Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap Sjáðu eina ógnvænlegustu mynd ársins óklippta í bíó ...ef þú þorir! Þeir eru að fylgjast með þér Þeir eru að elta þig Horfðu í augun á þeim Og þú ert orðinn sýktur HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI Sýnd með íslensku og ensku tali DÝRIN TAKA VÖLDIN! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Deck the Halls kl. 2(450kr.), 4 og 6 Saw 3 kl. 8 og 10 (Kraftsýning) B.i. 16 ára Mýrin kl. 4 B.i. 12 ára Skógarstríð kl. 2(450kr.) Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 2, 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Pulse kl. 10.20 B.i. 16 ára Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Open Season m.ensku.tali kl. 2 og 3.50 Skógarstríð m.ísl.tali kl. 2 og 4 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. eeee S.V. Mbl. Jólamyndin 2006 staðurstund Leikfélag Hafnarfjarðar frum-sýndi í gær, 2. desember, gam- anleikinn Ráðskonu Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braa- ten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Ráðskona Bakkabræðra var fyrst sett upp af félaginu í lok heimstyrj- aldarinnar seinni og var sýnd í Gúttó við fádæma vinsældir. Ráðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Næstu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra verða í kvöld, 3. des. og 8. og 10. desember og er sýningin þann áttunda ókeypis fyrir bæjarbúa í Hafnar- firði. Sýningar byrja kl: 20 og síðasta sýning fyrir jól er 17. desember. Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelag- id@simnet.is. Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði og eru sýningarnar þar. Leiklist Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ráðskonu Bakkabræðra Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Árnesingakórinn í Reykjavík | syngur jóla- lög og lög af hljómdisknum „Fjöld hann fór“ í Langholtskirkju kl. 15. Stjórnandi: Gunnar Ben. Einsöngur: Bjarney Gunnlaugsdóttir. Píanóleikur: Árni Karlsson. Kaffihlaðborð og basar. Jólasöngur með börnunum. Að- gangur: 1.500 kr. (Börn fá frítt.) Grafarvogskirkja | Kammerkórinn Vox academica flytur þætti úr Messías e. Händ- el og Magnificat e. Bach í Grafarvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 20. Ásamt kórnum koma fram 5 einsöngvarar og hljómsveitin Jón Leifs camerata. Stjórn- andi er Hákon Leifsson. Miðaverð 3.000/ 2.500 í forsölu. S. 899 7579/ 864 5658. Hafnarborg | Ég man þau jól – Jólatón- leikar 7. og 13. desember kl. 20. Flutt verða gömlu góðu amerísku jólalögin sem þekkt eru með Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahailiu Jackson o.fl. í djass- og swing-útsetningum. Lög eins og White Cristmas, Christmas Song, Have yourself a merry little Christmas og mörg fleiri. Hafnarborg | Jólaveðurspá, hádegistón- leikar í Hafnarborg 7. desember kl. 12. Kurt Kopechy og Antonia Hevesi leika fjórhent á píanó. Hallgrímskirkja | Hin heimsfræga finnska messósópransöngkona Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettu- kórs Hallgrímskirkju 3. desember kl. 17. Á efnisskránni eru jólalög frá átta Evrópu- löndum sem birta myndir af persónum og atburðum jólasögunnar. Miðaverð: 2.500/ 2.000 kr. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Háteigskirkja | Kór Háteigskirkju stendur fyrir aðventutónleikum í dag kl. 17 í Há- teigskirkju. Fjölbreytt efnisskrá. Hrönn Hafliðadóttir syngur einsöng. Stjórnandi er Douglas A. Brotchie og meðleikari Friðrik Vignir Stefánsson. Aðgangur er ókeypis. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jórukórinn og Karlakór Selfoss halda sam- eiginlega jólatónleika í Hólmaröst á Stokks- eyri í dag kl. 20. Einnig leikur strengjasveit frá Tónlistarskóla Árnesinga og stúlknat- ríóið Perlurnar syngja. Mosfellsbær | Hin árlega Jólavaka Karla- kórsins Stefnis verður í sal Lágafellsskóla kl. 20. Auk Stefnis syngur Skólakór Var- márskóla og Kristín Steinsdóttir les úr ný- útkomnum verkum sínum. Kaffiveitingar í boði kóranna og að hætti Stefnanna á eftir. Salurinn, Kópavogi | Sunnudagur 3. des. kl. 17: Debut tónleikar Jóns Leifssonar undirleikari Julian Hewlett. Jón syngur er- lend sönglög eftir ýmsa höfunda. Miðaverð: 2.000 kr. í síma 570 0400 eða www.salur- inn.is. Skálholtskirkja | Skálholtskórinn heldur aðventutónleika laugardaginn 16. des. Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson ásamt Kammersveit. Tónleikarnir verða tvennir: Kl. 14 og kl. 17. Aukatónleikar kl. 20.30. Miðasala er hafin í síma 847 5057, verð 2.500 kr. Stjórnandi er Hilmar Örn. Leiklist Valhúsaskóli | Valhúsaskóli sýnir Bugsy Malone. Nemendur í 10. bekk í Valhúsaskóla hafa sett upp söngleikinn Bugsy Malone. Sýning í dag, sunnudag, í Félagsheimili Sel- tjarnarness. Húsið opnað kl. 14 og hefst sýningin kl. 14.30. Aðgangur kostar 1.000 kr. Allur ágóði af sýningunni mun renna til styrktar langveikum börnum. Sýningin var sett upp í tilefni af árlegri 1. des. Hátíð Val- hýsinga. