Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 61 FRÉTTIR Vinir, vonir og þrár eru vatnsberanum efst í huga. Einbeittu þér að mikilvægu takmarki, fundum með fólki sem hugsar eins og þú og góðum félagsskap. Tímabilið sem fer í hönd er upplagt fyrir lærdóm, hlutdeild og hópvinnu eða sameiginleg markmið. Leiðin framundan gæti hins vegar verið nokkuð holótt á næst- unni, eitthvað sem gerist reynir á þolrifin og truflanir verða á samskiptum. Viðfangsefni tengd börnum eða rómantík verða ekki endilega létt. Skapandi verkefni gætu orðið fyrir trufl- unum eða óvæntum breytingum. Hagaðu seglum eftir vindi og þá koma aðrir möguleikar eða stuðningur frá vinum upp á yf- irborðið. Aðrir þurfa líka á þér að halda á næstunni. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Tími ábyrgðar er runninn upp. Vinna, samskipti við yfirvöld og skyldur eru inni í myndinni. Fiskurinn þarf að búa sig undir smávegis ókyrrð rétt áður en tungl verður fullt í tvíbura 5. des- ember. Það gæti komið róti á heimilislíf, vinnutengd markmið eða eitthvað sem fiskurinn ber ábyrgð á, sem og jafnvægið í samskiptum við maka eða nána samstarfsmenn. Vertu á varð- bergi gagnvart truflunum. Láttu berast með straumnum og tal- aðu þig í gegnum hlutina þar til allt fellur í ljúfa löð. Áður en langt um líður verður framtaksemi og getan til þess að yfirstíga hindranir í fyrirrúmi. Samningaviðræður blasa við síðar í mán- uðinum, vertu snöggur að bregðast við og hugsaðu standandi. Fiskar 20. febrúar – 20. mars Tjáskipti og tækifæri eru innan seilingar. Nýr mánuður byrjar í bjartsýni og gleði og vogin getur látið sig hlakka til þess sem er í vændum á næsta ári. Á fullu tungli í tvíbura 5. desember hleypur kannski snurða á þráðinn í samskiptum, farðu varlega í umferðinni og ekki rífast við stöðumælaverði. Eitthvað sem tengist námi, ferðalögum eða lagalegum álitamálum tekur kannski breytingum. Vogin hittir hugsanlega málgefna eða truflandi manneskju. Vertu á varðbergi gagnvart vandamálum sem tengjast farartækjum eða áhöldum. Samningaviðræður gætu blasað við um miðjan mánuð og allt eins víst að vogin hitti heillandi eða segulmagnaða persónu. Vog 23. september – 22. október Það eru peningarnir sem tala á næstunni, sporðdreki, og þú átt eftir að þurfa að telja þá nokkrum sinnum á næstunni. Einka- neyslan ræður úrslitum. Gaumgæfðu hana og þannig tekst þér að bæta ástandið. Verkefni eða samræður sem tengjast pen- ingum blasa við. Leiðin framundan er nokkuð holótt þar til á fullu tungli í tvíbura 5. desember. Lífsstílsneysla, fjárfestingar eða spákaupmennska gæti reynst dýrkeypt. Sporðdrekinn hefst handa við að laga stöðuna að því búnu, búðu þig undir að lenda í ágreiningi við öfluga manneskju út af peningum, hugs- anlega karlmann. Samningaviðræður gætu verið á næsta leiti og þá koma konur við sögu. Tækifæri blasir við, en leynir á sér. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Sólin er í þínu merki, til hamingju með afmælið bogmaður. Af- stöður himintunglanna eru þér hagstæðar, gerðu sem mest úr þeim en ekki fara of geyst, einhvers konar truflanir gætu gert vart við sig á fullu tungli í tvíbura 5. desember. Sambönd, heim- ilislíf, vinnutengd viðfangsefni og leiðin framundan gæti orðið fyrir óvæntum skakkaföllum. Haltu áfram að tala, þannig redd- arðu þér. Farðu varlega til og frá heimilinu. Bogmaðurinn verð- ur til í að láta til sín taka á næstunni, bæði úti í hinum stóra heimi og í ástarhreiðrinu. Athafnasemi er lykilorðið, leyfðu eld- móðinum að fá viðeigandi útrás. Mikið verður talað um ást, pen- inga og viðskipti á næstu dögum. Semdu eða haltu þína leið. