Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 45          > ? @                           A        A        CAA0D@        CAA0D@        CAA0D@        ?E0?         ?E0?         AD@0@ @      !   C          !   C "          !   C                       W ill Keith Kel- logg (1860– 1951) var eng- inn afdalabóndi heldur frum- kvöðull og framsækinn viðskiptamaður. Það var þó fáum ljóst framan af ævi hans. Hann þótti seinfær í bók- námi og eins og títt er um slíka einstaklinga var hann stimplaður heimskur. Síðar kom í ljós að það var döpur sjón sem torveldaði honum námið, ekki heimska en þá var Kellogg löngu hættur í skóla. Fjórtán ára réð hann sig í vinnu hjá föður sínum sem rak kústa- verksmiðju en árið 1879 tók hann stutt stjórnunarnámskeið í við- skiptum. Leiðin á toppinn var tímafrek og kostaði mikla vinnu. Næsta aldarfjórðunginn vann hann hjá bróður sínum, Dr. John Harvey Kellogg sem var yfirlækn- ir á Battle Creek heilsuhælinu. Hann réð sig sem bókara en starf hans fólst ekki síður í að finna ásamt bróður sínum bragðgóðan og næringarríkan mat fyrir sjúk- linga hælisins. Stóðu tilraunir þeirra í eldhúsinu oft langt fram á nætur. Í upphafi var tilviljun John hafði skömmu fyrir alda- mótin 1900 heyrt um bakað hveiti- korn sem skorið hafði verið í ræm- ur og var tilbúið til átu. Bræðurnir urðu samstundis staðráðnir í að gera betur og þróa sitt eigið heilsuhveitikorn, og fyrir helbera tilviljun tókst þeim það. Dag nokkurn vildi svo til, þegar þeir voru í miðju kafi að pressa bakað hveiti í rúlluvél, að þeir voru skyndilega kall- aðir til annarra erinda. Eitthvað töfðust þeir við er- indin því að rúlluvélinni komu þeir ekki aftur fyrr en tveimur dögum síðar. Hveitið var þá orðið næstum þurrt en þeir ákváðu að láta slag standa og rúlla því í gegn og sjá hvað gerð- ist. Og það sem gerðist var allt annað en venjulegt. Í stað hins venjulega seigfljótandi deigs komu þunnar flögur út úr vélinni. Hver hveitikjarni hafði flast út og orðið að lítilli, langri og mjórri kornflís. Þegar kornflögurnar höfðu verið ristaðar voru þær stökkar og létt- ar. Fyrir algjöra slysni höfðu Kel- loggs-bræðurnir uppgötvað nýjan morgunverð. Kellogg’s út um allan heim Kornflögurnar rúlluðu í sífellu í gegnum vélina hjá þeim bræðrum enda nutu þær mikilla vinsælda hjá gestum heilsuhælisins sem vildu halda áfram að neyta þeirra eftir að meðferð var lokið og heim var komið. John stofnaði þá lítið fyrirtæki, Sanitas Food Company en setti Will yfir reksturinn. Will sá fljótlega að með því að mark- aðssetja morgunkornið á almenn- um markaði sem heilsufæði fyrir alla yrði arðurinn af rekstrinum meiri. ,,Ég hef ekki áhuga á að selja kornflögur í gegnum póst- þjónustu,“ sagði hann, ,,ég vil selja þær í bílförmum. Það gekk eftir. Ólík sjónarmið bræðranna til rekstursins höfðu áhrif á sam- starf þeirra og árið 1906 stofnaði Will sitt eigið fyrirtæki til fram- leiðslu og dreif- ingar á kornflög- unum eftir snarpa en harða baráttu í rétt- arsölum um eign- arréttinn við bróður sinn. Will hafði þá breytt upp- skriftinni lítillega og var tilbúinn að leggja heiminn að fótum sér, sem og hann gerði. ,,Ég finn það á mér að við erum að und- irbúa herferð á matvælum sem verður leiðandi morgunkorn í Bandaríkjunum þegar upp verður staðið, ef ekki heiminum öllum,“ sagði Will við opnun fyrstu verk- smiðjunnar sem framleiddi Kel- logg’s Toasted Corn Flakes og það reyndust orð að sönnu. Milljónir tóku hinu tilbúna morgunkorni fagnandi, jafnt útivinnandi hús- mæður sem heimavinnandi, verka- fólk sem vaxandi millistéttin, enda var það bæði næringarríkt og fljótlegt að leggja á borð. 100 ár- um síðar eru fjölbreyttar vöruteg- undir Kellogg’s seldar og neytt af íbúum við sömu vinsældir í heims- álfunum öllum. Ævintýri Kell- ogg’s í 100 ár Grafíska sagan Umbúðir og aug- lýsingar Kellogg’s fyrirtækisins segja skemmtilega sögu út af fyrir sig um þróunina í þeim geira en Kellogg var einn af þeim fyrstu sem notuðu teiknimyndafígúrur til kynningar á vörum sínum. Einu sinni var bókari í Bandaríkjunum sem hét Kellogg. Fyrir helbera tilviljun fann hann ásamt bróður sínum upp heilsukorn sem hann síðan framleiddi og seldi undir nafninu Kellogg’s. Framhaldið þekkja flestir enda fjölmargir sporð- rennt morgunkorni og öðrum matvælum frá fyr- irtækinu sem nú fagnar 100 ára afmælinu. Vöruúrval Corn Flakes var fyrsta varan sem fyrirtæki Will Kellogg’s framleiddi en á næstu áratugum komu aðrar í kjölfarið eins og AllBrain, Rice Krispies og Froost Loops. Frumkvöðull Will Smith var talin heimskur í skóla en hafði bæði við- skiptavit og næma tilfinningu fyrir markaðnum. Alþjóðlegt Árið 1914 setti Will Kellogg stefnuna á alþjóðlegan markað þegar hann stofnaði útibú fyrirtækisins í Kanada. Nú starfa um 25.000 manns í 180 löndum hjá fyrirtækinu. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.