Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 55 MINNINGAR ✝ Heiðveig Guð-laugsdóttir fæddist á Snældu- beinsstöðum í Reyk- holtsdal í Borg- arfirði hinn 13. september árið 1919. Hún lést á Skjólgarði á Höfn í Hornafirði 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ív- arsdóttir, f. 21. sept- ember 1883, d. 6. desember 1927 og Guðlaugur Hannesson frá Gríms- stöðum í Reykholtsdal, f. 4. ágúst 1877, d. 10. ágúst 1921. Heiðveig var í fóstri hjá móðurbróður sín- um Jóni Ívarssyni kaupfélags- stjóra og konu hans Guðríði Jóns- dóttir. Eiginmaður Heiðveigar var Helgi Guðmundsson frá Hoffelli í Hornafirði, f. 14.4. 1904, d. 2.2. 1981, en þar hófu þau búskap árið 1942, árið sem þau giftust. Þau Helgi og Heiðveig eignuðust fimm börn, einn sonur þeirra fæddist andvana og einn son, Jón Gunnar Jónsson, f. 19. júní 1940, eignaðist Heiðveig áður en hún giftist. Þessi eru börn þeirra hjóna sem upp komust: 1) Jón, bifreiðastjóri á Höfn, f. 2. mars 1943. Kona hans er Júlía K Óskarsdóttir húsmóðir á Höfn. Börn þeirra eru: Heiðveig Mar- en, f. 11. janúar 1965, Helgi Jóhann- es, f. 15. mars 1972 og Bjarni Óskar, f. 9. maí 1982. 2) Úlf- ar, bóndi og bif- reiðastjóri í Hof- felli, f. 11. júli 1945. Sambýliskona hans er Unnur Ingibjörg Guðmundsdóttir. Synir hennar og Jóns Benedikts- sonar eru: Andri Már, f. 14. október 1976 og Bene- dikt, f. 25. desember 1977. 3) Guð- mundur, bóndi og bifreiðastjóri í Hoffelli, f. 1. janúar 1947. 4) Sig- urbjörg, verkakona í Birkifelli, f. 7. janúar 1954. Giftist Friðrik Sveinssyni, Vopnfirðingi að ætt- erni. Börn þeirra eru: Brynja Dögg, f. 28. maí 1978, Helga Val- gerður, f. 31. október 1981 og Sveinn Heiðar, f. 30. janúar 1984. Sigurbjörg og Friðrik slitu sam- vistum. Sambýlismaður Sig- urbjargar er Hörður Guðjónsson. Starfsvettvangur Heiðveigar eftir að hún kom til fullorðins ára var heimili hennar í Hoffelli. Þar eignaðist hún sínar traustu minn- ingar. Útför Heiðveigar var gerð í kyrrþey frá Hoffellskirkju laug- ardaginn 2. desember. Það var árið 1942 að miklar breyt- ingar urðu í Hoffelli. Í eystri hluta heimilisins var þá komin ung og glæsileg stúlka og tekin við búsfor- ræði. Þetta var Heiðveig Guðlaugsdóttir ein þriggja fósturdætra Jóns Ívars- sonar kaupfélagsstjóra og konu hans Guðríðar Jónsdóttur. Í Hoffelli átti Heiðveig síðan heimili til æviloka en dvaldi þó síðustu árin á Skjólgarði á Höfn. Þar naut hún umhyggju og að- hlynningar hjúkrunarfólksins en hafði þó lengst af þrek til að skreppa að Hoffelli og dvelja þar um stund. Heiðveig var borgfirskrar ættar, fædd á Snældubeinsstöðum í Reyk- holtsdal 13. september 1919. Dóttir Sigurbjargar Ívarsdóttur frá Snældubeinsstöðum og Guðlaugs Hannessonar frá Grímsstöðum í Reykholtsdal. Heimildir segja að þau hjón hafi verið dugnaðar- og vask- leikafólk. Sigurbjörg lést árið 1927 en Guð- laugur var þá látinn nokkrum árum áður eða árið 1921. Þar með lauk bú- skap þessarar fjölskyldu á Snældu- beinsstöðum og dreifðist barnahóp- urinn þá meðal ættmenna og vina. Tvær yngstu systurnar fluttust til Hornafjarðar þar sem ein eldri systir þeirra var fyrir og áttu þessar þrjár systur nú heimili hjá Jóni Ívarssyni, móðurbróður sínum og konu hans, Guðríði Jónsdóttur, eins og að fram- an greinir. Heiðveig kom víða við á lífsleiðinni. Á bernskuárum sínum dvaldi hún nokkur sumur í sveit á Hólmi á Mýr- um. Hún tók sér ferð á hendur og stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og einn vetur kynnti hún sér saumaskap í Reykjavík, ennfrem- ur vann hún við kaupakonustörf í nokkur ár. En svo kom stóra stundin er hún fluttist að Hoffelli þar sem hún dvaldi síðan eins og áður er sagt frá. Það var mikil breyting á lífsstíl og lífsviðhorfum