöku boltakasti þar sem Furman átti að hanga á fótunum í þar til gerðri slá. Þess má geta að við míluhlaupið í Egilshöll bætti Furman 7 kg lóðum ut- an á sig til að þyngja byrðarnar svo að þær yrðu jafn- þungar honum sjálfum. Morgunblaðið/Kristinn Setti heimsmet með mann á baki DRENGUR á táningsaldri var stunginn með hnífi við skemmtistað- inn Shooters í Kópavogi í fyrrinótt. Lögreglan í Kópavogi var kölluð til og hefur tekið árásina til rannsókn- ar. Þrír piltar voru handteknir vegna árásarinnar og vistaðir í fanga- geymslu hjá lögreglunni í Reykjavík að ósk Kópavogslögreglunnar. Ekki fékkst upp gefið í gær hvort farið yrði fyrir héraðsdóm með kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim. Um er að ræða íslenska pilta, að sögn lögregl- unnar. Lenti í slagsmálum við aðra pilta Tildrög árásarinnar voru þau að sá sem stunginn var átti í slagsmál- um við tvo aðra pilta fyrir utan skemmtistaðinn og dró þá einn upp hníf og stakk honum í kviðinn á drengnum. Hinn slasaði, sem er fæddur árið 1988, var fluttur á slysadeild og ligg- ur nú á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ekki fékkst upp gefið í gær hvort piltarnir sem í haldi eru hafa komið við sögu lögreglunnar áður eða hvort hald hafi verið lagt á hnífinn sem notaður var. Að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans var líðan piltsins stöð- ug í gær og var ekki þörf á að hafa hann í öndunarvél en hnífstungan var samt töluvert djúp, að sögn læknis. Piltur stunginn djúpt í kviðinn VIÐRÆÐUM Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs um nýtt meirihlutasamstarf í sveitarfélaginu Árborg var haldið áfram í gær. Viðræðufundurinn hófst laust eft- ir klukkan tíu í gærmorgun. Þor- valdur Guðmundsson, oddviti Fram- sóknarflokksins, sagði um hádegið í gær að viðræðum yrði haldið áfram fram eftir degi. „Það kemur vænt- anlega í ljós í dag hvort við náum þeim árangri að geta haldið áfram og gengið frá þessu eða ekki. Við erum að fara yfir málin og leita leiða,“ sagði Þorvaldur. Upp úr meirihlutasamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks slitnaði á föstudag og hófust viðræð- ur flokkanna þriggja um myndun nýs meirihluta þegar á föstudags- kvöld. Viðræður héldu áfram VIÐARSKIPIÐ Stormur SH 333 liggur nú bundið við Kópavogs- bryggju á ný en það rak á land undan Gálgahrauni á föstudags- morgun. Báturinn var mannlaus þegar hann losnaði frá akkeri í Kópavogi en Köfunarþjónusta Árna Kópssonar var fengin til að annast björgunaraðgerðir og sagði Árni að vel hefði gengið að draga skipið að landi. Dæla þurfti úr hon- um sjó og var vinnubáturinn Fjölvi fenginn til að draga Storm að landi. Árni segir skipið lítið skemmt að því er virðist. Stormi bjargað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.