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin myndlist- armaður sýnir teikningar og myndband. Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru til- raun höfundar til að vinna úr sjónrænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Café 17 (verslunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er ævintýri út af fyrir sig. Allir velkomnir. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjartans- dóttir með sýningu á grafíkverkum sínum til 17. desember. Gallerí Stígur | Myndlistarsýning Auðar Ingu Ingvarsd. stendur til 10. des. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „ … eitthvað fallegt.“ er sam- sýning með listamönnum gallerísins auk gesta. Sýningin stendur til 18. des. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagni og Gamni sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safn- inu til lengri eða skemmri tíma. Til 21. jan. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006 til 21. janúar. Tekið er á móti 8 ára skólabörnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Til 21. jan- úar. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Díana M. Hrafnsdóttir sýnir tréristur þar sem hún tekst á við haf- ið í ham í mesta skammdeginu. Salur ís- lenskrar grafíkur er í Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“. Hafnarborg | Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, með sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýn- ingunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G. Jóhanns- son sýnir grafík. Opið föstudaga og laugar- daga 13– 18. Heimasíða www.jvs.is. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu byggða á samþættingu ólíkra aðferða og merkingafræðilegra þátta í tungumáli mál- verksins. Gryfja: Þráðlaus tenging. Kristín Helga Káradóttir sýnir myndbands-svið- setningu. Arinstofa: Óhlutbundin verk í eigu safnsins. Aðgangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Listasafn Íslands | Leiðsögn í fylgd Hall- dórs Björns Runólfssonar listfr. kl. 14 á sunnudag um sýninguna Málverkið eftir 1980. Sýningarlok á sunnudag. Úrval lista- verkabóka, korta og listmuna í Safnbúð. Opið kl. 11–17. Ókeypis aðgangur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Listasalur Mosfellsbæjar | Nú stendur yfir sýning á verkum Ólafar Oddgeirsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Ber sýningin yfir- skriftina „Táknmyndir“ og stendur til 9. des. Opið er frá 12–19 virka daga og frá kl. 12–15 laugardaga. Norræna húsið | Sýningin Exercise in Touching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin með ýmiss konar tækni. Sýningin stendur til 17. desember. Ófeigur listhús | Skólavörðustíg 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin stendur til áramóta, opið á verslunartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir í Skaft- felli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég misti næstum vitið“ á Vesturveggnum. Til 23. des. www.skaftfell.is. Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Textíl- vinnustofa Katrínar og Stefáns, Hlaðbæ 9, Reykjavík, verður opin næstu helgar. Unnið er með vaxteikningu (batik) sem er útfært í myndverkum með þjóðlegu ívafi og fatnað. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorg í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „ …hér er hlið him- insins“ sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hall- grímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Landsbókasafn Íslands – háskólabóka- safn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá ferða- sögum til Íslands í gegnum aldirnar. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–18. www.hunting.is. Uppákomur Bjarteyjarsandur | Árlegur jólamarkaður í Álfhól á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði verður 2.–3. des. milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt hand- verk, tónlist og veitingar. Allir velkomnir. Laxárbakki | Jólamarkaðurinn í Gamla sláturhúsinu við Laxá í Hvalfjarðarsveit sunnudag kl. 13. Frábær stemning, heima- framleiðsla af ýmsu tagi, listmunir, sæl- keravörur, jólagjafir handa ungum sem öldnum, hérlendis sem erlendis. Kaffihúsið opið. Upplifið sanna markaðsstemningu. Ljósið, endurhæfingar og stuðnings- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda | Hand- verkssala Ljóssins í Neskirkju 3. des. kl. 10– 16. Fallegt handverk til sölu, úr, ull, silki, bútasaumur, leirlist, glerlist, tré o.fl. Kaffi og vöfflur á góðu verði. Ellen Kristjáns og Eyþór syngja kl. 13.30, dansarar sýna. Mannfagnaður Hafnarfjarðarkirkja | Hinn árlegi jólafund- ur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. des. Upplestur, tónlistaratriði, kaffiveit- ingar og jólahappdrætti. Tökum þátt í fjöl- skylduhátíðarmessu á sunnudaginn kl. 11. Stjórn Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.