Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bókarkafli Finna á Bakka Í öðrum kafla segir af æskuárum Margrétar á Stokkseyri. Ein minn- ingin er þess eðlis að hún skammast sín enn í dag og snertir Finnu gömlu á Bakka, sem var fátækur einstæð- ingur í þorpinu. Jaðar var stórt og reisulegt hús, en austanmegin við það stóð pínulít- ið hús sem kallað var Bakki. Þar bjó lágvaxin gömul kona, sem var hálf- gerður einstæðingur. Hún hét Finna og í samræmi við þær reglur að kenna fólk við heimili sín, eins og gert var á Stokkseyri, var hún alltaf kölluð Finna á Bakka. Í minningunni hafði Finna ekki mikið fleiri en eina tönn í munni sér. Hinar höfðu veðrast burt á langri ævi. Hún var alltaf með skýluklút sem hún batt undir kverk og klædd- ist fötum úr denim-efni. Kolakynding eða kamína var á Bakka og Finna gamla kynti þannig að hún bar þess merki, þar sem hún var iðulega mjög sótug og þar með talið í andliti. Húðin á henni var orð- in svo mörkuð af aldri og striti að hrukkurnar virtust hyldjúpar. Það sem gerði þær enn dýpri að sjá var að sótið úr kyndingunni settist í þær, svo Finna leit út fyrir að vera með svartar rákir í andlitinu. Þó skömm sé frá að segja þá höfð- um við krakkarnir stundum gaman af því að stríða Finnu gömlu. Við hlupum upp á þak hjá henni og stöppuðum og létum öllum illum lát- um þar til hún kom út og hljóp á eft- ir okkur, hrópandi og kallandi. Við stukkum þá organdi í burtu og þótti þetta óskaplegt fjör. Það var kofi austan við húsið og Finna hélt sennilega einhverjar skepnur, en inni hjá henni var ekki margt veraldargæða. Þar var lítið borð og stólar, rúm og hillur. Ég vissi vel að Finna átti ekki mikið vegna þess að hún var ein af þeim sem við pabbi fórum til í þorláks- messuheimsóknir. Slíkar heimsóknir fórum við í á hverju ári, til þess að færa þeim sem höfðu minna en aðrir, flatkökur, soð- ið brauð, smákökur og ýmislegt sem mamma hafði útbúið handa þeim. Mamma vildi aldrei láta tala mikið um þetta og stundum voru þessir pokar bara skildir eftir á tröpp- unum, hjá fólki sem hafði sitt stolt og vildi ekki vita neitt af þessu þó að það þyrfti á því að halda. En stund- um var líka farið inn og sest og spjallað. Þetta var fátækt fólk og einstæðingar sem var að fara að halda jólin og pabbi áttaði sig á því að það var í mikilli þörf fyrir fé- lagsskap. Ég var oft látin fara með pabba í þessar ferðir og einu skipti man ég sérstaklega vel eftir, enda hefur það setið eftir í samviskunni og fylgt mér alla tíð. Þennan jólarúntinn hafði pabbi lent á langri kjaftatörn við kallana í kaupfélaginu og spjallað óheyrilega lengi í hverju húsi sem við heimsótt- um. Ég hafði þvælst með honum um þorpið allan daginn, var orðin dauð- þreytt og pirruð og mig langaði til að fara út að leika mér. Við vorum sein fyrir og pabbi bað mig að taka pokann sem Finna gamla átti að fá og hlaupa með hann yfir til hennar. Ég gerði það með hálfgerðri ólund. Ég bankaði og rétti Finnu pokann strax og hún opnaði dyrnar. Hún tók við honum, spurði frétta af mömmu og pabba og hvort ég vildi ekki koma inn og spjalla svolítið. Finna var vön því að pabbi settist niður og drykki kaffi hjá henni, og ég með honum, þegar við komum í þessar jólaheim- sóknir. Þó að við krakkarnir strídd- um henni virtist Finna ekki erfa það við okkur, a.m.k. klagaði hún okkur aldrei fyrir foreldrum okkar. Ég var óþolinmæðin uppmáluð þar sem ég tvísté fyrir framan hana og sagðist ekki mega vera að því. Ég þyrfti að drífa mig. Ég sá inn um gættina að Finna var búin að gera fínt hjá sér og það logaði kerti á litla borðinu. Ég varð heldur niðurlút vegna þess að ég vissi að hún hafði beðið eftir okkur. Ég sá bollana á borðinu og brjóstsykursmolann sem hún ætlaði mér. Ég endurtók að ég mætti ekki vera að þessu og ég þyrfti að drífa mig. En þar sem ég snerist á hæli og hljóp í burtu varð mér litið örskots- stund framan í Finnu gömlu. Þá sá ég tvö tár leka niður kinnarnar á henni og skilja eftir sig rákir í sót- ugu andlitinu. Ég skammaðist mín strax mjög mikið og leið illa yfir tillitsleysi mínu. Mér tókst að særa þessa gömlu konu í aðdraganda jólanna, í stað þess