Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 57 að hafa átt þig í mínu lífi og þegar ég hugsa tilbaka hlýnar mér um hjartarætur því ég á svo fullt af minningum um þig og það sem við gerðum saman, ég vildi bara óska þess að stundirnar hefðu getað verið miklu fleiri, þú fórst svo snögglega. Ef ég ætti að rifja upp allar okkar góðu stundir þá gæti ég skrifað heila bók eða tvær, allt- af var svo gaman og gott að fara til ömmu. Lítið man ég eftir þegar þú og afi bjugguð í Neðra-Breið- holti en man þó eftir því þegar ég fór með þér í heimsókn til hennar langömmu, mömmu þinnar, alltaf var hún langamma svo hress og fyndin, þú áttir ekki langt að sækja þennan frábæra húmor sem alltaf var svo stutt í hjá þér, elsku amma mín. Stundirnar sem ég átti hjá ykk- ur afa í Hagaselinu voru ófáar, oft- ar en ekki labbaði ég niður brekk- una eftir skóla til að fá mér te og ristað brauð og dúlla mér í eldhús- inu með þér, t.d. hjálpa þér við uppvaskið eins og þú rifjaðir oft upp að ég var alltaf svo dugleg. Þar kom hún Trína inná heimilið ykkar og vildi ég þá helst ekkert fara heim oft. Eftir að þið afi fluttuð á Laug- arásveginn gat ég ekki lengur labbað til þín en ég lét það ekki stoppa mig, fór ég þá bara að taka strætó og áttum við okkar fasta dag í langan tíma. Þegar ég kom var alltaf eitthvað gott á boðstólnum en það sem minnir mig á þig er polo, pönsur með miklum rjóma, kleinur, kaffið sterka og síðast en alls ekki síst hakk og spaghetti, það var mitt uppáhald og það vissir þú, enda fannst þér svo gott að vita að það var líka einn uppáhaldsmaturinn hennar Alexöndru minnar, ekki mikið mál að bjóða okkur þá held- ur eftir að hún kom í heiminn. Þegar Alexandra og Guðmundur komu í heiminn varstu svo montin af langömmubörnunum, þú gafst þeim svo mikið, takk fyrir að hafa glatt líf þeirra svo mikið. Þú varst alltaf svo fínt til höfð, alltaf eitthvað að laga hárið eða málninguna nú eða leyfa mér að greiða þér, ég man hvað þér fannst það þægilegt. Svo varstu endalaus viskubrunnur sérstak- lega í ættfræðinni og kveiktir þú áhuga minn snemma á henni. Alltaf var svo notalegt að koma til þín, amma, enda leitaði ég mik- ið til þín, við gátum setið stund- unum saman og spjallað um heima og geima eða þegar eitthvað bját- aði á var oft nóg að hringja í þig þó svo það væri bara til að heyra í þér. Ég vildi bara svo innilega óska þess að ég hefði gert meira af því nú í seinni tíð því tíminn er svo dýrmætur. Elsku amma og langamma, nú kveðjum við þig, takk fyrir allar okkar yndislegu stundir, minning- in um þig verður alltaf í hjörtum okkar og huga. Guð blessi þig og elsku afa í sorginni, hvíl í friði og við elskum þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín nafna, Ásthildur Lísa og börn. Elsku amma mín. Þú varst amma mín og mér þótti vænt um þig. Ég veit að þér þótti vænt um mig og þú varst mér góð. Aldrei skal ég gleyma þér, elsku amma, og ég veit að þín er gætt vel núna. Þú gerðir margt fyrir mig og vildir að mér liði vel. Þér var ofarlega í huga ýmsar bænir, m.a. þessi: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Við vitum að þér þótti gaman að því að spila og að þú hélst upp á Stein Steinarr og hér er því ljóð eftir hann. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. Guð geymi þig og ljóssins englar umvefji þig og okkur öll, elsku amma, þín barnabörn, Jóhanna Elísa Skúladóttir, Davíð Þór Skúlason og Ingi Bjarni Skúlason. Við fráfall nákominna myndast alltaf tómarúm og söknuður. Ást- hildur frænka mín er nú látin. Við vorum systradætur og kynntumst á unga aldri. Hún bjó þá á Lundi í Mosfellsbæ með foreldrum sínum, Gyðu Briem og Guðmundi Þor- kelssyni og var gaman að vera þar. Þótt ég hafi löngum dvalist erlend- is á uppvaxtarárum okkar lágu leiðir okkar saman í gegnum árin. Margar skemmtilegar stundir átt- um við í góðum félagsskap skemmtilegra kvenna við að spila bridge. Ásthildur var hjartahlý kona og mátti ekkert aumt sjá. Bjarni, eft- irlifandi eiginmaður hennar, var hennar stoð og stytta gegnum árin og reyndist henni mjög vel. Mér þykir því vænt um að hafa upplifað þá stund þegar þau kynntust fyrst. Ég vil í þessum örfáu orðum minn- ast hennar og við Guðmundur eig- inmaður minn og fjölskylda okkar vottum Bjarna og fjölskyldu henn- ar innilega samúð. Katrín S. Briem. Við skulum lifa daginn í dag eins vel og við getum, því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Og