Heiðveigar er hún flutt- ist að Hoffelli. Þar var heimilishaldið í föstum skorðum. Eiginmaður henn- ar, Helgi Guðmundsson, var sonur Valgerðar Sigurðardóttur og Guð- mundar Jónssonar en þau voru mikið og stórbrotið öðlingsfólk. Hoffells- heimilið var mannmargt og þangað komu margir í margvíslegum erinda- gerðum. Helgi var höfðingsmaður og vel metinn sem margt var til lista lagt hvað handbragði viðkom. Hann var einn af fyrstu bifreiðastjórum í byggðarlaginu. Fyrsta bíl sinn eign- aðist hann árið 1930 er hann sótti til Reykjavíkur og ók honum með suður- ströndinni án áfalla sem leið lá heim að Hoffelli. Helgi lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1927. Glæddi það að sjálfsögðu ræktunarstörf á heimilinu auk þess sem húsakostur bæði gripa- hús og íbúðarhúsið tóku góðum fram- förum. Gengu þar jafnan til verka traustir og vel hæfir menn frá báðum heimilum. Helgi í Hoffelli var mikill hagleiks- maður bæði á tré og járn, glaðvær og gestrisinn og hafði góða söngrödd, sem þeir er á hlýddu kunnu vel að meta. Þótt aldursmunur þeirra hjóna væri nokkur fór þó jafnan vel á með þeim enda höfðu þau bæði góðan vilja og atorku yfir að ráða. Þau Helgi og Heiðveig eignuðust fimm börn. Jón, Úlfar, Guðmund og Sigurbjörgu, einnig eignuðust þau son er fæddist andvana. Auk þess eignaðist Heiðveig fyrir hjónabandið dreng, Jón Gunnar Jónsson sem var í fóstri hjá kaupfélagsstjórahjónunum Jóni og Guðríði. Systkinin hafa sýnt Hoffelli mikla ræktarsemi. Þau eiga þar öll heimili. Úlfar og Guðmundur eiga heimili sín þar sem Hoffellsbær- inn hefur staðið frá ómuna tíð. Jón og Sigurbjörg hafa reist íbúðarhús sín skammt undan túnfætinum. Jón sum- arhús en Sigurbjörg býr þar allt árið. Jón Gunnar hefur lengst af átt heimili í Reykjavík eftir að hann fluttist þangað með fósturforeldrum sínum en nú síðustu árin hefur hann haldið heimili í Vík í Mýrdal. Alla tíð hefur Jón sýnt Hoffelli og þeim er þar búa mikla ræktarsemi. Heiðveig bjó fólkinu sínu og öðrum sem dvöldu hjá henni fallegt og vist- legt heimili. Hún var frábærlega myndarleg til allra verka. Saumaði ýmsan fatnað sem kunnátta hennar frá æsku bæði við skólagöngu eins og að framan er getið og við saumaskap hjá klæðskeranum á Höfn gerðu hana vel færa um. Hannyrðir ýmis- konar léku henni vel í hendi og settu hlýjan og fagran svip á heimili henn- ar. Í Hoffelli fór um langan tíma fram mikil steinasöfnun. Helgi og Heiðveig komu sér upp slíku safni sem bjó yfir margbreytilegu steinavali. Heiðveig bjó til margskonar listaverk úr stein- um sem hún slípaði til áður en hún raðaði þeim saman í hin fjölbreyttu verk sín m.a. af dýrum og plöntum. Mér er um þessar mundir ofarlega í huga einn slíkur dýrindis gripur sem Heiðveig gaf mér, mynd af tré í for- grunni og er einn af eigulegustu grip- unum á okkar heimili. Lífsferill Heiðveigar var fjöl- breyttur þar sem myndarskapur hverskonar setti svip sinn á umhverf- ið. Hér búa að baki og varðveitast þeir eðliskostir sem einkenndu lífs- hlaup Heiðveigar. Börnum hennar og öðrum ætt- mennum færi ég innilegar samúðar- kveðjur frá því fólki sem þangað hugsar á þessari sorgarstundu. Minning um látinn vin mun halda í heiðri þau verk sem prýða svo vel það umhverfi sem þeim hefur verið valið. Megi þau verk varðveita sögu þess- arar dugmiklu konu um alla framtíð. Egill Jónsson. Elsku amma mín, þá ertu búin að kveðja þennan heim sem fór nú ekki alltaf blíðlegum höndum um þig. Erf- ið æska þín setti mark sitt á sálina sem fylgdi þér alla tíð. Þú varst ekki allra en þú varst mín. Og minning- arnar um þig eru gull í hjarta mínu, þú varst svona ekta gamaldags amma. Alltaf að gefa að borða og með eilífar áhyggjur af því hvort ég væri svöng eða hvort ég