Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 34
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt. Munið að slökkva á kertunum i fyrsta skáldsagan 34 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S igrún býr í miðborg Lond- on ásamt yngsta syninum, Ara, sem er tvítugur og stundar nám í alþjóða- tengslum við London School of Economics. „Ég flutti með strákana mína til Kaupmannahafnar 1988 en eftir tólf ára dvöl þar tókum við Ari okkur upp árið 2000 og flutt- um til London,“ segir Sigrún. „Strák- arnir hennar, Helgasynir, eru, auk Ara, Davíð, 29 ára, búsettur í Kaup- mannahöfn, einn þriggja eigenda fyr- irtækis á sviði tölvuleikja, og Ingvar, 26 ára, sem býr í Þýskalandi og rekur eigið tískufyrirtæki ásamt sambýlis- konu sinni. „Kaupmannahafnarárin voru yndisleg, við lifðum sældarlífi,“ heldur hún áfram. „Við bjuggum á Austurbrú því ég vildi vera í mið- bænum og það var ekkert mál þó strákarnir væru litlir. Það er með eindæmum þægilegt og gott að vera með börn í Danmörku, auðveldara en á Íslandi, þar er svo vel búið að börn- um og barnafjölskyldum – en ég held að allir sem flytja til útlanda með börn hljóti að sakna fjölskyldunnar heima því við Íslendingar erum yf- irleitt vanir nánum fjölskyldu- tengslum.“ Það var ekki að ástæðulausu að Sigrún flutti til Kaupmannahafnar. „Ég fékk styrk til að skrifa bók um handritamálið,“ segir hún. „Bókin, Håndskriftsagens saga i politisk be- lysning, kom út 1999. Með rannsókn- arvinnunni stundaði ég blaða- mennsku, mest fyrir Morgunblaðið. Ég kunni vel við Dani án þess ég hefði endilega í huga að búa þar allt- af; fyrir sex árum, þegar eldri strák- arnir voru fluttir að heiman, hugsaði ég með mér; hvers vegna ekki að prófa að búa í stórborg? Fannst eins og það gæti einhvern veginn átt vel við mig. Ari, sem þá var fjórtán ára, var til í að leggjast í ævintýrið með mér. Svo það varð úr að við fórum til London, Ingvar slóst svo í hópinn en er nú nýfluttur.“ Frumstæð afstaða til kvenna Hún segir að þó að þau mæðginin hafi strax kunnað vel við sig hafi það verið ótrúleg viðbrigði að flytja til Bretlands. „Landfræðilega er Eng- land ekki langt frá Danmörku en hugsunarhátturinn er mjög ólíkur. Hér er til dæmis frekar frumstæð af- staða til kvenna. Það er auðvitað óhagstætt fyrir aðrar þjóðir að bera sig saman við okkur á Norð- urlöndum, þar sem konur eru komn- ar svo miklu lengra í kvenréttinda- málum en annars staðar í heiminum. Englendingar eru aftarlega á mer- inni í þessum efnum. Það kemur meðal annars fram í því að mjög fáar konur eiga sæti á breska þinginu eða gegna leiðtogastöðum, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptaheiminum. Annar angi af þessu hugarfari er heldur dapurleg og einhæf kven- ímynd fjölmiðla og kemur líka fram í því hvernig breskt kvenfólk klæðir sig. Besta orðið til að lýsa því er „bil- legt“.“ Hvað heillar þig við London? „London er samkomustaður fólks alls staðar að úr heiminum, það er það sem gerir hana svo skemmtilega. Hér er svo mikið að gerast, ótal- margar áhugaverðar stofnanir og svo margt fróðlegt að hlusta og horfa á. Borgin er dýr að heimsækja, sömu- leiðis húsnæði og samgöngur, en það er hægt að lifa ódýrt hér. Ég hef allt- af haft óbilandi áhuga á stjórnmálum, efnahagsmálum, klassískri tónlist og myndlist og fyrir mig er þetta sæla. Ég notfæri mér óspart hvað hér er mikið í boði, fer oft á listsýningar, tónleika og sæki fyrirlestra, meðal annars opna fyrirlestra í London School of Economics. Það er gaman að vera blaðamaður í London því það er svo margt spennandi að fylgjast með. Eftir að ég flutti hingað hef ég fengist við blaðamennsku fyrir ís- lenska og erlenda miðla, auk frétta- pistla fyrir Ríkisútvarpið. Útvarps- vinnan var mér nýnæmi, spennandi að takast á við nýjan miðil og það besta við vinnuna fyrir RÚV er frá- bært samstarfsfólk þar. Svo hef ég haft augun á íslensku útrásinni, í vor gerði ég skýrslu fyrir Útflutningsráð um íslensk fyrirtæki á Norð- urlöndum og sinni einnig ráðgjaf- arverkefnum á því sviði.