að gefa henni svolítið af tíma mínum. Þetta gerði ég þó að mamma hefði oft sagt mér hvað það væri mikilvægt að láta sig varða þá sem væru einir og einmana. Fyrir stórhátíðir var sérstaklega mikið lagt upp úr því að við myndum eftir fólki sem ekki var eins heppið og við. Ef mamma vissi að einhver leið skort, þá var hún óðara búin að setja eitthvað í poka handa viðkomandi. Þau voru samhent í þessu, pabbi og mamma, og þannig hugsuðu margir á Stokkseyri. Menn gerðu sér grein fyrir því að einmanaleikinn verður kannski aldrei eins sár og á stórhá- tíðum, þegar allir aðrir eru með fjöl- skyldum sínum Þetta er ein af þeim minningum sem liggja á samvisku minni enn í dag. En kannski er hún hluti af ákveðnum þroska. Vegna þessa at- viks hef ég tekið betur eftir því á lífsleiðinni hversu margt eldra fólk er átakanlega einmana. Finna gamla átti ekki stóra fjölskyldu, en sú er ekki alltaf ástæðan. Ég hef kynnst fjölda fólks sem er einmana í ellinni þó að það eigi jafnvel stóra fjöl- skyldu, vegna þess að enginn gefur sér tíma til þess að sinna því. Fólk sem hefur starfað við að selja vörur í gegnum síma hefur sagt mér að það lendi oft í því að tala við fólk sem sýnilega þráir félagsskap meira en allt annað, jafnvel bara svolítið spjall við ókunnugt fólk í síma. Nú hefur litla húsið hennar Finnu verið rifið. Mér er heldur ekki kunn- ugt um neina afkomendur hennar eða arfleifð. Ég mun samt aldrei gleyma henni. Finna gamla með tár í krímugu andlitinu situr í minni mínu eins og ljósmynd og lifir með mér. Setið fyrir utan skrifstofuna Margrét fékk að finna fyrir kven- fyrirlitningu í strákaheimi stjórn- málanna – jafnvel eftir að hún var orðin þingflokksformaður. Árið 1991, þegar Alþýðu- bandalagið var komið út úr rík- isstjórn og ráðherrarnir höfðu misst stólana sína og embættin, þá skipti hver vegtylla þá höfuðmáli. Það hef- ur löngum komið mér á óvart hversu mikilvægt það er sumum körlum sem komnir eru yfir miðjan aldur og hafa skilað góðu pólitísku dagsverki að skarta titlum af einhverri tegund. Það er þeim ekki nóg að hafa unnið gott verk, hafa reynsluna og orð- sporið eða að hafa status í sjálfum sér. Titill verður að fylgja. Snemma fann ég að sem þing- flokksformaður var ég fyrir þeim og þeir vildu mig út. Ég sat nokkra fundi með Svavari Gestssyni þar sem hann fór ekki dult með þá ósk sína að hann vildi taka við þing- flokksformennskunni. Þetta hafði legið ljóst fyrir um nokkra hríð, en það var ekki fyrr en EES samningurinn var ræddur, sem ég skildi hvernig í málunum lá. Margir í þingflokknum voru á móti samningnum og vildu greiða at- kvæði gegn honum. Ég vildi hins vegar skoða málið, eins og formað- urinn Ólafur Ragnar og fleiri. Ákveðið var að þingflokkurinn héldi sérstakan fund miðstjórnar á Hótel Sögu, þar sem ályktað væri um EES samninginn og undirbúið hvaða stefnu við ættum að taka sem þing- flokkur. Ég var á leið í bæinn frá Stokks- eyri þegar Silla ritari okkar í Von- arstræti hringdi og bað mig að hitta Ólaf á skrifstofunni hans um klukk- an tvö þennan dag. Ég mætti á skikkanlegum tíma og byrjaði á því að banka á hurðina hjá honum. Hann rak hausinn í dyragættina og bað mig að bíða aðeins, þar sem það væru menn hjá sér á fundi. Ólafur var þekktur fyrir að taka á móti margs konar fólki víðs vegar að; pólitíkusum, athafnamönnum og mönnum úr viðskiptalífinu, svo að mér þótti þetta engin nýlunda. Ég ákvað að hinkra, þó að ég væri í raun tímabundin, fór niður til Sillu, drakk kaffi með henni og spjallaði við hana. En biðin lengdist og ég varð pirruð á því hvað ég væri látin bíða lengi eftir fundi sem ég hafði þó ver- ið boðuð á. Ég hafði öðlast ágætis sjálfstraust á þingi, var hætt að vera þessi músarlegi stelpukrakki, og lét ekki alveg bjóða mér hvað sem var. Það endaði með því að ég sagði við Sillu: „Ég ætla ekki að bíða lengur. Ég verð að fara inn og segja honum að ég sé að fara. Hverjir eru eig- inlega hjá honum?