væri nógu dúðuð í fötum svo mér væri ekki kalt. Draumur þinn um að vinna í lottói lýsti þínu innræti vel, þegar ég spurði þig hvað þú myndir gera ef þú fengir þann stóra sagðir þú: Ég myndi gefa börnunum og barnabörnunum það og bættir við að þig skorti nú ekkert. Ég á handskrifað eftir þig heilræði sem þér þótti gott, þar segir: Maður getur verið ríkur á tvennan hátt, annað hvort með því að hafa allt til alls eða þá að láta sér nægja það sem hann hefur. Það er víst að ég hef alltaf verið rík að hafa átt þig og núna allar minn- ingarnar um þig. Þegar ég varð eldri varðst þú líka vinkona mín, það var hægt að tala um hvað sem var við þig og oft var nú gantast í eldhúsinu hjá þér og hlegið dátt og stundum var líka grátið. Þú hafðir skoðanir á öllu og lást nú ekki aldeilis á þeim, stundum varð manni nú nóg um og gerði tilraunir til að malda í móinn en þú vildir bara fá að segja það sem þér bjó í brjósti og gerðir það. En svona varstu nú bara, komst til dyranna eins og þú varst klædd og ekki orð um það meir eins og þú sagðir svo oft. Þú varst með eindæmum handlagin kona og hafðir mjög gaman af öllu handverki og margir eiga steinatré frá þér eða platta með myndum gerðum úr stein- um. Nú ertu búin að loka fallegu brúnu augunum þínum og fallegu hendurn- ar þínar föndra ekki meir og strjúka ekki kinnina mína aftur, en við hitt- umst aftur seinna, elsku amma mín og þá verða miklir fagnaðarfundir. Guð geymi þig og englarnir passi þig. Þín Heiðveig Jónsdóttir. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er undarlegt til þess að hugsa að við sjáum þig ekki aftur í þessu lifanda lífi. En eftir sitja ótal minningar um margar gleðistundir. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn, hvort sem það var í Hoffell eða á dvalar- heimili aldraðra á Höfn. Við spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar, þú sagðir sögur og rifjaðir upp æsku- árin þín sem ung stúlka á Höfn og í nærsveitum. Oftar en ekki varstu bú- in að gera vöfflur með vanillurjóma sem við borðuðum af bestu lyst. Vöfl- urnar þínar munu seint gleymast enda gerir enginn jafn góðar vöflur og þú gerðir. Þú laumaðir líka oft á konfektmolum og nammi sem ávallt féll í kramið hjá ungum sem öldnum. Það var stutt í kímnina hjá þér og hreinskilni þín er okkur mjög eftir- minnileg. Þau voru ófá gullkornin sem féllu af vörum þínum, jafnvel at- hugasemdir um lífið og tilveruna sem fáir þora að segja upphátt en miklu fleiri velta fyrir sér. Það var heldur ekki þinn stíll að láta hafa mikið fyrir þér, þú vildir helst gera alla hluti sjálf, enda sjálfstæð kona alla þína ævi. Heimilisdýrin í Hoffelli báru þess merki að vel var hugsað um þau, enda hafðir þú mikinn áhuga á dýr- um. Dýrin í Birkifelli voru vinsælt umræðuefni þegar við komum í heim- sókn og þú hafðir gaman af því þegar Helga kom með Storm í heimsókn á dvalarheimilið, þó starfsfólkið hefði ekki verið eins hrifið. Þú varst mikil áhugamanneskja um fallega steina enda nóg af þeim í nágrenni við Hof- fell. Þú hafðir mikla unun af því að föndra fallega hluti og oftar en ekki urðu jaspisar, ópal og silfurberg fyrir valinu. Steinatrén þín vöktu alltaf at- hygli og munu gera það um ókomin ár enda prýða mörg hver heimili vina og vandamanna. Hin síðari ár töluðum við stundum um dauðann og þú sagðir að þig hefði dreymt fyrir þínum. Vissulega hefð- um við viljað hafa þig lengur hjá okk- ur og það verður skrítið að halda jólin án þín. Þú fórst eins og þú spáðir og það er gott til þess að hugsa að þú varst sátt. Sátt við að kveðja þennan heim og hugsanlega lifa áfram á öðr- um stað. Við erum viss um að leiðir okkar munu liggja saman síðar meir og þá munum við taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og