Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.bygg.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir fjölbýlishús við 17. júní torg í Sjalandi Garðabæ, ætlaðar 50 ára og eldri. Húsið skiptist í tvo hluta, 6 hæða byggingu með einu stigahúsi og L-laga 4 hæða byggingu með 3 stigahúsum. Öll stigahúsin eru sambyggð. Undir íbúðarhæðum eru sérgeymslur ásamt bílageymslu fyrir 49 bíla. Um er að ræða vandaðar 65 -150 fm íbúðir, sem flestum fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Í mörgum af stærri íbúðunum verður gestasnyrting og baðherbergi. Vandaðar íslenskar innréttingar eru í öllum íbúðum svo og tæki að viðurkenndri gerð auk mynddyrasíma. Lyftur eru í öllum stigahúsum er ganga niður í bílageymslu. Á aðalhurðum verða sjálfvirkir hurðaopnarar. Húsið er staðsteypt og einangrað að utan og klætt að mestu með sléttri og báraðri litaðri álklæðningu. 17. júní torg E N N E M M / S IA / N M 21 41 1 í Sjálandshverfinu í Gar›abæ Íbúðir af ýmsum gerðum til sölu. Upplýsingar gefur fasteignasalan Fjárfesting Íbúðir fyrir 50 ára og eldri Opið hús í dag frá kl. 14-16 ÞAÐ er full ástæða til að óska Hóp- bílum innilega til hamingju með um- hverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2006 sem er verðskulduð við- urkenning fyrir frá- bært starf að umhverf- ismálum. Fyrirtækið er góð fyrirmynd annarra fyrirtækja með ábyrgri afstöðu til umhverfis- og öryggismála og sýn- ir svo ekki verður um villst að vilji til góðra verka skilar fólki lang- an veg. Gott starf þess í umhverfismálum hefur vakið verðskuldaða at- hygli og fært fyrirtæk- inu fleiri viðurkenn- ingar eins og fyrirtækjaverðlaun umhverfisráðu- neytisins, Kuðunginn, árið 2003, við- urkenningu frá fegrunarnefnd Hafn- arfjarðar árið 2005 og nú verðlaun Ferðamálastofu. Frumkvæði Hópbíla í umhverfisstarfi er sérstaklega mik- ilvægt og jákvætt skref fyrir bæj- arfélagið. Um leið er það innlegg í stefnu bæjarins í átt að sjálfbæru samfélagi í gegnum Staðardagskrá 21, velferðaráætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er á félags-, efnahags- og umhverfisþáttum í því skyni að bæta samfélagið. Stolt af okkar fyrirtækjum Bæjaryfirvöld eru stolt af þeim hafnfirsku fyrirtækjum sem sýna ábyrga afstöðu og frumkvæði í mál- efnum sjálfbærrar þróunar. Nú starfa þrjú af sjö fyrirtækjum á Ís- landi sem hafa innleitt umhverf- isstjórnunarkerfi, vottað samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 14001, í Hafnarfirði. Auk Hópbíla eru það fyrirtækin Hagvagnar og Alcan sem hafa inn- leitt formlegt umhverfisstjórn- unarkerfi samkvæmt þessum staðli. Einnig má geta þess að ræst- ingarþjónusta Enjo er vottuð samkvæmt Svaninum, opinberu umhverfismerki Norð- urlanda. Með frum- kvæði sínu hafa þessi fyrirtæki gefið fordæmi fyrir önnur um að skara fram úr í umhverf- ismálum og vinna mark- visst að því að draga úr áhrifum sínum á um- hverfið. Með því gang- ast þau við samfélagslegri ábyrgð sinni. Fyrir það eiga þau hrós skilið. Aukið vægi umhverfismála Í rökstuðningi með verðlaunum Hópbíla segir m.a. að „Allt frá árinu 2001 hefur fyrirtækið einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum og árið 2004 fékk það umhverf- isstefnu sína vottaða skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001, um- hverfisstefnan hefur verið yfirfarin og uppfærð árlega og er orðin hluti af stjórnskipulagi fyrirtækisins.