“ Á réttum stað í eigin tilveru Talið berst að matarást og bóka- skrifum Sigrúnar en hennar fyrsta bók, Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, kom út 1978. Síðan fylgdu Matur sumar vetur vor og haust, Pottarím og Brjóstagjöf og barnamatur. Sigrún sendi einnig frá sér barnabókina Silfur Egils 1989 og hlaut fyrir hana barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar. „Ég hef satt að segja ekki skrifað um mat langa- lengi,“ segir hún, aðspurð. „En ég hef alltaf jafnmikinn áhuga á mat og hef gaman af því að elda og fá gesti. Það er svo gaman að kaupa í matinn í London því hér fæst allt, meira að segja íslenskur fiskur! Eins og aðrir af minni kynslóð ólst ég upp við ný- lagaðan mat á hverjum degi en það virðist sannarlega vera deyjandi sið- ur. Hjá mér snýst málið um að elda góða máltíð úr fersku hráefni. Mér finnst hins vegar frekar þreytandi að hlusta á umræður hobbíkokka um mismunandi tegundir ólífuolíu eða hvers konar hnífar séu bestir – kom ekki matarsnobb til sögunnar þegar karlar fóru að elda upp á sport? Hef það smá á tilfinningunni, en nei, það er ekki sú hlið nútíma eldamennsku sem höfðar til mín.“ Hver var kveikjan að Feimn- ismáli? „Ég held ég hafi alltaf ætlað mér að skrifa skáldsögu – vissi það bara ekki fyrr en ég var byrjuð – en hug- myndina að bókinni fékk ég fyrir ell- efu árum. Ég var í rauninni með þrjár bækur í kollinum, sem ég hafði lengi velt fyrir mér, en mér fannst ég lengst komin í að hugsa þessa. Það var engin ein kveikja, ég var bara einhvern veginn alltaf með hugann við þessar persónur, Jón og Eddu. Ætli ég sé ekki komin á réttan stað í eigin tilveru, og í heiminum, þar sem ég hef bæði svigrúm og andrými til að setjast niður og skrifa. Bókin var fjögur ár í smíðum. Feimnismál er ástarsaga tveggja Íslendinga, ungs ljósmyndara og mun eldri konu sem bæði eru búsett erlendis. Þetta er samtímasaga sem gerist í New York, París, Napólí og á Íslandi en angi af sögunni nær lengra aftur í tímann.“ Af hverju valdirðu að skrifa þessa sögu? „Þegar flutt er frá heimalandinu kynnist maður tveimur löndum, land- inu sem maður flytur til – og heima- landinu, af því að maður fer að sjá það utan frá. Smám saman fer maður að draga dám af nýja staðnum, án þess að glata sínum upprunalega kjarna. Íslenski kjarninn er um Ástin er eins og mu Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður og mat- gæðingur, hefur verið búsett erlendis í tæpa tvo áratugi. Þar hefur hún unnið fyrir íslensk og erlend blöð, flutt út- varpshlustendum á Ís- landi fréttir að utan og síðustu árin setið við að skrifa sína fyrstu skáld- sögu, sem nú er komin út á bók. Feimnismál bar því töluvert á góma í spjalli, sem Bergljót Friðriksdóttir átti við höfundinn. »Ég man eftir aðkoma úr bíói fyrir nokkrum árum, hafði séð mynd eftir ungan leikstjóra, og hugsa með mér að mikið væri ég orðin þreytt á að láta krakka fræða mig um ástina. Ljósmynd: Mark Molloy Vellíðan„Mér líður vel í London, hlutverk útlendingsins á vel við mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.