ræða allt milli himins og jarðar. En þangað til munum við geyma minninguna um þig á góðum stað í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, hvíl í friði. Brynja Dögg, Helga Val- gerður og Sveinn Heiðar Allt er í heiminum hverfult, ekki það að ég héldi að Veiga mín biði eftir að ég kæmi til hennar í heimsókn á spítalann, heldur að dauðinn kemur alltaf á óvart. Því er gott að rækta góð vinarsambönd en Veiga var vinur minn. Heimsótti ég hana á sjúkrahús eitt sinn um páska í Reykjavík og sat hjá henni drjúga stund. Við gleymd- um alveg tímanum við að rifja upp góða og slæma hluti og það var gott að hlæja með Veigu því svo indæl var hún og hafði góða nærveru. Við skelli- hlógum eins og krakkar saman. Þessari frænku minni, Veigu í Hof- felli, hef ég og mitt fólk haft miklar mætur á, svo og hennar fólki alla tíð. Systir Öræfanna, mér fannst það nafn hæfa henni Veigu minni. Þegar maður sat í eldhúsinu hjá henni í Hof- felli, og hún var að slípa steina í rull- unni og hvílíkir steinar, jaspisar, ópalar og flottir álfasteinar. Og lista- verkin sem hún gerði úr þessum steinum! Ein fallegasta mynd sem ég hef fengið er frá Veigu en þar er slíp- uðum smásteinum raðað upp í litrófi á einstakan hátt. Litlir skinnskór, sauðskinnsskórnir þeir einu sönnu? Margir sóttu Hoffell heim, en þar var oft gestkvæmt og engum úthýst. Veiga hóf búskap eftir að hafa kynnst Helga Guðmundssyni í Hoffelli, en þá var hún búin að eiga dreng, Jón Gunnar, sem var komið í fóstur hjá Jóni Ívarssyni og Guðríði konu hans. Heiðveig og Helgi eignuðust fyrst Jón Helgason en hann er elstur systkinanna í Hoffelli, fæddur 1943 og mikill öðlingsdrengur. Hann er giftur frábærri konu, Júlíu Óskars- dóttur. Veiga og Helgi eignuðust 4 börn, Jón fyrrnefndan, Guðmund, Úlfar og Sigurbjörgu. Búa þau systk- inin öll í nágrenni við hvert annað við Hoffell. Hoffelstorfuna kallaði ég hana oft í gamni við Veigu. Þau systk- in eru samrýnd og voru þeir bræður á árum áður einhverjir bestu vega- vinnuverktakar á Suðausturlandi og unnu oft langan vinnudag við erfiðar aðstæður í Almannaskarði, við Hval- nesskriður, Þvottárskriður, á fáförn- um fjallvegum og allar vegalengdir þar á milli. Við Hoffell létu Helgi og Veiga reisa einkakirkju og þótti Veigu mik- ið til hennar koma. Þegar hún sýndi okkur hjónunum hana fyrst, og fór með okkur í helgidóminn, þá sá ég gleðina í augum hennar og stoltið. Veiga var vel gift kona og fannst mik- ið til manns síns Helga koma. Þau nutu lífsins undir þessum fallegu fjöllum með þessi mannvænlegu börn, og alltaf voru Helgi og Veiga ásamt börnum sínum tilbúin til að sýna ferðamönnum Hoffellsjökul og Hoffellsdalinn án gjalds. Mikið var Veiga alla tíð stolt af steinunum sem þarna voru út um allt og engan þekkti ég fróðari um stein- tegundir og nöfn á steinum en hana. Einnig þegar hún elskuleg heimsótti okkur í Garðabæinn og leit út í garð hjá okkur, þá taldi hún upp 3–4 gras- tegundir með nafni og 9–10 aðrar plöntur einnig með nafni. Þetta lá vel fyrir henni og hefði Veiga verið ung í dag hefði hún eflaust farið í náttúru- fræði- eða jarðfræðinám. Enn er þeim minnistætt, Rósu Dögg og Helga Hrannari, þegar þau flugu til Veigu frænku árið 1983 í pössun, hversu vel þeim leið þar. Eins og öll- um krökkum sem dvöldu í Hoffelli. Flest koma þau ennþá í heimsóknir þangað. Veiga var í góðum sambönd- um við systur sínar og var móðir mín Hulda heitin oft í símasambandi við hana, svo og Ása, en hún lifir systur sína ásamt Sigrúnu. Við fjölskylda mín þökkum Veigu samfylgdina og vorum stolt af því að eiga hana að frænku. Hvíl í friði elskuleg. Jón Ingólfsson. Heiðveig Guðlaugsdóttir ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.