Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur Magn-úsdóttir fæddist á Görðum í Önund- arfirði 16. október 1928. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- munda Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. á Kirkjubóli á Litla- nesi í Barðastrand- arsýslu 9. maí 1902, d. 28. mars 1993 og Magnús Reinaldsson bóndi, f. á Kaldá í Önundarfirði 14. apríl 1897, d. 4. mars 1952. Systkini Unnar eru Anika, f. 27. janúar 1926, Ólöf, f. 9.janúar 1927, Bryn- hildur, f. 1. nóvember 1929, d. 12. febrúar 1999, Haukur, f. 5. febrúar 1932 og Önundur, f. 4. mars 1939. Unnur giftist 1. desember 1951 Stefáni B. Kristmundssyni húsa- hennar og Þórodds Stefánssonar, f. 14. febrúar 1953 eru: a) Unnur Erla félagsráðgjafi, f. 27. nóv- ember 1976, maki Gunnar Örn Hjálmarsson, f. 5. desember 1974, börn þeirra eru Sigrún Hanna og Stefán Unnar, f. 9. maí 2000, og b) Margrét Hrönn nemi í Verzl- unarskóla Íslands, f. 29. september 1990. Unnur flutti til Reykjavíkur 1944 og vann við verslunarstörf m.a. hjá Verslun Ingibjargar Johnson í Lækjargötu. Þar starfaði hún þeg- ar hún veiktist af berklum 1948 og fór á Vífilsstaði. Þar og á Reykja- lundi dvaldi hún næstu þrjú til fjög- ur árin. Á Víflisstöðum kynntist Unnur eftirlifandi eiginmanni sín- um og hófu þau búskap haustið 1951 á Bollagötu 10 í Reykjavík hjá fjölskyldu Stefáns. Árið 1955 byggðu þau hús sitt, Tunguveg 3 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu alla tíð. Unnur starfaði frá 1967–1985 í mötuneyti Skýrsluvéla Ríkisins og Reykjavíkurborgar. Útför Unnar var gerð frá Foss- vogskapellu 22. nóvember síðast- liðinn, í kyrrþey að hennar ósk. smiði, f. á Kolbeinsá í Hrútafirði 25. maí 1920. Foreldrar hans voru Sigríður Þórunn Ólafsdóttir húsmóðir, f. 17. maí 1885, d. 26. nóvember 1935 og Kristmundur Jónsson kaupfélagsstjóri á Borðeyri, f. 25. ágúst 1884, d. 13. júlí 1955. Börn Unnar og Stef- áns eru: 1) Magnús, umsjónarmaður fast- eigna hjá Styrkt- arfélagi vangefinna, f. 16. júní 1952, kvæntur Margréti Þórðardóttur, f. 18. desember 1957, börn þeirra eru: a) Rut Erla ritari, f. 19. desember 1978, maki Þórarinn Steinþórsson, f. 14. októ- ber 1976, sonur þeirra er Magnús Breki, f. 11. júní 2004 og b) Stefán matreiðslumaður, f. 8. febrúar 1983. 2) Sigríður bankastarfs- maður, f. 29. mars 1958, dætur Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um hana ömmu er þakklæti það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þakklæti fyrir allt það sem amma hefur gert fyrir mig og aðra í kringum sig. Mín fyrsta minning tengist ömmu og er það dæmigert fyrir sambandið á milli okkar, þá sitjum við nöfnur í eld- húsinu og amma er að passa mig, þetta minningarbrot hefur fylgt mér ansi lengi og finnst mér vænt um það. Amma mín var umhyggju- söm og góð kona sem mat fjölskyldu sína mikils. Heimili ömmu og afa á Tunguveginum var góður staður til að alast upp á og í rauninni er það þannig að ég hef alla tíð verið með annan fótinn á heimilinu hjá ömmu og afa. Þegar börnin mín fæddust bjó ég í kjallaranum hjá þeim og var það ómetanlegur stuðningur fyrir mig þegar börnin voru lítil og ómet- anlegt fyrir börnin mín þegar þau urðu eldri að geta farið upp til ömmu og afa og notið alls þess sem þau höfðu uppá að bjóða. Það er margs að minnast þegar hugurinn reikar til baka. Húsið á Tunguveginum og garðurinn þar sem amma sá um að allt væri snyrtilegt og fínt. Garðurinn var hinn glæsilegasti og hafði amma gaman af vinnunni í honum á meðan hún hafði heilsu til. Einnig eru margar minningar úr sumarbú- staðnum en þangað var farið um hverja helgi á sumrin. Þar var plantað trjám og reynt að rækta landið. Amma hafði ávallt eina tertu með og svo var spilað á kvöldin. Sumarbústaðarferðirnar eru ógleymanlegar. Amma var lista- kokkur og hún bakaði í hverri viku og því var alltaf ýmislegt til í skáp- unum heima hjá henni. Eggjasúpan og makkarónugrauturinn var ótrú- lega góður og svo auðvitað eftirrétt- irnir á jólunum. Þó að ég hafi nú fengið einhverjar uppskriftir hjá ömmu þá hef ég nú ekki lagt í að gera þær allar en hver veit, kannski á maður eftir að reyna við einhverj- ar