það gerði ástkær svilkona mín vel. Þegar maður mætti henni sýndi hún manni fulla athygli og ávallt hlýju og áhuga. Hún sinnti heimili sínu af mikilli natni og smekkvísi og gott var að sækja þau hjón heim, hvort sem við kom- um boðin eða litum bara inn, fann maður sig alltaf hjartanlega vel- kominn. Báðar vorum við þakk- látar tengdaforeldrum okkar sem tóku okkur með kostum og kynjum þegar við tengdumst inn í fjöl- skylduna, hvor á sínum tíma, hún til að giftast elsta syninum en ég hinum yngsta. Hún var nákvæm- lega 9 árum eldri en ég og það er svo undarlegt til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að hafa sam- band á sameiginlegum afmælisdegi okkar til þess að óska hvor annarri til hamingju og á annarri okkar lenti að segja „sömuleiðis“ og hlæja svo dátt yfir því. Ásthildur hafði glöggt auga fyrir því bros- lega í daglega lífinu og gat hent gaman að því á góðlátan hátt. Þeg- ar ég sit í stofunni minni horfi ég á marga fallega hluti sem hún gaf okkur hjónum og nú gefa minning- unum lausan tauminn. Mikið gladdi hún mig þegar hún kom upp í kirkju í litla bridds-hópinn okkar með síðustu útsprungu rós- ina úr garðinum sínum á síðast- liðnu hausti. Hún hafði unun af garðvinnu og var óþreytandi að segja mér frá hvernig þessari eða hinni plöntunni vegnaði í garðinum hennar. Plönturnar voru eins og vinir hennar sem hún meðhöndlaði af mikilli nærgætni. Við spiluðum bridds saman í nokkur ár og fórum á námskeið saman og þá komu í ljós hæfileikar hennar bæði í spila- mennskunni og í mannlegum sam- skiptum. Hún spilaði á nokkrum stöðum og hafði fjarska gaman af og varð þar gott til vina. Ásthildur gleymdi ekki gamla fólkinu sem stóð henni nærri og var örlát á tíma sinn til vinaheimsókna í heimahús eða á stofnanir. Hún gat verið órög við að segja mér til syndanna á sanngjarnan hátt en alltaf þannig að við vorum skjótar til sátta. Seinni árin fórum við með betri helmingunum okkar, eins og við kölluðum þá okkar á milli, í sumarferðir um landið og minnist ég þess sérstaklega þegar við komum á Bíldudal hve Ásthildi þótti vænt um að dvelja þar og heimsækja sinn ættarreit. Ásthild- ur var sérlega meðvituð um ætt- feður sína og mæður, hvernig hún væri hlekkur í þeirri keðju og börn hennar og barnabörn sem voru hennar yndi, væru þau sem tækju við framtíðinni. Hún hafði raun- sæja sýn á veruleikann og tilbúin að taka á hverju sem hún mætti á sinn staðfasta hátt og hún átti þá von og trú að Guð tæki á móti henni þegar hennar tími væri kominn. Hún gaf mér og fjölskyldu minni margar ánægjustundir sem við erum innilega þakklát fyrir. Blessuð sé minning hennar og megi henni líða vel í nýjum heim- kynnum. Guð blessi eiginmann hennar og fjölskyldu og huggi þau í sorg þeirra með eilífum kærleika sínum. Fari hún í friði með fögru engla liði eins og segir í ferðasálmi Hallgríms Péturssonar og með þeim orðum þakka ég elskulegri svilkonu samfylgdina. Margrét Svavarsdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Grænagarði, Garðaholti, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 6. desember kl. 13.00. Sigurður Þorkelsson, Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ágúst Þ. Gunnarsson, Bjarney Sigurðardóttir, Þór Sverrisson, barnabörn og langömmubarn. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR sjúkraliði, Ljósheimum 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.00. Þórunn Daníelsdóttir, Ármann Jóhannsson, Edda Bryndís Ármannsdóttir, Gunnvant B. Ármannsson, Brandur Gunnvantsson, María Kristjánsdóttir og aðrir ættingjar. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA S. GUNNARSDÓTTIR, Andrésarbrunni 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 30. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rannveig Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Gýgja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR SVAVAR BÖÐVARSSON, Berkeley, Kaliforníu, lést miðvikudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Róbert Daníel Böðvarsson, Erik Ma Böðvarsson, Böðvar Stefánsson, Stefán Magnús Böðvarsson, Anna Björg Þorláksdóttir, Reynir Eyvindur Böðvarsson, Ann Olanders Böðvarsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Laufásvegi 60, lést að morgni föstudagsins 1. desember á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fjölskyldan. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.