Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 35
margt sérstakur, við erum yfirleitt mótaðri af náttúrunni en nágranna- þjóðirnar, oft eitthvað hrátt og ögn frumstætt í okkur. Mig langaði að skrifa um þetta og um tengslin við móðurmálið – en líka um ástina. Ótrúlega mikið af samtímabók- menntum og bíómyndum um ástina er gert af ungu fólki, eða út frá sjón- arhorni þess. Ég man eftir að koma úr bíói fyrir nokkrum árum, hafði séð mynd eftir ungan leikstjóra, og hugsa með mér að mikið væri ég orð- in þreytt á að láta krakka fræða mig um ástina. Með fullri virðingu fyrir æskunni þá eru þær vangaveltur oft ögn grunnhyggnar eins og eðlilegt er því það vantar slangur af árum upp á og þá útsýn og yfirsýn sem árin gefa. Ég ætla sannarlega ekki að halda því fram að ég hafi komist að niðurstöðu – bókin er ekki samsafn niðurstaðna – en mér finnst lífið snúast um að finna sér ánægju og gleði í lífinu án þess að ætlast til eða búast við að önnur persóna sé uppistaðan þar. Ástin er eins og munaður – himneskt að finna hana en það er hægt að lifa góðu lífi án hennar. Og já, ástin er líka munaður að því leyti að hún er ekki neitt sem við eigum kröfu á.“ Myndrænar matarlýsingar Íslensk kona í útlöndum, er þetta þín saga? „Nei, alls ekki – ég held að allir sem þekkja mig sjái það skýrlega. Þegar ég byrjaði að hugleiða bókina var ég í vandræðum með hvernig ég ætti að segja sögu Eddu án þess að nota 1. persónu frásögn og án þess að sagan væri sögð í gegnum hana. Ég vildi það ekki, bæði af því mér fannst það of náið sjálfri mér en líka vegna þess að ég vildi hafa hana ögn í fjar- lægð svo lesandinn væri aldrei alveg viss um hver og hvernig hún væri. Það má kannski segja að það sem við Edda eigum sameiginlegt sé ákveðin sýn á lífið. Og auðvitað reynslan af því að búa lengi erlendis en hún fjar- lægist Ísland á meðan ég hef aldrei misst tengslin. Þó þetta sé ekki mín saga þá hefur ýmislegt í bókinni gerst í raun og veru. Bókin er byggð á ýmsum stök- um atvikum úr lífi fólks í kringum mig, en engin ein saga sögð til hlítar. Ég hef óskaplega gaman af því að hlusta á fólk og fylgjast með athöfn- um þess, líka úr fjarlægð. Þannig hafa myndir úr lífi þeirra sem orðið hafa á vegi mínum orðið kveikjan að mörgu í bókinni, bæði persónum og atburðum.“ Matarlýsingarnar í bókinni eru mjög myndrænar. Eru réttirnir ætt- aðir úr þínu eldhúsi? „Já, reyndar. Lýsingarnar komu af sjálfu sér, ég gat ekki dregið upp heildstæða mynd af Eddu án þess að maturinn hennar kæmi við sögu. Matur og matargleði er í mínum huga stór þáttur þess að njóta lífsins, snýst um að sjá og skynja – þetta rennur upp fyrir Jóni þegar hann kynnist Eddu. Uppskriftirnar að matnum sem Edda eldar í bókinni er annars að finna á vefsíðu um Feimn- ismál, sem ég útbjó með góðri hjálp sona minna, en þar segi ég frá því af hverju ég skrifaði bókina, hvernig ég vinn og annað í þeim dúr.“ Önnur sýn á heimalandið Í sögunni kemur skýrt fram hvernig sýnin á heimalandið breytist við að búa langtímum erlendis. Þín reynsla? „Já, Ísland horfir öðruvísi við mér nú en áður. Mér finnst alltaf jafn- gaman að fara heim og upplifa kraft- inn og dugnaðinn í fólki. Hins vegar þekki ég ekki aðra þjóð jafnstressaða og Íslendingar eru. Það er sterkur, samfélagslegur þrýstingur á Íslandi að þurfa að eignast allt og fólk er tilbúið að vinna óheyrilega mikið og leggja mjög hart að sér til að ná því marki. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið, ekki síst þegar þar hef- ur myndast hópur af augljóslega vel stæðu fólki. Samfara þessari þróun hafa viðmiðin breyst og var eiginlega ekki á það bætandi í hlutadýrk- uninni.“ Sigrún segir það áberandi, eftir að hafa ferðast víða um heim, hvað Ís- lendingar séu hjálpsamir – og glað- legir. „En við erum ekki kurteis,“ bætir hún við hlæjandi. „Við erum svo stutt á veg komin í borgarmenn- ingu, hún slípar framkomu fólks. Það breytir ekki því að mér finnst alltaf yndislegt að koma til Íslands og ég held góðum tengslum við fjölskyld- una og vinina, fæ líka oft heimsóknir. Mér finnst það forréttindi að geta lif- að lífinu þannig; geta búið erlendis en farið reglulega heim. Mér líður óskaplega vel hér í London, hlutverk útlendingsins á vel við mig.“ Ertu með hugmynd að nýrri bók í kollinum? „Ég er byrjuð á nýrri bók. Þetta er söguleg skáldsaga sem ég hef haft á bak við eyrað í 25 ár. Hún hefur ekk- ert með Ísland að gera, sögusviðið er Feneyjar um 1720. Feimnismál er að hluta um sýn listamanns, ljósmynd- ara, en þessi bók tengist tónlist. Það er óneitanlega annað að skrifa bók sem gerist í fortíðinni því það út- heimtir ekki bara að skilja hvernig það var til dæmis að lifa án rafmagns, heldur líka að átta sig á því hvernig fólk hugsaði. Það er ekki alveg auð- velt að festa hendur á því en spenn- andi að leita leiða til þess. Ítalíu þekki ég vel og tala málið. Ég er svo heppin að búa í hjólafæri við British Library, sannarlega ekki í kot vísað, og mér líður óskaplega vel á bóka- söfnum, nýt þess í botn að grúska, svolítið eins og leynilögregluvinna. En skriftir eru áhættusamt ferðalag án öruggra leiðarloka svo hvort úr verður bók á endanum er önnur saga!“ naður beggo@cox.net TENGLAR ..................................................... www.uti.is/feimnismal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 35 Desemberopnun: Virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 11-18, sunnud. kl. 13-17 Stærri verslun - meira úrval        Glæsilegt úrval af velúrsloppum, silki- og satínnáttfatnaði Glæsilegt úrval af undirfatnaði Notaleg náttföt og sloppar á dömur og herra Síðumúla 3, sími 553 7355                    !"#$%!!%!" &!'(!")$*                                                  !  "#  $#    %&&'(  ) #!  # *                 !"##$   $%& $ ' "()  !! "  #$  #$ " % !! Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.