af þeim. Það er skrítið til þess að hugsa að það styttist í jólin og þau verða talsvert breytt þegar ömmu nýtur ekki við. Ég man þegar ég var lítil stelpa, þá lofaði ég þér að við myndum alltaf verða saman á jólunum. Ég lofaði þér nú reyndar ansi mörgu og er ekki viss um að ég hafi staðið við það allt. En við höf- um alltaf verið saman á jólunum, það stóð ég við. Amma mín hafði reynt margt á sinni ævi og ræddi sína erfiðleika og veikindi sjaldan. Amma vildi frekar tala um það sem vel gekk. Þegar kom í ljós að ég var ófrísk að tvíbur- um var amma sú fyrsta sem óskaði okkur foreldrunum til hamingju með að eiga von á tveimur börnum. Þegar litlu krílin komu í heiminn aðstoðaði hún eftir bestu getu og sagði oft við mig að ég væri nú rík að eiga þessi börn. Ég veit ekki hvort amma ræddi þetta við börnin mín en þau eru að minnsta kosti al- veg með það á hreinu að börn eru dýrmætari en allt og segja mömmu sinni það oft þegar eitthvað vantar uppá samkomulagið á heimilinu. Missir okkar sem þekktum Unni Magnúsdóttur er mikill en á móti eru minningarnar margar og góðar. Minningar um góða konu sem lagði mikið upp úr því að öllum liði vel og lagði sitt af mörkum til að svo mætti verða. Elsku amma mín, ég er viss um að nú líður þér vel, núna ertu búin að hitta Hiddu frænku sem þú hafðir saknað mikið og sennilega hefur þú líka hitt foreldra þína og Ellu. Elsku amma ég veit þú lítur til með okkur og ég hlakka til að hitta þig á ný á öðru til- verustigi. Elsku amma, vertu guði geymd. Þín Unnur. Unnur Magnúsdóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson                   ✝ Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur minnar, ÁSU HJÖRDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Margrét Anna Þórðardóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar systur minnar, mágkonu og móðursyst- ur okkar, JÓDÍSAR SNORRADÓTTUR, áður Leifsgötu 5, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónsdóttir, Hafsteinn Hólm og systrabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför yndislegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, EVU KRISTINSDÓTTUR sjúkraliða, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landakots og krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum við Hring- braut, fyrir einstaka umönnun, ómetanlegan stuðning og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Ólafsson, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Berglind Ólafsdóttir, Dag Helge Iversen, Anna Lóa Ólafsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Jóhann Pétur Reyndal, Magnús Sverrir Ólafsson og barnabörn. ✝ Okkar einlægustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR NJÁLSDÓTTUR, Eyrarholti 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka þjónustu. Jón Vífill Albertsson, Fanney Júlíusdóttir, Anna Kristrún Sigurpálsdóttir, Arnar Sigurðsson, Silja Ósk Sigurpálsdóttir, Björn Heiðar Jónsson, Ingigerður Sigurpálsdóttir, Ísar Logi, Styrmir Davíð, Elma Lilja, Ylfa Rún. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát okkar ástkæra KJARTANS ÁRNASONAR, Kópavogsbraut 99. Edda Ólafsdóttir, Marta Kjartansdóttir, María Erla Kjartansdóttir, Ólafur Sverrir Kjartansson, Soffía Adólfsdóttir, Saga Guðrún Ólafsdóttir, Árni Björgvinsson, Sigrún Stefánsdóttir, Drífa Garðarsdóttir, Helga Aðalbjörg Árnadóttir, Finnur Frímann, Árni Þór Finnsson, Guðrún Finnsdóttir, Kristjana Finnsdóttir. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, systur, tengdadóttur og mágkonu, SIGURBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, Lautasmára 39, Kópavogi. Sigurður Sigurðsson og fjölskylda. ✝ Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS LÁRUSAR PÉTURSSONAR vélstjóra, Laufrima 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum, hjúkrunarþjónustu Karitasar og líknardeildar Land- spítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og ómetanlegan stuðning og hlýhug. Unnur Guðmundsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir, Olgeir Kristjónsson, Hörður Þorsteinsson, Kristín Gunnarsdóttir, Hafdís Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.