“ Þá sagði Silla mér að hjá for- manninum væru staddir flokks- bræður mínir, þeir Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og Einar Karl Haraldsson. Ég varð öskureið, skundaði að skrifstofudyrunum og gekk beint í flasið á þeim fjórum þegar þeir komu fram. Þar höfðu þeir setið fulltrúar armanna svokölluðu; Ólaf- ur og Einar annarsvegar og Svavar og Steingrímur hins vegar, og voru í sameiningu að undirbúa með hvaða hætti ætti að lenda EES umræðunni á miðstjórnarfundinum, sem halda átti á Hótel Sögu og þingflokkurinn átti að skipuleggja. Það hafði aldrei hvarflað að þess- um mönnum að kalla mig, þing- flokksformanninn, til fundarins, jafnvel ekki eftir að þeir vissu að ég beið frammi á gangi! Engu að síður átti ég samkvæmt stöðu minni að taka þátt í því að ákveða hvernig til- lagan væri mótuð og hver nið- urstaðan yrði. Ég varð svo reið að ég hellti mér yfir Ólaf og sagðist ekkert hafa við hann að tala. Mér dytti ekki í hug að setjast niður með honum og ræða samninginn eftir að strákaklíkan hefði ákveðið afgreiðslu mála. Ég ætlaði hreint ekki að láta hann skýra mér frá þeirri niðurstöðu! Síðan gekk ég á dyr. Þetta atvik var kannski það sem fyllti mælinn, en óánægja mín hafði farið vaxandi um nokkra hríð. Það var ljóst að karlarnir vildu losna við mig úr stól þingflokksformanns og þeir höfðu ákveðið að það væri ein- ungis tímaspursmál hvenær einhver þeirra tæki við af mér. Sköllótt kona í kosningabaráttu Fyrir nokkrum árum greindist Margrét með krabbamein og missti í kjölfarið hárið. Hún fann fyrir því að sumum þótti afar óviðeigandi að horfa á sköllótta konu. Hárleysið var vitaskuld áberandi og ég vissi að venjan var, sér- staklega meðal kvenna, að þær reyndu að hylja skallann með hár- kollu, höttum eða slæðum. Ég komst þó snemma að því að hárkollan hent- aði mér engan veginn og hattar þóttu mér óþægilegir. Því ákvað ég að gera mér ekki rellu yfir hár- leysinu eða vera að velta mér upp úr því hvernig ég gæti hulið það fyrir öðrum. Ég kom sköllótt fram og hugsaði með mér að ég sæi enga ástæðu til þess að skammast mín fyrir að vera veik. Inni í sjónvarps- sal, þar sem mikill hiti er af ljósum, var mun þægilegra fyrir mig að vera sköllótt heldur en með þykka hár- kollu eða hatt. Ef ég hefði verið með hönd í fatla, þá hefði ég ekki skammast mín fyrir það, og ef ég hefði verið karlmaður og misst hárið á „venjulegan“ hátt, þá hefði það ekki verið neitt mál. Ég ákvað að takast á við sjúkdóm- inn, gera það með jákvæðum hætti og um leið reyna að eyða þessum fordómum sem þrífast í garð krabbameinssjúklinga. Fólki stend- ur stuggur af krabbameini og for- dómarnir birtast m.a. í því að gera ráð fyrir því að allir séu dauðvona sem fá þennan sjúkdóm. Oft er hægt að lesa úr andlitum fólks sem maður hittir: Æ, aumingja þú! Hvað átt þú langt eftir? Margir hneyksluðust mjög á þeirri ákvörðun minni að reyna ekki að hylja hármissinn. Fyrst og fremst var það vegna þess að það taldi mig særa blygðunarkennd fólks með því að láta það horfa á mig sköllótta. Í öðru lagi lá ég undir grun um að flagga hárleysinu til þess að fiska vorkunn og þar með talið atkvæði. Það þótti beinlínis lítilsvirðing við fólk að „bjóða því upp á“ það að horfa á sköllóttar konur á mínum aldri í sjónvarpi. Fólk sagði þetta beint við mig og stoppaði mig jafnvel á götu til þess að viðra vanþóknun sína á skall- anum. Jón Gunnar, fjölskylda mín og vinir fengu líka sinn skerf af hneykslunarröddunum. Miðað við viðbrögðin gæti ég allt eins hafa ákveðið að mæta í framboðsþátt ber að ofan, á bikiníbuxum einum fata. Frá frystihúsinu til forystu Eftir að hafa verið í stjórnmálum í 25 ár, þar af 20 á þingi, tilkynnti Margrét Frímannsdóttir að hún hygðist ekki gefa kost á sér í kosningunum í vor. Í bókinni Stelpan frá Stokkseyri – Saga Margrétar Frímanns- dóttur eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur kemur fram að líf Mar- grétar hefur snúist um margt annað en stjórn- mál og ekki alltaf gengið átakalaust fyrir sig. Stelpan frá Stokkseyri – Saga Mar- grétar Frímannsdóttur eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur er 367 blað- síður. Útgefandi er Hólar. 1964 Pabbi og mamma Margrétar hjá Willýs jeppanum. Tíu ára Með blóm úr garðinum hennar mömmu. Sköllótt Skalli Margrétar fékk mikið áhorf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.