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Vinna bakvið tjöldin og hugleiðing í rólegheitum verður stein- geitinni til góðs á næstunni. Farðu vel yfir allt sem tengist sam- skiptum, fyrirkomulagi og skapandi og andlegum viðfangs- efnum. Truflanir gætu orðið fram að fullu tungli í tvíbura 5. desember, ekki síst varðandi vinnu og heilsu. Minniháttar snurður, léleg boðskipti, truflanir á skipulagi eða of mikil ring- ulreið gæti orðið. Reyndu að vera eins sveigjanleg og þú getur, svo ekkert komi flatt upp á þig. Nú er tími til að stíga skref til baka og leyfa hlutunum að hafa sinn gang, á sinn hátt og með sínum hraða. Ekki vera við stjórnvölinn í bili og finndu út úr því hver eða hvað vinnur gegn þér áður en lengra er haldið. Steingeit 22. desember – 20. janúar NÝLEGA voru sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélags- ins, sem hefur frá árinu 1955 verið helsta fjáröflunarleið krabbameins- samtakanna og stuðlað að uppbygg- ingu þeirra. Einn mikilvægasti þátt- ur starfseminnar, fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir, byggist að mestu á happdrættisfé, segir m.a. í fréttatilkynningu. Um 1.200 krabbamein eru greind hér á landi á ári samkvæmt tölum frá Krabbameinsskránni og þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Rúm- lega 9.000 einstaklingar sem fengið hafa krabbamein eru nú á lífi. Hjá konum er brjóstakrabbamein al- gengast en körlum krabbamein í blöðruhálskirtli. Í jólahappdrættinu fá konur heim- senda happdrættismiða. Vinningar í jólahappdrættinu eru 186, að verð- mæti 22,8 milljónir króna. Aðalvinn- ingur, að verðmæti 3.475.000 króna, er KIA Sorento frá Heklu. Annar að- alvinningur er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000 krónur. Einnig eru 184 vinningar út- tektir hjá ferðaskrifstofu eða versl- un, hver að verðmæti 100.000 krón- ur. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember. Krabbameinsfélagið hvetur stuðningsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Happdrættismiðarnir eru nú sendir sem greiðsluseðlar til að auðvelda þeim sem vilja taka þátt í happ- drættinu að greiða miðana í heima- banka/netbanka og eiga jafnframt möguleika á glæsilegum vinningum. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins í Skógarhlíð 8. Upplýsingar, og ef óskað er eftir að borga með greiðslukorti, í síma 540 1900. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsins Kveikt á jólatré Kringlunnar KVEIKT verður á jólatré Kringl- unnar við hátíðlega athöfn í dag, sunnudag, kl. 14. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra mun sjá um að tendra ljósin á trénu og við sama tækifæri hefst formlega góðgerða- söfnun á jólapökkum undir jólatréð. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Skólakór Kársness syngja við at- höfnina ásamt því sem jólasveinar mæta á staðinn. Fram kemur í fréttatilkynningu að jólapakkasöfnun fyrir börn mun hefjast þegar kveikt er á trénu og að landsmenn séu hvattir til að setja pakka undir jólatréð. Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur og Fjöl- skylduhjálp Íslands munu svo sjá um að koma pökkunum til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda fyrir jólin. Teboð Hóla- maddömunnar FJALLAÐ verður um konur í 900 ára sögu Hóla í Hjaltadal á jólafundi Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands í dag, Fundarefnið á fundinum sem fram fer á Hótel Holti kl. 15 er Teboð Hólamaddömunnar – Einleikur um konur í 900 ára sögu Hóla í Hjalta- dal, og þar flytur Málfríður Finn- bogadóttir erindi. Húsavík | Ljósin voru tendruð á jóla- trénu á Húsavík síðdegis í gær og var fjölmenni viðstatt enda veður milt í bænum. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru nokkrir jólasveinar sem komu ofan úr Dimmuborgum í Mý- vatnssveit til að syngja og dansa í kringum jólatréð með börnunum. Athöfnin var með venjubundnum hætti, Lúðrasveit Borgarhólsskóla spilaði, skólakór Borgarhólsskóla söng, Bergur Elías Ágústsson sveit- arstjóri flutti ávarp og séra Sig- hvatur Karlsson flutti hugvekju. Þá var Soroptimistaklúbbur Húsavíkur með kakósölu eins og undanfarin ár. Jólatréð, sem er um sextíu ára gamalt sitkagreni, kemur að þessu sinni ekki um langan veg því Guðni Halldórsson gaf bænum tréð. Það er úr garði hans við Laugarbrekku 20 hér í bæ. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jólastemning Óhætt er að segja að jólalegt sé orðið á Húsavík. Ljósin tendr- uð á jólatré Húsvíkinga Guðrún Elsa Kristjánsdóttir ÞAU leiðu mistök urðu í laugardags- blaði Morgunblaðsins að grein Dag- rúnar um Elínu Frímannsdóttur lenti með greinum um Guðrúnu Elsu. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.