Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 12
12 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Sjö fyrirtæki til- kynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars. Þetta eru fjármálafyrirtækin SPRON, Straumur-Burðarás og Spari- sjóðabankinn, bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L og tvö fyrirtæki úr byggingageiranum og þjónustu- starfsemi. Samtals segja þessi fyrirtæki upp 200-300 mönnum. Karl Sigurðsson, sérfræðing- ur hjá Vinnumálastofnun, segir erfitt að áætla nákvæmlega hvað hópuppsagnirnar ná til mikils fjölda starfsmanna. Uppsögnin hjá SPRON nái til allra 160 starfs- mannanna en ljóst sé að ekki verði öllum sagt upp. Væntanlega haldi einhverjir starfsmenn áfram í útibúum og því sé erfitt að segja nákvæmlega hversu margir missa vinnuna þegar upp er staðið. Hópuppsagnir hafa átt sér stað í nánast hverjum mánuði frá því í haust. Í október bárust Vinnu- málastofnun 65 uppsagnir vegna tæplega 3.000 einstaklinga. Í nóv- ember voru tilkynningarnar tólf, í desember fjórar, tíu í janúar og engin í febrúar. Uppsagnirnar snerta einkum fólk í byggingar- iðnaði, verslun og flutningastarf- semi og útgáfustarfsemi. - ghs Straumur var á skrifstofu Vinnumálastofnunar í gær: Sjö hópuppsagnir HÓPUPPSAGNIR Október 2008 - mars 2009 Fjöldi uppsagna Nær til Október 65 3.000 Nóvember 12 560 Desember 4 94 Janúar 10 167 Febrúar 0 0 Mars 7 200-300 fyrir börn og unglinga Fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýnir reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast til að spara þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur. Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum. Skorað er á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri. Hjálparvakt tannlækna er samstarfsverkefni Tannlæknafélags Íslands og Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Þjónustan er veitt í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Tanngarði, laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí frá kl. 10.00 – 13.00. Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir eru gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands í síma 525 4850. g y j Innritun í allar deildir skólans fyrir næsta skólaár stendur yfir HÁSKÓLADEILDIR Nám til burtfararprófs í einsöng Söngkennaranám. SÖNGDEILDIR Nemendur frá 16 ára aldri grunn-, mið- og framhaldsnám UNGLINGADEILDIR Nemendur 11-13 ára og 14-15 ára skipt í stúlknadeildir og ungmennadeildir Áríðandi: Umsækjendur með lögheimili utan Reykjavíkur þurfa að leggja inn beiðni til sveitarfélags síns fyrir 15. apríl n.k. Umsóknir og upplýsingar: sími 552 7366 / songskolinn.is / rafraen.reykjavik.is Söngskólinn í Reykjavík Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið tekn- ar um sölu ríkisbankanna; það sé þó ljóst að við einkavæðingu þeirra verði viðhöfð önnur aðferðafræði en árið 2002. Hann segir að ákvarðan- ir um hugsanlegar skattahækkan- ir verði kynntar um mánaðamótin maí/júní. Þetta kom fram á opnum fundi fjárlaganefndar í gær þar sem rætt var um framvindu samkomulags íslenskra stjórnvalda við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (AGS) og stöðu efnahagsmála. Í umræðum um samskipti stjórn- valda við AGS kom fram í máli Steingríms að sjóðurinn hefði ekki gert athugasemdir við breytt- ar áherslur nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Sagði Steingrím- ur að héldu stjórnvöld sig innan ramma þess samkomulags sem gert hefði verið myndi sjóðurinn halda sig til hlés. Áætlunin væri í þeim skilningi sveigjanleg. Sjálf- stæðismenn inntu Steingrím eftir því hvaða upplýsingar um stöðu efnahagsmála sjóðurinn hefði fengið í nýlegri heimsókn, og gagn- rýndu að fjárlaganefnd og Alþingi fengju ekki aðgang að sömu gögn- um. Steingrímur sagði það á hendi AGS að gefa téðar upplýsingar, en „engin stór leyndarmál væri þar að finna“. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd lögðu hart að Steingrími að svara því hvort ákvarðanir um skattahækkanir hefðu verið teknar, en fjármála- ráðherra hefur sagt að blönduð leið niðurskurðar og tekjuöflunar með skattahækkunum sé eina færa leið- in til að loka fjárlagagati upp á 150 til 170 milljarða á næstu tveimur til þremur árum. Steingrímur sagði að tillögurnar yrðu kynntar þegar tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs yrðu ræddar. Kom fram að nið- urskurður á næsta ári gæti numið 35 til 55 milljörðum króna. Steingrímur sagði að ákvarðanir um hugsanlegt söluferli bankanna lægju ekki fyrir enda væru efna- hagsreikningar þeirra enn viðfangs- efnið. Engin leið hefði verið útilokuð við hugsanlega sölu bankanna og til greina kæmi að kröfuhafar eignuð- ust hluta í þeim. Nokkuð var rætt um Icesave-deil- una á fundinum og dró Steingrímur þar til baka þau orð sín að „glæsi- leg niðurstaða“ væri möguleg, sem hann viðhafði í fréttaviðtali. Sagði hann orðalag sitt hafa verið óheppi- legt og „bærileg niðurstaða“ væri nær sannleikanum. Hann sagði sam- skipti við Hollendinga og Breta hafa batnað mikið. svavar@frettabladid.is Ákvörðun um skatta kynnt í sumarbyrjun Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu ríkisbankanna, segir fjármálaráð- herra. Niðurskurður næsta árs vegna fjárlagagatsins verður 35 til 55 milljarðar. Samskipti við Hollendinga og Breta vegna Icesave hafa batnað. FUNDURINN Indriði H. Þorláksson ráðuneytisstjóri, Steingrímur fjármálaráðherra og Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu, svöruðu spurningum fjárlaga- nefndar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.