“ Í ljósi þess að starfsemi Hópbíla getur haft í för með sér neikvæð umhverfisáhrif tóku stjórnendur þess meðvitaða ákvörðun um að taka umhverfismál fyrirtækisins föstum tökum og skara fram úr á því sviði. Á síðustu árum hafa umhverfismál fengið síaukið vægi í rekstri og stjórnskipulagi fyr- irtækisins. Vandlega hefur verið farið yfir umhverfismál í öllum rekstri fyr- irtækisins, t.d. alla efnanotkun hvað varðar þrif og viðhald bifreiða, starfs- menn hafa fengið fræðslu um um- hverfismál og sóttu námskeið í vist- vænum akstri til að læra hvernig draga megi úr eldsneytiseyðslu og þar með losun gróðurhúsaloftteg- unda. Með markvissri stefnumótun, áhuga, elju og dugnaði stjórnenda og starfsmanna hefur fyrirtækið náð miklum árangri. Öðrum til fyrirmyndar Íbúar og fyrirtæki í Hafnarfirði og víðar eru hvött til að taka Hópbíla sér til fyrirmyndar sem og önnur fyr- irtæki sem sýna ábyrga afstöðu í mál- um sjálfbærrar þróunar. Um leið eru íbúar og fyrirtæki hvött til að sýna stuðning sinn í verki með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja með vottaða umhverfisstjórnun, sem framleiða eða selja umhverfismerkta vöru eða á annan hátt eru með virkt umhverfisstarf og styðja með því frá- bært starf þeirra að umhverf- ismálum. Sýnum að okkur stendur ekki á sama. Til hamingju Hópbílar með umhverfisverðlaunin Lúðvík Geirsson skrifar um umhverfisverðlaun Ferða- málastofu fyrir árið 2006 »Með markvissristefnumótun, áhuga, elju og dugnaði stjórn- enda og starfsmanna hefur fyrirtækið náð miklum árangri. Lúðvík Geirsson Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði ÁSTÆÐAN fyrir því að ég rita þessa grein er sú vitneskja að búið er að segja upp átta kennurum Fjöl- menntar vegna fjárskorts, en Fjöl- mennt er námsúrræði fyrir fólk með geðrask- anir og heilaskaða. Ég vann á dagdeild Kleppsspítala, sem er endurhæfingardeild fyrir fólk með geðrask- anir, á árunum 1998– 2003. Við sem unnum á deildinni á þeim tíma skynjuðum að þeir ein- staklingar sem þar voru höfðu ríka þörf fyrir að bæta við sig menntun. Margir þeirra sem voru á deildinni höfðu veikst á framhaldsskólaaldri og ekki haft tækifæri til að fara aftur í nám. Á þeim tíma voru ekki margir möguleikar fyr- ir þessa einstaklinga að fara í nám með sér- tækri kennslu sem hentaði þeim. Því fór svo að þeir félagsráðgjafar sem unnu við deildina stóðu í bréfaskiptum við menntamálaráðuneytið um að útvega kennara til að hægt yrði að bjóða upp á kennslu í ýmsum námsgreinum á deildinni. Menntamálaráðuneytið brást vel við þessari beiðni og útveg- aði alveg frábæra kennara frá Full- orðinsfræðslu fatlaðra. Þar voru kennd helstu grunnfög sem kennd eru í framhaldsskóla. Þeir sem voru á deildinni sýndu þessari kennslu mik- inn áhuga og einnig kom fólk frá öðr- um deildum til að taka þátt í því. Það kom fljótlega í ljós að námið hafði mjög jákvæð áhrif á þátttakendur. Seinna, eftir að Fjölmennt var stofn- uð, var þessi kennsla á deildinni lögð niður og fólkið gat farið í Fjölmennt og fengið kennslu þar. Allar erlendar rannsóknir sem ég hef kynnt mér sýna hversu áhrifaríkt það er fyrir fólk með geðrask- anir að fara í nám með stuðningi á þeim tíma sem það er í bataferli og að ná tökum á veik- indum sínum. Má þar nefna að margir þeirra sem fara í slíkt nám fara í áframhaldandi nám í almennum skólum, eða fara á vinnumarkaðinn. Einnig má nefna aukin lífsgæði hjá þessum ein- staklingum eins og auk- ið sjálfstraust, aukna sjálfsvirðingu, betri ein- beitingu, bætt minni og aukna félagslega færni. Það kom líka í ljós að innlagnir á geðdeildir minnkuðu til muna hjá þessum hópi. Það er von mín að stjórnvöld sýni þessum einstaklingum þá virðingu og skiln- ing sem þeir eiga skilið og sjái til þess að Fjölmennt fái það fjármagn sem þarf til að reka skólann áfram. Mjög mikilvægt er að uppsagnirnar sem ég nefndi að framan taki ekki gildi og komið verði til móts við þann stóra hóp fólks sem þarf á þessu námi að halda. Mennt er máttur – fyrir alla. Mennt er máttur Þórdís Guðjónsdóttir fjallar um námsúrræði fyrir fólk með geð- raskanir og heilaskaða Þórdís Guðjónsdóttir » ... að stjórn-völd sýni þessum ein- staklingum þá virðingu og skilning sem þeir eiga skilið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Lækjar í Hafnarfiði sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.